Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Kveðjuorð: Erlendur Paturs- son lögþingsmaður Erlendur Pétur Patusson andað- ist 16. júní 1986 á heimili sínu, Kirkjubæ. Hann var þjóðkunnur maður. Hann var fæddur 20. ágúst 1913 í Kirkjubæ í Færeyjum. Voru foreldrar hans Jóhannes Patursson kóngsbóndi í Kirkjubæ og kona hans Guðný Eiríksdóttir frá Karls- skla við Reyðarfjörð. Jóhannes var fæddur 1866 í Kirkjubæ, sem er talin stærsta jörð í Færeyjum, gam- alt biskupssetur í katólskum sið. Sagnir segja að frá því um 1600 hafí ættmenn Paturssona setið þennan stað og það í fimmtán ætt- liði, er sú ætt merk. Má þar nefna Nolseyjar-Pál er var langafí Jó- hannesar. Hann barðist fyrir versl- unarfrelsi, en þá var einokunar- verslun í Færeyjum. Jóhannes fór átján ára í land- búnaðarháskólann í Stend í Noregi, en þar stunduðu margir íslendingar nám er urðu mætir bændur og kennarar. Hann tók nú við ættaróð- alinu 1893 og varð „kóngsbóndi" og hélt um skeið jarðræktarskóla. Jóhannes var vel menntaður, glæsi- legur maður, þreklegur og vel vaxinn, kátur og skemmtilegur. Hann orti ungur eldheit hvatningar- ljóð, margt ( danskvæðastfl. Seinna gaf hann út safn þjóðkvæða, þá orti hann ágæta sálma til helgi- halds. Hann var (tölu þeirra manna er unnu móðurmálinu færeysku og vildi heiður þess. Má til nefna þá þróun, er var (Danaveldi um móður- málið og heilaga ritningu. í Danmörku er Biblian prentuð 1482, á íslandi 1584, í Noregi 1643 og í Færeyjum 1875. Þetta hefur án efa valdið miklu í Noregi og Færeyjum um kirkjumálið og messugjörðir. Þá var Jóhannes listfengur, er Færeyingar gáfu málverk af ís- landsbúð í Færeyjum, er var stór mynd í afar merkilegri umgerð, er Guðmundur Hentz málaði, skar Jóhannes Patursson út rammann. Þetta var gjöf til íslendinga á Ai- þingishátíðinni 1930. Jóhannes var ætíð trúr sinni lífsskoðun um sjálfstæði Færeyja og var um langan aldur leiðtogi Sjálfstæðismanna og kvað mikið að honum á Þjóðþingi Dana og Lögþingi Færeyinga. Arið 1897 hófust útróðrar Fær- eyingja við Austurland og um 1885 voru um 600 færeyskir fiskimenn við útróðra á sex fjörðum austan- lands. Sjómenn urðu að gjalda landeigendum og eigendum ver- stöðva vissan aflahlut af bátunum. Einn slíkra útvegsbænda var Eirík- ur Bjömsson á Karlsskála við Reyðatfyörð. Hann var frá Kirkju- bóli í Vaðlavík, kvæntur Guðlaugu Pétursdóttur frá Karlsskála. Hann hafði mikil viðskipti við færeyska sjómenn og átti hlut með þeim í útgerð þeirra og hafði sjálfur mikla útgerð. Uppgangur hans var mikill til sjós og lands því hann var glögg- ur til að gæta hagsins og hjúasæll. Varð hann í tölu auðugustu bænda á Austurlandi og studdi kona hans að því, því hún var stjómsöm og ráðdeildarsöm og var góðgjöm merkiskona. Eiríkur Bjömsson eignaðist jarðir en það var vísasti vegur til að ávaxta fjármuni sína í þá daga, vom jarðir hans átta að tölu. Hann kom nokkuð við mál manna, má þar til nefna er Fríkirkj- an var stofnuð á Eskifírði vegna þess að Jónas Hallgrímsson hlaut ekki Hólmabrauð eftir föður sinn Hallgrím Jónsson. Studdi Eiríkur