Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 9 S<f°’an s'\rn' 23 A5922 Öll almenn snyrti- þjónusta fyrir andlit, hendurog fætur. 10%afslátturfyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. CORYSE SALONÉ PARIS-FRANCE Mitsubishi Pajero Super Wagon til sölu. Bíllinn er árgerð '87, ekinn 2.800 km. Einnig til sölu: Mitsubishi Bus (9 manna) árgerð ’83 ekinn 60.000 km. Toyota Tercel 4wd árg. ’84 með vökva- stýri, ekinn 30.000 km. Mercedes Benz 230 árg. ’79. Hagstæð verð og kjör. Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg 11, sími 686644 Endurmenntunar- |>§|i námskeið Háskóla íslands Arðsemisreikningar og gerð tölvulíkana Námskeið ætlað þeim er fást við athuganir og mat á atvinnustarfsemi og fjárfestingum. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir sem notaðar eru við mat á arðsemi fjárfestinga og kenna sérstaklega gerð reiknilíkana fyrirtölvur. (IFPS: Interactiv Fin- ancial Planning System) Lögð er áhersla á að þátttakendur geri eigin líkön og vinni verkefni með IFPS. Leiðbeinendur eru Páll Jensson forstöðu- maður Reiknistofnunar Háskólans og Geir A. Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kísil- málmvinnslunnar. Tími: 9.—13. mars, samtals um 18 klst. Skráning og frekari upplýsingar í síma Annað dæmi um fagurfræðilega etík er ao fínna í grein minri) í tímariti Máls og menningar á síðasta ári. Þar stóð að ég' hafí kosið Alþýðubandalagið. Ég kýs ekki Alþýðubandalagið! En etík greinarinnar og lógík varð að vera þannig. Ég hætti að lgósa j Alþýðubandalagið fyrir mörgum árum!“ Alþýðubandalagið úti í kuldanum Guðbergur Bergsson, rithöfundur, lýsti því yfir 'i viðtali við Les- bók Morgunblaðsins á laugardaginn, að hann kysi ekki Al- þýðubandalagið. Þetta er merkilegt í Ijósi þess, að Guðbergur skipar 27. sætið á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosning- arnar í vor. Annar frambjóðandi Alþýðubandalagsins úr röðum listamanna, Kjartan Ragnarsson, hefur sagt, að ef til vill þurfi hann að verja „íhaldið" í kosningabaráttunni. Það er semsé ekkert lát á vandræðaganginum í Alþýðubandalaginu. Kýs ekki Al- þýðu- bandalagið Lesbók Morgunblads- ins birti á laugardaginn viðtal Rúnars Helga Vignissonar við Guðberg Bergsson, rithöfund. Viðtalið var tekið í „rit- höfundasmiðju" í Iowa City í Bandaríkj unum þegar Guðbergur dvald- ist þar fyrir skömmu. Guðbergur kemst svo að orði þegar hann ræðir um árekstur fagurfræði og siðferðiskenndan „Annað dæmi um fagur- fræðilega etík er að finna i grein minni i Timariti Máls og menn- ingar á síðasta ári. Þar stóð að ég hafi kosið Al- þýðubandalagið. Ég kýs ekki Alþýðubandalagið! En etik greinarinnar og lógík varð að vera þann- ig. Ég hætti að kjósa Alþýðubandalagið fyrir mörgum árum.“ Guðbergur Bergsson skipar 27. sætið á fram- boðslista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavik í alþingiskosningum. í því ljósi er þessi yfirlýsing hans mjög merkileg. Ef frambjóðandinn sjálfur ætlar ekki að greiða list- anum atkvæði er þá hægt að ætlast til þess að aðrir geri það? Raunar virðist Guð- bergur ekki vera eini frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins sem hefur efasemdir um flokkinn. 1 þvi sambandi má rifja upp viðtal Þjóðvifjans við Kjartan Ragnarsson, leikara, í janúar sl. Kjart- an, sem skipar 18. sætið á framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavik i þingkosningum en studdi Sjálf stæðisflokk- inn í borgarstjómarkosn- ingunum í fyrra, sagði: „Eg vona að þessi kosn- ingabarátta þurfi ekki að fara í það, að ég þurfi að veija íhaldið og ég get ekki séð að nýtilkomiim uppgangur Alþýðu- flokksins hafi neitt stöðvað uppivöðslu hægri aflanna. Þeirra öflugasti andstæðingur hefur verið og er Al- þýðubandalagið.