Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 39 Frá fundinum í Félagsheimili Húsavíkur. Morgunblaðið/Bjami Umræður um embættismenn ráðuneytis á Húsavíkurfundur menntamálaráðherra: Sjálfskipaðir varðmenn - sem hrekja menn út í horn og gæta þess að ráðherra fái ekki bréf og símtöl „ ÞETTA er bara út í hött. Þeim lýst bara ekki á að berja á mér einum og hafa því teldð upp árásir á mitt starfsfólk. Ég ber ábyrgð á þessu og er maður til að meta, hvað mitt fólk ber fram. Ég treysti mínu fólki,“ sagði Sverrir Hermannsson Sjónvarp Akureyri DAGSKRÁ Sjónvarps Akur- eyrar í kvöld, þriðjudagskvöld, er svohljóðandi: Kl. 18.00 Eltingarleikur (Chase). Bandarísk kvikmynd frá CBS sjónvarpsstöðinni. Ung stúlka flytur aftur heim að Ioknu laganámi. Hún hyggst nýta sér menntun sína og þjálfun úr stórborginni. En ekki eru allir eins ánægðir með að endurheimta hana. Aðalhlutverk er leikið af Jennifer O’Neill og Richard Fams- worth. Kl. 19.30 Teiknimynd. Glæfra- músin. Kl. 19.50 ÍNávígi. Yfírheyrslu- og umræðuþáttur í umsjón Páls Magnússonar. Í þess- umjpætti mun Páll yfirhera Guðjón B. Olafsson forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga. Kl. 20.20 Klassapíur. Kl. 20.45 Óvenjulegir hæfileikar . Bandarísk bíómynd frá 1981 með hinum vinsæla Chevy Chase t aðal- hlutverki. Flugstjóri verður fyrir því óláni, þegar hann er á leið til vinnu, að kjamorkuúrgangur frá vörubíl slettist á hann. Við þetta vakna með honum áður óþekktir hæfí- leikar. Með hugarorkunni einni getur hann komið ýmsu til leiðar. Sambland af farsa og spennu- mynd. Kl. 22.15 íþróttir. Bandaríski körfuboltinn (NBAA). Umsjónar- maður er Heimir Karlsson. Kl. 23.45 Dagskrárlok. Ath.: Línumar tákna skil ruglaðs og óruglaðs efnis, en fyrsti liðurinn, kvikmyndin er rugluð. menntamálaráðherra, er hann var spurður, hvort hann ætlaði að fara að tilmælum fjölda ræðumanna á fundum ráðherr- ans á Akureyri og Húsavík um að athuga embættisfærslur und- irmanna sinna í ráðuneytinu sjálfu. Það voru þungar ásakanir og getsakir, sem komu fram á til- greinda og ótilgreinda starfsmenn menntamálaráðuneytisins í máli ræðumanna á fundunum tveimur á Akureyri og Húsavík. Morgunblaðið hefur þegar gert grein fyrir umræð- unum i Sjallanum á Akurevri en hér fara á eftir nokkur ummæli þriggja ræðumanna í Félagsheimili Húsavíkur og svör ráðherra á fund- inum. Sigmar Ólafsson skólastjóri að Hafralæk, Aðaldal sagði m.a., að hann hefði ekki verið í neinum minnsta vafa, fyrir sjálfan sig „priv- at og persónulega", hvar meinið lægi, en það væri í ráðuneytinu. Og sagði síðan eftirfarandi sögu af viðskiptum sínum við menn úr ráðuneytinu: „Ég átti fund með tveimur deild- arstjórum í menntamálaráðuneyt- inu. Annar þeirra er og var ágætiskunningi minn. Hinn þekkti ég ekki í sjón fyrir þennan fund. Mér er ákaflega minnistætt þeg- ar annar þessara manna í bókstaf- legri merkingu hrakti mig út í hom og sagði mér að hundskast norður og sjá til þess að oddvitar sveitarfé- laganna opnuðu skólana aftur, annars myndi ég hafa verra af, — og að hann sæi til þess, að ríkið yfírtæki skólana og þá skyldi ég fá að vita hvar Davíð keypti ölið.