Fríkirkjuna og var gjaldkeri henn- ar. Böm þeirra voru átta og giftust tvær dætur þeirra til Færeyja. Pálína sem var næstelst giftist Hans Móhr skipstjóra í Þórshöfn og Guðný er var yngst bama gift- ist Jóhannesi Paturssyni í Kirkjubæ er talaði íslensku ágætlega og fylgdist vel með málefnum á ís- landi. Guðný Eiríksdóttir var vel undir það búin að setjast að í Færeyjum. Því að margt er líkt á komið um atvinnuvegi til lands og sjávar í þessum eylöndum á norðurslóðum. Hún hafði alist upp á stóm heimili við vinnu og stjómsemi. Þjóðmála- starf manns hennar kom henni ei á óvart því elsta systir hennar, Kolfreyju-Helga, var gift Jóni Ól- afssyni frá Kolfreyjustað er var allt í senn skáld, ritstjóri og stjóm- málamaður, sem mikið kvað að. Enda segir sagan að Guðný fylgdi oft manni sinum að málum og sækti fundina. Hagur þeirra hjóna Guðnýjar og Jóhannesar blómgaðist og heimili þeirra sómdi sér vel á hinum fomhelga stað Kirkjubæ. Hann er ríkur að þjóðlegri menn- ingu í byggingum, gripum og söguríkur staður. Fór hér saman atgerfí þeirra hjóna í búskap, bók- legri menningu og lífsskoðun um framtíð þjóðarinnar. Þau hjón eignuðust níu böm, fimm dætur og (jóra sonu er ólust upp í þjóðrækni í skjóli fomrar menningar á heimahlaði og trú á framtíð sjálfstæðrar menningar þjóðar sinnar. Sagan endurtók sig um giftingu bama í Kirkjubæ, tvær dætur þeirra gengu að eiga íslenska menn frá móðurlandi sínu. Bergljót giftist Júlíusi Siguijónssyni prófess- or í læknisfræði og Bergþóra Þorsteini Scheving Thorsteinsson lyfsala í Gamla Apótekinu við Aust- urvöll. Þorsteinn safnaði bókum og var mikill reglumaður. Hann unni þjóðlegri menningu, skrýddist fær- eyskum þjóðbúningi er það átti við, má þar til nefna að í gamankvæði frá fyrri hluta þessarar aldar er hans getið: „Kampavín gaf mér kempan slynga, klæddur í þjóð- búning Færeyinga." Tveir synir þeirra hjóna frá Kirkjubæ stunduðu nám við Menntaskólann í Reykjavík. Páll, síðar bóndi í Kirkjubæ og yngsta bam þeirra hjóna í Kirkjubæ, Er- lendur. Má ætla að hann beri nafn Erlendar biskups í Kirkjubæ er tók að reisa Dómkirkjuna þar úr steini. Erlendur bjó á námsámm sínum hjá systur sinni Bergþóm við Aust- urvöll en var heima á sumram í Kirkjubæ. Hann var innan við ferm- ingu er hann kom í skólann og mun hafa verið kristnaður í Dómkirkj- unni í Reykjavík. Hann var kunnur landi og þjóð heimanað og í uppeldi sínu hafði hann numið íslensku og þá átti hann marga ættingja hér. Hann samlagaðist því fljótt skóla- bræðmm sínum. Félagsandi var mikill í skólanum og fundarhöld oft ásamt gleðskap á hátíðum skólans. Erlendur var félagslyndur og hugs- aði strax mikið um stjómmál, en þá mddi sér mikið til rúms meðal skólapilta jafnaðarstefnan er Er- lendur hneigðist að. Um þjóðmálin heima fyrir ræddi hann ekki mikið. Hann var vel máli farinn og fastur á sínum skoðunum og bar það með sér að hann yrði vel til foringja fallinn í sínum liðsflokki. Hann var vel hugsandi, vinsæll og tryggur vinum sínum og gleðimaður í vina- hóp. Það mátti segja um skólagöngu okkar sumra að hún væri all óvenju- leg