Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 I 69 viðskipti. Kvöldið áður en ég ætlaði að leggja af stað var gerð uppreisn í Dahomey og landið iokaðist um tíma. Endalokin á íslensku gjafaskreiðinni í það skiptið virðist því hafa verið, að hún var étin af pöddum. Eftir þetta flaug ég svolítið fyrir Sameinuðu þjóðimar til Lagos í Nígeríu. Innreið í þotuöld Eftir heimkomuna frá Lagos starfaði Ragnar fyrir Fragtflug um skeið, meðal annars við flutninga á fiski og hrossum flugleiðis til Evrópu, sem þá var hvort tveggja nýlunda hér á landi. í fiskflutningnum varð hann fyrstur manna til að lenda fjögurra hreyfla vél á flugvellinum á Heimaey. Eitt millilandaflug flaug hann á DC 6B frá Heimaey til Antverpen, en það var hægt vegna hagstæðs vinds í eyjum, 12 vindstig beint á braut. Þá starfaði hann fyrir belgíska flugfélagið Pomair, sem var í samstarfi við Fragtflug, og bjó um þriggja ára skeið í Ostende í Belgíu. Hjá Pomair hélt hann innreið sína í þotuöldina og fyrsta þotuflug hans var frá Asuncion í Paraguay til Evrópu á DC 8. Pomair flaug víða um Afríku, hafði um tíma áætlunarflug til Nairobi í Kenya og eyjarinnar Mauritius á Indlandshafi, en jafnframt leiguflug innan Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Asíu. Á Hadj-tímum var svo flogið með pílagríma eins og gerist frá ýmsum löndum Mið- og Norður-Afríku. í febrúar 1974 réðst Ragnar til Cargolux, þar sem hann hefur starfað síðan, en yfirflugstjóri var hann frá 1975 til 1983. Sumarið 1977 fór hann til Uruguay í Suður-Ameríku til að koma upp áhöfnum fyrir dótturfélag Cargolux þar, Aero-Uruguay, og var yfirflugstjóri þess flugfélags um skeið. Ætlunin með því flugfélagi var að halda uppi fragtflugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku og Uruguay, Argentínu, Brasilíu og Chile, f tenglsum við heimsflug Cargolux. Það var í tengslum við Aero-Uruguay, sem Cargolux var sakað um að standa að vopnasmygli á milli Suður-Afríku og Argentínu. „í rauninni var ekki um smygl að ræða,“ segir Ragnar. „Rfkin höfðu samið um þessi vopnakaup svo að þarna var ekki verið að smygla neinu. En sannleikurinn var sá, að Aero-Uruguay átti ekki annars úrkosta en að sinna þessum flutningum, að kröfu Argentínumanna, því Argentínumenn hafa bæði tögl og hagldir í Uruguay. Ragnar hefur nú verið búsettur í Lúxemborg í 12 ár og kveðst kunna vel við sig. Hann á sér þó athvarf við Kleppsveginn í Reykjavík þegar hann kemur f heimsókn til Islands. í stofunni er gamall flygill og á honum liggur nótnahefti með sígildum perlum jazztónlistarinnar. „Reyndar hef ég nú meira gaman af að spila klassíska tónlist, en jazzinn er ágæt tilbreyting. En það er eins með spilamennskuna og kveðskapinn: Þetta er bara fyrir sjálfan mig.“ Við ljúkum þessu spjalli á kvæðinu „Leirburður", ortu sumarið 1983, en engum getum skal að því leitt, hvort Ragnar Kvaran hafi þar átt við sjálfan sig: Suttungs steypist mjöðurinn í snilli dalla. Eftra fóru fæsta þar, fjálgar slettur nothæfar. Æsirkneifa Yggjarkrás, enaðrirfáir. Skáldfífls hluta þiggja þeir, erþykjastyrkja, en tyggja leir. - Sv.G. Fyrsta lending DC6Bá Heimaey. að ég fór út í þetta, að minnsta kosti hefði ég getað fundið mér eitthvað hættuminna að gera í frí- inu mínu. Það hefur líklega einnig blundað í mér hvöt til að fljúga aftur um Afríku, sem er engu lík og ég hugsaði með mér að fyrst Steini gat verið þama væri ekki úr vegi að reyna líka. Annars er flug- sagan frá Biafra frekar sagan hans Steina því hann lenti í meiri ævin- týrum