Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 45 Ferðalöngum skal bent á að fara í gönguferð eftir Heimspeking- astígnum (Philosophenweg), sem liggur upp í fjallshlíðinni gegnt elsta hluta Heidelberg. Útsýnið frá stígnum er mjög gott. ingastígnum“, (Philosophenweg) sem liggur upp í hlíðinni gegnt gamla bænum. Af stíg þessum blas- ir fegurð borgarinnar við og fyrir þá sem vilja fara enn hærra er mælt með ferð í eins konar kláf upp fjallshlíðina fyrir ofan kastalann, upp á Königstuhl. Heidelberg ber öll merki þess að um háskólabæ er að ræða. Þarna er t.d. að fínna frægar stúdentak- næpur, því námsmenn hafa löngum þótt iðnir við að drepa tímann þeg- ar ekki er setið yfir skruddunum. Þessar knæpur, t.d. Zum Seppl og Roter Ochsen, hafa lítið sem ekkert breyst í aldanna rás. Á þeirri fyrr- nefndu hefur lengi tíðkast að gestimir hafi með sér skilti ýmisleg og skreyti með þeim veggina. Þessi skilti bera ýmsar áletranir, t.d. „Einstefna", „Umferð hestvagna bönnuð“, „Hundar bannaðir", „Hár- skeri“, „Landamæri framundan", „Skrifstofa borgarverkfræðings“, „Almenningssalemi", o.s.frv. Ef stúdentamir gættu ekki hófs á knæpunum áttu þeir á hættu að lenda í stúdentafangelsinu. Já, þarna er nefnilega að finna fang- elsi, sem var aðeins ætlað að hýsa stúdentana ef gleðskapur þeirra fór úr böndunum eða þeir brutu reglur á annan hátt. Að vísu mun enginn hafa þótt maður með mönnum nema hann sæti þar inni a.m.k. einu sinni á meðan á náminu stóð, en metnaður manna hefur eflaust ve- rið misjafn í því sem öðm. Fyrstu þrjá daga fangelsisvistarinnar fengu stúdentarnir vatn og brauð, en síðan mátti færa þeim mat og þeim var heimilt að sækja fyrir- lestra. Á meðan þeir sátu inni teiknuðu þeir myndir á veggi fang- elsins og rituðu þar athugasemdir. Nú er svo komið að hvergi er auðan blett að finna á veggjum eða lofti og fróðlegt að sjá hvað gengnar kynslóðir höfðu að segja um nám, kvennafar og drykkjuskap. Menn- imir hafa ef til vill ekki breyst eins mikið og fóik vill vera láta. Fangel- sið var notað í rúmar tvær aldir, frá 1712-1914. Freiburg og fegurðin Síðasta borgin sem skoðuð var í þessari yfirreið var Freiburg í Svartaskógi. Þótt Heidelberg sé vissulega háskólaborg þá er Frei- burg það ekki síður nú á tímum og stúdentar þar ívið fleiri. Þó er ekki eins mikill „háskólasvipur" yfir Freiburg, án þess að þar með sé sagt að slíkur svipur sé til baga. Freiburg ber af Trier og Heidelberg hvað fegurð varðar og eru þó síðar- nefndu borgimar fjarri því að vera lýti á landinu. Það þarf ekki að fara víða um Freiburg til að hafa gaman af, t.d. er mjög ánægjulegt að rölta um gamla bæjarhlutann. Þar em gö- tumar örmjóar og húsin em ekki númemð, heldur heita hvert sínu nafni. Það er alveg með ólíkindum hversu vel þeim Freiburgarmönnum hefur tekist að varðveita húsin og mættu ýmsir taka þá sér til eftir- breytni. Þegar ferðalangar em teknir að lýjast á göngu um Freiburg er kjö- rið að bregða sér í ferð um Svarta- skóg, en fegurðina þar ættu sjónvarpsáhorfendur að kannast við úr myndaflokknum „Sjúkrahúsið í Svartaskógi". Ekkert bólaði nú á sjúkrahúsinu sjálfu eða föngulegu lækna og hjúkmnarliði, en ekki verður á allt kosið. fslendingar sem ætla að bregða