Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 37 Gunnar Lórensson, verkstjóri hraðfrystihúss og „skólastjóri“ á námskeiðinu, afhendir einum nemandan- um skírteini sitt. A myndinni eru einnig framkvæmdastjórar útgerðarfélagsins, Vilhelm Þorsteinsson, til vinstri, og Gísli Konráðsson. 193 sérhæfðir fiskvinnslu- menn útskrifaðir hjá ÚA Fiskvinnslunámskeiði hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa lauk um síðustu helgi með því að 193 starfsmenn fyrirtækisins út- skrifuðust sem sérhæfðir fisk- vinnslumenn. Það er sjávarút- vegsráðuneytið sem gengst fyrir þessu námskeiði og hefur það verið haldið víða um land. Að sögn Asgeirs Armannssonar hjá útgerðarfélaginu er hér er um að ræða 40 stunda námskeið sem skiptist í 10 hluta, en Asgeir var einn leiðbeinenda. Flestir fastráðnir starfsmenn hjá ÚA, sem snerta fiskvinnsluna beint, voru á þessu námskeiði. Á því er Qallað um öll stig vinnslunnar, um afurðir og markaði. Þá má nefna að eitt nám- skeiðið fjallar um gildi hreyfingar — og í framhaldi af því fer af stað leikfimi starfsfólksins, í sama dúr og stunduð er á öðrum stöðum, til dæmis hjá Kaldbak á Grenivík og Morgunblaðjð hefur áður greint frá. Ásgeir Ármannsson sagði að forráðamenn ÚA hefðu hugsað sér að halda námskeið sem þetta í framtíðinni — „alltaf þegar komnir eru 10—15 starfsmenn til fyrirtæk- isins fara þeir á námskeið,“ sagði hann. Eftir þær 40 stundir, sem námskeiðið tekur, verður fólk í hálf- an mánuð í svokallaðri verkþjálfun — fer á milli allra deilda fyrirtækis- ins og kynnist þannig ýmsum störfum. Ásgeir sagði ennfremur að eftir þátttöku á námskeiðinu hækkaði fólk þó nokkuð í launum. Hann sagði námskeiðin hafa líkað vel og verið vel heppnuð en þó mættu þau ef til vill vera mislöng. „Þau voru öll jafnlöng nú en reynslan segir okkur að lengri tíma en fjórar klukkustundir þarf í vissa þætti og skemmri tíma ef til vill í aðra.“ Hann sagði að oft þegar nýtt fólk réðist til starfa í fiskvinnslu hefði það ekki fengið nægilega tilsögn en úr því ætti að vera hægt að bæta nú. „Við vonumst til að fá „stapílla" vinnuafl og betri vöru með þessum aðgerðum. Ég vona að fólk staðnæmist lengur hjá okk- ur í fiskvinnslunni en hingað til,“ sagði Ásgeir. Akureyrarmótið í handbolta: KA hlaut fimm titla en Þór þrjá Síðari umferð Akureyrarmóts nokkurra yngri flókka í hand- bolta fór fram um síðustu helgi Sjónvarp Akureyri MIÐVIKUDAGUR 4. mars i iþróttahúsi Glerárskóla. Þar tryggðu KA-menn sér 5 Akur- eyrarmeistaratitla en Þórsarar 3. Leikið var í 6., 5. og 4. flokki stráka. A-, B- og C-lið voru í tveim- ur yngri flokkunum en A- og B-lið í 4. flokki. í 6. flokki C sigraði KA 7:4, jafn- tefli varð, 6:6, hjá B-liðunum en í A-liða viðureigninni sigraði Þór mjög örugglega 11:6. KA varð meistari í B- og C-liðinu en Þór í 6. flokki A. í fimmta flokki A varð Þór Akur- eyrarmeistari og einnig í C-liðinu en KA í B-liðinu. A-liðsleiknum lauk með jafntefli, 6:6, en Þór hafði unnið fyrri leikinn. KA vann B-liðsleikinn örugglega, 9:3, en Þór vann C-liðsleikinn 7:6. í fjórða flokki urðu KA-menn Akureyrarmeistarar bæði í A- og B-liðinu. KA vann fyrri leikina en þeir síðari nú um helgina enduðu báðir með jafntefli. Lokatölur urðu 12:121 A-liðinuen 15:15 íB-liðinu. Eini yngri flokkurinn, þar sem ekki úrslit eru ekki ljós, er 3. flokk- ur. Þór vann fyrri leikinn örugglega en sá síðari verður fljótlega. Skákfélag Akureyrar: Ljubojevic teflir fjöltefli í kvöld JÚGOSLAVNESKI stórmeistar- inn Ljubomir Ljubojevic kemur til Akureyrar i dag og teflir fjöl- tefli á vegum Skákfélags Akureyrar i kvöld. Það verður í Lóni við Hrísalund og hefst kl. 20. Ljubojevic, sem er 37 ára, er sterkasti skákmaður sem komið hefur til Akureyrar, en hann er nú 6. stigahæsti skákmaður í heimin- um, með 2620 ELO-stig. Ljubojevic teflir í kvöld við 40—50 manns, en menn skrá sig til þátttöku í Lóni skömmu áður en fjölteflið hefst. í ár eru 50 ár síðan fyrsti er- lendi skákmeistarinn kom til Akureyrar, það var Þjóðverinn Larry Engels sem kom fýrstur og tefldi fjöltefli. 