Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 23 Við stórslysi lá nærri Gerona á Spáni í gær, er hópferðabíil þéttsetinn enskum sumarleyf- isgestum fór á hliðina. Enginn beið bana en tuttugu og fimm manns slösuðust, fæstir al- varlega. Blautri akbraut var kennt um óhappið. FUJICOLOR SUPER HR Ungveijaland: Kadar varar við erfiðum tímum og hvetur til ráðdeildar Búdapest, Reuter. JANOS KADAR, flokksleiðtogi kommúnista í Ungverjalandi, varaði þegna sína við því í fyrra- dag að lífsgæði í landinu myndu versna á næstunni og skoraði á stjórn landsins að hraða efiia- hagsaðgerðum. Kadar, sem er 75 ára gamall, sagði í ræðu í fyrradag, að hann hefði ráðlagt Karoly Grosz, hinum nýja forsætisráðherra landsins, að hann skyldi ekki bíða fram í lok septem- ber með að leggja á ráðin um hvemig samþykkturn miðstjómar- innar í byijun þessa mánaðar skuli framfylgt. „Og þegar Þjóðþingið samþykkir áætlanir ríkisstjórnar- innar verður hægt að gera viðeig- andi ráðstafanir innan viku. Aðgerða er þörf." Kadar sagði að nauðsynlegar ráðstafanir myndu fela í sér „óskemmtilega hluti," svo sem miklar verðhækkanir frá og með helginni, meðal annars vegna þess að neysla hefði fyrir löngu farið fram úr innlendu framboði og greiðsluhalli ríkissjóðs væri orðinn nær óviðráðanlegur. í fyrra jukust erlendar skuldir um hvorki meira Tyrkland: Hryðjuverk- um Kúrda linnir ekki Ankara. Reuter. KÚRDISKIR hryðjuverkamenn drápu í fyrrinótt fimm þorpsbúa í suð-austur Tyrklandi, stutt frá landamærum landsins að íran og írak. Öryggissveitir stjórnarinn- ar eltu ódæðismennina og felldu þrjá þeirra. Hin hálfopinbera fréttastofa An- atolia skýrði frá þessu í gær og sagði að þetta væm fyrstu mann- drápin eftir að sérstakar öryggisr- áðstafanir vom gerðar á þessu landsvæði. Sömu nótt var höfðingja í öðm þorpi veitt fyrirsát og hann drepinn. Talið er víst að þar hafi skæmliðar Kúrdiska Verkamanna- flokksins einnig verið að verki. Þeir hafa á undanfömum tveimur mán- uðum drepið 70 borgara og segjast gera það til stuðnings kröfum sínum um sjálfstætt ríki hinna átta millj- óna Kúrda er í Tyrklandi búa. né minna en 54% og nema nú um 47 milljörðum fórinta, sem svarar til um 40 milljarða íslenskra króna. Kadar hvatti ennfremur til ha- græðingar á ýmsum sviðum og kom nokkuð á óvart þegar hann sagði að kommúnistaflokkurinn sjálfur þyrfti að vera undir smásjá til þess að auka ráðdeild. Sagði hann að minnka þyrfti yfirbyggingu flokks- ins, draga úr fundafargani og pappírsflóði. Kadar Bjórklúbbur í Bret- landi bannaður Lundúnum. FVá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Yfirvöld í Darlington hafa hótað að loka bjórkrá nokkurri, sem að undanförnu hefúr staðið fyrir allsérstæðri félagsstarf- semi. Um nokkra hríð hafa ýmsir íbú- ar Darlington beðið miðvikudaga með töluverðri tilhlökkun og eftir- væntingu. Þegar bjórkrá, sem ber heitið „Stjaman glitrandi" (Glitter- ing star) verður opnuð klukkan hálfsex hefur yfírleitt fyllst þar út úr dyrum á skömmmum tíma. Á miðvikudögum hafa nefnilega ver- ið haldnir þar vikulegir fundir í félagi nokkru sem heitir „Átta fyr- ir átta". Þetta sérstæða nafn á félaginu er þannig til komið að meðlimir geta þeir einir orðið sem torgað geta átta krúsum af bjór frá því „Stjaman glitrandi" opnar klukkan hálfsex og þar til klukkan slær átta. Þar sem hér er um allveru- legt magn að ræða, um fjóran og hálfan lítra, geta þeir félagar í „Átta fyrir átta“, sem það kjósa frekar innbyrt átta tvöfalda skammta af sterku víni í stað bjórs- ins. Teljast menn virkir og fyllilega gjaldgengir meðlimir í félags- skapnum ef þessir átta skammtar af bjór eða sterku víni fara inn fyrir þeirra varir á þeim 2xh tíma sem hinir vikulegu félagsfundir standa yfir. Hefur „Stjaman glitr- andi“ haft þann hátt á að veita virkum félögum nokkra viðurkenn- ingu að loknum hinum venjulegu fundarstörfum og hafa slíkar við- urkenningar auðvitað einkum verið í fljótandi formi. Auk þess hafa nýir félagar, sem sannað hafa verðleika sína, fengið félagsskír- teini og til eignar forláta boli, sem borið hafa merki félagsins „Átta fyrir átta“. Félagsstarfíð hefur verið all- öflugt að undanförnu og og eru skráðir meðlimir nú alls áttatíu að tölu. Nú hefur hins vegar dregið blikur á loft. Fólk, sem býr í ná- grenni við „Stjörnuna glitrandi" hefur um nokkurt skeið haft hom í síðu félagsins „Átta fyrir átta“ vegna háværra fundahalda, sem oftar en ekki hafa borist á götur út. Hefur laganna vörðum borist fjölmargar kvartanir og er málið nú komið inn á borð nefndar þeirr- ar í Darlington sem hefur með höndum úthlutun vínveitingaleyfa. Hefur nefndin nú gert „Stjömunni glitrandi" að kránni verði lokað verði starfsemi félagsins „Átta fyr- ir átta" ekki hætt þegar í stað. Eru því allar horfur á að hinir viku- legu fundir félagsins muni nú leggjast af og meðlimir verði að fínna nýjar leiðir til að svala félags- þorsta sínum, í orðsins fyllstu merkingu. ERLENT langbesta filmqn 1 og á besta verðinu Oiúiur takmark: betrí mytidirfyrirminnipening! Austurstræti 6 sími 611788 og Skipholti 31 sími 25177 Sipö* GLÆSIBÆ / dag og á morgun verður Kjötmarkaður SS í Glœsibœ. Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks nauta- kjöt á hagstœðu tilboðsverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.