siðasta veturinn í Menntaskól- anum í Reykjavík því þá væm nemendur komnir heilir í höfn og hilla tæki undir stúdentsprófíð. I sjötta bekk skólans í stærðfræði- deild lásum við sjö utanskóla en tíu vom eftir í bekknum heima á menntasetrinu. Fimm höfðu fallið upp í sjötta bekk á vorprófum og var ég einn þeirra og tveimur hafði verið veitt lausn í náð, frá skóla- göngu, þó ekki í sama mund báðum. Var Erlendur annar þeirra. Við vomm allir í góðri sambúð við skól- ann. Pálmi Hannesson rektor og aðrir lærifeður skólans vildu greiða götu okkar sem þeir máttu. Geng- um við í tveimur hópum til dr. Ólafs Daníelssonar vikulega allan vetur- inn og er líða tók á veturinn til Jóns Olfeigssonar. Pálmi Hannes- son kenndi okkur á skrifstofu sinni eftir skólatíma og Sigurkarl Stef- ánsson frá Kleifum skaut yfír okkur skjólshúsi í skólanum í verklegri eðlisfræði í kennslustund með heimasveinum. Er hann nú eini kennari okkar sem er á lífí og er við góða heilsu. Ég tel þennan vet- ur bestan í skólavist minni. Við þreyttum sex prófíð utan- skóla og urðum stúdentar, en alls vom um þijátíuogníu sem útskrif- uðust. Var þá farin ferð til Þingvalla og kveðjuhóf í Reykjavík. Vom menn þá æskuglaðir og dmkku Minning. Asta Eggerts- dóttir Fjeldsted Hún fæddist hinn 16. desember árið 1900 í sjóbúðinni í Hnífsdal, sem Daníel Bmun teiknaði af fræga mynd árið 1906 og víða hefur birst. Vom foreldrar hennar hjónin Ríkey Jónsdóttir og Eggert Lámsson Fjeldsted. Ríkey var dóttir Jóns Jóhannessonar frá Blámýmm, síðar bónda í Skálavík og konu hans, Helgu Bjamadóttur frá Hagakoti í Ögurhreppi, en Eggert, bóndi henn- ar, var sonur Lámsar Fjeldsted Vigfússonar á Berserkseyri í Helga- fellssveit og konu hans, Maríu Einarsdóttur frá Indíafara, en það kyn er stundum nefnt Kirkjubóls- ætt og var formóðir hennar þannig Þuríður sú, sem fræg hefur orðið af góðri frammistöðu sinni í mála- ferlum vegna galdrabrenna fyrir vestan og hermt er frá í Píslarsögu síra Jóns Magnússonar hér á Eyri við Skutilsfjörð. í föðurætt átti Asta kyn að telja til Einars Ólafs- sonar í Rauðseyjum, en það er ætt Haraldar Böðvarssonar og þeirra frænda. Amma Astu, María, og Sturlaugur, afí Haraldar, vom systkini. Þeim Ríkeyju og Eggert varð 5 bama auðið og var Ásta hið elsta þeirra. Næst fæddist Hrefna, er lést úr lungnabólgu tæplega tvítug að aldri, en nú lifa Ástu þijú systk- ini hennar í Reykjavík, þau Láms Harry, Aðalheiður og Lúðvík Egg- ert. Aðeins nokkurra daga gömul fór Ásta Eggertsdóttir í fóstur til hjón- anna Friðriks Péturs Ólafssonar á Ósi í Bolungarvík og konu hans, Sesselju Einarsdóttur. Varð að grípa til þessarar ráðstöfunar vegna veikinda móður hennar. En á Ósi skipuðust svo heimilishagir, að á tæpra tveggja ára fresti var Ástu komið í fóstur til móðurömmu sinnar, Helgu Bjamadóttur í Skálavík. Hún var þá nýorðin ekkja með átta böm og vom þau öll í ómegð, nema Ríkey, móðir Ástu Eggertsdóttur. Helga var einstök merkiskona að allri gerð. Þótt smá- vaxin væri, var hún framúrskarandi dugleg og verkhög, en þó bar það frá, hve stillileg og