Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 67 Hátíðargestir í sólskinsskapi — framhald „Ætlum að horfa á dagskrána ísjónvarpi“ Hjónin Magnús Einarsson og Fanney Magnúsdóttir voru á ferð um miðbæinn í gær og þegar Morg- unblaðsmenn tóku þau tali, voru þau einmitt á leið til að fá sér að smakka á afmæliskökunni. „Það var erfitt að komast hingað niðureftir,“ sagði Magnús, en þau hjónin búa í Fossvoginum og var umferð mikil um Miklubraut í gær- dag. „Þetta er reglulega hátíðlegt og eiginlega meiri dagskrá heldur en á 17. júní. Ég held nú samt að við horfum bara á útsendingu sjón- varpsins frá hátíðarhöldunum í kvöld," sagði Fanney. Magnús Einarsson og Fanney Magnúsdóttir. Herdis HaU og Stella Björg „Mjög ánægð með hátíðahöldin “ í Hljómskálagarðinum sátu þær Herdís Hall og Stella Björg, þriggja ára. Þeim leist báðum mjög vel á afmælishátíðahöldin. „Mér fínnst alveg rétt að halda svona veglega upp á þessi tímamót og ekki spillir fyrir hvemig veðrið hefur leikið við okkur. Fólk hefur verið mjög dug- legt við að fegra og snyrta borgina og þetta er allt til fyrirmyndar," sagði Herdís. „Gottaðvera Reykvíkingvr“ Benedikt Olgeirsson, 25 ára gamall aðfluttur Reykvíkingur, var á gangi í Hljómskálagarðinum. „Mér líst bara vel á þessa af- mælishátíð. Þetta er svo mikið fjölmenni að skemmtiatriðin hverfa í mannhafið. Ég er nú ekki búinn að smakka á afmælistertunni, það vom það miklar biðraðir." Benedikt sagði að sér fyndist gott að vera Reykvík- ingur og hann vildi gjaman búa í Reykjavík áfram. Benedikt Olgeirsson ♦f ' W JÍ Hörður Bjartmarsson „Erfitt að rata “ Þær mæðgumar, Soffía Guð- mundsdóttir og Guðrún Jónsdóttir voru á leiðinni niður í Lækjargötu þar sem þær ætluðu að freista þess að krækja sér í bita af afmælistert- unni stóru. „Mér fínnst þetta nú ekkert sérstakt" sagði Soffía „en sú litla virðist skemmta sér prýði--* lega. Okkur gengur bara svolítið illa að fínna skemmtiatriðin og leik- svæðin í mannfjöldanum." Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson og Börkur Amarson „Gamaní skrúðgöngunni“ Vinkonurnar Guðrún Kolbeins- dóttir og Erla Andrea Pétursdóttir voru nýkomnar niður í Lækjargötu þegar útsendarar Morgunblaðsins gómuðu þær í stutta stund. „Við vomm í skrúðgöngu, sem gekk frá Hallgrímskirkju niður Laugaveginn og niður á torg. Það var ofsalega gaman,“ sögðu þær stöllur. Þær vom á ferð með fjöl- skyldum sínum og sögðust ætla að fá sér bita af kökunni, ef þær kæm- ust að. Erla Andrea Pétursdóttir og Guðrún Kolbeinsdóttir „Kakan ljúffeng“ Sýslumannshjónin á ísafírði, Pét- ur Kr. og Inga Ásta Hafstein vom stödd í Reykjavík í boði borgar- stjómar og stöldmðu þau við kökuborðið í Lækjargötu. „Kakan bragðast ofsalega vel,“ sagði Inga Ásta og tók Pétur í sama streng. Þau vom sammála um að hátíðarhöldin væm til fyrirmyndar og mikið gaman að vera á ferð um miðborgina á þessum degi. Inga Ásta og Pétur em bæði úr Reykjavík, en fluttust til ísaijarðar fyrir um fjórum ámm. Haldið var upp á 200 ára afmæli ísafjarðar- kaupstaðar á sunnudag og tókust hátíðarhöldin vel. Inga Ásta og Pétur Kr. Hafstein Soffía Guðmundsdóttir og Guðrún Jónsdóttir „Þori ekkiað prófa hástökkið“ í Hljómskálagarðinum hittum við strák, sem horfði spenntur á há- stökkskeppnina, sem þar fór fram. Hörður Bjartmarsson heitir sá og er hann 8 ára. Hörður kvaðst vera nýkominn á hátíðina og leist honum vel á það sem þar var um að vera. „Ég ætla að fá mér tertu á eftir, en ég þori ekki að taka þátt í há- stökkinu.“ Hörður á heima í Árbænum og fínnst honum gott að eiga heima þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.