Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 Sjómannadagurinn verði lögbundinn frídagur framvegis ÞEIR Guðjón A. Kristíánsson, formaður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, og Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasamband íslands, hafa tekið jákvætt i að vinna álitsgerð um lögbindingu sjó- mannadagsins. Með þetta álit tíl hliðsjónar hyggst Arni Johnsen, alþingismaður flytja tillögu á þingi í haust ásamt fleirum um Iög bindingu þessa dags sem frídags fyrir sjómenn. Ami Johnsen sagði að það væri ljóst að við lögbindingu sjómanna- dagsins sem frídags yrði að taka tillit til ýmissa atriða, svo sem hvíta- sunnu, og einnig hins að greina yrði á milli hjá farmönnum og fiski- mönnum. „Það er augljóst að það gengur ekki að lögbinda frí fýrir farmenn í landi á sjómannadaginn, en það á að vera unnt án teljandi érfiðleika fyrir alla sjómenn lands- ins sem stunda veiðar. „Ámi sagði að ýmsir aðilar hefðu á undanfömum árum haft slíka lögbindingu á orði án þess að nokk- uð gerðist, en nú kvaðst hann telja lag og hann kvaðst álíta að þing- menn úr öllum flokkum myndu taka þessu máli vei. „Það er sannarlega kominn tími til þess að sjómanna- dagurinn verði lögbundinn frídagur, því engin stétt iandsins hefur eins óreglulegan vinnutíma og langan," sagði Ami. Úlfar Bragason Doktors- nafnbót í bókmenntum ÚLFAR Bragason var sæmdur doktorsnafnbót við Kalifomíu- háskóla í Berkeley í Bandaríkj- unum þann 21. mai sl. fyrir rit- gerðina Um frásagnarlist í Sturl- ungu (On the Poetics of Sturl- unga). í doktorsritgerðinni færir Úlfar rök fyrir því að veraldleg- ar samtíðarsögur (sögur Sturl- ungu) lúti sams konar frásagnar- lögmálum og íslendingasögur. Þvi séu hin skörpu skil milli þessara sagnaflokka sem tíðkast í sagnarannsóknum óeðlileg. Úlf- ar hefur undanfarin þijú ár stundað doktorsnám við háskól- ann í Berkeley undir leiðsögn prófessoranna Carol J. Clover og John Lindow. Úlfar fæddist á Akureyri 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og BA-prófí í íslensku og sagnfræði frá Háskóla íslands 1973. Úlfar stundaði nám í bókmenntafræði við Óslóarháskóla frá 1974 og lauk þaðan meistaraprófí 1979. Úlfar hefur kennt á framhalds- skólastigi, lengst við Flensborgar- skólann í Hafnarfírði. Jafnframt námi í Berkeley kenndi hann um skeið norsku við háskólann. Næsta skólaár mun Úlfar gegna prófess- orsstöðu í norsku og norrænu við Chicago-háskóla í Bandaríkjunum. Mjólkín í leikskóla MJÓLKURSAMSALAN í Reykja- vík hefur boðið um 40 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu kælikist- ur að láni og geta börain þvi fengið keypta kælda mjólk í skól- unum. Á næstunni verða kynningarvik- ur í leikskó'uiium og mjólkin þá seld á kynningarverði. í frétt frá Mjólkursamsölunni segir að mjólkin sé lífsnauðsynlegur hollustudrykk- ur og jafnframt einhver ódýrasti drykkur sem völ er á og geti þetta framtak því leitt til spamaðar hjá heimilunum. Morgunblaðið/RAX Hér skoðar Jens Erik Marcussen upp í hestinn Kóng frá Yljahlíð, sem er undan Yl. Kaupverð hans var 38 þúsund krónur. Hrossakaup í Víðidal: Meðalverð hrossanna um 40 þúsund krónur HROSSAMARKAÐUR var á félagssvæði Fáks í Víðidal á föstudag. Var þar staddur danski hrossakaupmaðurinn Jens Erik Marcussen. í Víðidal komu margir hestaeigendur með hross sín og buðu til sölu. Þeir sem stóðu fyrir þessum hrossamarkaði vom búvörudeild Sambandsins og Félag hrossa- bænda og annast þeir flutning hrossanna til Seyðisfjarðar. Bú- vörudeildin ábyrgist skilvísar greiðslur hins danska kaupmanns en að öðru leyti standa þessir aðilar utan kaupanna og fara kaupin beint fram á milli eiganda hestsins og kaupmannsins danska. Síðdegis hafði Marcussen þegar keypt 42 hross.flest þeirra frá Norður- og Austurlandi, en sam- tals hafði hann í hyggju að kaupa 60hross. í samtali við Morgunblaðið sagði Marcussen, að hann sæktist aðallega eftir gæfum fjölskyldu- hestum og þá helst hryssum, enda væri mikil eftirspum eftir slfkum hestum. Marcussen leist vel á þá hesta, sem honum vom sýndir í Víðidal en heldur fannst honum eigendur hestanna verðleggja þá hátt, en jafnframt tók hann það fram að gott væri að semja við íslendinga. Meðalverð þeirra hesta, sem hinn danski kaup- maður keypti, var um 40. þúsund krónur. Marcussen flytur út hestana með færeysku feijunni Norröna. Að sögn Sigurðar Ragnarsson- ar sölufulltrúa, er greinilegt að