Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 f „Ekki eru dásmíðir áhlaupaverk“ eftír Aðalstein Jóhannsson í íslendingasögum segir víða frá hagleiksmönnum, sem stunduðu smíðar samfara búskap sínum, enda var hveijum bónda nauðsyn að kunna nokkuð til smíða. Og ekki var smíða- kunnáttan bundin við almenna bændur, heldur voru einnig ýmsir í flokki höfðingja góðir verkmenn við smíðar. T.d. er þess getið að sumir biskupamir voru miklir hagleiks- menn og má þar til nefna Guðbrand Þorláksson og Þórð Þorláksson. Og í framhaldi þar af kemur upp f hug- ann nafn trúarskáldsins mikla, séra Hallgríms Péturssonar. Um hann var ort: Hallgrímur sonur hringjarans hamraði jámið utanlands. Brynjólfur Sveinsson sæmd þá hlaut sveininn að leiða á menntabraut. Þegar Brynjólfur biskup kynntist Hallgrími var hinn síðamefndi við jámsmíðanám í Kaupmannahöfn og höfðu nokkrir íslendingar verið það á undan honum. Komu þeir svo það- an að afloknu námi og vom þá „sigldir" menn og unnu landi sínu vel með iðn sinni. Er fram í sótti urðu þeir menn, sem sköraðu fram úr öðram að hag- leik í sveit sinni eða héraði, eins konar bjargvættir nágranna sinna, að því er varðaði allskonar smíðar, bæði nýsmíðar og viðgerðir. Á þeim bæjum komu upp smiðjur þar sem eldur logaði löngum á afli og heyra mátti högg á steðja. Eg hef í huga að segja hér ofurlít- ið frá einu slíku heimili, sem eg kynntist í æsku minni, þegar eg var tvö sumur á Seljavöllum undir Eyja- flöllum. Þar bjó þá Jón Jónsson með síðari konu sinni, Sigríði Magnúsdóttur frá Rauðsbakka. Hann var fæddur á næsta bæ vestan Seljavalla, Lamba- felli, árið 1866 og var á miðjum sextugsaldri þegar eg var hjá honum. (Um líkt leyti mun hafa verið tekin myndin sem hér birtist af honum.) Fljótt kom fram hjá Jóni mikill smíðaáhugi og óvenjulegir hæfileikar til smíða úr jámi og ýmsum málmum. Þótt heimili Jóns á Seljavöllum hefði aðalframfæri af búskap vann húsbóndinn jafnframt að smíðum seint og snemma, þegar tóm var til eða þarfir nágrannanna kölluðu. Gekk hann þá oft og einatt snemma til smiðju að morgni og smíðaði þar margvíslega hluti. Hann var óefað helzti skeifu- og brennimarkasmjður héraðsins enda vora skeifur hans rómaðar, en þar fyrir utan smíðaði hann ýmislegt úr fínni efniviði, t.d. silfurbúna bauka eða tóbakspontur úr nautshomi. Og verður þó varla sagt að smiðja Jóns væri ríkulega búin verkfæram. En Jón fékkst líka við trésmíði og gat því kallast alhliða smiður. Á byggðasafninu í Skógum era fáeinir smíðisgripir Jóns varðveittir, s.s. fagurlega gert nálhús og stór kaffíkanna úr messing (sbr. mynd), og mun hann að sögn hafa gert fjór- ar slíkar könnur, sem bera smiðs- höndum Jóns gott vitni. Þar er um dásmíð að ræða. Jón á Seljavöllum var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Ragnhildi Sig- urðardóttur frá Hvammi undir Eyjaflöllum, átti hann fjögur böm en missti hana eftir 15 ára hjúskap árið 1903. Nokkru síðar kvæntist hann Sigríði Magnúsdóttur, sem fyrr var nefnd og áttu þau hjónin sjö böm. Tólfta bamið á heimilinu var drengur sem Sigríður hafði átt með manni sem fórst í sjóslysi áður en hún kom að Seljavöllum. Hann ólst upp sem fóstursonur Jóns á Seljavöll- um og hét einnig Jón. Af þessu má marka það að mjög hefur þurft að gæta að þörfum heim- ilisins