Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Bretland: Kynntu fyrstu tal- þýðingartölvuna Reuter Hvassir vindará Filippseyjum Að undanförnu hefur verið stórviðrasamt í Austurlöndum fjær — fellibylir og- flóð dunið á lýðum. Meðfylgjandi mynd var tekin í úthverfi Manilu, höfuðborgar Filippseyja, í gær. Nokkrir fiskimenn létu lífið, en að öðru leyti var ekki um mikla eyðileggingu að ræða. Mannfjöldaþróun í heiminum: Hlutfall aldraðra fer hratt vaxandi Martlesham Heath, Englandi. Reuter. FÓLKI sem á í erfiðleikum með að læra erlend tungumál hefur borist góð liðveisla úr heimi hátækninnar — vél sem annast getur þýðingar fyrir það. Þeir, sem talið hafa, að góð enskukunnátta, leysti þá undan frekara málanámi, munu nú geta átt samræður á frönsku fyrir til- stilli tækis, sem breska símafélag- ið British Telecom segir að sé fyrsta hraðvirka tal-þýðingartöl- van. Fyrirtækið kynnti þessa nýjung í rannsókna- og tilraunastöð sinni í Martlesham Heath í Suðaustur- Englandi á miðvikudag. Setjum svo, að notandinn ætli í viðskiptaferð til Frakklands. Kína: Kynlíf aldr- aðra enginn brandari held- ur heilsubót Peking. Reuter. KYNLIF aldraðra er „heilsubót", sem hægir á öldruninni og kemur í veg fyrir kvilla, sagði Kínverska Dagblaðið á miðviku- dag. „Og þess vegna ætti ekki að hafa það í flimtingum.“ Kínverska þjóðin ætti að breyta gömlu vanahugmyndum sínum um, að kynlíf sé eingöngu fyrir ungt fólk, en sé hlægilegt og skammar- legt, þegar aldraðir eigi í hlut, segir blaðið í fréttafrásögn frá ráðstefnu í Shanghai, þar sem íjallað var um heilbrigðisvandamál aldraðra. Sérfræðingar sögðu, að rann- sóknir sýndu, að það væri „ekki einasta skynsamlegt fyrir aldrað fólk að lifa eðlilegu kynlífí, heldur er það heilsubót". Kynlíf hjálpaði öldruðu fólki einnig við að komast fram úr erfíðleikum daglegs lífs, sagði blaðið. Nýleg könnun sýndi, að af 1000 manns á aldrinum milli 60 og 70 ára, höfðu 600 enn áhuga á kynlífi. „Sérfræðingar á ráðstefnunni kvörtuðu yfir því, að kynlíf aldraðra hefði lengstum verið hunsað og jafnvel átt undir högg að sækja vegna gamalla hleypidóma," sagði blaðið. Lundúnum, Reuter. VERÐ breskra verðbréfa er nú lágt eftir metsölu í fyrradag, sem varð vegna óvæntrar útl- ánsvaxtahækkunar breskra banka. Kauphallarvísitala The Financ- ial Times yfír 100 helstu verðbréf var tæplega 30 stigum lægri við opnun kaupahallarinnar í gær- morgun en við lokun kvöldið áður og klukkan tíu hafði hún enn fall- ið um 34,7 stig íu viðbót. Markað- urinn i Frankfurt og París varð stöðugari eftir vöxt í Wall Street og Tókíó. í fyrradag lækkaði vísitalan í fyrstu um 70,6 stig — mesta fall frá upphafi — en áður en dagurinn Hann hringir þá til gestgjafa síns þar í landi til að biðja hann að útvega sér gistingu. Þegar við- komandi hefur náð sambandi, segir hann á ensku: „Gjörið svo vel að panta eins manns herbergi með baði.