Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 að var hér hreinlega húsnæðisekla. En þegar Sigurfarinn var seldur snerist dæmið við og það fólk sem hingað var komið til að vinna og ekki búið að fínna sér fast hús- næði, fluttist á brott." Pétur er mikið með hugann við sjóinn og á margar góðar endur- minningar þaðan. „Það hefur ekkert verið nema indælisfólk með mér á sjónum í gengum tíðina. Og þó svo það væri stundum rígur á milli manna útaf drætti var hann alveg horfinn þegar í land var kom- ið. Mannlífið hér á Grundarfirði hefur hins vegar breyst mikið á þessum árum, það er komin alveg ný kynslóð sem ég varla þekki, svona er maður orðinn gamall. Fólkinu hefur fjölgað svo mikið héma, atvinnutækifærin eru orðin svo miklu fleiri og þetta er orðið allt svo félagslegt, miklu meira heldur en það var. Hér eru starf- andi klúbbar og félög út um allt, og um okkur sem erum orðin göm- ul er hugsað alveg ákaflega vel.“ Er trúaður á framhaldslíf „Þó svo ég sé ekki mjög kirkju- rækinn þá hefí ég gefið eilífðarmál- unum nokkum gaum. Eg held mikið upp á hugvekjur, sem mamma gaf mér, og ég les úr Passíusálmunum og Biblíunni. Og ég er alveg ömgg- ur um að það sé til framhaldslíf. Hvað er til dæmis á seyði þegar fólk veikist á leið til skips og fær annan fyrir sig og síðan ferst skip- ið með manni og mús. Þetta gerðist til dæmis þegar mótorbáturinn Trausti frá Súðavík fórst, og þau em mörg dæmin þessu lík. Það var einu sinni kona úr Eyj- um, sem hafði verið þar háseti á tólf vertíðum, og kom hún til Ól- afsvíkur til að fara þar á vertíð. Hún þekkti þar bátsformann og treysti því að hann tæki sig með á vertíðina. Hann var búinn að full- ráða og gat því ekki tekið hana og vísaði á annan sem ekki var búinn að fullráða. Hún fór síðan til að finna hann og á leiðinni þangað gekk hún fram hjá vetrarskipum, sem þá vom 8 alls, og stóðu uppi á kampinum fyrir vestan klifíð þar sem nú er verið að byggja nýja samkomuhúsið. Hún komst á fund mannsins sem hún vildi fínna og hann lofaði að taka hana ef hún gæti útvegað sér sjóklæði. Á leið sinni til baka sér hún hvar einn báturinn er kominn niður að sjó og við hann standa átta menn. Skilur hún ekkert í þessu því hún vissi að þessi formaður hafði níu á bátnum. Varð henni þá litið eftir fjömnni og sér hún þá hvar maður kemur gangandi með sjóklæðin undir hendinni. Hún sér hvar hann fer fyrstur upp í bátinn og síðan er ýtt frá landi og róið í tunglskininu. Komið var fram á vöku og skildi hún því síður neitt í þessu. Hún hélt síðan áfram eftir götunni, framhjá bátunum, og þegar hún gengur nær þeim sýnist henni þeir allir vera uppi. Athugar hún þetta betur og sér þá að svo er, það er enginn bátur róinn. Sagði hún frá þessu. Seinna sá hún þessa sýn aftur þegar komið var fram á góu, en þá var ekki um neina missýningu að ræða og fórst þessi bátur í róðr- inum og með honum aliir sem vom á. Maður er orðinn g’lámskyg'gri „Hér hefur mér liðið vel og alltaf haft nóg að gera. Héma hef ég alltaf verið heimilisfastur og vona að svo verði þangað til ég sný tán- um upp í loft. Það má með sanni segja að margt hafí breyst héma á undanfömum ámm. Áður fyrr þekkti maður hvem einasta mann en nú er ég orðinn svo glámskyggn að ef unglingur fer að heiman og í skóla annars staðar, þá er varla að ég þekki hann aftur." Að þessum orðum töluðum er kominn tími til að kveðja Pétur. Hann hefur eflaust frá mörgu að segja sem fólk á öllum aldri hefði gagn og gaman af að hlusta á. Nýja þakið sett á skattstofuna. Morgunblaðið/SigJóns. Nýtt þak á skatt- stofima á Hellu Selfossi. ÞESSA dagana vinna trésmiðir að Myndin sýnir smiðina við vinnu á því að setja nýtt þak á skattstofu þaki skattstofunnar. Suðurlandskjördæmis á Hellu. - Sig. Jóns. mypoN 9 STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖRÐUR SIMAR 687787 - 53443 götukant? Sveitarfélög, verktakar, lóðareigendur tökum að okkur að steypa götukanta hvar sem er á landinu. Fullkominn tækjabúnaður, vönduð vinna. Leitið hagstæðra yerðtilboöa. Á hátíðinni í fyrra komu 7. milljónir manna víðsvegar að úr heiminum saman, drukku 5 'A milljón lítra af þýskum gæðabjór, átu meðal annars 629.520 kjúklinga og skemmtu sér hreint stórkostlega vel. i ár gefst þér kostur á að slást í hópinn undir leiðsögn hinns kunna útvarpsmanns Arthúrs Björgvins Bollasonar, sem er öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum. Verð aðeins krónur 29.700 með hóteli og morgunmat. Athugið takmarkað sœtaframboð (ItttMtlK FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 Umboö a Islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.