Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 47 Ýmsar harðgerðar innijurtir geta prýtt mjög ganga og for- sali, veitingahús, skrifstofur, kirkjur, o.fl. opinberar bygg- ingar. Sömuleiðis stofur langt frá glugga. Þar sem birta og hiti eru í sæmilegu lagi má rækta á slíkum stöðum allmarg- ar blaðjurtir með góðum árangri. Sem dæmi má nefna rifblöðku (Monstera) aralíu, fíkjuviðarteg- undir (gúmmítré), beinvið, berg- Brassia maculata (t.v.) og Coleus blumei. Blaðjurtir fjarri glugga fléttu, kóngavínvið, rússavínvið, indíánaíjöður, húsfrið, appelsínu- tré, gyðinginn gangandi og bróður hans (Zebrina), veðhlauparann, aronsskegg og ýmsa burkna. Þar sem birtan er minnst má ráð- leggja ákúbu og aspidistru. Ákúban hefur falleg guldröfnótt blöð og stundum kölluð rökkur- lauf. Aspidistran eða maríulaufíð með sín grængljáandi, leður- kenndu blöð ætti ásamt rökkur- laufinu að komast til vegs og virðingar á ný. Á stofuvegg gagnvart glugga getur klifurjurtin kóngavínviður sómt sér piýðilega og smám sam- an þakið vegginn ef hún hefur gamnet eða spotta til að klifra í. Bergfléttan getur klifrað langt, t.d. umhverfís dyr og glugga. Mánagull, sem er hengijurt, þarf heldur ekki mikla birtu og getur teygt sig langt. Bjarmalauf (Cro- ton) þrífst og vel út við vegg gegnt glugga. Sú jurt er til í ýmsum afbrigðum og slær margskonar bjarma á laufíð. Hin flekkótta, stórvaxna Dieffenbachia þarf ekki mikla birtu og getur staðið langt inni í stofu. Appelsínutré má rækta upp af kjama. Á þessu má sjá, að úr mörgu er að velja í flokki blaðjurtanna. En jurtir, sem bera eiga mikið af blómum, þurfa langflestar góða birtu. Varasamt er að flytja jurtir snögglega úr stað í önnur skilyrði. Ef t.d. sólar- jurt er látin í skugga verða hin nýju blöð hennar smá, þunn og laus í sér, sprotar fölir, langir, grannir og veiklulegir. En ef skuggajurt er skyndilega flutt á sólríkan, bjartan stað fellir hún oft blöð eða jafnvel sviðnar. Það dregur úr vexti og sjúkdómar sækja á. Mest ber á þessu í mikl- um hita. í glugga kemur birtan frá einni hlið og jurtin snýr smám saman blöðunum á móti birtunni. Má þá snúa jurtapottunum dálítið öðru hvoru. Sumar jurtir em þó við- kvæmar fyrir þessu og fella blómhnappa og jafnvel blöð ef þeim er snúið, einkum í mikilli birtu, t.d. er því oft þannig farið um jólakaktus. Hæfílega vökvun verða menn að læra af reynslunni. Jurtir í litl- um pottum þarf oft að vökva, einkum leirpottum, og best er að vökva með ylvolgu vatni því að sárkalt vatn kælir mjög moldina. Látið ekki vatn standa til lengdar í undirskálinni. Til eru þó jurtir sem best hæfír undirvökvun, t.d. ef blaðmagnið er svo mikið að það hylur moldina. Félagar GÍ. — Munið fræðslufundinn á Hótel Esju, 2. hæð, miðvikudaginn 19. nóv- ember kl. 20.30. Þar verður rætt um ræktun rósa og einnig sýndar myndir frá Butchart- Gardens á Vancouver-eyju í Kanada. Ingólfur Davíðsson Styrkir úr minn- ingarsjóði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn minningarsjóðs Helgu Jóns- dóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar: Samkvæmt erfðaskrá hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, var stofnaður sjóður til styrktar efnileg- um nemendum í verkfræði- og raunvísindanámi. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af eignum þeim er þau létu eftir sig, en heimild er skv. skipu- lagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóðurinn ber. Nú hefur verið úthlutað styrkjum úr sjóðnum í þriðja sinn. Úthlutað var 10 styrkjum hveijum að upp- hæð kr. 80.000.00. Eftirfarandi hlutu styrkina: Eiríkur Álmar Grétarsson, flugvéla- verkfræði, Hilmar Skarphéðinsson, tölvunarfræði, Jóhanna Vigdís Gísladóttir, rafmagnsverkfræði, Jón Gunnar Jónsson, vélaverkfræði, Kristján Bjöm Garðarsson, iðnaðar- verkfræði, Reynir B. Eiríksson, iðnaðarverkfræði, Stefán Guð- laugsson, byggingaverkfræði, Einar Steingrímsson, stærfræði, Eiríkur Steingrímsson, líffræði og Unnur Styrkársdóttir, líffræði. Fyrirhugað er að veita nokkra styrki úr minningarsjóðnum á næsta ári og verður auglýst eftir umsóknum í júnímánuði nk. Hlutavelta og kökusala SUNNUDAGINN 16. nóvember heldur kór Breiðholtskirkju hlutaveltu og kökusölu í húsi KFUM og K við Maríubakka og hefst kl. 15.00. Allir velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að mæta. Allur ágóði rennur í orgelsjóð kirkjunnar. (Fréttatilkynning) GOTT VERÐ Borð og fjórir stólar á sértilboðsverði kr. 9.900 Opið til kl. 4. í dag. Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 - 44544. ÚRVALS-PARKET í DÚKALANDI FÆRÐU PARKET FRÁ VIÐURKENNDUM FRAMLEIÐENDUM Opið laugardaga kl. 9-16 Kahrs Junckers Hörning Ef þú ert handhafi Eurocard get- urðu fest kaup á parketi án útborgunar með því að nota greiðslukortið til að kaupa á EUROKREDIT-kjörum. Að sjálfsögðu kemstu líka að góðum kjörum þótt þú sért ekki með EUROCARD. Hjá okkur ná gæðin í gegn ARGOTT GÓLFEFNI. Teppaland Dúkaland GRENSÁSVEGI 13, 108 R. SÍMAR 83577 OG 83430

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.