nóg framboð er á hrossum til sölu og var hann bjartsýnn á þennan markað. Vonaðist hann til þess, að hrossamarkaður þessi væri upphafíð að þeim markaði, sem menn vonuðust að yrði til húsa í hinni nýju reiðhöll. „Það kemur mér ekki á óvart að hættusvæðið hafi nú verið stækkað“ - segir Signrður Magnússon hjá Geislavörnum ríkisins „ÞAÐ kemur mér alls ekki á óvart að þetta hættusvæði, 30 km radíus, sem boðað var í upphafi i kringum kjaraorkustöðina hafi verið stækkað. Það hlýtur að hafa verið geysimikil geisla- virkni þarna miðað við það litla sem mældist í Evrópu og á Norð- urlöndum," sagði Sigurður Magnússon hjá Geislavörnum ríkisins í samtali við blaðamann, en fréttír hafa borist af því að farið sé að flytja fólk í burtu sökum geislavirkni af svæðum norðan og utan við það svæði, sem áður hafði verið afmarkað sem hættusvæði í kringum Chernobyl í Sovétríkjunum eftir kjaraorkuslysið þar. Sigurður sagði að því væri ekki að neita að Sovétmenn réðu yfír mjög færum sérfræðingum á þessu sviði, en þó yrðum við að gera okkur grein fyrir því að ekki væri endilega tekið tillit til þess sem þeir legðu til málanna. „f þeirra þjóðfélagi skiptir mestu máli hvaða skoðanir stjómvöld hafa. Hinsvegar komast stjómvöld t.d. í Svíþjóð og í Banda- ríkjunum aldrei upp með það að halda svona nokkru leyndu. Þegar svona slys eiga sér stað er það skylda okkar allra að reyna að koma í veg fyrir að skaðleg áhrif hijótist af. Við vitum svo lítið hvað Rúss- amir hafa gert. Þeir reyna eins og mögulegt er að halda hinu raun- verulega ástandi leyndu en hafa síðan verið neyddir til að veita ákveðnar upplýsingar, sem bijóta i bága við það sem þeir áður höfðu gefíð til kynna ef skoðaður er þeirra ferill frá slysinu," sagði Sigurður. Sovézk yfirvöld: Aldrei sótt um leyfi fyrir bassa- söngvarann Listahátíð: Tónleikar með Claudio Arrau 1 Matthías Á. Matthiesen, utanríkisráðherra, tekur i höndina á Willy De Clerq, ráðherra Evrópubandalagsins í utanríkismálum, við upphaf fundar þeirra. De Clerq ræddi við ráðherra RÁÐHERRA Evrópubandalags- ins í utanríkismálum, Willy De Clerq, hitti Matthías Á. Math- iesen utanríkisráðherra að máli í gærmorgun. Snerust viðræður þeirra um samskipti íslands við Evrópubandalagið. De Clerq kom til landsins á miðvikudags- kvöld til að þinga með ráðherra- nefnd EFTA, og var síðan í opin- berri heimsókn í boði ríkisstjóra- arinnar. De Clerq átti einnig fundi með viðskiptaráðherra, forsætisráðherra og embættismönnum. Hann heim- sótti fískvinnslustöðvar í Vest- mannaeyjum, Hitaveitu Suðumesja og Ámasafn. Þá sat hann boð for- seta íslands á Bessastöðum. Ráð- herrann heldur af landi brott í dag. ÞÆR upplýsingar bárust til utan- ríkisráðuneytisins í vikunni frá sendiráði íslands í Moskvu, að sovéskum yfirvöldum hafi aldrei borist beiðni um brottfararleyfi fyrir Paata Burchuladze bassa- söngvara, sem væntanlegur var á Listahátíð og áttí að syngja á föstudag. Að sögn Ingva Ingvasonar, ráðu- neytisstjóra, í utanríkisráðuneytinu var sendiráði íslands í Moskvu falið að komast að því hjá sovéskum yfirvöldum hvort Paata Burchul- adze hefði verið neitað um brott- fararleyfí. Því var svarað á þann veg að aldrei hafí verið sótt um brottfararleyfí fyrir hann og að GOS-konsert, sem er sú stofnun í Sovétríkjunum sem sér um ráðning- ar listamanna, hafí aldrei verið beðin um samþykki vegna samn- ings, sem Listahátíð segir að hafí verið gerður við söngvarann. Að auki hafí hann sjálfur aldrei sótt um brottfararleyfí til yfirvalda. ANNAÐ kvöld verða haldnir tón- j leikar í Háskólabíói á Listahátíð; með Claudio Arrau sem talinn er einn af mestu píanóleikurum : aldarinnar. Á efnisskránni eru. sónötur eftir Beethoven, svipað prógram og Arrau lék í London fyrir skömmu, og hlaut þar lof- samleg ummæli tónlistargagn-* 1 rýnenda. Arrau á langan feril að baki, en hann kom fyrst fram 5 ára gamall,, og þótti undrabam í tónlistinni. í Hann er orðinn goðsögn í lifanda lífí, menn bíða gjaman í biðröðum dögum saman til að fá miða á tón- leika með honum, en hann hefur haldið tónleika í öllum stórborgurn S heims nema Peking. Þó hann sél kominn á níræðisaldur heldur hann um 70 tónleika árlega, og virðist aldurinn ekki hafa nein áhrif á flutninginn ef marka má skrif tón- listargagnrýnenda sem eiga varla nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa tónleikum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.