Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SU.NNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986 C 29 \7Él?akándi SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS QXJjjgÓfOfa&'/j if Kynntu þér kosti Canon A-200 Þessir hringdu . . Vildu gas í stað rafmagns Anna Jónsdóttir hringdi: „Mig langaði að koma með athugasemd við grein sem birtist um Kvennalistann sl. þriðjudag. Gamli Kvennalistinn byggði á mannréttindasjónarmiðum og hefði aldrei látið orða sig við kommúnista eins og Kvennalist- inn í dag. En það varð þeim að falli að þær vildu að gas væri notað í stað þess að rafvæða Reykjavík, þegar umræður fóru fram um þetta í bæjarstjórninni. Og listinn var því aldrei aftur boðinn fram“ Jónína með ósmekk- lega fyndni Sonja hringdi: „Mig langaði að koma með vinsamlegar ábendingar varðandi morguntrimmið hennar Jónínu Benediktsdóttur. Ég og vinkonur mínar erum sammála um það að hún sé með afskaplega ósmekk- lega fyndni í þáttum sínum, og spyijum hvort hún geti ekki haldið sig við leikfimisæfingamar, í stað þess að reyna að vera fyndin. Okkur kemur ekkert við hvort hún hafi farið á útsölu til að kaupa sér nýja hanska, eða hvort eitt- hvað sé að puttanum á undirleik- aranum, eða hvort Auður Laxness sé með f leikfiminni. Jónína höfðar ekki til okkar sem eldri erum, ég er gamall íþróttakennari sjálf og við viljum koma þeirri fyrirspyrn á framfæri hvort ekki sé hægt að hafa tvo umsjónarmenn til skiptana, ef hún er orðin svona leið á þessu." Stórslysatröllabingós- f réttastjórnendur Skúli Jóhannesson hringdi: Ég hringdi vegna greinar sem Þórir Stephensen skrifaði í Morg- unblaðið föstudaginn 23. maí. Eg vil taka undir orð hans í þessari grein, þar sem hann fjallar um hve fjölmiðlar velta sér mikið upp úr ógæfu fólks, sérstaklega hefur þetta verið áberandi hjá sjón- varpinu eftir að nýju fréttastjóm- endumir tóku til starfa. í frásögn- um um slys og óhæfuverk, jafnvel æfingum björgunarsveita, eru oft að óþörfu notuð lýsingarorð eins og um auglýsingu á stórbingói eða tröllabingói sé að ræða. A þetta einkum við um sjónvarpið og DV. í umfjöllun þeirra gleymist oft hve við emm lítið þjoðfélag og hve tengsl milli manna em mikil. En jafnvel Morgunblaðið, sem að jafnaði er vandað blað hefur fallið í þá gryfju að vanda ekki upsetn- ingu á slysafrásögnum vegna keppni um að verða fyrst með fréttina. Em nýju stórslysa- tröllabingósfréttastjómendur sjónvarpsins virkilega skólaðir hjá Morgunblaðinu?" Moldrok í Safamýri Frammari hringdi: „Ég er ibúi í Safamýrinni. Mig langar til að koma með fyrirspum til þeirra sem em í forsvari fyrir Fram-heimilið, hvað þeir ætli að gera við moldarhólinn sem er fyrir framan félagsheimilið. Þeir vom að skipta um jarðveg hjá sér á vellinum f hittifyrra, og þess vegna var færður til jarðvegur og honum safnað í þennan hól. Þegar vindur blæs verður mikið moldrok á svæðinu í kring og því langar mig að spyija hvort þeir ætli ekki að gera eitthvað í þessu." Vegirnir eins og í svörtustu Af ríku Kristín hringdi: „Mér finnst tillaga Matthíasar um að hækka bensínlítrinn og leggja bundið slitlag á vegi aldeil- is frábær. Bílaeign landsmanna hefur batnað talsvert á undan- fömum ámm, og við þurfum öll að kaupa bensín hvað sem það kostar, og því fínnst mér það bera vott um afturhald að samþykkja ekki þessa tillögu. Við þurfiim að fara inn í svörtustu Afríku til að finna aðra eins vegi og era hér á landi, og því held ég það væri mjög til bóta að