Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Stundin deyr og dvínar burt, sem dropi í straumaniðinn. ÖII vor sæla er annaðhvort óséð — eða liðin. Lýsir þessi hending skáldjöfurs- ins er eitt sinn átti Höfða þeim tilfínningum er bærast í brjósti heimsbyggðar þá þeir Reagan og Gorbachev mætast undir mæni skáldsins? Ekki minnast sumir þeir erlendu og innlendu fréttamenn er nú senda fréttaskeytin frá íslandi mikið á skáldjöfurinn Einar Bene- diktsson. Nei, þeir eru sumir hveijir að minnsta kosti uppteknari af gróu- sögunni er DV spann hér á dögunum um 2.000 dollara húsið í miðbænum. Glæsileg fréttamennska það. Ég skal fræða ykkur ágætu fréttamenn um hina hlið máisins. Pyrir nokkru hafði fulltrúi CBS- sjónvarpsstöðvarinnar samband við undirritaðan og falaðist eftir ein- staklingsherbergjum. Undirritaður varð við þessari bón og bauð 50 doll- ara fyrir herbergið ásamt morgun- verði en það verð var fundið út með því að bæta álagningu Ferðaskrif- stofu ríkisins við grundvallarverð ferðaskrifstofunnar. Leið nú og beið og ekki birtust hinir heimsfrægu fréttamenn. Loksins eftir fjögurra daga bið náði undirritaður í fulltrúa fyrirtækisins og lofaði hann bót og betrun, en ekkert hefir nú gerst í því máli og það sem meira er að undirritaður er ekki einn í hópi fólks er hefur svipaða sögðu að segja af viðskiptum við fuiltrúa CBS. Er ekki hægt að lýsa þeim óþægindum er fylgdu viðskiptum hinnar bammörgu ijölskyldu við sjónvarpsrisann. Finnst mér rétt að innlendir sem erlendir fréttamenn heyri af þessu máli svona til að vega upp á móti gullæðisáróðr- inum er hefir skemmt svo mikið fyrir okkur íslendingum síðustu dagana. Ólfna Þorvarðardóttir hefir f hin- um ágæta fréttaskýringarþætti sjónvarpsins Leiðtogafundur f Reykjavík fylgist með húsnæðis- markaðinum í Reykjavík. í fyrra- kveld ræddi Ólína af þessu tilefni við japanskan fféttamann og spurði hvað honum fyndist um verðlag á hús- næði hér til dæmis í einkahíbýlum: „Ja, mér finnst að það mætti vel fylgja verði á hótelherbergjum." Greindir menn Japanir, og engin til- viljun að þeir ráða nú nánast hátæknimarkaðinum á mörgum svið- um. Auðvitað átti Ferðaskrifstofa ríkisins að hafa sanngjarnt verð á gistingunni f heimahúsum. Hefði ég álitið hæfilegt að leigja rúmið á minnst 100 dollara. Ferðaskrifstofan hefði af þeirri upphæð náð inn 20 dollurum á rúm. Ef íslensku ferða- málastjóramir hefðu fylgt ráðlegg- ingum Japanans þá hefðu þeir getað sparað sér að greiða 10—20 milljónir til eigenda hins fljótandi hótels þar sem tveggja manna herbergið kostar 250 dollara á nóttu. íslendingar eru gestrisið fólk en þeir eru líka stoltir og opna ekki glæsileg heimili sfn nema gegn hæfilegri þóknun. Er- lendir fréttamenn sem ræða hér um dollaraglampa og fégræðgi ættu að skammast sfn og heimsækja hjónin í Kópavogi er höfðu umtumað glæsi- lega einbýlishúsinu sfnu í þeirri trú að það ætluðu að gista sjónvarps- menn (ekki frá CBS) fyrir 40 dollara. P.S. í myndbútnum er sjónvarpið sýnd í fyrrakveld úr myndinni Á hjara veraldar (Rainbows End) var draugnum í höfða sieppt. Hvers vegna? Ólafur M. Jóhannesson RÚV — sjónvarp: Bein útsending frá komu Bandaríkjaf orseta ■i Ríkisútvarpið 00 sjónvarp verður með útsendingu í kvöld vegna væntanlegs leiðtogafundar stórveld- anna. Bein útsending verður frá komu Banda- ríkjaforseta til Keflavíkur- flugvailar, auk frétta. Þá verður sýnd kvikmynd eftir sögu Agöthu Christie, sem nefnist Dimmar nætur. Sýning myndarinnar hefst upp úr kl. 21. Rás 2: Gestagangur 212» Gestagangur Ragnheiðar Davíðsdóttur hefur göngu sína aftur á rás 2 í kvöld eftir sumar- langt hlé. Það er Össur Skarphéðinsson, ritstjóri á Þjóðviljanum, sem verður gestur Ragnheiðar í