og halda vel á spöðum. Mun afkoman hafa verið nokkuð góð eftir atvikum, enda tóku eldri bömin til hendinni við bústörfín, þegar þeim óx fískur um hrygg. En hagsýni varð að gæta í öllum hlutum, og var fjölskyldan samhent í því efni. Hefur þá komið sér vel fyrir húsbóndann að geta drýgt tekjur sínar með smíðavinnu sinni, þótt sjálfsagt hafí hún ekki ætíð verið fullborguð. En í byijun þriðja áratugar, þegar eg var þar á bæ, var gamli tíminn ennþá við lýði, og stendur mér eitt dæmi um það ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Heimilisfólkið stóð úti á hlaði í blíðskaparveðri, svo að varla bærði vind. Húsmóðirin var gengin inn í eldhúsið, sem var torfhýsi með hlóðareldstæði — hún ætlaði að hita vatn í morgundrykkinn handa fólk- inu. Eldsneytið var mór og gekk henni illa við að koma í hann glóð, því að trekkur var sama og enginn. Eftir alllanga stund kom hún út á hlaðið aftur með tár í augum og vel dökk í andliti eftir móreykinn. Lítið dæmi um lífsbaráttu, sem þekkist ekki lengur. Eitt atvik er mér minnisstætt. Jón bóndi þurfti að fjölga hestum sínum. Allir sem verið hafa í sveit geta get- ið sér til hvemig athöfn þurfti að fara fram. Við krakkamir höfðum pata af framvindu þessa máls og voram náttúrlega forvitin. En Jón bóndi valdi úr hópnum eftir aldri. Eg var á þessu ári 8 ára og var því ekki gjaldgengur fyrir athöfnina. Allt fór þetta fram eftir ströngum siðareglum, og hefði þvi varla verið að skapi Jóns bónda, það sem sagt var frá nýlega í fréttum um nokkuð svipaðan atburð. Þessir heiðursmenn litu nokkuð öðram augum á slíkt en nú er gert af þeim sem fræðslu hafa fengið í Svíþjóð og telja það geta heyrt undir list, séu saklaus dýr æst upp til illskuathafna. En nóg um það. Eins og fram hefur komið var bammargt á Seljavöllum í þann tíð. En sá hópur komst allur vel til manns. Bömin námu fyrst heima- fræði margskonar, sem dugðu þeim vel. Eg fékk líka tækifæri til að nema án skólagöngu ýmislegt, sem fram fór á heimilinu. Eg var aðeins 8 og 9 ára þessi sumur og fannst mér að húsbændumar hafí haft einstakt lag á að þroska bömin, sem bæði vora eldri og yngri en eg. Aldrei heyrðist styggðaryrði frá foreldranum. Mikið var haldið upp á ýmis stórskáld okk- ar.og er mér vel í minni að Þorsteinn Erlingsson var í miklu uppáhaldi enda fæddur undir Fjöllunum. Kvæði hans um fuglana og fleiri dýr vora í hávegum höfð, ekki sizt „Sólskrílq- an“ hans. Hér skal tilgreint eitt erindi ljóðsins: Hún kvað um sitt fíöibreytta Qalldala skraut, hve frítt er og rólegt að eiga þar heima, hve mjúkt er í júní í ljósgrænni laut, hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma, og hvað þá er indælt við ættjarðarskaut um ástir og vonir að syngja og dreyma. Elztur bama Jóns bónda á Selja- völlum var Guðjón. Hann kom til Vestmannaeyja ungur maður og gerðist nemandi fóstra míns, Th. Thomsens vélsmíðameistara. Guðjón var meðal fyrstu nemenda hans og leyndi sér ekki að hann hafði erft hæfíleika föður síns til smíða. Allt lék í höndum hans. Lauk hann námi í vélsmíði með ágætum vitnisburði. Guðjón ílentist í Eyjum upp frá þessu. Hann vann um nokkum tíma áfram hjá fóstra mínum, unz honum gafst tækifæri til að eignast eigin smiðju. Guðjón kenndi Vigfúsi bróður sínum vélsmíði svo og Jóni fósturbróður sínum en