Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 71 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS SJÁLFSTÆBISMENN REYKJAVÍK! RÚIMAR Á ÞING Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26 e.h. s. 28843. Bréfritari gerir umgang um borgina að umtalsefni. Listaverkum \ borginni er spillt Baldvin Sig. skrifar. yelvakandi. Ég vil sérstaklega þakka umsjón- armanni Dagbókar þriðjudags. 30. sept. fyrir að minnast á þá sorglegu staðrejmd að listaverkum í borginni sé spillt og umhverfi bíað út með rusli. Það er sannarlega tfmi til kominn að minnast á þetta. Eins og á fleiri sviðum þýðir lítið að röfla um þetta á opinberum vett- vangi. Þeir sem spilla lesa opinberar kvartanir mjög ósennilega, eða þá gleðjast yfir að hrekkur þeirra hafi tekist og smáborgarar hneykslast. Því miður er þetta nú svo, þótt fleiri skýringar kunni að vera á þessu óskiljanlega athæfí. Það sem við sjáum fyrir okkur daglega er þetta: 1. Fólk hendir fá sér úrgangi, síga- rettustubbum, umbúðapappír þar sem það stendur. 2. Það fleygir drasli úr bílum á ferð. 3. Menn losa úr öskubökkum bíla þar sem þeir bíða. 4. Fólk gengur í blómabeðum og styttir sér leið (alltaf hefur einhver annar gengið sömu leið áður?). 5. Menn líma miða hvar sem er, bæði sem auglýsingaspjöld og til þess að líma eitthvað. 6. Menn skrifa á veggi sér til minnis og til að vera fyndnir o.s.frv. Listinn getur verið óendanlegur og innifalið eyðileggingu hverskon- ar á skrám, símatækjum, málningu, speglum og rúðum. Til að hamla gegn þessu er lang mikilvægast þetta: a. Að lagfæra strax. Hver skemmd kallar fram hið sama. Með þess- ari aðferð tókst að halda Iðnskól- anum í Reykjavík í góðu lagi. b. Að hreinsa þegar í stað. Þar geta komið til annars vegar opin- berir starfsmenn. Hingað til er látið nægja að sópa. Hreinsun veggja, límmiða o.fl. er látið eiga sig, enda hreinsunarmenn ekki með tæki í höndum til slíks (dæmi: límmiði sem mánuðum saman var á höggmynd Gerðar í Austurstræti). — Þvottur og hreinsun strætis- vagnaskýla og símaklefa virðist ekki tíðkast. — Gengið sé eftir því að íbúam- ir og verslunareigendur (raunar væri betra að segja hvattir til) að hreinsa nánasta umhverfi. Hér er sérstaklega átt við sæl- gætisverslanir, pylsuvagna o.þ.h. Er það ofverk þeirra sem versla við götur að hreinsa út á miðja götu. Dæmi í Austur- stræti: Kamabær — Útvegs- bankinn — Víðir — Hressingar- skálinn — Pósthúsið — Reylqavíkurapótek — BSE o.s.frv. — Þykir fólki skömm að því sem það dáir í erlendum borgum. Hvemig halda menn að borgir í Þýskalandi haldist hreinar? Hér skal ekki haldið áfram upp- talningu. Við eigum að snúa þessari þróun í jákvæða átt með hvatningu og eflingu hins góða. Hver tekur það að sér? Hverjum stendur það næst? Forystuna vant- ar. Þótt hér sé talað um hið jákvæða þarf hið góða stuðning. Er það refsigleði að biðja um að fólk verði sektað á staðnum ef það brýtur gegn góðri umgengni við borgina eða opinberar og einkaeign- ir? Er hægt að gera menn ábyrga fyrir að eyðileggja eignir, síma? Er hægt að gera menn ábyrga fyrir að keyra með msl á bíl eftir Miklubraut sem fýkur í allar áttir og varðar leiðina upp í Gufunes? Hefur nokkur séð til eða veitt viðurkenningu þeim sem stöðva á þjóðvegum og fleygja aðskotahlut- um út af sem valda slysahættu? Gæti borgin staðið fyrir jákvæðu átaki í þessa átt þótt hér sé ekki síður átt við