mild og mjúklát hún var í framgöngu allri. Hörðum höndum fóm þau örlögin um þessa fíngerðu konu. Fimmtug að aldri hlýtur hún að sjá á bak • manni sínum, Jóni Jóhannessyni, frá son- unum sjö í föðurgarði. Áfram berst hún ein með bömin, sem hún miss- ir svo öll, nema dótturina upp- komnu: Sex bræðranna frá Meiri-Bakka dmkknuðu, en einn lést á sóttarsæng. Móðurbræður Ástu vom allir, sem nærri má geta, sem bræður hennar og bömum hjónanna Pálma og Kristínar, sem einnig bjuggu á Meiri-Bakka, bast hún órofa tryggðaböndum. Þau góðu hjón yngdi hún upp síðar, er hún gaf einum sona sinna, Pálma Kristni, nöfn þeirra beggja. Þar kom, að Helga Bjamadóttir flutti búferlum frá Meiri-Bakka og settist að í Tröð í Bolungarvík. Hjá Helgu var Ásta Eggertsdóttir bemskuárin öll, og þó eigi lengur en fram til ársins 1910 eða þar um bil, er Ásta var á ellefta ári. Helga gekk Ástu þannig í móðurstað, og það í alveg einstaklega djúpri og víðtækri merkingu þeirra orða. Hún var innilega trúuð kona og þar eft- ir vönduð til orðs og æðis. Ekki haggaðist hún, þótt hún mætti mik- illi og þungri sorg um sína ævi. Ástu kenndi hún ógrynnin öll af bænum og sálmum og var það veg- amesti, er síðar á ævi reyndist dýrleg veisla í farangri hennar. Hún dáði ömmu sína og fósturmóður öllum öðmm fremur og minntist jafnan uppfóstursins hjá henni með innilegu þakklæti, en einnig fölskvalausri gleði. Þetta vom hin heiðu hamingjuár bemskunnar, sem ekki koma aftur, en geta þó átt það til að vitja vor á nýjan leik í endurminning, þá minnst varir, ellegar þegar vér þurfum mest á uppörvun að halda. Þetta átti raun- ar eftir að sannast í lífí Ástu Eggertsdóttur. Tíu ára fer Ásta í vist til vanda- lausra. Eignaðist hún þá heimili hjá Kristjáni Halldórssyni í Bolung- arvík, föður Manga Kitta formanns, og konu hans, Petrínu Guðmunds- dóttur, ágætishjónum, er reyndust henni hið besta. Sonur Ástu, Krist- ján Pétur, heitir nöfnum þeirra hjóna, enda virti hún þau ávallt mikils og blessaði minningu þeirra. Sonur þeirra var Magnús Kristjáns- son, formaður í Bolungarvík, (Mangi Kitti), faðir Siggu Maggýj- ar, söngkonu og féhirðis Kirkju- garða Reykjavíkur og þeirra systkina. Magnús var þannig upp- eldisbróðir Astu og ávallt kær. Kristján Halldórsson missti Petrínu, konu sína, eigi alllöngu eftir að Ásta kom til þeirra og réðst þá til hans ráðskona, er Sigríður hét. Hún átti tvo sonu, þá Hrólf og Halldór, og kom f hlut Ástu að gæta drengj- anna og líta til með þeim. Þótti Ástu einkar vænt um þá síðan. Hrólfur er látinn, er Halldór býr á ísafírði og hefur ávallt haldið mik- illi tryggð við Ástu, fóstm sína. Árið 1917 verða vatnaskil í lífí Ástu, er til tíðinda má telja. Þá hleypir hún heimdraganum og flyt- ur suður til Reykjavíkur, þar sem hún býr í nokkur ár og gengur að fískvinnu. Svo dugleg var hún og fylgin sér, en um leið fyrirhyggju- söm og marksækin, að syðra vinnur hún sér inn fyrir tveimur kjörgrip- um. Var annar foriáta saumavél, en hin orgelharmóníum ágætt. Þeim, er þekktu stúlkuna ungu, hefur vart komið þetta framtak hennar á óvart, því