Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 29
OPNUÐ verður málverkasýning í nýjum sýningarsal, Gallerí Sig- tún, í Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, laugardaginn 8. ágúst. Það er Torfi Harðarson sem sýn- ir þar 23 pastelmyndir, flestar unnar á þessu ári. Torfi Harðarson er fæddur í Reykjadal í Hrunamannahreppi 27. janúar 1953. Til Reykjavíkur flutt- ist Torfí 1971 og hefur búið þar síðan en sækir myndefnið mikið á æskustöðvamar. Þetta er sjöunda einkasýning Torfa. Sýningin er sölusýning og stend- ur til 24. ágúst nk. INNLENT MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/Júlíus Nú verða menn að borga sig inn á bilastæðin bak við Stjöraubíó. Ævintýraferðin hafin og stefnan tekin út Eyjasund. Morgunblaðið/Árni Hclgason Ævintýraferðir um Breiðafjörð með Brimrúnu og Hafrúnu Laugavegur: Óánægja meðal íbúanna vegna stöðumælanna NOKKURAR óánægju hefur f gætt meðal íbúa í nágrenni Stjörnubíós vegna uppsetningu stöðumæla á bílastæði bak við bíóið. Meðal annars hefur fólk hringt til Morgunblaðsins og kvartað yfir að nú sé mjög erfitt fyrir íbúa nærliggjandi húsa að leggja bílum sínum án þess að þurfa að borga fyrir það. Á bak við Stjömubíó em 40 merkt bílastæði, og verða menn nú að borga fyrir að leggja bílum sínum þar í svokallaðan §öl- mæli. Ólafur Guðmundsson, aðstoð- argatnamálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að honum hefðu ekki borist neinar kvartanir vegna þessa máls. Aðspurður sagði Ólaf- ur að hægt væri að leggja bílum endurgjaldslaust við Grettisgötu, en hins vegar væru stöðumælar allstaðar við Laugaveginn, og við sumar aðrar götur í nágrenninu. Fjölmælirinn umdeildi. Morgunblaðið/Júlíus SJÁLF SAU Málverka- sýning í Holiday Inn Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Eigendur Dalíu, Þórir P. Agnarsson og Lára G. Viihjálmsdóttir. Dalía: Opnuð blóma og gjafavöruverslun BLÓMA og gjafavöruverslunin Dalía var opnuð við Grensásveg 50 á fimmtudag síðastliðinn. í Dalíu verða á boðstólum pottad- alltblóm, afskorin blóm, brúðar- vendir, mlisskreytingar, kransar og fleira. Starfsmenn sérhæfa sig í gerð sængurkvennavanda. Einnig verður þar seld gjafavara af ýmsu tagi. Verslunin verður opin frá kl. 9. 00-22.00 alla daga. Vestmannaeyjum. UM helgina var sjósettur í Vest- mannaeyjum nýr tæplega fjögurra tonna plastfiskibátur. Þetta var fyrsti báturinn sem nýtt fyrirtæki, Eyjaplast hf., afhendir en það hyggst í framtí- ðinni framleiða þrjár tegundir plastfiskibáta. Nýi báturinn er hefðbundin trilla, svokallaður færeyingur. Var bátn- um gefíð nafnið Seila SU 81, eigandi Anton Bogason á Eskifírði. Báturinn er frambyggður, 7,70 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd, 3,86 brúttórúmlestir. í bátnum er 52. hestafla Perkings vél, radar, dýptarmælir, talstöð og tvær DNG tölvustýrðar færavind- ur. Pullsmíðaður bátur fyrir utan vél ogtæki kostar 844.000 krónur. Eyjaplast hf. er fjölskyldufyrir- tæki þeirra Sigurðar óskarssonar og Þórðar Svanssonar og er Þórður framkvæmdastjóri. Þeir félagar sögðu í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu hug á því að fram- leiða þijár gerðir af