Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 17 ið að veruleika þ.e. aukin fiskneysla verða ákveðin skilyrði að vera upp- fyllt. Til að nefna aðeins nokkur, vil ég fyrst nefna þá breytingu sem á sér stað samfara auknu fískeldi. Með skipulagðri ræktun á matfiski verða seljendur færir um að bjóða neytendum reglulega ferskan físk allt árið. Framleiðendur geta gert langtíma samninga við fiskdreif- endur og/eða aðra kaupendur. Það ætti einnig að vera möguleiki að halda uppi stöðugum gæðum svo ekki sé minnst á þann möguleika að framleiða fískinn eftir fyrirfram ákveðnum gæðakröfum sem geta verið mismunandi eftir mörkuðum. Þama á sér stað bylting á fram- boði fískafurða sem fólgið er í því að bjóða stöðluð gæði á matvöru, líkt og gerist með flestar kjötvörur. Þetta ætti m.ö.o. að geta opnað nýja markaði. Aukinn áróður fyrir heilsu og mataræði hefur einnig áhrif á neyslumunstrið þegar til lengri tíma er litið. Mikilvægi þess að borða físk annað slagið til að fá nauðsynlegan próteinskammt getur leitt til aukinnar neyslu á físki. Ófyrirsjáanleg atvik geta einnig virkað sem hvati á aukna físk- neyslu en hægt er að nefna í því sambandi kjamorkuslysið í Chemo- byl sem hafði óbeint áhrif á almenna fiskneyslu, en fískurinn gefur skjaldkirtlinum joð sem fyrir- byggir það að annað hættulegt joð berist með geislum til skjaldkirtils- ins. Ef við skoðum neysluhlutföll kjöts og físks ýmissa landa ættum við í vissum skilningi að geta gert okkur grein fyrir mögulegri aukn- ingu fískneyslu. Lönd með hlutfalls- lega lága fískneyslu á móti mikilli neyslu á kjöti eins og t.d. Banda- ríkjunum ættu að hafa betri möguleika að auka fískneysluna. Lönd eins og Japan sem hafa hlut- fallslega háa fiskneyslu nú þegar geta að öllum líkindum ekki bætt við fiskneysluna á kostnað t.d. kjöts. Möguleikar laxsins felast þar fyrst og fremst í breyttum neyslu- hlutföllum hinna ýmsu fisktegunda. í þessu sambandi gildir það að ná sem hæstri markaðshlutdeild físk- neyslunnar. Til hliðsjónar hef ég tölur frá OECD en þær gefa upp neyslu ákveðinna vöruhópa t.d. „ferskt, þurrkað og niðursoðið“. Þær ættu því að gefa lægri tölur en t.d. FAD sem ganga út frá lif- andi þyngd. Auðvitað gefur eftirfar- andi ekki skýrar línur um sölumöguleika laxsins eitt sér. Fiskneysla Noregs, Svíþjóðar og Danmörku er ca 20-30 kg á móti 50-80 kg kjötneyslu. Mjög lítill hluti þessarar fískneyslu er hágæða eld- isfískur. Ekkert bendir til að mikil breyting verði á neysluhlutföllum, nema hvað kjötneysla mun minnka örlítið. Danir og Svíar hafa ekki verið sjálfum sér nógir um lax og flytja því töluvert inn. Danir hins vegar vinna laxinn frekar og flytja hann aftur út t.d. reyktan eða graf- inn. Samkvæmt skýrslu OECD (no. 36 1984) þá er búist við 2-3% aukn- ingu á einkaneyslu í Skandinavíu. V-Þýskaland og Bretland hafa svipaða heildameyslu á fiskafurð- um eða 7-10 kg á íbúa pr. ár. Árið 1984 samanstóð laxamarkaðurinn í Bretlandi af 45% Kyrrahafsiaxi á móti 55% Atlantshafslaxi. Af þeim síðamefnda var 15% villtur lax og 85% eldislax. Heildameysla á físki hefur farið mjög lækkandi undan- farin 20 ár í Bretlandi en er nú talin hafa náð jafnvægi aftur. Neysla á laxi hefur hins vegar auk- ist lítillega frá því að vera tæp 5.000 tonn 1977 í að vera ca 8.800 tonn 1984. Möguleikamir á aukinni eftir- spurn eftir laxi eru taldir liggja í verðlækkunum og ákveðnum mark- aðsaðgerðum sem miða að því að auka vitund neytandans um gæði Atlantshafslaxins fram yfír Kyrra- hafslaxinn. Fleiri útsölustaðir em þá forsenda fyrir árangri en þeim hefur fækkað mikið undanfarin ár. Ef t.d. stórmarkaðir taka laxinn inn í vömúrval sitt og búa vel að honum má búast við nýjum og betri mögu- leikum á markaðsaðgerðum. í V-Þýskalandi var neysla villts lax aðeins 1% af heildameyslu físks og skeldýra. Kjötneysla er hlutfails- lega mikil þar eða 100 kg saman- borið við aðeins 10 kg af fískafurð- um. Innflutningur á físki er mikill til V-Þýskalands, en hlutur eldis- físks hefúr aukist töluvert árlega. Laxamarkaðurinn