“ Það er kannski svolítið erfitt að fá heila brú í þessi um- mæli Kjartans Ragnars- sonar. En árétta má það sem áður hefur verið sagt á þessum vettvangi: í hveiju mundi hugsan- leg vöm leikarans fyrir „íhaldið" vera fólgin? Telur þessi frambjóðandi Alþýðubandalagsins, að svo stutt sé á milli Al- þýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks að áhöld séu um það, hvom flokkinn hann eigi að veija i kosn- ingabaráttunni? Er hann kannski ekki búinn að gera það alveg upp við sig, hvort hann kýs fram- boðslistann, sem hann er á? Ekki í brenni- depli Því hefur verið haldið fram hér í Staksteinum við mikla reiði Þjóðvijj- ans, að Alþýðubandalag- ið sé ekki i brennidepli i kosningabaráttunni nú á sama hátt og verið hefur. Þetta er raunar svo aug- Jjóst, hveijum sem fylgist með stjómmálum, að um það á ekki að þurfa að deila. Hin alvarlega kosningabarátta snýst nú um andstæðumar á milli Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks. Óflugur Sjálfstæðisflokkur er forsenda fyrir áfram- haldandi uppbyggingu án verðbólgu. Oflugur Alþýðuflokkur er hins vegar ávisun á vinstri stjóm Jóns Baldvins og Svavars Gestssonar, ,jafnaðarstjómina“, sem alþýðubandalagsmönn- um verður svo tíðrætt um. Hin hliðin á kosn- ingabaráttunni, léttvæga hliðin, er átökin milli Al- þýðubandalagsins og Kvennalistans annars vegar og Alþýðubanda- lags og Vinstri sósíalista hins vegar. Svavar Gests- son hefur lýst því yfir, að Kvennalistimi sé að- eins önnur útgáfa af Alþýðubandalaginu og hvetur konumar óspart að snúa heim til föður- húsanna. Eitthvað em þær tregar til þess. Vinstri sósíalistar em hættir við að bjóða fram í kosningunum, en þeir hafa hins vegar ekki far- ið leynt með skömm sína á Alþýðubandalaginu. Mikil orka alþýðubanda- lagsmanna hefur farið i það, að reyna að fá þenn- an hóp til liðs við flokk- inn og í þvi sambandi má minna á sjónvarps- þáttinn á Stöð 2 á dögunum, þar sem þau leiddu saman hesta sína Guðrún Helgadóttir, al- þingismaður, og Ragnar Stefánsson, byltingarfor- ingi. Sá atburður var táknrænn fyrir stöðu Al- þýðubandalagsins i kosningabaráttunni. Spumingin er ekki sú, hvort Alþýðubandalagið sé hætt að vera í mið- depli kosningabaráttunn- ar, heldur hvers vegna! Einfaldasta og jafnframt líklegasta skýringin er sú, að flokkurinn hefur fengið næg tækifæri til að standa við stóm orðin, en ekki gert það, og sýp- ur nú seyðið af því. Á tímabilinu 1971-1983 sat hann átta ár í ríkisstjóm og fór þá með mörg mik- ilvægustu ráðuneytin: fjármálaráðuneytið, heil- brigðisráðuneytið, fé- lagsmálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Af- rakstur „ráðherrasósí- alismans" þekkja allir. Þegar Alþýðubandalagið hrökklaðist frá 1983 var hraði verðbólgunnar 130% og Svavar Gestsson var farinn að tala um sérstaka „neyðaráætlun" til að bjarga þjóðarbúinu. Það er að vonum, að kjós- endur treysta ekki for- ingjum Alþýðubanda- lagsins. Frambjóðendur flokksins gera það ekki heldur. Þess vegna er Alþýðubandalagið nú úti í kuldanum. ny skuldabréf hjá VERÐBRÉFAMARKAÐIIDNAÐARBANKANS HF. að Armúla 7 bankatryggð skammtíma- bréfmeðverðtryggingu og fasteignatryggð skuldabréf stérfyrirtækja Sala er nú hafin á tveimur nýjum flokkum skuldabréfa. í hinum fyrri eru skuldabréf trausts fyrirtækis tryggð meö 1. veðrétti í nýju stórhýsi í Reykjavík. Gjalddagi bréfanna er eftir 2,3,4 eða 5 ár eftir vali og ávöxtun ailt að 10,8% umfram verð- bólgu. í siðari flokknum eru ný skamm- tímaskuldabréf veðdeildar Iðnaðar- bankans og eru þau nú bundin láns- kjaravísitölu. Ávöxtun er9,3% um- fram verðbólgu og binditími aðeins 3 til 24 mánuðir eftir vali. Minnum jafnframt á verðtryggð skuldabréf Glitnis hf., stærstafjár- Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. mögnunarleigufyrirtækis á innlend- ummarkaði, meðávöxtunfrá10,3til 10,8% umfram verðbólgu, og verð- tryggð skuldabréf veðdeildar Iðn- aðarbankáns. Ávöxtun þeirra er 8,8- 9,3% umfram verðbólgu og gjald- dagi eftir 1,2, 3, 4 eða 5 ár eftir vali. Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg. Síminn er 68-10-40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.