koma á bundnu slitlagi. Það væri hægt að kanna hver áhugi landsmanna á þessu er með þjóðaratk væðagreiðslu. “ Bekkirnir fjarlægðir á Hlemmi 1816-7574 hringdi: „Ég hringi vegna þess sem eldri kona var að segja í Velvakanda um daginn, hún nefnir þar að bekkir hafi verið fjarlægðir á Hlemmi til að reyna að hafa áhrif á fjölda þeirra unglinga sem em þar meira og minna, og kemur með þá tillögu að settur verði dyravörður á Hlemmi. Hún segir að -verslunareigendur hafi íjar- lægt bekkina, en það er misskiln- ingur hjá henni, það var fyrrver- andi starfsmaður strætisvagn- anna sem átti þar hlut að máli, og hélt að þar með myndi aðsókn unglinganna að Hlemmi minnka. En ég er sammála henni að það var fljótfæmisleg ákvörðun, að Qarlægja bekkina og full ástæða til að setja þá niður aftur, því þeir hafa engan þátt í aðsókn unglinganna að Hlemmi.“ Bifreiðir á gangstéttum Jóna hringdi: „Ég á stundum leið um Laugar- ásveginn með barnakerm og nota þá gjaman gangstéttina sem ætluð er gangandi vegfarendum. Það er ekki svo auðvelt því ég neyðist til að fara út á götu vegna bifreiða sem lagt er upp á gang- stétt. Bifreiðunum er ekki einung- is lagt að hluta til á gangstéttina, heldur alfarið. Síðast þegar ég átti leið þama um var um 20 bifreiðum lagt þama á gangstéttinni en ekki einn einasti úti í kant vegarins, og engin skilti banna þar kyrr- stæða bfla. Ökumenn, virðið það að gangstéttir em fyrir gangandi vegfarendur. Oft er hratt ekið þama og því ekki óhætt að krækja fyrir bfla með bamavagn með- ferðis." Y f irborðsmerkingar gatna Snorri Hreggviðsson hringdi: „Mig langaði að benda á mikil- vægi þess að hafa vel merktar akreinar t.d. í hinni svokölluðu Kópavogsgjá þar sem em þijár akreinar verða að tveim og skap- ast þar mikil hætta vegna lélegra merkinga. í leiðinni langar mig að spyija hlutaðeigandi aðila, sennilega vegamálastjóra um frá- gang á Amameshæð, þ.e. gatna- mótunum á Amameshæð, milli H afn aríj arðarvegar og Garðabæj- ar, hvenær gengið verði endan- lega frá þessu. Þetta er hitamál íGarðabæ." I könnun tímaritsins TODAY'S COMPUTERS um hagkvæmustu tölvukaupin lenti Canon A-200 í efsta sæti. Tímaritið COMPUTER BUYER'S GUIDE AND HANDBOOK gefur Canon A-200 sín allrabestu meðmæli á kr. 156.400,- útborgun 25% og eftirst. á 8 mán. Canon SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 VIÐ BJ0ÐUM ÞER: Canon A-200 256K vél með 12" qrænum skjá 10 Mbyte nörðum disk og innb. 360K drifi ásamt Canon PW-1156 17" prentara, prentar 160 stafi á sek. ATHUGIÐ! Tökum allar gerðir af Apple tölvum upp í verð á nýrri Canon A-200. heimsþekkt merki á sviði hátækni Daaskrár- geroarfó/k Sjónvarp. Við ieitum að þáttaqerðarfólki Fóiki sem getur komið fram á skjánum, í beinni og óbeinni útsendingu samið kynningarog unnið að gerð sjónvarps- þátta bœði eftir eigin handriti og annarra. Efþú hefur trú á sjáifum þér í þetta starf, getur unnið sjáifstætt og ert drífandi og dugiegur sendu okkur þá uppiýsingar um þig. Ef við teijum að þú komir tii greina sem dagskrár- gerðarmaður, eftir að hafa skoðað þœr uppiýsingar og efni sem þú sendir inn, þá munum við ka/ia á þig í prufutöku og gefa þér kost á að spreyta þig tii reynsiu. Óskað er eftir að menn útbúi um- sóknir um þetta starf eftir eigin höfði, t.d. á myndsnœ/dum. Umsóknum skai skiiað fyrir6. júní tii sjónvarpsins. Umsóknum veitt móttaka á símaaf- greiðs/u Sjónvarpsins, Laugavegi 176. RÍKISÚTVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.