Morgunblaðið - 28.08.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 28.08.1986, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 31 “ Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi: Setmng'arathöfn fer fram í iiýbyggingunni Selfossi. FYRIRHUGAÐ er að skólasetn- iiig Fjölbrautaskóla Suðurlands fari fram í nýbyggingu skólans við Tryggvagötu þann 2. sept- ember næstkomandi, þó svo húsnæðið sé ekki kennsluhæft. Áætlað var að hefja kennslu í nýju húsnæði 1. sept. á þessu ári en verkið hefur tafist svo ekki getur orðið af því. Gert er ráð fyrir að nemendur í dagskóla í vetur verði 480 og 90- 100 í öldungadeild. Erfiðlega geng- ur að fá kennara í raungi-einum og kennara vantar í verklega og bók- lega kennslu í rafiðngreinum. Ráðinn hefur verið nýstúdent til kennslu í raungreinum, eðlisfræði. Kennarar við Qölbrautaskólann eru 35 í fullu starfi og um 10 stundakennarar. Breytingar á fastráðnu kennaraliði skólans hafa ekki orðið miklar, en það er líkt og að tala um gull að fá kennara í raungreinar, eins og Þór Vigfússon skólameistari orðaði það. Sig. Jóns. Þór Vigfússon skólameistari framan ans á Selfossi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. ið nýbyggingu Fjölbrautaskól- Jassgaukar á Hrafninum Jassgaukar, frá vinstri: Jóhannes, Helgi, Ari og Einar. Á myndina vantar Gunnar Jónsson. HLJÓMSVEITIN Jassgaukar flytur jasstónlist á neðri hæð veitingahússins Hrafnsins í kvöld, fimmtudagskvöld. Á efnis- skránni verða „sígildir jassstand- ardar, léttsveiflað rokk og seiðandi sömbur að ógleymdum gamla góða blúsnum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Þrír Jassgauka, þeir Ari Haralds- son saxafónleikari, Einar Sigurðs- son kontrabassaleikari og Helgi Þór Ingason píanóleikari leika nú saman aftur eftir nokkurt hlé og hafa feng- ið til liðs við sig þá Jóhannes Snorrason gítarleikara og Gunnar Jónsson trommara. (Fréttatilkynning.) 1937 þá kom hann til garðyrkju- starfa hjá Boeskov í Blómvangi í Mosfellssveit. Þá fulllærður á sínu sviði. Eftir rúmlega ársdvöl hér í Mos- fellssveitinni hvarf hann aftur til Danmerkur, en fljótlega eftir heim- komuna fékk Jes bréf frá Stefáni Þorlákssyni í Reykjahlíð, einum helsta garðyrkjubónda sveitarinnar. Þar bauð Stefán honum að stjóma stöð sinni og varð það úr að Jes kom á ný til garðyrkjustarfa á ís- landi. Hjá Stefáni vann Jes þar til Danmörk dróst inn í heimsstyijöld- ina síðari. Þá gekk hann í danska herinn í Englandi. í átökum í Narvík særðist hann og lá mánuðum saman á sjúkrahúsi í Englandi. í stríðslok aðstoðaði Pétur Benediktsson, sendiherra í London, Jes við að komast til íslands og í þetta sinn réðst hann til Ólafs Gunnlaugssonar á Laugabóli í Mosfellsdal og vann hjá honum í allmörg ár. Hinn 29. desember 1946 kvænt- ist Jes eftirlifandi konu sinni, Kristjönu Bertelsen frá Trangisvag í Færeyjum. Þau hjón hófu búskap á Laugabóli, þar sem þau bjuggu til 1950, en þá fluttu þau að Blóm- vangi hér í sveit, þar sem þau unnu við garðyrkju hjá Arnaldi Þór til ársins 1956. Það ár urðu tímamót í lífi Jes, hann hvarf þá frá