Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR L JÚNÍ 1986 Ch 28r Nýja stofan stendur við Ráðhústorg 30 í Osló. Islendingur tekur eitt hæsta próf í hárskurði sem um getur í Noregi mar Diðriksson tók nú í vor eitt af hæstu sveinsprófum í hár- skurði, sem tekið hefur verið í Noregi til þessa og hlaut hann af því tilefni viðurkenningu, sem að- eins hefur verið veitt tvisvar sinnum áður á sl. 70 árum. Síðast voru þessi verðlaun veitt árið 1965. Við útskrift Iðnskólans í Osló í Ráð- húsinu 6. maí sl. flutti m.a. þáver- andi forsætisráðherra Noregs, Káre Willoch, ræðu. Auk verðlaunanna fékk Ómar sem svarar 30.000 ís- lenskum krónum frá Iðnaðarbanka Noregs sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Ómar er 24 ára gamall og rekur nú eigin stofu í Osló sem hann opnaði f febrúar sl. Ómar nefndi hana „Tin Tin“ eftir aðalpersónu Tinnabókanna. „Ég flutti til Noregs í júlí 1983 eftir að hafa lokið bók- lega náminu í Iðnskóla Reykjavíkur og var ég þá á samningi á Rakara- stofunni á Klapparstíg. Mér var boðin vinna á stofu í Osló og tók ég því en átti þá eftir sex mánuði af samningnum til að ég gæti tekið sveinsprófíð. Mér var neitað um að taka sveinsprófið heima þar sem mig vantaði þetta upp á samninginn svo ég sótti um að fá að taka prófið utanskóla í Osló - að vísu gerði ég mikið til þess að fá að taka prófið heima þar sem ég hélt að það yrði léttara," sagði Ómar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Á „Tin Tin“ starfa auk Ómars tvær norskar stúlkur og ein íslensk. „Reksturinn gengur ágætlega - ég var reyndar búin að fá smá reynslu þar sem ég rak stofuna sem ég vann á áður í Osló í eitt ár fyrir eigandann. Mig langar oft til ís- lands en maður hefur það miklu betra hér í Noregi íjárhagslega séð og eins líkar mér vel hér. Það er auðveldara að koma sér áfram,“ sagði Ómar. Hann hyggur á meistaragráðuna í hárskurði næsta vetur og sagði hann að það nám kæmi sér að góðu gagni þar sem farið yrði inn á fyrirtækjarekstur, bókhald og ann- að slíkt. Þá er Ömar að fara að vinna fyrir franska fyrirtækið Lore- al, sem bauð honum starf fyrir stuttu er menn frá fyrirtækinu héldu námskeið á „Tin Tin“ fyrir hárgreiðslufólk. „Ég mun fara um Noreg og jafnvel til annarra landa til þess að kynna hárgreiðslufólki nýjustu tískulínumar í hárskurði. Tveir og tveir starfa saman að þessum námskeiðum og kem ég til með að sjá um verklega þáttinn og sá er verður með mér um fræðilega hlutann varðandi vörumar. Þetta er spennandi verkefni sem gefur mér færi á að kynnast ýmsum nýj- ungum. Fyrsta námskeiðið mitt verður haldið 25.-27. ágúst nk., sem verður jafnframt einskonar reynslu- tími,“ sagði Ómar. COSPER ©PIB iom____________________________ COSPER — Það er allt i hönk. Þeir hafa byggt stórmarkað þar sem við grófum peningana. Meðan heimsmeistarakeppnin ífótbolta stendur yfir í Mejdco býður Sjanghæ kínverskar kræsingar með æsispennandi afslætti: 1. Tvær vorrúllur með súrsætri- eða karrýsósu, hrísgrjónum og salati kr. 195 2. Steikt hrísgrjón Sjanghæ kr. 350 3. Lambakarrý með hrísgrjónum kr. 425 4. Kjúklinga chop-suey með hrísgrjónum kr. 525 5. Nautakjöt m/lauk með hrísgrjónum kr. 525 Barnaskamm tar á hátfvirði. Að öðru leyti er matseðillinn að sjálfsögðu í fullu gildi. Við seljum út og sendum heim. Kínverska veitingahúsið, Laugavegi 28 sími 16513 Þeir velja rétt er VCombi Camp tjaldvagnar Benco Bolholti 4 Allt í bílinn _ 8K£3USt Siðumúla 7-9, * 82722 á Monroe Radial Matic Monroe Gas Matic Monroe Magnium Monroe Super Strut Oruggt grip með Monroe ¥MONROEF saasaa—aasssaaawcaasa——cssssSmm——ígassssaausja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.