“ Hér greip ráðherra fram í og spurði: Voru mennirnir að skemmta sér? Hann bað Sigmar síðan, — er hann kvaðst eigi vita um það en að hann hefði tekið þetta virkilega hátíðlega, — að segja sér, hverjir þetta hefðu verið. Sigmar brást við á þá lund, að segjast mundu tjá ráðherra það síðar undir fjögur augu. Sigmar lauk máli sínu á því að ítreka þá bjargföstu skoðun sína að meinið sé að fínna í ráðuneytinu sjálfu, eins og hann orðaði það. Hann sagði ennfremur: „Það er eins og raunar ráðherrann staðfesti sjálfur í ýmsum orðum sínum, sem hann lét falla á fundi á Hótel KEA, en hann sat ég með fræðsluyfírvöld- Sigmar Ólafsson skólastjóri, Hafra- læk Arngrímur Geirs- son, Mývatnssveit Stefán Skaftason, Aðaldal um í kjördæminu, að til dæmis væru kílómetrar á milli skrifstofa þar.“ Amgrimur Geirsson úr Mývatns- sveit gerði að umtalsefni bréf sem send hefðu verið ráðuneytinu og engin svör borist við og kvaðst gruna, að að minnsta kosti hluti af þessum vanda lægi í mennta- málaráðuneytinu sjálfu. Hann kvaðst persónulega hafa verið vitni að árangurslausum tilraunum yfír- manns síns, Þráins Þórissonar formanns fræðsluráðs, til að ná símasambandi við ráðherra, að hann hefði þurft að leysa hann af á meðan við kennslu. Amgrímur sagði síðan: „Það blandaðist engum hugur um, sem fylgdist með tilraun- um Þráins Þórissonar til að ná sambandi við ráðherra, að í ráðu- neytinu em sjálfskipaðir varðmenn, sem sýnilega telja það sitt hlutverk að koma í veg fyrir að hyski utan af landi geti ónáðað ráðherra í ann- ars nauðsynlegum störfum. Ég sagði sjálfskipuðum því ég á eftir að sjá það, að Sverrir Hermannsson lýsti því yfír hér, að það sé að hans skipan, að bréfum sé ekki svarað og símtölum ekki sinnt." Stefán Skaftason frá Aðaldal sagði í upphafí máls síns að honum litist best á þá hugmynd mennta- málaráðherra að færa sem mest af völdum heim í héruð. Ef hann kæmi því í framkvæmd strax á þessum vetri að færa embætti fræðslustjóra undir stjómir sveitarfélaganna hlyti það að leysa vandann, sem þeir stæðu frammi fyrir í dag. Þeir gætu með því endurráðið Sturlu,. án afskipta ráðuneytisins. í framhaldi af því gerði hann ráðuneytið að sérstöku umræðuefni og kvaðst telja, að þar væri að leita hluta af vandamálinu og sagðist hann treysta því að Sverrir tæki þar til höndum. Stefán bar fram nokkrar skriflegar spumingar til ráðherrans og var ein þeirra svo- hljóðandi: Af hveiju neitar skrif- stofustjóri fjármáladeildar menntamálaráðuneytisins, Örlygur Geirsson að koma til fundar við rekstraraðila Hafralækjarskóla til viðræðna um rekstrarvanda skól- ans, en það kvað hann að Örlygur hefði gert á sl. hausti, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, eins og hann orðaði það. Menntamálaráðherra svaraði sérsaklega spumingu Stefáns Skaftasonar varðandi Örly Geirsson svofellt: „Þið hefðuð átt að láta mig vita um þetta því ég hefði rek- ið hann — samstundis (mikið klapp fundarmanna) til ykkar til við- ræðna. Eg hefði gert það um leið og ég hefði fengið að vita það. Fyrst hefði ég mælst til að hann færi og síðan hefði ég fyrirskipað." ' "jr, Éísmbs. ysm Morgunbladið/Guðmundur Svansson Snjórinn heilsaði Fats Domino Flugvöllurinn hér á Akureyri var mokaður í fyrsta sinn á þessu ári í gær og tafðist þotan, sem bar Fats Domino til Akureyrar, nokkuð vegna þessar- ar fyrstu snjókomu vetrarins. Fats Domino hélt sína fyrstu hljómleika í Sjallanum í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.