garðyrkjunni sem aðalstarfi, en réðst að Reykjalundi til vinnu í plastiðjunni, hann er því einn þeirra sem unnið hafa við plastiðju frá upphafi þeirrar at- vinnugreinar á Islandi. Þótt Jes legði garðyrkjuna á hill- una sem aðalstarf, þá voru þær þó ófáar vinnustundirnar sem hann vann við blómaskreytingar innan húss og utan á Reykjalundi og sjálf- sagt þótti að til hans væri leitað á hátíðum og tyllidögum, þegar fegra þurfti sali eða senda smekklegar blómaskreytingar. Um þær mundir sem Jes hóf störf á Reykjalundi keypti hann lóð og hús er hann nefndi Borg. Meðan á endurbótum eignarinnar stóð þá bjuggu þau Kristjana og Jes ásamt sonum sínum, Flemming og Örlygi, á heimili okkar. Á þeim tíma spunnust náin tengsl milli fjölskyldnanna, tengsl sem hafa haldist æ síðan. Á Borg breytti Jes mel í vin. Reyndar má sjá fegr- andi handarverk hans víða um sveitina, enda sendi hreppsnefnd Mosfellshrepps þeim hjónum viður- kenningarskjal árið 1975 fyrir fegrun og snyrtilega umgengni við erfíðar aðstæður. Jes ræktaði þó ekki einungis hið sýnilega, hann var mannvinur oQ hændust böm mjög að honum. Óþreytandi var hann við að leið- beina ungviðinu í knattspyrnu og frjálsum íþróttum og taldi sannar- lega ekki eftir sér erfiði og tíma þegar um samvistir með ungviðinu var að ræða. Jes vann mikið að félagsmálum. Hann var í stjórn dansk-íslenska félagsins í fjölda ára og formaður þess í sjö ár. Vegna frammistöðu sinnar í heimsstyijöldinni síðari sæmdi Margrét Danadrottning hann heið- ursmerki og á sjötugsafmæli sínu hlaut hann riddarakross Dannebrogs. Er Jens var um það bil að kveðja þetta líf á Landakotsspítala bað hann lækna og hjúkrunarlið að tefja sig ekki á því að sinna sér, sem ekkert amaði að. Þetta lýsir vel þessum hógværa og tillitssama manni, sem var starfi sínu og fjölskyldu trúr til hinsta dags og mat annarra þarfir fram yfir eigin. Við vottum Kristjönu innilega samúð okkar, sömuleiðis Flemming, Örlygi og fjölskyldum þeirra. Ragnheiður, Oddur og börn. Jes Frederik Jessen garðyrkju- fræðingur lést í Landakotsspítala 22. ágúst, 75 ára að aldri. Hann var formaður í Det Danske Selskab í Reykjavík og fyrrv. for- maður í Foreningen Dannebrog. Og í þakklætisskyni fyrir hin fjöl- mörga störf var hann gerður að heiðursfélaga í báðum þessum fé- lögum. Jes Jessen var hér á landi 1939 þegar heimsstyrjöldin síðari skall á, og þegar Danmörk var hemumin gekk hann í breska herinn. Um herþjónustu sína var hann fámáll og hæverskur, en hann hlaut tvær viðurkenningar fyrir, frelsis- orðuna og riddarakross Dannebrogs. Að stríðslokum kom hann aftur til Islands og dvaldi hér til dauða- dags. Félagar og vinir færa honum þakkir að leiðarlokum. Sveinn Kaaber ePúJQJUúj Laugavegi 49, sími 12024 dúndur góðu verði Efni: Sterk nylonefni með glansáferð. Fylling: 100%dúnn. Hetta: Dúnfyllt hetta sem hægt er að felainni íkraga. Litir: Dökkblátt — rautt — grátt. Stærðir: 128-140-152-164 (5-12 ára). S-M-L-XL-XXL. Verð: 4900.- stærðir 128 og 140. 5300.- stærðir 152—164. 5780.- stærðir S—XXL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.