Sigurður bróðir þeirra lærði Jón Jónsson bóndi og smiður á Seljavöllum. Enn sækja Eyfellingar Seljavallalaug og einnig margir aðrir, sem leið eiga um Eyjafjallasveit, ekki sízt þegar sól skin í heiði að sumarlagi. Þá er að því hressing til líkama og sálar að staldra þar við um stund, því að umhverfið er svipmikið þarna „inn milli fjallanna." hjá Thomsen. Brátt fór gott orð af kunnáttu Guðjóns og lipurð. Vest- mannaeyjar vora á þessum tíma í mikilli uppbyggingu og vora því næg verkefni fyrir tvær vélsmiðjur. Árið 1925 hættir Thomsen rekstri vél- smiðju sinnar og selur hana einum úr hópi fyrri nemenda sinna, en Guðjón gengur með tveimur öðram nemendum Thomsens í félagsskap, og stofna þeir þrír og seinna yngri bróðir Guðjóns í félagi nýja smiðju, stærri og fullkomnari en hina eldri, vélsmiðjuna Magna. Verður Guðjón þá einn af aðalráðamönnum í þess- ari iðngrein í Vestmannaeyjum. Svo mikils meta útgerðarmenn kunnáttu og hjálpfysi Guðjóns í sambandi við rekstur þeirra, að þeir sameinuðust um að gefa Guðjóni nýjan amerískan fólksbíl þegar hann var fímmtugur Aðalsteinn Jóhannsson Guðjón Jónsson vélsmiður í Vest- mannaeyjum. eða litlu síðar. Munu ekki vera mörg dæmi um slíkan vináttuvott. Varð bíllinn Guðjóni til mikillar ánægju. Fór hann lengi árlega á honum heim að Seljavöllum og heilsaði upp á frændfólk og vini undir Fjöllunum. Höfðingsskapur og samstaða útgerð- armanna í Eyjum var á orði höfð, og þóttu þeir menn að meiri fyrir vikið. Jón Jónsson á Seljavöllum andað- ist á sjötugasta aldursári 1936. Þijú barna hans era enn á lífí, Magnús vélsmiður í Vestmannaeyjum, Þor- steinn bóndi á Sólheimum í Mýrdal og Anna á Seljavöllum, sem bjó þar með Óskari Ásbjömssyni manni sínum í þijá áratugi og fjögur ár að honum látnum, unz Grétar sonur þeirra hjóna tók við búi þar 1971 ásamt konu sinni, Vigdísi Jónsdóttur frá Rifshalakoti. Dvelur Anna þar nú í skjóli þeirra hjóna, komin fast að áttræðu. Hér skulu böm Jóns talin í aldurs- röð. Af fyrra hjónabandi: Guðjón, Dýrfinna, Guðrún og Sigurður. Af síðara hjónabandi; Ragnhildur, Anna, Magnús, Þorsteinn, Vigfús, Ágúst og Asta. Ágúst var einn smið- urinn enn í bamahópnum. Hann rak blikksmiðju í Hafnarfírði. Að einu leyti öðra en smiðjunni hans Jóns höfðu Seljaveliir sérstöðu, og er vert að greina stuttlega frá því í framhaldi af smíðaþættinum. í fjórða bindi Sunnlenzkra byggða segir fræðimaðurinn kunni, Þórður Tómasson, þannig frá: „Við suðausturhom Lambafells- heiðar, þar sem Langá fellur fram úr gljúfri og beygir til suðvesturs í Einn af smíðagripum Jóns á Seljavöllum: Stór kaffi- Bærinn á Se(javöllum í Austur-Eyjafjallahreppi. kanna, nú safngripur á byggðasafninu í Skógum. stefnu á Lambafell, era nokkrar upp- sprettur um 60 gráðu heitar og ber Laugará nafn af þeim. Séra Magnús Torfason í Eyvindarhólum getur þess í sóknarlýsingu sinni 1840 að þá hafí „menn nýlega hlaðið fyrir þessa bunu og myndað laug af“. Um alda- mótin 1900 var þar enn baðlaug hlaðin úr torfí og gijóti og notuð stöku sinnum. Árið 1922 byggðu æskumenn sveitarinnar þama hlaðna laug, 9 m langa. Ári síðar leysti hana af hólmi 25 m steinsteypt sund- laug. Seljavallalaug var lengsta sundlaug landsins til 1936 og í henni hófst fyrst framkvæmd skyldunáms í sundi hér á landi árið 1927 (sama ár í Vestmannaeyjum). Laugin laðar að sér fjölda fólks á hveiju sumri og dregur ekki úr að hún er byggð í sérstæðu og fögra umhverfí. Árið 1977 var lögð hitavatnsleiðsla frá laugunum heim að Seljavöllum og hefur reynst vel.