Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 11 Rúm: tegund 525 er 140 cm á breidd og 200 cm á Litir: Grátt með svörtu og rauðu. Dýna: Heil svampdýna, mjög vönduð, með mjúkri og stífri hlið. Verð kr: 28.770.- með dýnu og tveimur náttborðum, án nátt- borða mínus 2.300 kr. pr. stykki. húsgagna-höllín REYKJAVlK Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Alþýðuleikhúsið sýnir i Kvos- inni: Eru tígrisdýr í Kongó ? eftir Bengt Ahlfors og Johan Barg- um Lýsing: Árni Vilhjálmsson Búningar: Vilhjálmur Vil- hjálmsson Þýðing: Guðrún Sigurðardóttir Leikstjóri: Inga Bjarnason Þetta leikverk hefur hlotið all- rækilega kynningu í Qölmiðlum, enda segir hér frá miklu vanda- máli, sjúkdómnum alnæmi sem fer nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Menn standa ráð- þrota. Lækning er engin, fordóm- ar bullandi, vanþekking okkar alger, smokkar duga kannski ekki nema skammt. Þó svo að alnæmi berist ekki nema með samförum eða við blóðblöndun. Gæti veiran ekki borizt með munnvatni, það er sitthvað sem bendir til þess. Alnæmissjúklingar fá ekki samúð almennings, eins og sjúklingar sem haldnir eru ýmsum öðrum sjúkleika. Alnæmissjúklingur vek- ur viðbjóð og hræðslu. Og það er athyglisvert, þegar fylgzt er með sýningu á leikritinu Eru tígrisdýr í Kongó, að það vekur upp langt- um fleiri spumingar en það svarar. Tveir rithöfundar ætla að skrifa gamanleikrit um alnæmi og velta fyrir sér, hvemig á að nálgast viðfangsefnið. Hvaða tökum eiga þeir að taka það. Er kannski ekki hægt að skrifa fyndið verk um svona grafalvarlegt mál. Eða em grafalvarlegu málin þau einu, sem geta framkallað hlátur, sem skipt- ir máli. Eftir því sem á samræður þeirra líður, lifa þeir sig inn í hlut- verkin: þeir reyna að finna lausnirnar með því að setja hvom annan í stöðu sjúklingins, sem hefur orðið fyrir því að smitast. Hver verða viðbrögð hans og hans nánustu. Umhverfísins, vinnufél- aganna. Brotnar sjúklingurinn niður og keyrir fyrir rútubíl í Kömbum, notar hann þessa ein- stæðu reynslu sem er fyrirsjáan- legt að hann muni ganga í gegnum, til að ganga í endurnýjun lífdagasem rithöfundur. Leikritið dregur upp myndirnar, en það gefur engin algild svör og að því er ekki stefnt. Leikur Viðars Eggertssonar og Haralds G. Haraldssonar var vandaður og úthugsaður, en samtímis fijór og lifandi. Þeir náðu að sýna á mjög áhrifamikinn hátt, að hvor um sig lifði sig mjög trúverðuglega inn í reynsluna. I sumum atriðanna svo, að það var engu líkara en þeir tryðu því í fullri alvara, að þeir sjálfir væm sýktir. Og sýndu andstyggðina, angistina, undrunina. Hreyfingar eðlilegar, en það eina sem ég leyfi mér að setja út á, er hversu geyst var farið með textann. Það lá ekki þessi ósköp á að hespa þessu af. Hvort þetta var fmmsýning- artitringur eða leikstjómaratriði er ég ekki alveg viss um. Líklega það fyrrnefnda. Með ögn mýkra tempói hefði sýningin orðið enn betri. Annars er leikstjóm Ingu Bjamason mjög vitleg, í beztu merkingu þess orðs, þaulhugsuð og áherzlupúnktar góðir. Þýðing Guðrúnar Sigurðardóttur hljóm- aði prýðilega og staðfærslan tókst ágætlega. Þessi sýning er þeim sem að henni standa' til sóma. Hún er skemmtileg, þrátt fyrir harminn, og hún