Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 13
- MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 198g C '13 eru mér mjög mikilvægar," sagði hann. „Ef ég væri kennari myndi ég byija á að hafa leikfimitíma með nýjum bekk. Hæfileikar og persónu- leiki bama kemur mjög skýrt í ljós í íþróttum. Ég gæti séð hvað byggi í bömunum og þroskað hæfíleikana sem ég sæi að þau hefðu." Furgler er vel lesinn og mjög „kúltíveraður" maður. Hann kærir sig ekki um að fólk álíti að íþróttir séu eina áhugamál hans fyrir utan stjómmál. En hann talar um hand- bolta af slíkri innlifun að það kemst nærri því að vera heimspeki. Fyrir honum er handbolti eins og lífíð sjálft. „Handbolti er hraður, maður verður að taka ákvarðanir, hann krefst aðgerða. Maður stjómar hendinni á ákveðinn hátt, það er hægt að vera hámákvæmur en ekkert gengur ef hugmyndaflugið vantar. Maður verður stöðugt að hugsa um nýja möguleika og liðið verður að vinna vel saman. Það er ánægjulegt að sigra en maður verð- ur að kunna að taka ósigri. Keppnis- andi er mikilvægur en heiðarleg keppni er ofar öllu. Það á jafn vel við í handbolta sem í stjómmálum." Ileykjavíkurfundur EFTA mikilvægur Ráðherrafundur Fríverslunar- bandalags Evrópu, EFTA, verður haldinn í Reykjavík í næstu viku og Kurt Furgler situr hann. „Ég hef komið til Islands einu sinni áður og var afskaplega hrifínn af landi og þjóð," sagði hann. „Ég átti þá sæti í stjómmáianefnd Évrópuráðs- ins og hún hélt fund í Reykjavík. Ég gaf mér tíma til að skoða mig um í tvo daga og kom meðal annars í hvalstöðina í Hvalfirði. Ég átti einnig ýmsar gagnlegar viðræður og varð mjög hrifinn af íslending- um. Ég man að ég sagði bömunum mínum þegar ég kom aftur heim að mér hefði þótt ég eiga margt sameiginlegt með ykkur. Mér fínnst ég vera meðal vina í hvert sinn sem ég hitti íslendinga. Þið leggið áherslu á sjálfstæði, frelsi og sam- stöðu eins og við Svisslendingar." Furgler á ekki von á að geta dvalið lengi á íslandi í sumar. „Ég kem þangað á þriðjudegi og verð að fara aftur á sunnudegi af því að svissn- eska þjóðþingið kemur einmitt saman í Bem á þessum tíma.“ Samskipti ÉFTA við Evrópu- bandalagið, EB, verður aðalum- ræðuefnið á ráðherrafundinum. Willy De Clercq, sá er fer með samskipti EB við lönd utan banda- lagsins, tekur þátt í seinni hluta hans og farið verður yfír atriði í Furgler-brandari: Kurt Furgler hafði gengið illa í stjómmálun- um í nokkum tima og vinsældir hans vom famar að dvína. Hann virtist ekki lengur fær um að gera neitt rétt. Hann hafði áhyggjur af þessu og spurði starfsmenn sína ráða. Þeir sögðu honum að fara einn sólskinsdag niður að ánni Aare í Bem og blanda geði við borgar- búa. Þeir sögðu honum að sóla sig og ganga síðan á ánni til að sanna ágæti sitt. Furgler fór að ráðum þeirra og hélt niður að ánni einn góðan veðurdag. Mikill mannfjöldi var þar samankominn. Hann lagðist í sólbað og gekk síðan út á ána. Fólkið tók strax eftir honum. „Ha, ha,“ sagði það og benti á hann. „Sjáið þið Furgler. Hann kann ekki einu sinni að synda!" Lúxemborgaryfírlýsingu ráðherra EFTA- og EB- landanna frá því 1984, en hún er almenn viljayfirlýs- ing um aukið samstarf bandalag- anna tveggja. „Reykjavíkurfundurinn verður mikilvægur þar sem við munum fara yfír það sem vel hefur farið síðan á fundinum í Lúxemborg og það sem betur má fara,“ sagði Furgler. „Þar var ákveðið að stefna að einum evrópskum markaði en það þarf að semja um mörg atriði áður en það verður að veruleika. Við vonumst til dæmis til að geta skrifað undir samkomulag um að samræma skjöl fyrir vöruflutninga þannig að í framtíðinni þurfi aðeins að fylla út eitt skjal í stað tíu þegar vörur eru fluttar milli landa í Vest- ur-Evrópu. Þetta hljómar kannski ekki eins og um mjög mikilvægt atriði sé að ræða en þessi samræm- ing yrði stórt skref fram á við og myndi spara mikla skriffínnsku og tíma við landamæri ef hún verður samþykkt." Furgler telur fríverslunarbanda- lag aðildarlandanna 6, íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Sviss og Austurríkis, mikilvægt og hann telur að innganga Portúgal í EB og brottför þess úr EFTA hafí lítil áhrif á starf bandalagsins. „Auðvit- að eru takmörk fyrir því hversu fá lönd geta starfað í EFTA, bandalag- ið væri til dæmis ekki mikils virði ef aðeins tvær þjóðir væru eftir í því. Það var missir að Bretlandi og Danmörku þegar þau gengu í Evr- ópubandalagið og hættu í EFTA. En þjóðimar sem eru