14 erlendir skák- meistarar hafa komið til bæjarins og teflt fjöltefli á þessum tíma; þar á meðal Sovétmaðurinn Vaseli Smyslov, fyrrum heimsmeistari, og Tékkinn Hort sem báðir komu 1977, Jan Timman og Lev Pol- ugajevsky hafa einnig komið til landsins, en þeir tóku nú báðir þátt í IBM-mótinu í Reykjavík eins og Ljubojevic. Síðastur erlendra stór- meistara til að koma til Akureyrar var Bandaríkjamaðurinn Nick de Fermian árið 1984. Ljubojevic er besti skákmaður Júgoslava. Hann var næst stiga- hæstur allra þátttakenda á IBM-mótinu í Reykjavík en gekk þrátt fyrir það ekki vel á mótinu. Honum tókst vel upp á síðasta ári, hækkaði þá um 15 stig og sigraði á stórmótum í Reggio Emilia og á OHRA-mótinu í Amsterdam. Hann tók nú í fyrsta skipti þátt í móti á íslandi. Ljubojevic Skarphéð- inn í Amaró áttræður 80 ára varð í gær, 3. marz, Skarp- héðinn Ásgeirsson kaupmaður í Amaro á Akureyri, frá Gauts- stöðum á Svalbarðsströnd. Skarphéðinn er kvæntur Lauf- eyju Tryggvadóttur og eru þau til heimilis i Helgamagrastræti 2 á Akureyri. 19.35. Spæjarinn. Teiknimynd. 20.00. Opin lina. Bryndís Schram stjórnar þættinum og hefur með sér gest. 20.20. Bjargvætturinn. §21.10. Húsið okkar (Our Ho- use). §22.00. Tíska. Þáttur í umsjón Helgu Benediktsdóttur. §22.30. Þriðja heimsstyrjöldin (World War III). Seinni hluti bandarískrar kvikmyndar frá 1984 með David Soul, Rock Hudson, Brian Keith og Kat- herine Hellman í aðalhlut- verkum. [ desember 1987 freista Sovétmenn þess að ná tangarhaldi á Bandaríkja- mönnum með þvi að sölsa undir sig oliuleiðsluna miklu frá Alaska. Á sama tíma þinga leiötogar stórveld- anna leynilega í Reykjavík og allt virðist stefna i óefni. 00.10. Dagskrárlok. Fiskmiðlun Norðurlands býður afla báts frá Ólafsfirði HILMAR Daníelsson á Dalvík hefur ýtt Fiskmiðlun Norður- lands úr vör með því að senda nokkrum fiskkaupendum gögn vegna tilboðs í ársafla 30 tonna snurvoðarbáts frá Ólafsfirði. Báturinn hefur leyfi til að veiða 250 tonn af þorski á árinu og auk þess aðrar tegundir utan kvóta. Tilboðsfrestur er til níunda þessa mánaðar. „Þessi útgerðarmaður í Ólafsfirði hafði samband við mig til að grennslast um það hvemig ég hygð- ist standa að fisksölu. Hann bað mig síðan um að selja aflann fýrir sig. Hann þreifaði fyrir sér í Ólafs- firði með sölu en fékk engin ákveðin svör og vildi því prófa þessa leið,“ sagði Hilmar Daníelsson í samtali við Morgunblaðið. Hilmar sagði að miðað væri við að kaupandi taki við aflanum við skipshlið í Ólafsfírði daglega, nema kaupandi og seljandi semji sérstak- lega um eitthvað annað og kaup- verðið verði greitt inn á reikning seljenda 5. og 20. hvers mánaðar. Hilmar sagðist í gær vera að ganga frá kynningarbréfí um fyrir- tækið sem hann hygðist senda útgerðarmönnum og skipstjórum á Norðurlandi og stofnfundurinn yrði svo haldinn um miðjan þennan mánuð. Hlutafé Fiskmiðlunar Norð- urlands er áætlað ein milljón króna að sögn Hilmars og verður hver hlutur lítill. „Allur skrifstofubúnað- ur er tilbúinn svo og húsnæðið, en ég er með á leigu pláss í ráðhús- inu,“ sagði hann. Hilmar hefur komið sér upp tele- fax-tæki og var það tengt í gær. „Ég ætla að nota það til að fá daglegar fréttir af mörkuðum og láta tengiliði mína þar gefa upplýs- ingar um ástandið á komandi vikum því þeir vita oft hvernig horfurnar eru.“ Hilmar verður í sambandi við menn á mörkuðum í Englandi og Þýskalandi til að byija með og síðar einnig í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.