Morgunblaðið - 03.12.1986, Page 14

Morgunblaðið - 03.12.1986, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Á valdi tilfinninganna Bókmenntir Jenna Jensdóttir Helga Ágústsdóttir. Ef þú bara vissir. Ljósmynd á kápu Andrea Jóns- dóttir Cabrerizo. Iðunn, Reykjavík 1986. Menntaskólaneminn Sigrún er aðalpersóna sögunnar. Hún býr í Reykjavík. Foreldrar hennar eru vel stæð. Hún á einn bróður, sem er yngri en hún. Tiifínningalega er Sigrún sundurtætt og veit varla sitt ijúkandi ráð. Þemba sú er skapast í stríði hennar við foreldra sína, gerir við- horfíð til þeirra ^andsamlegt og fær útrás í þráhyggju: Hver þau eru, hvemig þau eru, hvað þau aðhaf- ast, og hvemig fortíð þeirra var. Hvemig þau tala til hennar þegar þau vilja beina henni inn á brautir, sem þau telja henni heiilavænlegar. Óheppileg orðaskipti þeirra — og oft skerandi af föðurins hálfu — gera þeim öllum erfítt fyrir og skapa hjá henni hugsanir sem leiða til mglíiðrar sjálfsmyndar. Samt er ekki hægt að kenna þessu að öllu leyti um þá köldu strauma, sem leiða frá henni til heimilis og foreldra, hvar sem hún er stödd. Framkoma hennar á heimilinu virðist gersneydd tilfínningalegu sambandi við íjölskylduna. Hún bíður þess að bróðir hennar líti for- eldra þeirra og heimili sömu augum og hún. Vinkonur hennar, ósköp venju- legar stúlkur á sama aldri, eru einlægar og hreinskilnar við hana. Oftast verða yfírdrifin tilfínninga- mál hennar aðalumræðuefnið þegar þær hittast. Skólabræður hennar, Amar og Benni, koma mikið við sögu. Benni er opinskár spekingur sem segir henni til syndanna og vill henni vel. Hún er hrifín af Amari og sæk- ist eftir návist hans, án þess að henni takist að vekja áhuga hans á sér. Það virðist báðum að kenna. Persónuleiki Amars er óljós. Les- anda geðjast samt vel að honum, þótt hann viti lítið meira um hann en að hann hefur ekki áhuga á Sig- rúnu. Þó gegnir hann miklu hlut- verki í fyrri hluta sögunnar, sem eitt þráhyggjuefni stúlkunnar. Ltið er vitað um skólabróðurinn Kobba, sem kemur Sigrúnu auð- veldlega í rúmið til sín, þegar Amar kærir sig ekki um hana. Páll sál- fræðingur, ágætur maður, hjálpar Sigrúnu til að sjá ýmis vandamál hennar í víðara samhengi en hún áður gerði. Lifandi mynd er dregin upp af ísabel, vinkonu móðurinnar. Hún er frá Spáni og það er fyrir tilstilli hennar að Sigrún er ráðin þangað út um sumarið. Á Spáni líður Sigrúnu betur. Hún kann ágætlega við fjölskylduna og er það gagnkvæmt. Þetta er mikil vandamálasaga. Neikvæðum spjótum er oftar beint að móður Sigrúnar, en lesanda fínnst hún eiga skilið. Er sú ályktun dregin af persónulýsingu höfundar á móðurinni. Sigrún er óhreinskilin við foreldra sína og fer á bak við þau. Fyrir því eru gefnar forsendur og lesandi fínnur oft til með henni þegar illa fer. Fjölskyldan á Spáni er henni góð og skilningsrík. Andrúmsloft heim- ilisins þar er hlýtt. Samt sýnir Sigrún sömu framkomu og heima hjá sér. STOÐII Nýjar stoðir fullmótaðar að þörfum íslenskra fyrirtækja og skóla Hugbúnaðarsamstæðan STOÐ II er verð- ugur arftaki upphaflegu STOÐANNA sem farið hafa sigurför um íslenska markaðinn. Þetta eru 6 samræmd forrit fyrir IBM PC einmenningstölvurnar, einföld og þægileg. Þau nefnast: SKRÁSTOÐ, SKÝRSLUSTOÐ, MYNDSTOÐ, RITSTOÐ, ÁÆTLUNARSTOÐ og