Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 33 Herferð fyrir heiðar- leika við bridsborðið hleypt af stokkunum Hertoginn af Atholl, fyrirliði bridsliðs lávarðadeildarinnar, tekur við Guardianbikarnum af Sir Timothy Kitson fyrirliða neðri deild- arinnar. Rixi Markus stendur á milli þeirra. GuðmundurSv. Hermannsson HELSTU forkólfar bridsmála í heiminum eru nú að hefja herferð fyrir heiðarleika við bridsborðið. Fyrir þessari her- ferð hefúr staðið Bobby Wolff, margfaldur heimsmeistari i brids og nýkjörinn forseti ameríska bridssambandsins. Wolff kjmnti þessa herferð á vormóti ameríska bridssam- bandsins og fylgdi henni síðan úr hlaði með grein í málgagni sambandsins. Þessu hefur verið vel tekið víða um heim og Denis Howard forseti Alþjóða brids- sambandsins hefur sérstaklega vakið athygli á þessu í greinum sem hann hefur skrifað í frétta- blað Alþjóðasambandsins. í grein sinni segir Wolff að allir spilarar eigi að gera sitt besta til að tryggja að heiðarleik- inn ráði ríkjum við spilaborðið. Þetta felist aðallega í femu. I fyrsta lagi eigi að viðhalda þann- ig látbragði og spilahraða að félagi geti engar ályktanir dregið og andstæðingamir leiðist ekki á villigötur; í öðm lagi að einsetja sér að nota ekki ávinning sem fengist hefur á vafasaman hátt, sérstaklega ef andstæðingamir em óreyndir og gefa því högg- stað á sér; í þriðja lagi að útskýra nákvæmlega þær aðferðir sem spilafélagar hafa ákveðið sín á milli, bæði sagnkerfi og sagn- venjur og eins óbeint samkomu- lag sem byggist á fyrri reynslu og tilhneigingum. Og í fjórða lagi að útríma áhættulausum blekki- sögnum. Wolff tekur síðan sérstaklega fyrir það sem hann kallar áhættulausar blekkisagnir. Hann segist nýlega hafa kannað hug talsvert margra „meðalspilara" til blekkisagna og komist að raun um að yfírgnæfandi meirihluti þeirra vill láta banna blekkisagn- ir alfarið vegna þess að þær em oft gefnar án þess að sá sem þær segir sé að taka teljandi áhættu. Wollf gefur eftirfarandi dæmi: Norður opnar á 1 hjarta og suður svarar 1 spaða með: S.43 H.KG863 T.D1042 L.G3 Ef norður má, samkvæmt umtali, ekki stökkva í 4 spaða með 4-lit og 19-20 punkta hefur suður þaraa sagt blekkisögn án þess að taka áhættu. Annað dæmi sem Wolff gefiir er þetta: S.87 H.G84 T.KD9632 L.K5 Með þessa hendi er opnar norður á 2 veikum tíglum og fé- lagi svarar 2 hjörtum. Norður segir 3 lauf og suður 3 tígla sem norður passar. Þar sem norður styður hjartað hvorki við fyrsta né annað tækifæri er ljóst að NS hafa þarna eitthvað óskrifað samkomulag. Ef þetta gerðist í sterku móti og í ljós kæmi að suður átti: S.D652 H.73 T.AG74 L.G83 yrði spilið örugglega kært og skor breytt. A móti óreyndum anstæðingum gætu NS hinsveg- ar sem best komist upp með slíkar sagnir og það er Bobby Wolff nú að reyna að koma í veg fyrir. Illsigrandi kvartett í Ameríkunni Fjórmenningamir frá San Fransisco, Lew Standsby, Chip Martel, Peter Pender og Hugh Ross, voru að vinna enn eitt stór- mótið í Bandaríkjunum um fyrir rúmri viku, í þetta skipti Grand National sveitakeppnina sem þeir hafa raunar unnið tvívegis áður. í þetta skipti var Mike Lawrence með þeim í sveitinni. Mótið var létt hjá sigurvegur- unum í þetta skipti, og úrslita- leikinn unnu þeir með yfir 100 impa mun. Stansby, Martel, Pender og Ross fara síðan til Jamaica í október ásamt Bobby Wolff og Bob Hamman til að veija heimsmeistaratitilinn sem þeir unnu í Brasilíu fyrir tveimur árum. Pakistan vinnur Asíumótið Pakistan hefur borið höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í Mið- Asíu og hefur gert undanfarin ár. Raunar eru það aðeins 6 spil- arar sem eru ábyrgir fyrir þessari stöðu landsins og því er ómögu- legt að segja hvort breiddin er mikil. Pakistan vann fyrir skömmu meistaramót