er lærdómsrík, að því leyti, hvað hún vekur upp margar spumingar. Sinf óníutónleikar Tónlisf Jón Asgeirsson Efnisskrá: Tchaikofsky: Rómeó og Júlía Beethoven: Píanókonsert nr. 1 Elgar: Enigma-tilbrigðin Einleikari: Andreas Bach Stjórnandi: Barry Wordsworth Tónleikamir hófust á hinum ástríðuþmngna forleik Tshaikovsk- ys um Rómeó og Júlíu og átti hljómsveitin fína spretti og þó megi hnýta í blásarana fyrir óvissa tón- stöðu á örfáum stöðum var leikur- inn í heild kraftmikill og hressileg- ur. Stórviðburður kvöldsins var leikur Andreas Bach, sem rétt stendur á tvítugu. Þessi ungi píanó- leikari hefur svo margt til að bera, að ekki væri óvarlegt að spá honum glæsilegri framtíð sem píanóleik- ara. Það mátti heyra í leik hans kraft og viðkvæmni, skemmtilega skerpu og einnig mýkt í hryn og íhygli, sem ungu fólki sést oft yfir, sem sagt allar þær samstæðu and- stæður sem listsköpun er ofin úr. Allt þetta mátti heyra í túlkun Andreas Bach og í mjög erfiðri kadensu", sem er sú þriðja er Beet- hoven gerði, var leikur hins unga píanóleikara glæsilegur. í píanókonsertinum lék hljóm- sveitin á köflum mjúklega undir og þrátt fyrir einstaka smáhnökra var hljómsveitin í heild vel stillt inn á samleikinn við einleikarann. Síðasta Viðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson í hlutverkum sínum. Ljósm. Mbl. Bára. Andreas Bach verkið var Enigma-tilbrigðin eftir Elgar. Tónverkið er glæsilegt í rit- hætti, rómantískt, gamansamt og kraftmikið. Leikur hljómsveitarinn- ar var í nokkrum tilbrigðanna mjög góður, þó nokkuð gætti misræmis í hljómstyrk frá einum hljóðfæra- flokknum til annars og að fiðlu- hljómsveitin héldi ekki í við lúðrana, þar sem mest gekk á. í þessu verki má heyra alls konar skemmtileg uppátæki, sem reyna mjög á hryn- ræna nákvæmni og munaði oft mjóu að allt gengi upp. Barry Wordsworth er auðheyrilega reynd- ur hljómsveitarstjóri og hljómsveit- in lék Enigma-tilbrigðin mjög vel, þó hraðinn væri á stundum nokkuð hasarfenginn. bjoðum þer það besta sem þú getur fengið í rúmum og dýnum — allt með 2ja ára ábyrgð — og ekki nóg með það — við bjóðum þér líka besta verðið — lægsta verðið — og góða greiðsluskil- mála . . . Að gefnu tilefni — vegna strands Barðans GK Að gefnu tilefni viljum við und- irritaðir skipveijar af Barðanum GK 475 koma eftirfarandi á fram- færi vegna strands Barðans þann 14. mars síðastliðinn. Okkur þykja blaðaskrif síðustu daga ekki gefa rétta mynd af því sem gerðist. Til að byija með, Barðinn sigldi ekki í strand, heldur rak hann á land. Málið er það að skipstjórinn taldi sig vera á öðrum stað en raun ber vitni. Svo einfalt er málið vegna ástæðna sem kunnar eru. Viljum við því vísa á bug ásökunum á hendur skipstjóran- um um kæruleysi og klaufaskap, eins og borið hefur verið á hann í sumum blöðum. Við undirritaðir berum fullt traust til Eðvalds Eðvaldssonar sem skipstjóra og höfum flestir verið með honum til sjós í árarað- ir, þar á meðal stýrimaðurinn meira og minna síðustu 10 ár. Við treystum okkur allir fullkom- lega til að sigla undir hans stjórn um ókomna framtíð. Með vinsemd og virðingu, áhöfn Barðans GK 475. Tígrisdýrin eru úti um allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.