Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 „Fjöldi þýskra ferða- langa í sumar svip- aður og í fyrra“ - jafnvel fleiri segir Lothar Bartholom- eus sölustjóri Flugleiða í Frankfurt, en 1 fyrra komu hingað tæplega 10 þúsund Þjóðverjar Að undanfömu hafa óvenju maimánaðar komu hingað um margir þýskir ferðamenn verið 500 Þjóðveijar. Sölustjóri Flug- hér í heimsókn, siðustu viku ieiða i Frankfurt, Lothar Bart- olomAus var einnig hér á ferð- inni, og var hann spurður hveiju þetta sætti. „Þetta eru starfsmannahópar. Við seljum ódýrar ferðir til íslands á þessum árstíma, áður en aðal- ferðamannatíminn hefst. Meðal þeirra sem hingað koma er hópur bankastarfsmanna, 75 talsins, þeir koma hingað til að kynna sér stað- hætti, því bankamir í Þýskalandi „Menn fá ást á iandinu eftir að hafa ferðast um það í alls kyns veðri.“ Lothar Bartholomeus sölustjóri Flugleiða í Frankfurt. skipuleggja ferðir til íslands fyrir viðskiptavini sína. Auk þess höfum við skipulagt fundi með fulltrúum íslensku bankanna og er ferðin einnig notuð til að skiptast á upplýs- ingum um starfsemi bankanna. Sumir lengja ferðina og fá sér nokkra daga frí til viðbótar. Við fáum einnig hingað hópa frá öðrum fyrirtækjum, t.d. þýska fyrirtækinu Henkel, það koma hópar frá þýsk- fslenska félaginu og fleiri félögum og fyrirtækjum." Lothar BartolomÁus hefur selt ferðir til íslands um árabil og segir Þjóðveija áhugasama um landið. „Við segjum þeim gjaman að þeir megi búast við margbreytilegri veðráttu, rigningu sem sól, fólk sem kemur hingað er að fara f annars konar frí en þeir sem leita á sólar- strendur, þetta er útivistarfólk sem setur gönguferðir ekki fyrir sig, við ráðleggjum þeim að koma með hlý og skjólgóð föt, því auðvelt sé að fækka þeim ef sólin gægist niður milli skýja." — Hvað er búist við mörgum Þjóðveijum hingað í sumar? „I fyrra komu hingað tæplega 9.500 Þjóðverjar, þar af komu um 4.500 með Flugleiðum í áætlunar- flugi frá Þýskalandi, stór hópur kom einnig frá Lúxemborg, nokkrir komu sjóleiðis og frá öðmm borgum Evrópu og Ameríku. Ef við höfum heppnina með okkur verður far- þegafjöldi í ár svipaður og í fyrra, ef til vill koma aðeins fleiri í ár, því við byijunin lofar góðu. Við höfum gert talsvert til að selja ferðir til íslands, auglýst í blöðum, emm með bæklinga um ísland, með auglýsingaherferðir í gangi og þetta hefur skilað umtalsverðum árangri, sem sést ma.a. í §ölda þeirra ferða- langa sem komu hingað í sfðasta mánuði. Með því að nota þessar mismunandi söiuaðferðir jöfnum höndum ættum við að geta fjölgað ferðamönnum í sumar." BartholomÁus sagði að Þjóðveij- um þætti ísland fremur dýrt land og því hefðu margir notfært sér þessar ódým ferðir maímánaðar. „Það er álíka dýrt að borða góða máltíð hér og í Þýskalandi, en okkur finnst smáréttir, svo sem samlokur og þess háttar, mjög dýrt hér. Rækjubrauðsneiðar teljast þó til undantekninga, þvi rækjur em mjög dýrar í Þýskalandi og þvf er mikið keypt af þeim hér á Hótel Esju!“. Hann segist hafa komið hér að jafnaði tvisvar á ári sl. fimmtán ár og segist taka undir orð þýskrar blaðakonu, sem sótti landið heim nú í mai, að ísland væri ekki land sem menn yrðu ástfangnir af við fyrstu sýn, heldur fengju menn ást á landinu eftir að hafa ferðast um það i allskyns veðri, og séð margt af því sem það hefur upp á að bjóða utan alfaraleiða. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! flforgasitMitfófr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.