sér úr landi í sumar ættu að hafa það hugfast að það er margt annað í heiminum en sandstrendur og sól. Vissulega skortir ekki sólina í Þýskalandi að sumarlagi, en þar er einnig af nógu öðm forvitnilegu að taka. Það er kannski verst að það er líka af nógu að taka þegar heim er komið, því freistandi matur þýð- verskra og vínin þeirra bæta gjaman við líkamsþyngdina. Texti og myndir: Ragnhildur Sverrisdóttir Mosfellsbær eða Varmárbær? Reykjum, Mosfellssveit. MOSFELLSSVEIT er það byggð- arlag sem liggur næst norðan við höfuðborgina svo sem flestum er kunnugt. Á síðasta áratug var leitað mjög eftir byggingarlóð- um þannig að þáverandi hrepps- nefnd samþykkti að verða við þessum óskum og hóf skipulagn- ingu á nýrri byggð í stærri stíl en áður tíðkaðist. Þessi sam- þykkt var gerð 1971 og má segja að hún hafi hleypt skriðunni af stað. Ibúar eru nú að því að best er vitað milli 3.600 og 3.700. Oft hefir borðið á góma að óska eftir bæjarréttindum en sá áhugi hefir ekki verið almennur en málið fengið fleiri talsmenn seinni árin. Alþingi samþykkti fmmvarp á síðastliðnu ári þar sem tekin eru upp ýmis nýmæli er varða þessa breytingu hjá sveitarfélögum en í því fólst ákvæði um að byggðarlög með kaupstaðaréttindi skyldu hafa viðskeytið „bær“ í enda nafnsins. Þetta hefir orðið ýmsum umhugs- unarefni en málvöndunarmenn benda á að séreinkenni íslensks máls séu m.a. stutt orð og stuttar setningar. Menn benda á nöfn sveit- arfélaga eins og Vík, Hella, Rif, Höfn og fleiri dæmi mætti ugglaust nefna. Hinsvegar hafa tvö bæjarfé- lög að því er virðist misst af því tækifæri að nota nafnið „nes“ en það er Neskaupstaður og Seltjam- arneskaupstaður sem reyndar er oftast stytt í „Nesið". Jafn menn- ingarlega hugsandi menn sem þar búa og stýra þessum bæjum hafa ekki verið vel á verði og margir telja þessar nafngiftir slysni en ekki ásetning. Svo sem að líkum lætur hefir almenningur velt vöng- um hvað varðar nafn á þetta væntanlega nýja bæjarfélag og þá er staldrað við einfalda lausn að breyta „sveit" í „bæ“ og nefna stað- inn Mosfellsbæ. Fáar aðrar tillögur hafa heyrst nema Varmá, eftir einni af landnámsjörðunum hér í sveit. Þar var fyrr á öldum þingstaður og reyndar var héraðið þá kallað „Varmárþing“. Fyrsta fjórðung þessarar aldar var þetta heimili oddvita, Halldórs Jónssonar, enda var þar bæði skóli og símstöð um árabil en allar byggingar brunnu til kaldra kola 1929. Símstöðin lenti þá á flækingi og var á ýmsum stöð- um í leiguhúsnæði en hefír nú fengið samastað til frambúðar á gamla staðnum, Varmá. Skóla- byggingar, íþróttamannvirki og félagsheimilið auk símstöðvarinnar hafa síðan risið á þessu gamla höf- uðbóli og kenna sig við jörðina sem er að því best er vitað eina bújörðin í þessu landi sem heitir þessu nafni. Nafnið Mosfellsbær hljómar ekki illa en Varmárbær virðist vera fremur stirt í munni. Hinsvegar hafa hin ýmsu hverfi áunnið sér nöfn sem tengjast nöfnum gömlu jarðanna sem lenda í þéttbýlinu, t.d. skólasvæðið að Varmá, Teigar, Tún, Holt, Ásar, Melar o.s.frv. Segja má að Mosfellsnafnið sé nokkuð algengt vegna þess að það er víða til á landinu t.d. Mosfell í Grímsnesi, Mosfell í Svínadal og ugglaust víðar. Ymis fyrirtæki hafa einnig tekið