“ Hér er svo þvi við að bæta að núverandi bóndi, Grétar Óskarsson, dóttursonur Jóns smiðs og bónda, er að koma sér upp heimalaug með rennsli frá uppsprettunni hjá Selja- vallalaug, sem er talsverðan spöl frá bænum. Ungmennafélagið Eyfellingur stóð að gerð Seljavallalaugar, og er það í samræmi við frásögn Þórðar um að þar hafí æskumenn verið að verki. í fyrmefndri bók segir Jóhann Al- bertsson um þetta framtak: „Sundlaugin er kveikjan að stofn- un félagsins. Hún er nú 25 m á lengd, allt að 10 m á breidd og var lengi með stærstu sundlaugum landsins. Hún stendur rétt framan við gljúfur Laugarár og myndar klettaveggur norðurhlið hennar. Búningsklefar vora fljótlega reistir. Lauginni hefur verið haldið svo við sem geta hefur verið til, en erfítt er fyrir févana ungmennafélag að halda slíku mannvirki í góðu horfí. Öll störf við byggingu og viðhald laugarinnar hafa verið unnin í sjálfboðavinnu. Sumarið 1979 var laugin endurbætt og lagfærð til muna, að nokkra fyrir styrk úr sýslusjóði Rangárvallasýslu. Fleiri aðilar hafa veitt fé til laugar- innar." I því sambandi er vert að nefna Hallgrím Benediktsson stórkaup- mann, sem gaf sement til endumýj- unar á laugarveggjum, eftir að skriða eða flóð höfðu unnið á henni vera- legt tjón. Þetta mun hafa verið á stríðsáranum þegar mikill hörgull var á sementi. I fyrrgreindu heimildarriti um sunnlenzkar byggðir fínnst þess einnig getið að Ungmennafélagið Trausti í Vestur-Eyjafjallahreppi og Ungmennafélagið Dagsbrún í Áust- ur-Landeyjum hafa um skeið átt aðgang að Seljavallalaug. T.d. starf- rækti Umf. Trausti þar árlega sundkennslu meðal skólabarna í hreppnum. Greiddi þá félagið sjálft laun kennarans en sveitarsjóður leig- una fyrir laugina. Svipuð eða sama mun hafa verið raunin að því er Austur-Landeyinga áhrærði. — Um árabil kenndi Eyfellingurinn Leifur Auðunsson frá Dalsseli sund í Selja- vallalaug. Dalssel er í tölu Hólma- bæja, sem heyra til Vestur-Eyja- fjallahreppi, enda þótt þeir standi vestan Markarfljóts eins og farvegi þess er nú háttað. Leifur Auðunsson, sem var fæddur 1907, stofnaði nýbý- lið Leifsstaði í Austur-Landeyjum árið 1954 með kaupum úr landi Voðmúlastaða og síðar Bólstaðar. Leifur andaðist árið 1978, en fjöl- skylda hans býr á jörðinni sem ber hans nafn. Síðara sumarið, sem eg var á Seljavöllum, var nýja laugin komin í gagnið. Þarna opnaðist nýr heimur fyrir okkur krakkana. Við lærðum öll að synda á auðveldan hátt. Fylgzt var grannt með athöfnum okkar, að allt væri í góðu lagi. Og eg held að sjaldan hafí nokkuð gengið úr skorð- um. Minningar frá vera minni á Seljavöllum eru með sérstökum hætti hugljúfar. Enn sækja Eyfellingar Seljavalla- laug og einnig margir aðrir, sem leið eiga um Eyjafjallasveit, ekki sízt þegar sól skín í heiði að sumarlagi. Þá er að því hressing til líkama og sálar að staldra þar við um stund, þvi að umhverfið er svipmikið þama „inn milli fjallanna." Höfundur er tæknifræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Á. Jóhannsson ogSmith h/f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.