að myndarskap- ur og stórhugur var henni í blóð borinn, og er það ættarfylgja, ásamt með mikilli ást á tónlist, bæði þá og síðar æ. Og heimkomin til ísa- fjarðar nokkmm ámm síðar hóf hún að nema organslátt hjá Jónasi Tóm- assyni, skólastjóra og organista, og mun Jónas hafa látið orð falla í þá vem, að fáum nemendum hefði hann kennt svo tónvísum og næm- um sem Ástu, enda lærði hún að syngja prýðisfallega á orgei. Á þessum ámm er Asta sjö sumur í kaupavinnu hjhá Jósafat bónda Guðmundssyni á Brandsstöðum í Blöndudal, sem hún mat mikils alla tíð, koma sér einkar vel þar sem annars staðar og var einlægt ráðin aftur að ári. Skírði hún síðar einn sona sinna í höfuðið á þessum mæta manni. Þegar Ásta er 22ja ára að aldri, ræðst hún ráðskona til Amgríms Friðriks Bjamasonar, sem þá var kaupmaður í Bolungarvík. Var hann þá nýorðinn ekkjumaður með 7 bom, en kona hans, Guðríður Jóns- dóttir frá Stóra-Langadal á Skógar- strönd, hafði látist hinn 25. janúar 1921, að áttunda bami þeirra hjóna. Annan dag jóla árið 1923 gengu þau Ásta og Amgrímur í hjóna- band. Amgrímur Fr. Bjamason fæddist hinn 2. október 1886, sonur Bjama Helgasonar sjómanns á ísafírði og konu hans, Mikkalínu Friðriksdótt- ur á Hafrafelli Ajcelssonar. Ungur nam Amgrímur prentiðn á ísafirði og stundaði það starf um skeið. Hann var um hríð kaupmaður í Bolungarvík og bóndi á Mýmm í Dýrafírði 1930 til 1935. Hann var alla tíð mjög virkur á sviði félags- mála á VestQörðum, m.a. forseti Fjórðungssambands fískideilda í héraðinu frá 1918 og lengi síðan. Amgrímur skrifaði mikið um dag- ana, samdi Prentsmiðjusögu Vest- fjarða og annaðist útgáfu á Vestfírskum sögnum. Hann var rit- stjóri Vesturlands frá 1933 til 1946. Amgrímur lést hinn 17. desember árið 1962. Falleg er ljósmyndin af hjónunum Ástu og Amgrími, trúlega tekin á Qórða áratug aldarinnar, hann draumgefínn gáfu- og hugsjóna- maður, hún fíngerð og nett, í senn viðkvæmnisleg og einbeitt á svip. Amgrímur háði langa sjúkdóms- baráttu, og höfðu Ásta og Ástríður dóttir þeirra hjúkrað honum heima um tveggja ára skeið, er hann lést, svo að hann lá aðeins tvo daga í sjúkrahúsi. Þeim Ástu og Amgrími varð 11 bama auðið. Elsti sonurinn, Guð- mundur, lést árið' 1973, en hin 10 lifa, þau Jón, Helga, Hrefna, Krist- ján, Pálmi, síra Sigurður, Jósafat, Ástríður, Ema og Amgrímur. Þá ól Ásta upp dótturson sinn, Sigurð Sigurðsson, sem eigið bam hennar væri. Af stjúpbömum Ástu lifa nú þau Lfna, Bjami og Hannes, en Jón, Axel, Kristjana, Lára og Inga em látin. Bamabömin em 25 og bamabamabömin 18 talsins. Á páskadag 1986 var skírð dóttir Sig- urðar, fóstursonar hennar, og ber hún nafn Iangömmu sinnar, svo sem fleiri afkomendur hennar. Eins og fyrr segir, bjuggu þau Ásta og Amgrímur í Bolungarvík um skeið. En þaðan flytja þau að Mýmm í Dýrafirði, þar sem þau búa búi frá 1930 til 1935. Þá flytja þau til ísafjarðar með bömin 16 talsins, þótt eigi væri þá kominn vegur yfír heiðar. Á ísafírði fædd- ust svo tvö yngstu bömin. Árið 1941 hóf Amgrímur að versla með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.