Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Svartfugl (langvía) Þegar nálgast voijafndægur fáum við í fískbúðum og víðar hamflettan svartfugl. Þessi fugl er mjög góður og ódýr matur, en hann þarf nokkuð langa suðu, enda er svo með hann eins og aðra villibráð að við vitum ekki hve hann er gamall. Svartfugli fjölgar mjög á Faxaflóa í mars—apríl og fram í maí, áður en hann sest upp í björgin, en frá nóvember og fram í febrúar heldur hann sig mikið fyrir Norður- og Austurlandi og inn á fjörðum fyrir austan. Sex fuglategundir kallast einu nafni svartfuglar, en það er langvía, stuttnefja, álka, lundi, teista og haftirðill. Þijár hinar fyrsttöldu teljast til hinna stóru bjarg- fugla. Nokkuð hafa fuglar þessir verið merktir til þess að kanna útbreiðslu og aldur þeirra og t.d. hefur langvía, sem lítið hefur verið merkt hér, fundist erlendis og langvíur merktar í Færeyj- um og á Bretlandseyjum veiðst hér. Lundinn er sú tegund, sem mest hefur verið merkt, og á hveiju ári síðan 1953 hefur hann verið merktur í Vestmannaeyjum og enn eru að veiðast lundar merktir á því ári og því komnir á fertugsaldurinn. Einkennandi fyr- ir þessa fugla er hve þeir verða seint kynþroska. Lundinn ekki fyrr en 4—5 ára og fyllinn (múkk- inn) ekki fyrr en undir 10 ára aldurinn. Þetta segir okkur það, að þessi fuglar geta orðið áratuga gamlir. Fæðu sína sækja þeir í sjóinn og maður freistast til að álykta að hreysti og langlífi sé samfara hollustu sjávarfangs. Krían okkar, blessuð, er einnig lýsandi dæmi um hollustu fisk- metis, homsfla og sandsflis. 30 ára varð sú sem leit dagsins ljós við Mývatn, er hún bar hér beinin eftir jafnmargar heimsreisur og árin urðu mörg. í nýútkominni bók Hlöðvers Johnsen, Bergið klifið, segir hann: „Varptími langvíu er nokkuð breytilegur, þ.e. hvenær varpið hefst, og hafa menn ekki hald- bærar skýringar á því fyrirbæri. Á því herrans ári 1986 var svart- fuglinn fullorpinn hér í Eyjum um tuttugasta maí, en eins og annars staðar kemur fram á þessum blöð- um var varptíminn oft um mánaðamótin maí—júní, þó áður fyrr frekar fyrst í júní.“ Svartfugl drepst í netum sjómanna og einn- ig er hann skotinn og veiddur í háf og snúinn úr hálsliðnum og látið blæða út. Fuglinn verpir í maí og júní og „tekur heima“ tal- svert fyrr, þ.e. kemur í bergið. Áður fyrr voru flekar lagðir í sjó- inn, eins konar gildrur. Á tréflek- ana voru útbúnar lykkjur úr hrosshári (núna væri sennilega notað nælon). í þessar lykjur flæktist fuglinn með lappimar. Daglega var farið að vitja um fiek- ana, og þá fuglinn strax snúinn úr hálsliðnum, en þó kom það fyrir að flekana rak á haf út vegna veðurs, og þá hafa fuglarnir sein- drepist. Þessar veiðar voru stöðv- aðar með fuglafriðunarlögunum 1954. íslendingar hafa sennilega í aldaraðir borðað sjófugl, þó þess sé ekki getið í tveimur fyrst mat- reiðslubókum, sem komu út á íslandi, árið 1800 og 1858. Hér fyrr á öldinni var fuglinn mikið nýttur, en það hefur farið minnk- andi undanfarin ár. Sennilega með vaxandi velmegun. En Vest- manneyingar nýta mikið bjarg- fugl, og í fyrmefndri bók Hlöðvers em nokkrar uppskriftir að súlu, en þær uppskriftir eiga líka vel við langvíu. Hlöðver veitti mér góðfúslega leyfi til að birta nokkr- ar þessara uppskrifta, en svo bæti ég við þremur frá mér sjálfri. „Uppskrift I: Nýsteikt súla Kroppurinn er limaður í sund- ur, lærin sér, kjötið skorið af bringunni og verða það tvö flök. Þá er svírinn einnig skorinn frá bakinu ofarlega en ekki hent. Þessum bitum er síðan velt upp úr hveiti sem bragðbætt hefur verið með salti, pipar, papriku- dufti, þriðja kryddi, arómati og ögn af púðursykri eða hvítum sykri. Þessu er bmgðið á pönnu og léttsteikt í smjörlíki; síðan sett í pott og vatnið látið rétt fljóta yfír. Gott er að láta út í einn lauk og nokkur lárviðarlauf. Þetta er soðið í um klukkutíma, soðið smakkað og bragðbætt eftir smekk ef með þarf. Síðan er kjö- tið fært upp. Soðið síað og jöfnuð brún sósa. I hana er notaður góð- ur skammtur af ijóma. Með þessu em bomar fram sykurbrúnaðar kartöflur og hverskonar góðgæti annað, bæði súrt og