Morgunblaðið - 28.04.1987, Side 33

Morgunblaðið - 28.04.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 33 Reuter LögTeglumaður slær niður kjamorkuandstæðing í Wackersdorf. V estur-Þýskaland: Mótmæltu bygg'ingu endurvinnslustöðvar Wackersdorf, Reuter. 4.500 manns söfnuðust saman á sunnudag í þorpinu Wackersdorf í Bæjaralandi til að mótmæla byggingu endurvinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúrgang, sem áformað er að reisa þar. Lög- reglumenn handtóku átta manns. Á sunnudag var ár liðið frá sprengingunni í Chemobyl-kjam- orkuverinu í Sovétríkjunum og minntust 4.500 kjamorkuandstæð- ingar þessa í Wackersdorf. Að sögn lögreglumanna safnaðist mann- fjöldinn saman á aðaltorginu og voru átta handteknir er þeir réðust að lögreglumönnum sem stóðu vörð við girðingu þar sem áformað er að reisa endurvinnslustöðina. Fram að þessu höfðu mótmælin farið frið- samlega fram. Kjamorkuandstæðingar hafa oftlega mótmælt bygginu endur- vinnslustöðvarinnar við Wackers- dorf en áformað er að taka hana í notkun um miðjan næsta áratug. Reuter Sænski flugherinn færnýja orrustuþotu Sven-OIof Olsson, hershöfðingi og yfirmaður sænska hersins, stendur hér kampakátur við nýja hljóðfráa orrustuþotu af Gri- pen-gerð. Sænski flugherinn mun nota þessar þotur. Þetta er fyrsta orrustuþotan, sem SAAB-verksmiðjurnar í Svíþjóð fram- leiða af þessari gerð, og var hún kynnt á sunnudag. -t Glæpaalda fer yfir NA-Kína Peking, Reuter. DAGBLAÐIÐ Liaoing i Peking segir frá því, mánudag, að hópar bófa og larfaláka hafi rænt, drepið og hrellt og skelft skóla- börn í mörgum héruðum norð- austur Kina upp á síðkastið. Alvarlegasta atvikið að sögn blaðsins gerðist í grunnskóla í bænum Dalian, þegar nemandi var stunginn til bana á skólalóð- inni nýlega. í bænum Benxi réðst hópur ill- virkja inn í matsal skóla og neyddi nemendur til að taka niður um sig buxurnar og lúbarði þá sem ekki hlýddu samstundis. Þá segir í blað- inu, að viða í þessum landshluta hafi bófar stolið af skólabömum og áreitt þau á allan handa máta. Oft sitji þessir óþokkar fyrir bömunum eftir skóla og ráðist síðan á þau á heimleiðinni. Ferjan lagði úr höfn með stafndyr galopnar Bátsmaður dró ýsur meðan sjórinn fossaði inn Reuter Brezka bílfeijan Herald of Free Enterprise hangir í vírum tveggja flotpramma, sem drógu hana inn í höfnina í Zeebrugge í gær. London, Reuter. LÉLEG vinnubrögð áhafnar brezku ferjunnar Herald of Free Enterprise urðu þess valdandi að ferjan lagði úr höfn með stafndymar galopnar í hinni ör- lagaríku ferð 6. marz sl. Fossaði sjórinn inn í skipið með þeim afleiðingum að það lagðist á hlið- ina og hálfsökk tveimur kSló- metmm utan við Zeebmgge í Belgiu. Nær 200 manns af 580, sem um borð vom, dmkknuðu. David Steel, lögmaður brezku stjómarinnar, sagði við sjópróf í gær að það væri eina skýringin á slysinu að skipið hefði lagt úr höfn með stafndymar opnar. Hann kenndi um lélegum vinnubrögðum áhafnarinnar og sagði að bátsmað- urinn, sem hefði verið hefði ábyrgur fýrir því að loka dymnum, hefði dregið ýsur í klefa sínum þegar það lagði úr höfn. Steel sagði að það kæmi rækilega fram í handbók skipsins að undir engum kringumstæðum mættu bógdyr þess vera opnar á siglingu. Las hann í réttinum upp skýrslu skipstjórans, sem skrifuð var tæpu hálfu ári fyrir slysið, þar sem sagði að skipið hefði haft óeðlilega til- hneigingu til að þyngjast að framan eftir því sem ferð þess var meiri. í ljósi þessa er talið að stafn feij- unnar hafí sigið þegar hún lét úr höfn og sjór fossað inn í skipið. Eftir því sem hraðinn hefði aukizt hefði það sigið meira og meira unz það lagðist skyndilega á hliðina. „Það var lán í óláni að feijah lagð- ist á stjómborða því við það tók hún niður á sandrifi sem hún var að sneiða hjá. Annars hefði hún farið niður á fertugt dýpi og enginn hefði komizt lífs af,“ sagði Steel fyrir sjóréttinum. GOODYEAR ■ GRAND PRIX S RA SUMARD HAGSTÆÐ VERÐ □Traust og öruggt „veggrip" □Undirstaða úr polyestef þræði með mikla mýk* 1 □ Sveigjanlegar hliðar. □Brúnalaus sóli auð- veldar fulla stjórn á bílnum. □ Sóli, sem endist ótrúlega. LEiÐANDI I VEROLD TÆKNIÞROUNAR HJOLBARÐA mHEKLAHF UU Laugavegi 170 172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.