allar aðrar byggðir landsins? Gemm eitthvað. Hættum að röfla í eigin barm. Saumum sjálf — það borgar sig! Dustum nú rykið af saumavélunum og skundum á saumanámskeið hjá Spori í rétta átt. Loksauma- vél á staðnum. Góð fjárfesting sem er fljót að borga sig. Upplýsingar og innritun í símum 15511, 27683 og 83069. SPORIRe K V Æ Hafnarstræti 21, s. 15511. Ríkisútvarpið-sjónvarp auglýsir hér með eftir sönglagi til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva íEvrópu 1987. Þátttökuskilyrði: Lagið má ekki taka nema þrjár mínutur í flutningi. Frumsam- inn texti á íslensku skal fylgja. Lagið má hvorki hafa komið út á nótum, hljómplötum, snældum né myndböndum og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi. Laginu skal skilað á hljóðsnældu. Þar skal það flutt sem líkast því sem höfundur ætlar því að vera í endanlegri gerð. Snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni höfund- ar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni. Sendi höfundur fleiri en eitt lag skulu þau send inn hvert í sínu lagi og hvert undir sínu dulnefni. Skilafrestur er til 31. desember 1986. Utanáskrift: Ríkisútvarpið-sjónvarp, „Söngvakeppni", Laugavegi 176, 105 Reykjavík. Dómnefnd skipuð fulltrúum frá Félagi tónskálda og textahöf- unda, Félaai íslenskra hljómlistamanna, Félagi hljómplötuút- gefenda álslandi og Ríkisútvarpinu velur 10 lög til áfram- haldandí þátttöku. Breytt tilhögun: Að þessu sinni er ætlunin að lag og flutningur fylgist að. Hér er því ekki einungis leitað eftir lagi heldur fullbúnu tónlistar- atriði. Sjónvarpið mun hvorki annast utsetningar laganna né val flytjenda eða sjá um hljóðritun. Það er alfarið í höndum höfunda og samstarfsaðila þeirra að búa lögin til flutnings og keppni í endanlegri gerð. (janúar 1987 verða þeir 10 höfundar, sem valdir hafa verið til áframhaldandi keppni, kynntir í sérstökum sjónvarpsþætti. Þar mun sjónvarpið veita hverju laai styrk að upphæð kr. 150.000.- til að viðkomandi geti fullunnið lagið, ráðið flytjendur og hljóðritað það í endanlegri gerð í sam- vinnu við hljómplötuútgefendur. Skilafrestur á fullunnum lögum er til 15. febrúar 1987. Fyrir þessa styrkupphæð skal viðkomandi skila eftirfarandi: Hljóðritun lagsins í endanlegri gerð, útsetningu á nótum, texta á íslensku, ensku og frönsku ásamt greinargóðum upplýsingum um höfunda lags og texta og flytjendur, sem ekki mega vera fleiri en sex. Lagið skal vera fullæft og tilbúið til myndatöku í sjónvarpi. Engar sérstakar greiðslur koma til flytjenda við myndvinnslu lagsins eða flutning í kynningu og keppni, enda greiðsla fyrir það innifalin í styrknum. Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt til flutnings laganna í útvarpi og sjónvarpi meðan á keppni stendur. Kynning og úrslit: Lögin 10 verða kynnt í fimm sjonvarpsþáttum í lok febrúar 1987. Úrslit ráðast í beinni útsendingu mánudaginn 9. mars 1987. Þá munu dómnefndir skipaðar fulltrúum almennings á átta stöðum á landinu greiða atkvæði um lögin. Það lag og þeir flytjendur, sem hlióta flest stig, fá í verð- laun kr. 300.000.- 09 verða fulltruar íslenska sjónvarps- ins í „Söngvakeppm sjónvarpsstöðva í Evrópu 1987.“ Lokaúrslit keppninnar fara fram í Belgíu í byrjun maí 1987. Upplýsingar um tilhögun keppninnar liggja frammi hjá simaverðí sjónvarpsins, Laugavegi 176, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.