plastfískibát- um, hefðbundna trillu eins og þá sem afhent var um helgina og tvær gerðir af planandi hraðfiskibátum. Bátana verður hægt að fá afhenta á hvaða byggingarstigi sem kaup- endur óska eftir. „Við erum að þróa upp hin mót- in og athuga með nýjungar, en meðan við erum að fínna okkur í þessari framleiðslu og læra inn á markaðinn, munum við einbeita okkur að þessum hefðbundna báti. Þessi gerð hefur fengið áratuga reynslu og verð mjög eftirsótt," sögðu þeir Sigurður og Þórður. Þeir sögðust vera bjartsýnir á reksturinn. „Við höfum orðið varir við geysimikla eftirspum eftir bát- um af þessari gerð. Það er því útlit fyrir að við fáum yfírdrifín verkefni í nýsmíðinni og við munum koma til með að þurfa að bæta við okkur starfsmönnum.“ Eyjaplast hefur, auk þess að smíða báta, sérhæft sig í lenging- um á 23 feta Mótunarbátum og annast um ýmsa aðra plastvinnu, svo sem viðgerðir á plastkörum og fískikössum. -hkj. ---— .......... Stykkishólmi. EYJAFERÐIR sf. í Stykkishólmi, hófu í fyrra, eins og áður hefir verið sagt frá í fréttum, ferðir um ævintýraríkar slóðir á Breiða- firði og í þeim tilgangi keypti fyrirtækið 22 sæta hraðferða- skemmtibát, sem var gefið nafnið Brimrún. Þessari hugmynd hafði oft skotið upp, en nú urðu fyrst til að framkvæma hana þau hjónin Svanborg Siggeirsdóttir og Pétur Ágústsson skipstjóri og útgerðarmaður. Fengu þau ásamt félögum sínum byggðan traust- an og góðan bát. Þau Svanborg og Pétur könn- uðu síðan merka staði og hófu ferðir, bættu við stöðum, svo nú er þessi leið komin út á korti sem hveijum farþega er látið í té og merkt greinilega. Sumarið í fyrra reyndist líka þannig að aðsókn að þessum ferð- um var meiri en gert var ráð fyrir og því var það að Eyjaferðir sf. fengu annan bát í viðbót sem tek- ur 8 farþega í sæti og var hann skýrður Hafrún. Var það ekki að ófyrirsynju, enda verða þessar ferðir eftirsóttari með hveijum mánuði sem líður. í ferðum þess- um er leiðsögn sem segir frá bæði stöðunum og merkum atburðum, farið fram hjá byggðum og óbyggðum eyjum, farið um strau- mana, og er það eitt út af fyrir sig sem vert er að skoða. Þá er fuglalíf eyja skoðað um leið og þar er rennt framhjá. Á sínum tíma var mikið rætt um sjávarfallaorku og þess skal minnst að Stein- grímur Jónsson, rafmagnsstjóri í Reykjavík, hafði þar mikinn áhuga, skrifaði um hana og taldi það mikils virði að beisla þennan kraft. Hann gerði sér ferðir hingað og meðal annars skoðaði hann hvemig ábúendur Brokeyjar not- færðu sér þessa orku sem aflgjafar um áraraðir. Með ferðum þessara báta kynnast menn þessari orku af eigin raun og ekki er vafí á að tillögur Steingríms eiga eftir að fá aftur mikinn byr. Þama gæti orkumálastofnun unnið gott verk. Fréttaritari tók sér far, ásamt gestum sínum, með Brimrúnu einn daginn og varð hann mjög hrifínn af hveiju einasta atviki. Er hann ekki í vafa um sannnefnið ævin- týraferðir og telur að ferðamenn auki miklu við ánægjuna með því að láta þessi tækifæri ekki ónot- uð. Aðilar Eyjaferða eiga mikla þökk fyrir þetta ágæta framtak. — Arni V estmannaeyjar: Eyjaplast hefur afhent fyrsta plastfiskíbátinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.