upp þetta nafn, s.s. verslun eða verksmiðja á Hellu og hefir þetta valdið nokkrum rugl- ingi. Hinsvegar er Varmá sem fasteign eða lögbýli hvergi til ann- ars staðar á landinu; höfum við, a.m.k. eins og er, hálfgert einka- leyfí á þessu nafni. Rétt er að geta þess að verslunin Varmá var til í Reykjavík en kaupmaðurinn þar var einmitt frá Varmá í Mosfellssveit. Kunnugir þekkja einnig til þess að ávallt hefír verið nokkur ruglingur með póst milli Mosfellshrepps og Mosvallahrepps sem mun vera í Onundarfirði. Hvað sem þessu líður er mest um vert að menn komi sér saman og nafnið verði ekki deilu- efni því nóg er af öðru að taka fyrir þá sem vilja taka þátt í hags- munamálum fólksins í sveitinni. — Fréttaritari Flateyrarhrepp- ur hluthafi í f er ðaskrif stofu Flateyri. NÚ NÝVERIÐ ákvað hrepps- nefnd Flateyrarhrepps að kaupa lítinn hlut i ferðaskrifstofunni Ferðabæ, sem meðal annars býð- ur upp á sérstakar ferðir á Vestfirði og þar á meðal til Flat- eyrar. Fleiri aðilar hér hafa gerst hluthafar í þessari ferða- skrifstofu. Nú er svo komið að hér er hægt að taka á móti litlum ferðahópum, því eigandi verslunarinnar Vagninn hefur byggt upp notalegt gistiheim- ili á efri hæð verslunarinnar. Á neðri hæðinni er skyndibitastaður, myndbandaleiga og billjardstofa. Ferðabær hyggst bjóða upp á kynningu fyrir Onfirðinga á ferða- möguleikum til Vestfjarða fímmtu- daginn 5. mars og föstudaginn 6. mars milli klukkan 16 og 18 báða dagana. Fyrirhugað er að á staðn- um verði fulltrúar frá sveitarfélag- inu sem og frá Onfírðingafélaginu í Reykjavík. Árshátíð Önfirðingafé- lagsins er einmitt á laugardaginn, þann 7. mars, og verður hún haldin í Félagsheimilinu á Seltjamarnesi. Miðar á árshátíðina verða seldir á skrifstofu Ferðabæjar. Binda menn talsverðar vonir við að Ferðabæ takist að auka hlut Vestfirðinga í ferðamannaþjón- ustunni, en því miður virðist hlutur okkar Vestfírðinga í þeirri grein ekki vera eins mikill og aðstæður hér teljast geta boðið upp á. - EFG Kópavogskirkja: Trúarhugmyndir í Passíusálmunum Á ÞESSARI föstu mun fræðslu- deild Kársnessafnaðar efna til fjögurra samverustunda á fimmtudagskvöldum í safnaðar- heimilinu Borgum og hefjast þær kl. 20.30. Fjallað verður um guðfræðina í Passíusálmunum. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur á Borg á Mýmm er fyrirlesari og leið- beinandi á fundunum en vænst er fyrirspurna óg almennra umræðna meðal þátttakenda og er heppilegt að fólk hafi með sér Passíusálmana á fundina, segir í frétt frá fræðslu- deild Kársnessafnaðar. Samvemkvöldin verða 5., 12. og 26. mars og 9. aprfl. Öllum er heim- il þátttaka og bent er á að næstu bifreiðastæði við safnaðarheimilið em við Kópavogskirkju. Arkitektaþjónustan sf. vekur athygli viðskipta- vina á að teiknistofan er flutt í Hellusund 3, 101 Reykjavík (áður hús Verslunarskóla íslands). Ath.: Nýtt símanúmer er 622899. Vélsleðar — hagstæð kjör Við bjóðum nokkra nýja og notaða vélsleða á sérstaklega hagstæðum kjörum, þar á meðal: Formula MX ’87 Formu/a MX ’86 Skidoo Tundra ’86 Polaris ’85 Long track Yamaha ’86 Long track Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg 11, sími 686644
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.