þama en nokkur annar, sem eftir lifði og hefur gert þessu stríði grejnargóð skil í fjölmiðlum. Ég fór fyrst til Biafra um áramót- in ’68 og ’69 og flaug frá eyjunni Sao Thome inn á vegarspottann við þorpið UIi, í um það bil þijá mán- uði. Eins og fram kemur hjá Þor- steini var þetta myrkraflug í óþökk Nigeríumanna, flugvélamar myrk- vaðar þar til á stuttri lokastefnu. Ljósin á jörðu vom einnig í lágmarki og rétt á meðan á lendingu stóð, því sprengjuflugvél sveimaði yfir og reyndi að hæfa skotmörkin í lendingunni. Slík var gæfa íslend- inga í þessu verkefni, að þótt við flygjum í hámarki meðal þeirra er þátt tóku og flugvélarnar gjaman götóttar eftir sprengjubrot, varð þetta engum okkar að fjortjóni, þótt ýmsir aðrir træðu helveg á þessum slóðum. Loftvamarskothríð við Nígerósa líktist stundum flugeldum á hátíða- kvöldi, en við höfðum ástæðu til að ætla að hún næði tæplega í okkar hæð. Skothríðin kom reyndar frá takmörkuðu svæði og var ekki tekin hátíðlega, eins og spaugileg frásögn um breskan félaga okkar, Ekidy Roocroft að nafni, gefur til kynna. Hann hafði flogið sprengjuflugvél- um í heimsstyijöldinni síðari. Eitt sinn hafði hann óvanan aðstoðar- flugmann, sem leist ekki á skot- hríðina fyrir utan hliðarglugga sín megin, hnippti í Eddy og sagði: „Say Eddy, they’re shooting and I ain’t kidding," en fékk svarið: „Don’t worry my boy, I’ve been shot at by experts." Þetta væri á íslensku eitthvað á þessa leið: „Heyrðu Eddy, sjáðu, sérðu, skotin sprínga allt íkríngum. “ „ Vertu ei deigur, hugann herðu, haft hefégskot frá sérfræðingum. “ Ragnar kveðst ekki hafa ort mikið á meðan hann flaug í Biafra. Hins vegar hefði hann á þessu tíma kynnst sérstæðum kveðskap inn- fæddra, sem byggist á því að for- söngvari syngur nokkrar ljóðlínur, sem hann býr til á staðnum, og félagar hans taka síðan undir. „Þeir gerðu þetta oft á meðan við vomm að afferma vélamar á flugbrautinni við Uli og þeim fannst kátlegt að við, flugstjóramir, skyldum vera að hjálpa til við það verk. Þá átti for- söngvarinn það til að heija upp raust sína og syngja um hversu vitlausir við værum að vera að slíta okkur út á þessu. Raunar kynntist ég kveðskap innfæddra víðar í Afríku og hafði gaman af.“ Og með þessu víkjum við talinu aftur að skáldskap Ragnars. * u r íslensku á ensku og öfugt Auk þess að yrlq'a sjálfur hefur Ragnar fengist nokkuð við að þýða ljóð úr ísiensku yfír á ensku og úr ensku á íslensku. í þýðingum þessum hefur hann reynt að halda sig við Ijóðstafi og bragarhætti og fara hér á eftir sýnishom af þessari iðju hans, valin af handahófí: Hið þekkta kvæði Steins Steinarrs „Að frelsa heiminn", hljóðar svo í enskri þýðingu Ragnars: To liberate the world is like crowing to a crowd in a comfortable café, while standing on a stool: „thatgirl, there at the bar, she is dressed up like a bawd“. And bless them, they perceive, that the blighter is a fool. No matter, whether you are a man of good renown and make your timid walks like a youngster, without guile. You always tackle something beyond the strengthyou own, in subsequence, the liberated world will pass your while. í þýðingum sínum úr ensku yfír á íslensku leitar Ragnar víða fanga og skulu hér nefnd tvö dæmi. Hið fyrra er kvæði Alexander Pope (1688 - 1744), „Know then Thyself", úr „Essay On Man“ sem Ragnar kallar „Sjálfan kanna", og er hér aðeins birtur fyrsti hluti a þessa mikla kvæðabálks: Know then thyself, presume not god to scan, TheproperstudyofMankindisMan Plac ’d on this