eftir í fríversl- unarbandalaginu eiga margt sam- eiginlegt og eru sem heild mjög mikilvægur viðskiptaaðili við ÉB. EFTA getur unnið gagnlegt starf sem samningsaðili við EB fyrir aðildarlönd þess en það verða að sjálfsögðu ávallt viss málefni sem þjóðimar munu semja um við Evr- ópubandalagið hver fyrir sig,“ sagði Furgler. Aðild Sviss að Evrópubandalag- inu hefur aldrei komið alvarlega til greina. „í stofnsáttmála Evrópu- bandalagsins segir að það stefni ekki aðeins að efíiahagsbandalagi innan Evrópu heldur að stjóm- málalegri heild aðildarríkjanna, einskonar bandaríkjum Vestur- Evrópu. Sviss hefur þess vegna ekki haft áhuga á að gerast aðili að því og mun varla gera það í náinni framtíð. En þjóðin hefur áhuga á að hafa gott og stöðugt samstarf við Evrópubandalagið og við njótum sérstaks sambands við það sem nágrannaþjóð og sem mikilvægur viðskiptaaðili." Furgler sagði að vissir erfíðleikar fylgdu þvi fyrir Sviss að vera ekki aðili að EB, „en við getum lifað við þá,“ sagði hann. Helmings þjóðartekna Svisslend- inga er aflað erlendis og þjóðin kæmist ekki af án samskipta við aðrar þjóðir. Hún hikar þó við að taka þátt í formlegu samstarfi á alþjóðavettvangi eins og kom vel í ljós í vetur þegar meirihluti þátttak- enda í þjóðaratkvæðagreiðslu þver- tók fyrir inngöngu Sviss í Samein- uðu þjóðimar. Furgler var hlynntur fullri aðild að Sameinuðu þjóðunum, eins og svissneska ríkisstjómin öll, og telur að Sviss eigi eftir að gerast aðili að þeim. „Atkvæðagreiðslan var haldin á slæmum tíma,“ sagði hann. „Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eiga í erfiðleikum um þessar mundir, UNESCO er besta dæmið um það, og stofnunin nýtur ekki mikiilar virðingar. Landar mín- ir em raunsætt fólk og vilja sjá uppskeru erfíðis síns. Margir hugs- uðu með sér: „Ó, nei! Við verðum undir í atkvæðagreiðslum á alls- heijarþinginu. Fulltrúar okkar munu fara og taka þátt í tilgangs- lausum ræðuhöldum í New York.“ Þeir efast um að Sviss geti haft mikið gagn af Sameinuðu þjóðun- um. Við emm hlutlaus og sjálfstæð þjóð og viljum vera það áfram. Við viljum starfa með öðmm þjóðum, eins og við gemm í EFTA, en viljum fá að halda eins miklu af ákvarðana frelsi okkar og við getum." Brúðubíll- inn rúllar af stað BRÚÐUBÍLLINN á 10 ára afmæli i sumar. Útileikhúsið sem hann „hýsir“ ferðast milli gæsluvaUa borgarinnar í júnf- mánuði ár hvert. Hver völlur fær hann í heimsókn tvisvar sinnum á sumri. I frétt frá Brúðubílnum segir að á dagskrá sumarsins séu tveir einþáttungar, klukkustundar langir. Sá fyrri heitir „Brúðubíll- inn 10 ára“ og er það blönduð dagskrá með atriðum frá fyrri ámm. Seinna leikverkið heitir „Ulfurinn og kiðlingamir sjö“ í leikgerð Helgu Steffensen. Sig- ríður Hannesdóttir semur vísum- ar og báðar stjóma brúðunum. Öm Arnason, Aðalsteinn Bergdal og Þórhallur Sigurðsson leikarar ljá brúðunum raddir sínar, auk stjómendanna. Dagskrána geta forráðamenn bamanna fengið á gæsluvöllum. A sýningamar era allir velkomnir. „ Spænsk Flamenco-hátíð í Broadway SUNNUDAGSKVÖLD1. JÚNÍ Listahátíð í Reykjavík OtCO^THC i i 4 \i H\y ★ Boðið upp á spænska þjóðarrétti ★ Hinn frábæri flamenco-flokkur frá Spáni undir stjórn Javier Agra kemur fram. í flokknum eru frægir listamenn. Kl. 20.30 verður tekið á móti gestum með Rósa Siglo, þjóðardrykk Spánverja. Dansmærin Rosa Durán ólst upp í Madrid og var ekki nema fimm ára þegar fjallað var um dans hennar í dagblöðum í Madrid. Hún hefur hlotið ýmiskonar viðurkenningu fyrir dans sinn; verð- laun frá leikhúsi þjóðanna í París, fengið þjóðarverðlaun Kennara- skólans í flamenco-fræðum o.fl. Hún kennir nú flamenco við akademíuna í Madrid. Gítarleikarinn Perico Del Lunar hefur komið fram á leiksviði Evrópu og Ameriku og hlotið mikið lof. Leikur hans er talinn mjög upprunalegur og i nánum tengslum við spænska hefð í gítarleik. Með í hópnum er einnig ungur gítarleikari sem hlaut 1. verðlaun er einnig ungur gítarleikari sem hlaut 1. verðlaun fyrir gítarleik frá Kennaraskólanum í flamenco-fræðum í Jerez de Frontera 1984. Hann er talinn einn efnilegasti konsert-gítar- leikari Spánar. ★ Granada Tres-tríóið flytur spænska og suður-ameríska tónlist ★ Ferðaskrifstofan Atlantic kynnir vin- sæla ferðamannastaði á Mallorca. +Happdrætti Glæsilegir ferða- vinningar. Miðasala og bordapantanir er I Gimli kl. 16.00—19.00 virka daga og 14.00—19.00 um helgar. Sími28588

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.