Mið-Asíu og Afríku- sambandsins eins og landið hefur gertsíðan 1981. Þeir sem spiluðu fyrir Pakistan voru Zia íslands- vinur Mahmood, Masud Saalem, Jan-e-Alam Fazli, Munir Ataullah, Nisar Ahmed og Ifík- har Bagal. Þeir fimm fyrsttöldu eru þeir sömu og urðu í öðru sæti á heimsmeistaramótinu árið 1981 og í öðru sæti í keppninni um Rosemblumbikarinn 1986. Pakistan hefur þar með öðlast rétt til að spila á heimsmeistara- mótinu á Jamaica í haust. Hálfirar aldar aldursmunur Hollendingar gætu komið á óvart á Evrópumótinu sem hefst í Brighton eftir rúma viku. Landsliðsvalið hefur einnig kom- ið nokkuð á óvart miðað við þá miklu breidd sem þar er nú. Þannig er Hans Kreyns í liðinu þótt hann sé sennilega kominn vel yfír sjötugt og átti sitt blóma- skeið milli 1960 og 1970 með Bobby Slavenburg. Kreyns spilar við Hans Vergoed og þeir hafa nokkrum sinnum áður spilað saman í hollenskum landsliðum. í liðinu eru einnig tveir ungir piltar rúmlega tvítugir, Leufkens og Westra sem hafa verið mjög sigursælir undanfarið. Þriðja par Hollendinga er síðan Kirchoff og Tammens. Morgunblaðið mun flytja dag- lega fréttir af Evrópumótinu en þeir sem ekki hafa þolinmæði til að bíða næsta dags eftir úrslitun- um geta hringt í þessa tvo síma: 9044 273 720105 og 9044 273 720251 og fengið fréttir af úrslit- um hverrar umferðar. Mótið hefst 2. ágúst og spilaðir verða tveir leikir á dag hvem dag, og lýkur þeim klukkan 14.30-15 og 11.30-12 að íslenskum tíma. Breskir lávarðar betri en óbreyttir Árlegu þingbridskeppninni í Bretlandi lauk nýlega með sigri lávarðadeildarinnar sem hefur þá unnið 7 sinnum en neðri deildin 6 sinnum. Lávarðamir hafa verið mun sterkari síðustu árin, sérs- taklega eftir að besti spilarí neðri deildarinnar, Anthony Berry, fórst í sprengjutilræðinu á árs- þingi breska Ihaldsflokksins fyrir tveimur árum. Kjamakerlingin Rixi Markus á allan heiðurinn af þessari keppni sem alltaf vekur mikla athygli víða um heim. Þótt spilamennsk- an sé ekki alltaf upp á marga fiska þykir þetta skemmtileg hefð og margir hafa gaman af að virða fyrir sér handbragð þess- ara þjóðkunnu Breta. Keppnin nú var heiðruð af nærvem Denis Howard forseta Alþjóða bridssambandsins og J. Ortiz-Patino fyirum forseta sem báðir vom staddir í Lundúnum. byrjendanámskeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva n Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Logi Ragnarsson, tölvufrœðingur Tími: 27., 29. júlí 4. og 6. ágúst kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 BORQARTÚN! 28 ■BnHH NÝTT HÓTEL NÝIR VEITINGASALIR Hótel við Sigtún isr §VVYV. Lundur: Vinalegur veitingasalur í anddyri hótelsins. Staður við allra hœfi. Opinnfrá 07.30 - 21.00. Teigur: Glœsilegur kvöldverðarsalur. Metnaður í matargerðarlist. Opinn frá 18.00 - 23.30. Sigtún 38 Sími 689000. MULTIPLAN Fyrir stjórnendur fyrirtækja Vandað námskeið í notkun töflureiknisins MULTI- PLAIM. Þátttakaendur fá góða æfingu í að nota kerfið og ýmis gagnleg útreikningslíkön, t.d. víxla, verðbréf, skuldabréf, fyrningarskýrslur, skattaút- reikning, fjárhagsáætlaniro.fl. Tilvalið námskeið fyrir stjórnendur sem vilja nota nútíma aðferðir við arðsemisútreikninga og fjár- málastjórn. Dagskrá: ★ Almennt um töflureikna. ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN. ★ Æfingarínotkunalgengustu skipana í kerfinu. ★ Ýmis peningalíkön. ★ Fjártiags- og greiðsluáætlanir. ★ Túlkun ársreiknings á mynd- rænu formi með teikniforritinu CHART. Ath! Með námskeiðsgögnum fylgir disklingur með fjölmörgum gagnleg- um útreikningslíkönum. Tími: 28.-31. júlf kl. 17-20. Innritun daglega frá kl, 8-22 i símum 687590 og S86790, Tölvufræðslan BORGARTÚNt 28 Leiðbeinandi: Óskar B. Hauksson, varkfraeðingur. ■■■MH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.