isthmus ofmiddle state, A Being darkley wise, and rudely great: With too much knowledge for the Sceptic side, Cloud-towers byghostly masons wrought A gulf that evershuts andgapes, A hand that points, and palled shapes In shadowy thoroughfares of thought, And crowds that stream from Yawning doors, And shoals ofpucker'd faces drive, Dark bulks that tumble half alive, And lazy lengths ofboundless shores, Till allat once beyond the will, I hear a wizard music roll, And thro 'a lattice on the soul' Looks thy fair face and makes it still. Þýðing Ragnars: Útlit sé ég ekki vel, Eríhúmiteikna vil, Andlit þekki, þokka ei skil, Þá hylurgríma nætur, skel. Tum - ský, borgir drauga spinna, Sífelltgöpin opna, loka, Hönd, sem leiðir, líkbleik þoka, Leiðirhugans dimmarrenna. Þröngt úrgapi dyra geysa Grettar torfur sjónar kífs, Hrannir velta, hálfarlífs. Um hugans víðarstrendurþeysa. Afríku. Bækistöðin var Cotonou í Dahomey og flogið til Biafra þrisvar á nóttu. „Þetta starf fékk þó snöggan endi. Um sumarið var skotin niður vél frá Rauða krossinum og þá fór allt í baklás. Rauði krossinn ætlaði þá að reyna pólitíska lausn á vandanum og stóð í því þrefi í nokkra mánuði. Á meðan beið ég aðgerðarlitill þama suðurfrá, allt fram á mitt haust. Þar varð ég vitni að því hvemig stór hluti af gjafaskreið okkar íslendinga fór fyrir lítið. Skreiðin var geymd í pakkhúsi á meðan verið var að finna lausn á málunum. Hún var ekki í plasti, eins og nú gerist og eitt sinn þegar ég kom í pakkhúsið var gólfið morandi í grápöddum, en þeim var öðru hvom sópað undir skreiðarstaflana til áð halda gólfinu hreinu, en það em einmitt þær sem éta skreiðina þegar hún meymar. Rauði krossinn reyndi síðar að koma þessari skreið í verð og til stóð að ég færi frá Genf þarna suðureftir til að aðstoða við þau Þá í hending, handan vilja, Heyri ég töfra tónlist óma, Smjúga sálar netið hljóma, Sé þitt andlit, fæ þigskdja. Að lokinni þessari kveðskapartörn víkjum við talinu aftur að starfinu. Gjafaskreiðin étin af pöddum Skömmu eftir Biafraflugið sagði Ragnar upp störfum hjá Loftleiðum. Ástæðan var sú, að í samningabrölti vom tekin af öll fríðindi, sem elstu starfsmenn félagsins höfðu. Ragnari líkaði ekki hvernig staðið var að þessum málum og tók því pokann sinn. Hann fór þá aftur til Biafra og starfaði með Þorsteini Jónssyni um skeið. Síðan fór hann að starfa fyrir Loft Jóhannesson í Fragtflugi og fyrsta verkefnið var hjálparflug fyrir Rauða krossinn í Afhendingarathöfn á B 747-breiðþotu Cargolux. Lengst til vinstri á myndinni er aðalhönnuður breiðþotnanna B 747og B77, Vestur-Islendingurinn Lynn Olafsson. With too much weaknesá for the Stoic’s pride, He hangs between, in doubt to act, orrest, In doubt to deem himselfa God, orBeast, In doubt his Mind or Body to prefer, Bom butto die, and reas ’ning butto err. Þýðing Ragnars: Sjálfan kanna, ætla ei Drottín skjanna, Scr bcst kynnist maður meðal manna. Settur á þennan stöðul milli stranda, Sýn hulins vits, en haldinn rudda vanda. Ofrausn hlaðinn þekkingar til þrætubóka, Þrýturtraust I heimsspekinnar króka. í efa hangir vinnandi og hvíldur, Hvort ertu Dmttínn, dýr, afsjálfum dæmdur? Huga kannt ei kjósa oghanda milli, Hugsun, dauða borin veldurfalli. Hitt dæmið er kvæði Alfred Lord Tennyson, „I Cannot See The Features Right“: I cannot see the features right When on thegloom Istrive topaint The face I know, the hues are faint andmix with hollow masks ofnight.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.