hefur einnig breyst innbyrðis þannig að hlutfall fersks og reykts lax hefur aukist á kostnað frosins lax. Þetta kemur heim og saman við hlutfall Kyrra- hafslaxsins sem fluttur er inn nær eingöngu frosinn en hlutfall hans hefur minnkað úr ca 75% 1980 í 40% 1983. Samkvæmt heimildum OECD er fískneysla Frakka ca 16 kg á móti 110 kg af kjöti. Frakkar flytja megnið af þeim fiski inn og taka ferskan físk fram yfir frosinn. Hingað til hefur Kyrrahafslaxinn haft stærstan markaðshluta á þess- um markaði eða ca 70%. Aukningin síðustu ár hefur einkennst mest af ferskum físki. Talið er að möguleik- amir í framtíðinni liggi mest í reyktum laxi en í dag er talið að • um það bil 50% af heildarlaxneyslu sé reyktur lax. Einkennandi fyrir bandarískt neyslumynstur er lítil neysla fisks .eða ca 6 kg per íbúa á móti hárri neyslu kjötafurða eða ca 115 kg. Því er spáð að fiskneysla Banda- ríkjamanna muni aukast lítillega í framtíðinni. Kyrrahafslaxinn er að: altegundin á þessum markaði. í Bandaríkjunum einum veiddust 1984 ca 350.000 tonn en af þeim voru flutt út ca 140.000 tonn á meðan 6.600 tonn voru flutt inn. Þetta samsvarar því að heildar- markaður sé 150.000 tonn í Bandaríkjunum. Stór hluti þessa markaðar einkennist af niðursoðn- um laxafurðum. Hægt er að fá Kyrrahafslaxinn ferskan næstum allt árið, en þó er framboðið í lág- marki á vetuma sem gefur Atlants- hafslaxinum tækifæri á markaðin- um þrátt fyrir hærra verð. Norðmenn- fluttu 6.500 tonn til Bandaríkjanna 1985 en langstærst- ur hluti þess var ferskur lax. Gífurleg aukning hefur átt sér stað á útflutningi Norðmanna til Banda- ríkjanna en árið 1982 vom aðeins flutt þangað 780 tonn. Þegar rætt er um markaðsmöguleika í Banda- ríkjunum þá er vinsælt að reikna út aukninguna ef t.d. hver Banda- ríkjamaður borðar eina laxamáltíð í stað kjöts en það myndi þýða 25.000 tonna söluaukningu miðað við 150 gramma fiskmáltíð pr. mann. Hvað varðar aðra laxamarkaði má geta þess að Norðmenn seldu ca 1.100 tonn til Japan á síðasta ári en svipað magn var flutt til Spánar. í Japan er fískneysla með því hæsta sem þekkist í heiminum, svo ekki er hægt að reikna með auknum sölumöguleikum þar á kostnað kjötneyslu. Möguleikarnir liggja því frekar í aukinni hlutdeild í núverandi fískneyslu, eins og áður hefur komið fram. Heildarmarkaður fyrir lax í Jap- an er ca 250.000-300.000 tonn sem þýðir að þeir neyta ca 30% af heild- ameyslu lax í heiminum sem er 750.000 tonn. Japan er mjög háð innflutningi og flytur nú inn ca 100.000 tonn en langstærstur hluti þess er Kyrrahafslax sem kemur frá Bandarílq'anna eða Kanada. í næstu grein mun ég fjalla lítil- lega um markaðsskipulag og sölu Norðmanna á eldislaxi, auk þess sem ég mun íjalla um kosti þess og galla að fískeldisframleiðendur sameinist í ein sölusamtök sem hefðu það að markmiði m.a. að samræma markaðsaðgerðir og sölu á erlendum mörkuðum. Höfundur er viðskiptafræðingur ogernú í framhaldsnámi við há- skólann í Lundi, þarsem lokaverk- efni hans fjallar um markað fyrir íslenskan eldislax. lennavinir Sextán ára skólastúlka í Japan, sem vill skrifa á ensku Tomoko Nagakubo 511-19 Kaneda Kamikamachi-mura Kamachi-gun Tochigi 321-04, Japan Hollenzkur maður, getur ekki aldurs, sérstaklega áhugasamur um íþróttir. Peter Petit Steenlaan 76 NL 2282 BE Rijswijk Netherlands. Tuttugu og þriggja ára banda- rískur karlmaður, útivera og tónlist eru meðal áhugamála hans. Steve Clayton 203 W. Lincoln St. Mars- halltown, IOWA 50158 USA Belgískur karlmaður hefur hug á bréfaskiptum við konur á aldrin- um 24—30 ára. Titeux Eric 3 Fenderie B-4940 Trooz Belgium Nítján ára sænsk stúlka hefur áhuga á bókalestri, tónlist og íþrótt- um. Pia Lindell Ánestadsgatan 84 60370 Norrköping Sverige. Grískur karlmaður vill skrifast á við stúlkur. Dimitris Mamatas Strat Fragou 11 41221 Larissa Greece. Vegna breytinga er verslunin lokuð lil 15. september Vinsamlega hafið samband við Ester Ólafsdóttur í síma 39373 PELSINN 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.