Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 47 Úr Eden—Borg, tlvoliinu í Hveragerði. Hávaði í tívolíi 1529—3896 hringdi: „Það vildi þannig til að ég fór til Hveragerðis á sunnudaginn og skrapp inn í tívolíið á staðnum. Ofbauð mér hávaðinn þar inn, það er allt í lagi þótt heyrist í tækjun- um en að spila að auki háværa tónlist er bara að bæta gráu ofan á svart enda nýtur enginn tónlist- arinnar við þessar aðstæður. Einnig eru dýr þama inni, með- al annars andarungar, og vor- kenndi ég þeim mjög því að þeir voru auðsjáanlega dauðhræddir. Þeir hjúfruðu sig hver að öðrum með áhorfendur alveg ofan í sér. Þama vom líka hænur sem voru greinilega einnig hræddar. Mér finnast dýr ekki eiga heima á svona stöðum, þetta er þeim bara kvöl og pína og því spyr ég: Hvar em íslensku dýravemdunar- félögin nú?“ Stöð 2 sýni úrslitaleikinn Tveir körfuboltaaðdáendur hringdu: „Við viljum lýsa yfir óánægju með sýningar á körfuboltaleikjum á Stöð 2. Þeir hafa verið að sýna leiki bandarískra körfuboltaliða en hættu því skyndilega og hafa ekki enn sýnt úrslitaleikinn á milli Los Angeles Lakers og Boston Celtics. Viljum við skora á Stöð 2 að sýna þennan leik hið snar- asta.“ Pet Shop Boys til Islands Aðdáandi hljómsveitarinnar Pet Shop Boys hringdi: „Ég hef heyrt að einhver hafí verið að reyna að fá hljómsveitina U2 til að leika á listahátíð á næsta ári en við það hafi verið hætt vegna þess hve dýrt það hefði orðið. Legg ég til að reynt verði að fá hingað í staðinn Pet Shop Boys. Það ætti varla að reynast nærri því eins dýrt og þeir njóta mikilla vinsælda.“ Gangstétt vantar íbúi í Seljahverfi hringdi: „Mig langar að koma með smá- ábendingu til eigenda búðarinnar Kjöt og fískur í Seljahverfi. Það er alveg ófært að hafa enga gang- stétt fyrir framan búðina. Eins og fýrirkomulagið er núna leggja bílar alveg upp við búðina og þeir sem ætla að versla, þar á meðal lítil börn í sendiferðum, þurfa því að ganga fyrir aftan j)á til að komast inn í búðina. Eg á sjálf tvö böm sem fara stundum í sendiferðir og þetta er það eina hættulega á leiðinni. Það er held- ur engin aðstaða fyrir bamavagna upp við búðina sem getur verið mjög bagalegt og hættulegt ef fólk freistast til að skilja bama- vagna eftir upp við bflana. Mér sýnist fljótt á litið vera nægt rými fyrir gangstétt upp við búðina og skora því á eigendur búðarinnar að bæta hér úr.“ Köttur týndist Elín hringdi. Hún týndi fimm mánaða gömlum högna fyrir rúmri viku. Högninn er svartur og hvítur og segir Elín að hann sé með afskaplega sérkennilegt skott, svart og loðið. Ef einhver rekst á köttinn er hann beðinn að hringja í síma 77963. Vextir o g verðbætur of þungur baggi 4192-7828 hringdi: „Ég vil taka undir með Guðr- únu Jacobsen sem skrifaði í Velvakanda sl. þriðjudag um að bæta þyrfti hag þeirra sem tóku lán á árinu 1984 eða síðar. Mér fínnst alveg svívirðilegt hvemig vextir og verðbætur hafa hlaðist utan á þessi lán miklu hraðar en flestir geta staðið undir. Sérstak- lega hlýtur þetta þó að hafa komið illa við ellilífeyris— og örorkuþega sem geta ekki aukið sínar lágu tekjur með aukinni vinnu eins og sumir hafa neyðst til að gera. Ég fékk sjálf lán árið 1984 upp á 120 þúsund krónur en nú hvíla á mér á milli fimm og sex hundmð þús- und og upphæðin hækkar fremur en lækkar þótt ég borgi sífellt meira af láninu. Ég veit að svipað er ástatt fyrir mörgum sem tóku lán á þessum tíma. Ég veit til dæmis um einn sem tók lán á sama tíma og ég og skuldar nú sjö hundmð þúsund sem er mun meira en hann fékk lánað. Ein- hver hlýtur að hagnast á þessu, ríkið eða lífeyrissjóðimir, og því ekki nema sanngjamt að þeir hlaupi undir bagga með þeim sem borga þurfa lánin." Þessir hringdu . . . Slæm aðstaða á Þingvöllum Kæri Velvakandi Við hjónin fómm í útilegu til Þingvalla með tvö yngstu börnin okkar um helgi. Bömin langaði að veiða og til þess að vera þar sem við gætum haft auga með þeim tjöl- duðum við nálægt vatninu, á stað sem kallaður er Ófugsnáði. En þá kom babb í bátinn, kamarinn sem var á þessum slóðum í fyrra var horfínn. Hann var svo sem ekkert snyrti- legur og því síður vel lyktandi en samt betri en ekkert. Hvar á fólk að gera þarfír sínar, á milli trjánna? Það er mikið talað um slæma um- gengni um landið og hreint land — fagurt land en þetta er nú ekki til fyrirmyndar eða hitt þó heldur. Eini kamarinn sem ég sá var rétt hjá þjónustumiðstöðinni, greinilega settur þar fyrir Englendinga og aðra ferðamenn. Eftir verslunarmannahelgina ætlar alltaf allt um koll að keyra vegna slæmrar umgengni. Það verður varla gaman fyrir starfs- menn þjóðgarðsins að hreinsa til á Þingvöllum eftir þá hátíð ef ekki verður gert eitthvað í þessu máli. Látið hendur standa fram úr ermum og komið upp aðstöðu fyrir litla og stóra veiðimenn svo að allir fái tækifæri til að ganga vel um. Hreint land — fagurt land er það sem við viljum. Þingvallafari KANADÍSKU gæðagasgrillin frá bpflil-mate Grillteinarnir með snúningsmótor komnir. Komið og kynnið ykkur kostina. Útsölustaðir: . Bústofn, Smiðjuvegí6, Kúpayogi,— fCfítmiðstöðin, Laugaiœk.— Nýibær, vörilhús. '■ Eiðistorcfi,:Seltjamarneai.~Gfiysii;, Vestdrgötu 2, Reykjavik,- Qtilif, Glgesibæ, Álf- H v-^ÝÍ aeiijamarneai.r- aey&r* yG.spjrgotu z, Hey ±-: ^^: jheimutn 74,rReýlyavik.~ JL^úsið, .Hringbratítl^SÍ^ Tjamargötu 2.— Vestmannaeyjer: VersIunJn Kiettur. ' ;íí 'j'' ‘nW' bAhíhnfnÍCiiÍifttálítto .jÚ.'ÓÍnrná'Jírífíiií^úL Fullar búðir fata. Af nógu er að taka Teg.: 8710. Heilsársfrakki Verð: kr. 9.500,- Efni: GABERDINE. 55% polyester, 45% ull, kamgarn. Teg.: 8708. Sumarfrakki Verð: kr. 6.500,- Efni: 100% polyamide (krumpuefni). KAPGSALAN BORGARTÚNI 22 AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SIMI 23509 Næg bílastæði SÍMl 96-25250 Póstsendum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.