Morgunblaðið - 15.11.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 15.11.1986, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 Hofsjökull: Áhöfnin elsk að talstöðvum SMYGL fannst um borð í Hofs- jökli í Hafnarfjarðarhöfn sl. föstudag. Skipið var þá nýkomið frá Bandaríkjunum. Toilverðir fundu átta talstöðvar og 156 flöskur af vodka. Vamingur- inn var falinn undir gólfi í málning- argeymslu fremst í skipinu og víðar. Fjórir skipveijar hafa játað að eiga vaminginn, sem er metinn á um 185 þúsund krónur. Föstudaginn 26. september fundu tollverðir 12 talstöðvar um borð í skipinu, auk vodka, sem að magni var 558 flöskur. Verðmæti vamingsins sem fannst þá var um 550 þúsund krónur. Vegnafjölda áskorana höfum viðformlega haf- iðsölu áglugga- tjöldum og áklæðumfrá hinum heims- þekktu og viður- kenndu vefnaðarverk- smiðjum Creation Baumann SEM ER 100 ÁRA GAMALGRÓIÐ FYRIRTÆKI EN ÁVALLT Á UNDAN TÍSKUNNI Baumann er í fararbroddi í hönnun, gæðum og framleiðslu gluggatjalda og ofinna áklæða og veggefna. Úrvalið skiptir hundruðum lita. Um nokkurt skeið höfum við boðið sérpantanaþjónustu fyrir arkitekta, hönnuði og einstaklinga, sem hafa haft spurnir af Creation Baumann. Okkur finnst sjálfsagt að allir geti skoð- að og keypt sér Baumann-gluggatjöld. Við tökum því áskorun fjöímargra ánægðra viðskiptavina og bjóðum Baumann- HJA OKKUR NA GÆÐIN I GEGN! gluggatjöld í Teppalandi. Sýnishorn liggja frammi til skoðunar. Guðrún Sigurðardóttir og aðrir sölumenn Teppalands aðstoða við valið. Veljið saman glugga- tjöld og gólfteppi. njM UKKUK IVAI GÆOIIM I GEGN! Teppa/and GRENSÁSVEGI 13, 108 R., SÍMAR 83577 OG 83430 Gullbrúðkaupskveðja Opið til kl. 16 á laugardögum Jakob og Justa Mortens eiga gullbrúðkaup um þessar mundir. Þessi ágætu brúðhjón eiga svo sannarlega skilið að þeirra sé getið og minnst í dag. Þau eru búin að eiga heima á íslandi dijúgan hluta ævi sinnar og hafa lagt gjörva hönd að mörgu góðu verki í þágu samborgara sinna. Jacob hefur ávallt verið mikill verkmaður og aldrei látið sitt eftir liggja. Sama má um Justu segja. Félagsmálum sóknar sinnar hafa þau sinnt af fómfúsri trúmenhsku. Hefur Justa gefið ómældan tíma við viðhald og umhirðu fermingar- kirtla kirkju sinnar um margra ára skeið, auk þess hefur hún gefið ótalda handavinnumuni og kökur á basara kirkjunnar, kristniboðsfé- laga og til Færeyska sjómanna- heimilisins. Þau Jacob og Justa hafa einnig átt hvað drýgstan þátt í öllu því starfi sem fylgir happ- drættinu í þágu þessa málefnis. Þar hafa þau unnið ótrúlegt þrekvirki við að reisa hið giæsilega hús sem þau dreymir um að eigi eftir að mynda ramma um kristilegt og menningarlegt starf meðal landa þeirra, búsettum og á ferð hér. Hef ég oft undrast þá elju og kjark sem þau ásamt fámennum hópi samlanda sinna og vina, hafa sýnt. Þar má sjá hversu stór hugur og trú á málefni geta til leiðar kom- ið. Sem eitt einstætt dæmi um dugnað Jacobs, vil ég nefna að hann kom einn fyrir öllu því gleri í því stóra húsi. Þessi ágætu hjón höfum við þekkt í um 30 ár og átt með þeim margar indælar stundir, í þeirra hlýlega og fallega heimili sem ber ríkan vott um iðni þeirra. Fegrað með fallegum málverkum Jacobs og handavinnu Justu. Ber það vitni um samvinnu þeirra og kærleika hvors til annars. Ein mesta ánægja þeirra hefur ávallt verið að hafa hjá sér góða vini og fá tækifæri til að auðsýna þeim ómælda gestrisni. Megi góður Guð blessa þau á þessum tímamótum og ókomna tíma. Clara og Steinar Hætt við að margir gefist UPP því lítið má framleiða Breiðavikurhreppi. ÞANN 20. október snjóaði tals- vert hér, siyódýpt var um 20 cm, þessi snjór hélst tíl mánaðarmóta október-nóvember. í þessum kuldakafla mynduðust mikil svell á vegum og urðu erfiðleikar í umferðinni útaf hálku. Nú er snjórinn farinn af lág- lendi. Sauðfé er komið í hús. Eftir einmuna gott sumar eiga bændur nú mikil og góð hey, sem gaman er að gefa, en á skyggir að ekki má framleiða nema takmarkað og er hætt við að margir gefist upp. Nú eru aðeins 2 bátar sem stunda veiðar frá Amarstapa, ein trilla og einn þilfarsbátur, 9 tonna, þeir róa með línu, gæftir hafa verið mjög slæmar og hefur ekki gefið á sjó nú í hálfan mánuð, þegar víðast var róið var kropp á línuna sem sjó- menn kalla svo. Bjami Einarsson tekur fiskinn og hann er verkaður í salt. Samgöngur eru með sama móti og áður. Póstur kemur tvisvar í viku með mjójkurflutningabíl. Gámabílar fara Útnesveg þegar hann er fær. Brýn nauðsyn er að bæta hann og halda honum opnum. Nú er búið að lagfæra stikumar meðfram veginum og er það ómet- anleg bót fyrir vegfarendur, sér- staklega í vondum veðrom og snjóblindu. Vegaverkstjóri sagði mér að hann hefði ætlað að keyra ofaní verstu kaflana á Útnesvegi í haust, en snjórinn kom fyrr en hann varði og sagðist hann ætla að keyra ofan í veginn snemma næsta sumar. Ero það gleðitíðindi fyrir vegfarendur því marga fysir að fara hér fram undir jökul til að skoða þá stór- brotnu náttúrofegurð sem hér er víða undir jökli. í Djúpalón og Dritvík sækja dánumenn og huldufólk. Oft er mergð ökutækja þar, þótt hvorki sé þar bar né mjólk. Finnbogi L. Fróóleikur og skemmtun fyrirháasemlága!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.