kvöld. Ragnheiður sagði í samtali að hún hefði hug á að ræða við Össur vítt og breitt og þá fremur um aðra hluti en þá sem lúta að stjóm- málum. Til dæmis væri Össur mikill rokkari og hún vissi til þess að hann hefði átt mikið plötusafn sem Össur Skarphéðinsson fokið hefði á haf út á sjó- leiðinni milli íslands og Bretlands. Stöð 2 hefur útsendingar ■■ Stöð 2, hin nýja 20 íslenska sjón- varpsrás í einkaeigu, hefur útsend- ingar í kvöld og sendir út í rúmar sex klukkustundir. Dagskráin hefst með ávarpi sjónvarpsstjóra, Jóns Óttars Ragnarssonar. Þá koma fréttir og síðan verður bein útsending frá komu Ronalds Reagan, for- seta Bandaríkjanna, til Keflavíkurflugvailar. Að lokinni þeirri útsendingu tekur Spéspegillinn við, þáttur þar sem brúður taka á sig gervi fremstu þjóðar- leiðtoga heims. Næst á dagskránni er klukku- stundarlangur spennuþátt- ur frá Bandaríkjunum sem hefur á fslensku hlotið heit- ið Bjargvætturinn (Ekjual- izer). Þá verður umræðuþáttur um leið- togafundinn undir stjóm Magnúsar Magnússonar og síðast á dagskránni eru tvær bandarískar kvik- myndir, sem heita Hann er ekki sonur þinn og 48 stundir, en í þeirri síðar- neftidu leika þeir saman Nick Nolte og Eddie Murp- hy. Dagskrárlok em áætluð kl. 01.30, en það skal tekið fram að breyt- ingar geta orðið á dag- skránni vegna leiðtoga- fundarins. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 9. október 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesn- ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guömund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Litli prinsinn" eftir Antoine De Saint Exupéry. Þórarinn Björnsson þýddi. Erlingur Halldórsson les (6). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesiöúrforustugreinum dagblaöanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Eg man þá tíð Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway. Tíundi þáttur: „Sunday in the Park with George". Árni Blandon kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Hilmar Þór Hafsteinsson. 14.00 Miðdegissagan: „Undir- búningsárin", sjálfsævisaga séra Friöriks Friörikssonar. Þorsteinn Hannesson les (4). 14.30 I lagasmiöju Duke Ell- ingtons. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá svæöisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórn- endur: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Frá tónskáldum. Leifur Þórarinsson kynnir. 17.40 Torgiö. Umsjón: Óöinn Jónsson. Kl. 18.00 flytur Guörún Birgisdóttir fjöl- miölarabb. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.40 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.46 Aö utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Útvarp frá komu Ron- alds Reagans Bandaríkjafor- seta til Islands. Bein útsending frá Keflavikurflug- velli, Laufásvegi og víöar. 21.00 Leikrit: „Gullna skriniö" Gorbasjof kemur sennilega daginn eftir og veröur einnig útvarpaö frá komu hans en óvíst er um tíma. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.16 Veöurfregnir. 22.20 Fyrstu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á nýbyrjuöu starfsári í Há- skólabíói fyrr um kvöldiö. Stjórnandi: Klauspeter Seib- el. Einleikari: Vovka Ash- kenazy. a. Forleikur aö óperunni „Don Giovanni" eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. b. Píanókonsert í D-dúr, K.537 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. c. Sinfónía nr. 1 í c-moll op. 68 eftir Johannes Brahms. Kynnir: Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP FIMMTUDAGUR 9. október 18.00 Leiötogafundurinn í Reykjavík. Bandaríkjaforseti kemur til fslands. Fréttaþáttur sem að hluta veröur í beinni út- sendingu frá Keflavíkurflug- velli. 