Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. QKTÓBER 1986 Margrét Björgvinsdóttir skrifar frá Winnipeg Kvikmyndahátíðimar í Toronto og Montreal Margt er rætt og ritað um kvik- myndir þessa dagana hér í Kanada. Tvær stórar kvikmyndahátíðir eru nýafstaðnar, World Film Festival í Montreal og Festival of Festivals í Toronto. Yfir 200 kvikmyndir voru sýndar á hvorri hátíð, bæði innlend- ar og erlendar, og var aðsókn meiri en nokkru sinni fyrr. Á Festival of Festivals beindist athyglin mjög að kvikmyndagerð í Rómönsku-Ameríku. Vandamálin sem við er að fást í kvikmyndaiðn- aðinum þar eru að miklu leyti hin sömu og hér í Kanada, sérstaklega að því er varðar dreifingu í grennd við Bandaríkjamarkað, sem er næstum allsráðandi á því svæði sem um er að ræða. Sýndar voru 96 kvikmyndir frá þrettán löndum Rómönsku-Ameríku, og þar eins og hér í Kanada er sú breyting að verða að í kvikmyndum er reynt að höfða til hins almenna áhorfanda bæði heima og erlendis. Pólitískur undirtónn er þar enn auðheyranleg- ur en tilvísunin ekki eins bein og áður; stíll, léttleiki og húmor fá nú veigameiri hlut. Mesta athygli á hátíðinni vöktu þó heimildarmynd- imar The Mothers of Plaza de Mayo frá Argentínu og Chile: A General Story eftir Miguel Littin, sem var viðstaddur hátíðina. „Mæð- umar", sem gerð er af Susana Munoz af Lourdes Portillo, fjallar um hvarf þúsunda Argentínubúa af völdum hersins á áttunda ára- tugnum. Árið 1977 hófu 14 af mæðmm þeirra 180 bama sem hurfu mótmælaaðgerðir á aðaltorg- inu í Buenos Aires. Ein þessara mæðra, Renée Applebaum, sem missti þrjú böm, ávarpaði gesti eft- ir sýningu myndarinnar og sagði: „Það sem mestu varðar er að mynd- in segir söguna eins og hún er, hún er heimild sem ekki verður breytt. Á sl. vori hlaut kvikmyndin The Official Story frá Argentínu Óskarsverðlaun í Bandarílqunum sem besta erlenda kvikmynd ársins. Sú mynd byggir eínnig á atburðun- um á Plaza de Mayo. Fjögurra tíma heimildarmynd Littins frá Chile fjallar um stjómmálaástandið þar. í Kanada ber mjög á nýjum straumum í kvikmyndagerð. Ný kynslóð kvikmyndagerðarfólks er komin í sjónmál bæði í hinum frönskumælandi héruðum Quebec og í hinum enskumælandi hluta landsins. Þessar nýju kvikmyndir hæfa heimsmarkaði án þess að glata persónulegum einkennum sínum. Hollywood-formúlunni er hér varpap fyrir róða sem og staðn- aðri ímynd þess sem leitar uppruna síns og finnur hann helst í faðmi náttúrunnar. Fram undir þennan dag hafa kvikmyndagerðarmenn í enskumælandi Kanada þó að nokkru sótt fyrirmyndir sínar til Hollywood og hinir frönsku starfs- bræður þeirra tjáð sérstöðu fylkis síns í stjómmálum, sögu, landslagi og tungu. Leikstjórar margra nýjustu kvik- KONUR*ERU»ENN»í SÓKN 24. Október 1986 - Dagur kvenna MARKMIÐASETNING ÞJÁLFUN1ÁKVEÐNI Ef þú hefur áhuga á því að fá betri stöðu og telur þig hafa þá þekkingu sem til þarf er það fyrst og fremst áframhaldandi ögun og þjálfun hvers og eins sem stuðlar að enn frekari árangri. Námskeiðið gerir þátttakandann með- vitaðri um sérhæfileika sína og leggur á ráðin um frekari þróun þeirra. Þátttakandinn lærir tækni í ákveðniþjálfun sem mun hjálpa honum að setja sér greinileg markmið og finna leiðir til að ná þeim. Kennt verður hvernig sýna megi ákveðni í framkomu án þess að vera með yfirgang og rætt verður um