Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 47 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Herra stjörnuspekingur. Hér sit ég með höfuðpínu, áður hef þó sent þér línu, væri ekki ráð að svara til dæmis í Mogga bara? Ég er fædd að morgni til, tíu í níu hér um bil, 31. júlí 1938, að ég skil. 9023-5656. Nafnnúmer nú sendi þér og óska að þú svarir mér. Ljón í vanda.“ Svar: Þú hefur Sól og Mars saman í Ljóni, Tungl í Vog, Merk- úr, Venus og Rísandi í Meyju og Tvíbura á Miðhimni. Skapandi Sól og Mars saman í Ljóni í 11. húsi táknar að þú ert skapandi, hlý og drífandi persóna. Þú hefur sterka lífsorku og átt auðvelt með að beita þér í vinnu og fylgja málum þínum eftir. Það sem þú fæst við þarf að vera lif- andi og skemmtilegt og fela í sér samstarf við fólk. Föst fyrir Sól og Mars í Ljóni táknar einnig að þú ert föst fyrir og átt til að vera ráðrík og stjórnsöm. Þú ert einlæg en getur verið yfírþyrmandi og tHætlunarsöm á stundum. Félagslynd Tungl í Vog táknar að þú ert tilfinningalega ljúf og þægileg í daglegri um- gengni. Þú ert félagslynd, hefur sterka réttlætiskennd og vilt ná til sem flestra. Þú ert í grundvallandi jafnvægi og sjálfri þér samkvæm. Nákvœm Merkúr í Meyju táknar að hugsun þín er jarðbundin, nákvæm og skörp. Þú hefur gott auga fyrir smáatriðum og átt til að vera gagnrýnin. Listrœn Rísandi Venus og Neptúnus saman í Meyju táknar að þú hefur sterkt fegurðarskyn og listræna hæfileika, en jafn- framt þarft þú að beita þessum hæfíleikum á hag- nýtan hátt. Þú hefur einnig áhuga á andlegum málum og öllu sem er dularfullt og óvenjulegt. Fegrunarmál Ef kort þitt er skoðað í heild og reynt að finna samnefn- ara fyrir merkin þín, Ljón, Vog og Meyju, má segja að hæfileikar þínir liggi á skap- andi félagslegum og listræn- um sviðum. Hvað varðar starf hefur þú hæfileika á fegrunarsviðinu, s.s. snyrt- ingu, hárgreiðslu og þ.h. en einnig í skáldskap eins og þegar hefur komið fram, leiklist, tónlist, dansi o.s.frv. Störf sem eru lifandi og skapandi eiga vel við þig. P/útó og Neptúnus Að undanfömu hafa tvær plánetur verið sterkar í korti þínu. Plútó er í spennuaf- stöðu á Sól og Neptúnus á Tungl. Hreinsun Plútó á Sól táknar að þú ert að ganga í gegnum hreinsun, ert að breytast. Það gamla er að hverfa og nýtt að koma í staðinn. Þetta er sálrænt tímabil og getur verið gott fyrir þig að vinna markvisst að sálrænum þroska. Óvissa Neptúnusi á Tungl fylgir aukinn næmleiki sem getur leitt til óvissu. Æskilegt er að þú dragir þig annað slag- ið í hlé og sért varkár í umgengni við fólk. Hvort tveggja mun vara fram á haust 1987. GARPUR X-9 GRETTIR UÓSKA S HVERMlG ÆTLI fORRA- | | MATURiNN_SéJ ÉG þOKyA FERDINAND SMAFOLK Er það, já? Hana nú, hafðu þetta! WOOD5TOCK WATE5 IT UIHEN I PUNCH M0LE5 IN MI5 AR6UMENT... Bíbí er ekkert vel við það þegar ég sýni fram á að málflutningur hans er eins og gatasigti ... Umsjón: Guðm. Páll Amarson Útspilið munaði hvorki meira né minna en sex slögum í eftir- farandi spili, sem kom upp í leik Jóns Hjaltasonar og Sigurðar Steingrímssonar í Reykjavíkur- mótinu. Ef þú vilt reyna sjálfur skaltu setja þig i spor vesturs og fylgjast með NS feta sig upp í þijú grönd. Allir á hættu. Norður ♦ D4 ♦ G2 ♦ KG9543 ♦ G32 Vestur Nordur Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Grandopnun suðurs sýnir 15—17 punkta og tveir spaðar norðurs er yfirfærsla í lauf. Tvö grönd lofa háspili í laufi og þá velur norður að fara í geimið. Og nú er að spila út. Það er greinilegt að geimið er þunnt og á að byggjast á 5—6 slögum á lauf. Svo makker getur átt einhver spil, ekki síst í hálit- unum. En mákker doblaði ekki tvo spaða, svo það er hæpið að útskot þar borgi sig. Valið stend- ur á milli tíguls og hjarta. Makker þarf að eiga tígulháspil til að útskot þar heppnist vel, en í hjarta þarf hann að eiga sterk- an fimmlit til að hjartagosinn út skili árangri. Sem er í sjálfu sér líklegt eftir sagnir. Hvað um það. Gissur Ingólfs- son í sveit Sigurðar valdi hjarta- gosann og datt í lukkupottinn: Norður ♦ K86 ♦ D93 ♦ 7 ♦ K109876 Vestur ♦ D4 ¥G2 ♦ KG9543 ♦ G32 Austur ♦ 10752 ♦ ÁK1076 ♦ 102 ♦ D5 Suður ♦ ÁG93 ♦ 854 ♦ ÁD86 ♦ Á4 Vömin tók fimm fyrstu slag- ina á hjarta og spilaði tígli. Misheppnuð svíning og meiri tígull. ÁK í laufi tekinn og síðan spaðakóngur og spaðagosa svínað. Og Gissur lagði upp t vörninni. Fimm niður og 500 í dálk AV. Á hinu borðinu þróuðust sagnir með öðrum hætti. Suður vakti á Vínarlaufi, vestur strögl- aði á tígli, norður sagði tvö lauf og suður þijú grönd. Nú stóð valið á útskoti milli hálitanna, en Jón Hjaltason valdi frekar spaðadrottninguna en hjartago- sann. Þar með fékk sagnhafi bæði tempó og níunda slaginn. Hann fékk reyndar yfirslag og tók fyrir það 630. JL/e resið af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.