19.30 Fréttir og veöur. Stuttur fréttatími. Bandarikjaforseti kemur til (slands. Framhald beinnar útsendingar frá komu Ron- alds Reagan og fylgdarliðs hans. Leiðtogafundurinn í Reykjavík. Fréttaþáttur. 21.00 Dimmar nætur. (Endless Night). Bresk bíómynd frá 1971 gerö eftir sögu Agötu Christie. Leikstjóri: Sidney Gillliat. Aöalhlutverk: Hayley Mills, Hywel Bennett, George Sanders, Britt Ekland, Per Oscarsson. Auöug stúlka verður ástfanginn af manni af lágum stigum og gengur að eiga hann. Þau hjónin setjast að ( afskekktu húsi og allt viröist leika í lyndi þrátt fyrir lítilsháttar ágrein- ing. Síöan gerast ógnvekj- andi atburöir sem setja strik i reikninginn. Þýöandi Ólöf Pétursdóttir. Tímaáætlun liHnn að breyt- ast lítillega f samræmi við beinar útsendingar frá komu Reagans. 23.00 Dagskrártok. Ath.: Vegna leiðtoga- fundarins 10,—12. októ- ber geta dagskráratriði raskast og jafnvel aug- lýslír dagskrárliðir fallið niður til þess að rýmka til fyrir fréttaútsendingum. Dagskrá vikuna 9.-15. október 1986. FIMMTUDAGUR 9. október (Opnunardagur) 19.20 Ávarp sjónvarpsstjóra, Jóns Óttars Ragnarssonar 19.26 Fréttir. 19.60 Ronald Reagan kemur til (slands — bein útsending frá Keflavík. 20.10 Spéspegill (Spitting Image) — breskur grínþátt- ur. 20.46 Bjargvætturinn (Equaliz- er) bandarískur framhalds- þáttur. 21.46 „Who chose this god- forsaken country". Umræðuþáttur um leiö- togafundinn ( umsjón Magnúsar Magnússonarfrá BBC. 22.16 Hann er ekki sonur þinn (He is not your son). 24.00 48 stundir (48 hours). 01.30 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 9. október 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur, Kristjáns Sigurjóns- sonar og Siguröar Þórs Salvarssonar. Guöríður Haraldsdóttir sér um barnaefni kl. 10.03. 12.00 Létt tónlist 13.00 Hingað og þangaö um dægurheima meö Inger Önnu Aikman. 15.00 Sólarmegin Þáttur um soul og fönktón- list i umsjá Tómasar Gunnarssonar. (Frá Akur- eyri) 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guö- mundsdóttir. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti rásar tvö Gunnlaugur Helgason kynn- 989 YL GJAN — FIMMTUDAGUR 9. október 6.00—7.00 Tónlist í morg- unsáriö Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur meö Sig- uröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Sigjröur lítur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræöir viö hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna leikur létta ir tiu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00 Um náttmál Ragnheiður Davíðsdóttir sér um þáttinn. Gestur hennar er Össur Skarphéöinsson ritstjóri. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Meö gleraugu og hatt Helgi Már Baröason kynnir nokkrar perlur úr safni Elt- ons John. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20,15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. M.a. er leitaö svara viö áleitnum spurningum hlust- enda og efnt til markaöar á Markaðstorgi svæðisút- varpsins. tónlist, spjallar um neyt- endamál og stýrir flóamark- aði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar og spjallar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, '16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson f Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttimar og spjallar við fólk sem kemur viö sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós- dóttir á fimmtudegi. Jónlna tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höfði. 21.30—23.00 Spurningaleik- ur. Bjami Ó. Guðmundssop stýrir verölaunagetraun um popptónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- menn Bylgjunnar Ijúka dagskránni meö frétta- tengdu efni og Ijúfri tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.