hvernig þátttakandinn geti raunverulega náð þeim mark- miðum sem hann hefur einsett sér. Leiðbeinandi: Anne McQuade, en hún er framkvæmdastjóri fyrir „Management Action Programme" en þaðfyrirtæki sérhæfirsig í þjálfun stjórnenda. Hún starfarnú viðþjálfunstjórnendaíEvrópu.Bandaríkjunum og Kanada, en þar er hún uppalin. Hún var sérlegur ráðgjafi um jafnréttísmál hjá aðstoðarráðherra þessara mála í Kanada en hún rekur nú eigið alþjóöa ráðgjafafyrirtæki í London. Námskeiðið fer fram á ensku. Tími og staður: 24-25. október 1986 kl. 9.00 til 17.00 á Hótel Loftleiðum. Námseiningar: 1,5. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Símí. 621066 Leikkonurnar Cardinal og Wooldridge. Úr kanadísku kvikmyndinni Loyalties. myndanna hér í Kanada eru konur og aðalpersónur þeirra í flestum tilvikum kvenfólk. Genie-verðlaun- in, sem eru sambærileg við Óskar- inn bandaríska, eru veitt árlega og kvikmyndin My American Cousin var sl. vor valin besta kanadíska kvikmynd ársins. Leikstjórinn er Sandy Wilson og myndin tekin í British Columbia. Hún íjallar um þrettán ára telpukom í smábæ á vesturströnd Kanada sem fínnst hún vera eldri en árin segja til um. Siðavandir og fremur skilnings- daufír foreldrar vilja vitaskuld veita henni gott uppeldi, en unglingnum fínnst þau ætla að móta sig eftir eigin höfði. Inn í líf þessarar fjöl- skyldu brunar eitt kvöld í rauðum kagga gullfallegur 17 ára bróður- sonur heimilisföðurins, sem segist vera í sumarfríi. Sú litla verður yfír sig ástfangin eins og flestar aðrar unglingsstúlkur í þorpinu. Ameríski frændinn veldur því beint eða óbeint meiriháttar umróti í hug- um fólks í þessu annars friðsæla kanadíska smáþorpi. Telpan sér þá leið til frelsisins að stinga af með frændanum. Draumar hennar verða þó að engu þegar foreldrar hans birtast og hafa hann heim með sér, enda hafði hann strokið úr skóla og stolið bíl móður sinnar. Myndin er því fyrst og fremst gamanmynd er lýsir á sérlega næm- an hátt tilfínningalífi unglinga og togstreitu þeirra við foreldra. Ætla má að Sandy Wilson hafí hér einn- ig haft í huga samskipti Banda- ríkjanna og Kanada í víðara skilningi. Leikstjórinn Léa Pool frá Quebec vakti mikla athygli á fyrmefndum kvikmjmdahátíðum sem og í Berlín fyrr á þessu ári fyrir mynd sína Anne Trister. Sálfræðidramað er viðfangsefni Pool. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd var A Woman in Transit frá árinu 1984, þar sem Ný skó- og töskuverslun NÝLEGA var opnuð skó- og töskuverslun við Hlenun. í versl- uninni verður á boðstólum skór fyrir konur og karla á öllum aldri m.a. frá Midas í Englandi, Cavali- ere á Ítalíu og frá Þýskalandi. Einnig selur verslunin töskur og veski frá Jill Sander. í næsta mánuði er svo von á töskum frá Yves Saint Laurent og í vor er von á frönskum skóm frá Xavier Danaud. Verslunin ber naf- nið Joss og eru eigendur hennar hjónin Hafsteinn Lárusson og Halla Benediktsdóttir. Morgnnblaðið / Júlíus Óskar Kristjánsson og Jóhann Magnússon í nýju billiardbúðinni Ný billiardbúð NÝLEGA var opnuð verslunin Billiardbúðin að Smiðjuvegi 8 i Kópavogi. Þar fást billiardborð og aðrar þær vörur, sem íþrótt- inni fylgja. Eigendur nýju verslunarinnar eru Óskar Kristjánsson, Jóhann Magn- ússon, Jóna Jónsdóttir og Bima Ámadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.