“ Tölvan hefur sam- stundis þýðingarstarfíð og kemur skilaboðunum á framfæri á frönsku með vélrænni rödd. Síðan tekur hún við svarinu og skilar því til baka á ensku. „Þetta er umtalsverður áfangi frá tæknilegu sjónarmiði," segir David Merlo, forstöðumaður rann- sóknastöðvarinnar. Það versta við þetta allt saman er, að þýðingargeta tölvunnar er mjög takmörkuð, og eru ár og dagar, þangað til tækið nær um- talsverðri fæmi. I þessari sjálfvirku tal-þýðing- artölvu sameinast þrenns konar tækni: Raddskynjari, sem tekur á móti boðum; gervigreind, sem leit- ar uppi orðasambönd í þar til gerðri rafeindaskrá; og hljóðger- vill, sem kemur boðunum á framfæri á erlenda málinu. Að sögn Merlo er það einkum fyrstnefnda atriðið, raddskynjun- in, sem takmarkar getu tölvunnar. Enn sem komið er, er tölvan „háð mælandanum“; hún verður að „þekkja rödd húsbónda síns“. Hún kannast aðeins við orðasamband, ef það hefur verið hljóðritað með rödd notandans og vistað í hug- búnaðinum í þeirri mynd. I öðru lagi ræður tölvan einung- is við afmarkaðar hljóðeiningar - og verður að hafa þögn á eftir hveiju orði, til þess að hún þekki það. Loks háir orðfæðin mikið, þar sem skráin tekur aðeins 100 lykil- orð. Þó getur tölvan greint á milli um 400 orðasambanda, sem al- geng eru í viðskiptabréfum. En að sögn tæknimanna British Telecom verður unnt að auka fæmina og fjölga í orðaskránni, svo að tækið geti gert samræður mögulegar, ekki aðeins millj ensku og frönsku, heldur einnig þýsku, spænsku, ítölsku, sænsku og ann- arra tungumála. Fyrirtækið vonast til, að innan fimm ára verði tölvan orðin álitleg- ur kostur við hlið dýrra þýðenda og túlka, þegar fjölþjóðafyrirtæki þurfa á þýðingarþjónustu að halda. var allur reyndist fallið „aðeins" nema um 56 stigum, sem samt sem áður er met. I upphafi árs var vísi- talan 1.680 stig og hinn 16. júlí var hún orðin 2.443 stig, sú hæsta frá upphafí. Á gjaldeyrismarkaðnum er nú talið — verði hagtölur eitthvað í líkingu við það sem spáð hefur verið — muni vextir hækka enn meira. Að undanfömu hefur getum verið að því leitt að verðbólga muni gera vart við sig á næstunni og hefur það enn aukið á óvissu og verðfall á verðbréfamarkaðn- um. Þá hefur gull- og olíuverð einnig verið óvisst að undanfömu, ekki síst með tilliti til hræringa á Persaflóa. Hlutfall aldraðra af heildar- mannfjölda í heiminum fer sífellt vaxandi og 23 ríki hafa nú meira en tvær milljónir aldraðra þegna hvert fyrir sig. Þá er miðað við að aldraðir séu þeir er náð hafa 65 ára aldri. I skýrslu, sem bandaríska manntalsskrifstofan hefur gefið út og nefnist „An aging world“ (Aldraðri heimur), er sagt að fjölgun aldraðra sé „einstaklega skýr vitnisburður þess að lífskilyrði hafi batnað“ og bent er á betri heilbrigðis- þjónustu sem orsök þess að fólk lifi nú lengur en áður. „Hrattvaxandi fjöldi aldraðra er félagslegt fyrirbrigði sem ekki á sér fordæmi í sögunni og þessi þróun mun breyta stöðluðum hugmyndum um aldraða" segir í skýrslunni sem birt var fyrir skömmu. Höfundar hennar eru Barbara Boyle Torrey, Kevin G. Kinsella og Cynthia M. Taeuber. Hlutfall aldraðra af fjölda heims- búa hækkar að meðaltali um 2,4% á ári. Þetta er mun meiri aukning en á heildarmannfjölda heimsins árlega. Áætlað er að tala aldraðra muni hækka úr núverandi 290 millj- ónum upp í 410 milljónir árið 2000. Heimsbúar eru nú taldir vera rétt um fímm milljarðar og er árleg §ölgun um 1,7%. Lífslíkur hafa einnig aukist hratt og- fólk yfír áttræðu er nú 14% af samanlögðum fjölda aldraðra í heiminum. Sums staðar er talið að háöldruðu fólki muni fjölga hlut- fallslega meira en öðrum hópum aldraðra fram á miðja næstu öld. Lífslíkur í Japan eru um 77 ár og með þeim hæstu í heimi. „Óvænt fjölgun aldraðra hefur ýmis konar efnahagslegar afleið- ingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur, stjómendur og