TEIKNISTOÐ. Nýju STOÐIRNAR búa yfir gagnlegum nýjungum. Þar má helst nefna valmynda- hlaða; rækilegar skýringar sem eru alltaf til taks; og mjög auðvelda innsetningu á harðdisk ásamt öryggisafritun. Og að sjálf- sögðu er hægri jöfnun í Ritstoðinni! Sem fyrr fylgja uppsláttarbæklingar á íslensku öllum STOÐUNUM og unnt er að fá kennslubækur á íslensku. Og ekki er nóg með að öll forritin sjálf séu á mjög góðri íslensku því að nú fylgir íslensk kommusetning á tölum, íslenskar dagsetningar og upphæðir í íslenskum krónum. Kauptu eina. Eða kauptu þær allar. Það gildir einu því að hver STOÐ er sjálfstæð eining. Mestu varðar að samvinna þeirra er alltaf fullkomin þannig að heildar- virknin stóreykst í hvert sinn sem þú bætir nýrri STOÐ við samstæðuna. Láttu söluaðila IBM sýna þér nýjungarnar í STOÐ II. VANCÁ/IRKNI í HVIVETNA Skaftahlíð 24 -105 Reykjavík • Sími 27700 —--- Helga Ágústsdóttir Á Spáni lætur hún glepjast af ungum manni sem villir henni sýn með fagurgala um hana sjálfa. Af því sprettur skammvinnt ástarsam- band. Bréf móðurinnar til Sigrúnar eru henni lítils virði, vekur nánast reiði henar. í því er hvorki að fínna siðreglur né umvandanir. Það er aðeins fréttabréf móður sem sér sér þröngan sjónhring og segir frá þeim heima og því sem gerist á heimil- inu. Óskiljanleg andúð á móður. Margra arka bréf Sigrúnar, til vinkonunnar Ellu, í — ég um mig frá mér til mín — stíl er fjörlegt og viðburðaríkt. Höfundi sögunnar er mikið niðri fyrir og tekst oft vel. En sagan er langdregin og á köflum eru lausir þræðir í henni. Stundum virkar hún þreytandi þegar frásögnin er undir oki þráhyggjunnar. Að erlendri fyrirmynd er nú farið að birta á bókarspjöldum ljósmynd- ir af fólki sem ímynd sögupersóna. Á spjöldum þessarar sögu getur að líta myndir af ungu, aðalandi fólki. Frágangur á bókinni er með ágæt- um. Sijórn Fram- leiðnisjóðs: Frestun á afgreiðslu ábyrgðar fyrir Isegg Á FUNDI sijóraar Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins, sem hald- inn var fyrir skömmu, var ekki tekin afstaða til erindis íseggs og fleiri um ábyrgð á 50 milljóna króna láni vegna kaupa væntan- legs hlutafélags á eggjafram- leiðsluhluta Holtabúsins hf. í Ásahreppi. Voru sett fram skil- yrði í 5 liðum sem viðkomandi þurfa að fullnægja áður en stjórain tekur afstöðu til erindis þeirra. Stjómin setur það sem skilyrði að fyrir liggi óskir meirihluta eggja- og kjúklingaframleiðenda um stjóm á framleiðslú þessara greina í sam- ræmi við búvörulögin. Einnig að Framleiðnisjóði verði tryggður tekjustofn af hinu sérstaka fóður- gjaldi sem innheimt er af alifugla- fóðri í þeim tilgangi að hagræða í framleiðslugreininni. Heimilt verði að ráðstafa þessum fjármunum sem lánum eða framlögum og að veita ábyrgðir, enda sé það gert í sam- ráði við samtök framleiðenda f hvorri grein. Þá er einnig sett að skilyrði að stofnað verði hlutafélag um kaup og rekstur búsins með eigi minna hlutafé en svarar til 25% af stofn- kostnaði við búkaupin og að fyrir liggi ábyrg loforð um innborgun þess hlutafjár. Félagið þarf að hafa tryggt sér bankaviðskipti. Þá þarf félagið að vera opið öllum félögum í samtökum eggjaframleiðenda og hafa samning um viðskipti við eggjadreifíngarstöð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.