Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 59 „Trúlega get ég aldrei hent þessum hallæris- legu kjólum, þeir vekja upp hjá mér svo ótal margar minningar“, segir leikarinn Dustin Hoffmann um kjólana sem hann klæddist í myndinni Tootsie. Hér má sjá hann í hlutverki Tootsie. semja einhvern helling af lögum, halda tónleika o.s.frv. Við höldum nefnilega að íslenskar hljómsveitir eigi mun auðveldar uppdráttar nú en oft áður. Fólk er orðið leitt á endalausri erlendri tónlist, vill fá að heyra eitthvað íslenskt," segir Jón Ingi. „Fyrir utan það, þá höfum við bara svo ofsalega gaman að þessu sjálfir," bætir Gunnar við, „og samstarfíð gengur æðislega vel. Það kom okkur meira að segja á óvart hvað Felix var fljótur að að- lagast okkur, því það hefði sko ekki hver sem er fallið inn í þennan hóp.“ „Hann var eiginlega flísin sem vantaði í rassinn,“ laumar Kristján Viðar að. „En auðvitað erum við oft ósammála og rökræð- um fram og til baka,“ segir Svein- björn, „en það er bara af hinu góða. Við stöðnum allavega ekki á með- an.“ - En bjuggust þið við þessum viðbrögðum. Attuð þið t.d. von á að hreppa fyrsta sætið á vinsælda- lista hlustenda rásar 2? „Ó nei, ekki bjuggumst við við því,“ segja þeir allir í kór. „Við sátum úti í bílskúrnum okkar, allir saman, þetta fræga fimmtudags- kvöld og hlustuðum á Leó kynna listann. Eftir því sem tíminn leið jókst spennan í skúrnum og þegar loksins kom að fyrsta sætinu, gjör- samlega geggjuðumst við úr ánægju,“ segir Jón Ingi. „Við hent- umst út á hlað, hoppuðum og létum öllum illum látum. Ég er voða hræddur um að hefði einhver séð okkur hefðum við verið lokaðir inni með það sarna," bætir Gunnar við. „Já, þetta var sko alveg ólýsanleg tilfinning,“ segir Felix. „Við stefnd- um að sjálfsögðu að þessu allan tímann, en einhverra hluta vegna þorði maður ekki að trúa því að það tækist. Þetta var alveg ógleyman- legt augnablik." „Nánasta framtíð? Nú, við erum á fullu að spila — hér og þar um landið, en leggjum samt mesta áherslu á tónleikana sem verða haldnir á Amarhóli þann 19. ágúst. Þeir verða í beinni útsendingu í sjónvarpinu og fjöldi hljómsveita mun koma þar fram,“ segir Kristján Viðar, „og að sjálfsögðu hlökkum við æðislega til.“ — Það verður sem- sagj. í kvöld, sem Greifarnir spila á Arnarhóli — svo og heima í stof- unni hjá þér. Fj ölsky ldufundur á flugvellinum Fyrir þá sem gaman hafa af því að virða fyrir sér fólk og velta fyrir sér mannlegu eðli eru flug- hafnir veraldar meiriháttar paradís- ir. Þar skiptast á skin og skúrir, eins og í lífinu sjálfu, kvíði og eftir,- vænting, sorg og sæla. Við sjáum fólk heilsast og kveðjast, hlæja og gráta og allt þar á milli. Skilnaðar- stundirnar eru margar æði sorgleg- ar en endurfundirnir lika þeim mun sætari. Viðskiptamenn æða þar um með stressbox sín, ósnortnir af umhverfinu enda ferðalög daglegt brauð fyrir þá. Öðm máli gegnir um fjölskyldurnar sem eru í faðm- lögum, allt þar til síðasta útkallið glymur um gangana fólkið, sem einhverra hluta vegna er að rífa sig upp með rótum um stundarsakir. Það er innra með því fólki sem til- finningatogstreitan á sér stað, það er þar sem tilhlökkun og kvíði tog- ast á. Brottfararstundir eru fullar viðkæmni og oft svolítið vandræða- legar. Flest vildum við því sennilega fá að kveðja okkar nánustu í friði, kærðum okkur trúlega lítið um að láta festa þann atburð á filmu. Frið- helgi einkalífsins er hins vegar hugtak sem hinir frægu og frama- gjömu þekkja vart, nema bara af afspurn, það er fólkið sem búast má við árásum nærgöngulla ljós- myndara hvai' og hvenær sem er. Almenningur vill fá að fylgjast með ferðum þeirra og gjörðum og því persónulegri sem myndirnar eru, því betra. Einn ljósmyndari komst t.a.m. heldur betur i feitt er hann rakst á þau Rod og Alönu Stewart á Kennedy-flugvellinum í New York. Þar voru þau stödd ásamt börnum sínum, þeim Kimberly 6 ára og Sean 5 ára. Tvö ár eru nú liðin síðan þau Rod og Alana skildu og hefur slúðurdálkum veraldar orðið tíðrætt um hið kalda stríð, sem á milli þeirra á að vera. Ástæðan fyrir samveru þeirra þama á flug- vellinum var hins vegar sú að Rod var á leið til London með börn sín, sem ætluðu að dveljast hjá föðurn- um um mánaðartíma og Alana var að kveðja þau. En það voru fleiri á förum. Sonur Alönu og George Hamilton (þess sem nú býr með Elizabeth Taylor), hinn 11 ára gamli Ashley Hamilton, fór líka í frí með fyrrum stjúpföður sínum, söngvaranum Rod Stewart. Á með- fylgjandi mynd má sjá móðurina, Álönu, kveðja snáðann sinn, Sean, áður en fjórmenningamir fóm um borð í flugvélina. „Bless, ástin mín og hafðu það nú gott í London.“ — Alana Stewart kyssir son sinn, Sean, áður en hann lagði upp í förina með föður sínum, Rod, systur sinni, Kimberly, og hálfbróðumum, Ashley Hamilton. COSPER lrt#f Loftaplötur og prófílar Eigum fyrirliggjandi Donn-loftaplötur, stærðir 30x30 sm og 60x60 sm, til upplímingar ásamt lími. T-prófílar fyrir niðurhengd loft og Paraline-stálprófíla 84 mm með 16 mm fúgu. Hringið og fáið upplýsingar. Uppsett sýnishorn í glæsilegum sýningarsal. ÍSLEPiZKA VERZLUPtARFÉLAGIÐ HF UMBOÐS- & HEIl.DVERZLUN 4- —_J> BÍLDSHÖFÐA ló - P.O.BOX 8016 n* f 128 REYKJAVÍK-SlMI 687550 <L _________Jk ÁÆTLANA- nFPFiAP vJ JdVJLy MULTIPLAN Multiplan er áætlanagerðarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki geta notfært sér við útreikninga. Við áætlanagerð getur Multiplan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu. Markmið námskeiðsins er að veita þeim, er starfa við áætlanagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi. Efni: Uppbygging Multiplan-(tölvureikna) • Helstu skipanir • Uppbygging líkana • Meðferð búnaðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna). Tíml og staftur:__________ 28. ágústkl. 8.30-17.30 og 29. ágúst kl. 8.30-12.30 Ánanaustum Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur Stiórnunarfélaa Islands Ananaustum 15 Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.