Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 REYKJAVÍK 200 ÁRA Á afmælisrölti í sólskini Ætli líkan af tertunni verði á sögu- sýningunni eftir 100 ár? Daði fimm ára og félagar hans eru við borgarmörkin þegar von er á forsetanum. — Við ætlum að horfa á hestana, segir Daði — en það er allt í lagi að sjá forsetann líka . . . jú ég veit að forsetinn heitir Sigurdís og borgarstjórinn heitir Davíð Oddsson. Forsetinn er nú sætari, en ég hef heyrt að Davíð sé góður við Ikirn. Svo þegar mótorhjólalöggurnar fara hjá, komast þeir félagar að þeirri niðurstöðu, að þeir vilji frekar eiga mótorhjól en hest. Hestarnir eru bara látnir brokka, segir Daði og er fullur vandlætingar. — Ég myndi sko láta hann aldeilis stökkva . . . Hvað Reykjavík er gömul? Ja, sona fimm hundruð ára minnir mig. Það hefur nú verið skrítið þá fyrst það voru engin mótorhjól til. ★ Mér hefur alltaf fundizt svo gam- an í afmælum. Hvað þá að eiga afmæli með heilli borg. Og í sól- skini. Imynda sér, hvernig borginni líði í tilefni dagsins. Reyna að spá í, hvernig hún verði eftir önnur hundrað ár. Hvort við verðum búin að gleyma hver Jón Sigurðsson var? Ætli við lesum þá enn Tómas? Kannski verður búið að gera mið- bæinn að söfnum um banka og gamlar símstöðvar. Slétta gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og reisa á honum hundrað kassa, alla eins. Kannski verður búið að gera Reykjavíkurflugvöll að útivistar- svæði með rafeindastýrðum renni- brautum með gervivatni, þar sem litlir róbótar stjórna traffíkinni. Kannski verður búið að leggja niður matsölustaðina af því að nú ýtum við á takka í sjálfssölunum og fáum út eina kartöflupillu og aðra með ýsu og tólg. Vonandi drekkum við þó vatnið enn. Og við hljótum að halda áfram að skrifa ævisögur. Og hvar skyldu endurnar vera? Verða fallegar myndir úr Morgun- blaðinu eina heimildin um veru þeirra og búið að fylla upp í tjörn- ina og reisa þar lítið hógvæit ráðhús og útbúa bílastæði, og bílarnir hafa þá náttúru að með sérstökum út- búnaði má minnka þá og stækka. Allt til að spara plássið. Morgunbladið/Þorkell „ÉgogDavíð erum vinir“ Við Hljómskálann hitti blaða- maður ungan og hressan mann er hélt á afmælisblöðru, heitir sá Skúli Magnússon eins og Skúli fógeti. „Ég er nú reyndar fæddur í Eyja- firðinum, en hef mestan hluta ævinnar búið hér í Rekjavík og hér er fínt að búa“, sagði Skúli. „Reynd- ar er ég nágranni borgarstjórans og er hann mikill vinur minn, enda öðlingsmaður." Skúla leist mjög vel á hátíðahöldin og var hann þeirrar skoðunar, að almennt ætti að gefa frí út vikuna. „Ég komst aldrei að í grillinu, en ég er á leiðinni að fá mér tertu." MIKIÐ fjölmenni var í miðborg Reykjavíkur í gær; vegna af- mælishátíðarinnar. I Lækjargöt- unni var hvað fjölmennast, en þar var afmæliskaka borgarinn- ar á boðstólum. í Hljómskála- garðinum var einnig margt um manninn, enda ýmislegt til skemmtunar. Meðal annars var þar danssýning, dýrasýning, há- stökkskeppni og leiðbeiningar í lyftingum. Var Hljómskálagarð- inum skipt í svæði, sem nefnd voru eftir því sem þar fór fram, t.d. dýragarður, dansgarður, kraftagarður og brúðugarður. A Austurvelli var sögugarður og í Fógetagarðinum var djass- og djúsgarður. Blaðamenn Morgunblaðsins tóku nokkra hátíðargesti tali og voru flestir sammála um að mikil hátíð- arstemmning hefði verið í mið- bænum. Mortfunbladið/Einar Falur „Hef búið í Vesturbænum í 70 ár“ Á bekk í Hljómskálagarðinum sat einn af eldri borgurum Reykjavíkur og horfði á fimleikasýningu. Olafur Óttarsson heitir hann og leist hon- um mjög vel á afmælishátíðina. „Reyndar hef ég lítið séð af atriðun- um, enda týndi ég konu og börnum áðan." Ólafur, sem er sjötugur, hefur alla sína tíð átt heima í Vest- urbænum, fyrst á Brekkustíg, en lengst af á Vesturgötunni. „Það er gott að búa í Vesturbænum og ég vildi hvergi annars staðar búa, a.m. k. ekki úr þessu," sagði Ólafur og kímdi. „Þegar ég var að vaxa úr grasi voru hér mikil tún, en hús voru fá, en uppbyggingin síðan hefur verið mjög hröð og að mínu mati hefur þróun bæjarins verið til hins góða, hins vegar gæti ég vart hugsað mér að búa í Breiðholtinu, þó að þar hafí stórkostleg upp- bygging átt sér stað.“ Um Vesturbæinn, eins og hann er í dag, sagði Ólafur að hann væri að yngjast upp. „Fyrir nokkr- um árum var hér bara gamalt fólk, en undanfarið hefur mikið af ungu fólki verið að flytjast í Vesturbæinn og er það mjög ánægjuleg þróun." Anna Nikulásdóttir „Hefði veriðgaman að sjá fleiri á búningi“ Ein þeirra sem hugðist næla sér í bita af afmæliskökunni var Anna Nikulásdóttir, sem var á ferð í Lækjargötunni ásamt eiginmanni sínum, Jóni Herði Jónssyni og dótt- ur sinni ungri, Auði Önnu. Anna var á upphlut í tilefni dagsins, sam- kvæmt gamalli hefð. „Þetta er nú alveg rétti dagurinn til að kiæðast upphlut," sagði Anna. „Ef ég nota hann ekki í dag, nota ég hann aldrei. Það hefði verið gaman að sjá fleiri konur á bún- ingi.“ Anna sagði hátíðabrag vera á borginni og taldi mjög vel staðið að afmælishátíðinni. Skúli Magnússon Hátíðargestir í sólskinsskapi Nokkrir gestir á afmælishátíð Reykjavíkurborgar teknir tali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.