sætt. Uppskrift II I annan stað em notaðir sömu bitar og í fyrri uppskrift en þeim ekki velt upp úr hveiti, heldur stráð yfir þá sama kryddi ásamt grillkryddi, steikt í smjörlíki og síðan soðið og farið að á sama hátt að öllu leyti sem í fyrri upp- skrift varðandi sósuna og allt meðlæti. Uppskrift III Ef menn vilja halda virkilega ærlega súluveislu á að krydd- leggja flakaða súlu á eftirfarandi máta: í matarolíu (ekki mikið) er sett soya, salt, pipar, sykur, engi- fer, hvítlauksduft, papríkuduft, kínasósa og HP-sósa. Þessi blanda er hrærð vel saman og kjötið síðan lagt í jukkið; látið geijast í tvo sólarhringa og nokkmm sinnum hrært í öllu saman. Kjötið er svo ýmist grillað, og þá notaðar franskar kartöflur og allskonar grillídýfur og fleira, eða steikt á pönnu, soðið og sósa löguð á svip- aðan hátt og áður, ásamt öðm meðlæti." Svartfugl með blað- lauk og gulrótum Handa 3—4 4 fuglar 2 msk. matarolía V* lítri vatns 2 tsk. sait 6 svört piparkom 1 tsk. koríanderkom (má sleppa) 1 stór blaðlaukur (púrra) Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 6. Hrærið ijómaost út í pottinn. Hellið réttinum í skál eða berið fram í pottinum. Athugið: Fuglinn má steikja og sjóða heilan ef ykkur sýnist svo. Meðlæti: Soðnar kartöflur og soð- ið grænmeti, t.d. blómkál, sprota- kál, rósakál eða hvítkál. Svartfugl með beikoni og epl- um Handa 3—4 4 fuglar 2 msk. matarolía IV2 tsk. salt V« tsk. pipar '/2 lítri vatn 6 stórar sneiðar beikon 2 epli, helst súr V2 dós sýrður ijómi 1. Skolið fuglinn, plokkið af fítu, ef hún er einhver. Takið síðan bringumar af beinum. 2. Hitið matarolíuna á pönnu og steikið bringumar í feitinni þar til þær em vel brúnaðar. Setjið síðan í pott og hellið vatninu yfír. 3. Stráið salti og pipar yfír kjöt- ið. Látið sjóða upp, en minnkið þá hitann og sjóðið við hægan hita í 2 klst. 4. Skerið beikonið smátt, létt- steikið á pönnu, setjið síðan út í kjötpottinn. 5. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann, steikið í beikonfeitinni í 3—4 mínútur á hvorri hlið. Setj- ið síðan í pottinn. Bætið í vatni ef með þarf, en soðið á ekki að vera mikið. 6. Takið pottinn af hellunni, hrærið sýrðan ijóma út í. Hellið réttinum í skál eða berið fram í pottinum. Sýrðan ijóma á ekki' að sjóða. Athugið: Fuglinn má steikja og sjóða heilan ef ykkur sýnist svo. Meðlæti: Brúnaðar kartöflur, rauðkál, sýrðar gúrkur og blá- beija- eða mýrarbeijasulta (Cranberry). Glóðarsteiktur svartfugl Handa 2—3 4 fuglar safi úr 1 sítrónu 1 dl matarolía 2 msk. soyasósa 1 tsk. salt l/« tsk. kanill ‘A tsk. engiferduft V21 matarolía til að steikja úr 1. Skolið fuglinn, takið síðan bringumar af beinum. Losið frá vöðvann sem liggur inn við bringubeinið. Skerið síðan stærri vöðvana langsum í tvennt. 2. Kreistið safann úr sítrón- unni, setjið í skál ásamt matarolíu, soyasósu, salti, kanil og engifer- dufti. 3. Leggið kjötbitana í löginn, látið standa á eldhúsborðinu í 2 klst. en 6—8 klst. í kæliskáp (þetta má standa í leginum í allt að 2 daga í kæliskáp). Hreyfið öðm hveiju við kjötinu. 4. Hitið olíuna í litlum potti eða notið djúpsteikingarpott. Hafíð ekki mjög mikinn hita. 5. Takið kjötbitana úr leginum, þerrið með eldhúspappír og steik- ið í feitinni í 4—5 mínútur á hvorri hlið. Meðlæti: hrásalat með sýrðum ijóma eða jógúrt og heitt snittu- brauð eða franskar kartöflur. 2 stórar gulrætur 1—2 msk. ijómaostur án bragð efna 1. Skolið fuglinn, plokkið af fítu, ef hún er einhver. Takið síðan bringumar af beinum. Það er ekki mikill vandi. 2. Hitið matarolíuna og steikið bringumar í feitinni þar til þær em vel brúnaðar. Setjið síðan í pott og hellið vatninu yfír. 3. Stráið salti yfír kjötið, setjið siðan piparkom og koríanderkom út í og látið sjóða upp. Minnkið þá hitann og sjóðið við hægan hita í 2 klst. 4. Kljúfíð blaðlaukinn og skerið í sneiðar. Notið grænu blöðin með ef þau em heilleg og ekki mjög gróf. Setjið í pottinn. 5. Skafíð gulrætumar, skerið í sneiðar og setjið í pottinn. Látið sjóða áfram í V2—1 klst. Bætið vatni í ef með þarf en soðið á ekki að vera mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.