skipuleggjendur um allan heim, sérstaklega hvað varðar aukna heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða", segir einnig í skýrslunni. Langvarandi hrömunarsjúkdómar gætu skyndilega orðið stórfellt vandamál í þróunarlöndum þar sem fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigð- ismálum em ekki útbreiddar og er skortur á þjónustu við aldraða þeg- ar orðinn áberandi hjá þessum þjóðum. „Allar þjóðir heims verða að fjár- festa gífurlega í heilbrigðisgeiran- um ef þær ætla sér að veita áfram jafn góða þjónustu og nú“, segja skýrsluhöfundar að lokum. í Svíþjóð voru 17% þjóðarinnar yfír 65 ára aldri árið 1985 og er þetta hærra hlutfall aldraðra en hjá nokkurri annarri milljónaþjóð. Þetta er svipað hlutfall og í Florida-fylki í Bandaríkjunum en þar hefur fjöldi eftirlaunaþega sest að. Hlutfall aldraðra í Japan vex ótrúlega hratt. Næstu 26 árin er gert ráð fyrir að hlutfall aldraðra þar í landi muni vaxa úr 7 af hundraði í 14 en sam- ÞRÁTT fyrir að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins breska hafi í fyrradag samþykkt að ganga til sameiningar við Frjáls- lynda flokkinn, er ekki þar með sagt að flokkamir séu nú eitt. Mjótt var á mununum í atkvæða- greiðslunni, aðeins munaði sex hundraðshlutum og David Ow- en, sem nú hefur sagt af sér sem leiðtogi jafnaðarmanna, segir að fimmtíu og sjö hundraðshluta meirihluti sé alls ekki sannfær- andi. Owen sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann myndi áfram sitja á þingi fyrir kjördæmi sitt, Plymo- uth, sem jafnaðarmaður og halda áfram baráttu sinni fyrir jafnaðar- stefnu. Einnig eru ýmsar hindranir enn í vegi sameiningarinnar í flokks- kerfi beggja flokka. í fram- kvæmdastjóm Jafnaðarmanna- flokksins hafa stuðningsmenn Owens — andstæðingar samein- ingarinnar — meirihluta. Það er í verkahring ffamkvæmdastjómar- innar að skipa nefnd, sem semja svarandi þróun tók 66 ár í Banda- ríkjunum. Á Islandi eru 65 ára og eldri nú um 10% þjóðarinnar. Starfshópur á vegum Framkvæmdanefndar um framtíðarkönnun, er þáverandi for- sætisráðherra skipaði 1984, gerði mannQöldaspá og er í henni gert ráð fyrir að þetta hlutfall verði kom- ið upp í rúm 17% um árið 2020. Þær tilraunir, sem nú eru gerðar til að lækka fæðingatíðnina í Kína, gætu haft í för með sér að 40 af hundraði þjóðarinnar yrðu 65 ára eða eldri um miðbik næstu aldar. Ibúafjöldi { Kína er nú liðlega einn milljarður. á drög að flokkslögum og stefnu- skrá fyrir hinn nýja flokk og leiða samningaviðræðumar við Fijáls- lynda flokkinn. Einnig er eftir að kjósa um sameininguna innan raða fijálslyndra, og til þess kemur ekki fyrr en í haust, eftir að báðir flokk- ar hafa haldið landsþing. Hið stefnumarkandi „Ráð jafn- aðarstefnunnar" innan Jafnaðar- mannaflokksins þarf einnig að samþykkja breytingu á flokkslög- um og til þess að hún gangi í gegn þarf tvo þriðju atkvæða. Búist er við að ráðið taki málið fyrir í jan- úar. Að lokum þurfa svo jafnaðar- menn að taka lokaákvörðun um sameininguna í nýrri allsheijarat- kvæðagreiðslu. David Steel, formaður fijáls- lyndra, sagði í gær að hann byggist við að flokkamir yrðu sameinaðir að fullu á næsta vori. Hann sagði jafnframt að hann efaði að hann gæfí kost á sér í embætti flokks- formanns. „Ég lít þannig á málið að það þurfí mann, sem er hvorki David Steel né David Owen,“ sagði hann. Viðskipti: Verðbréf lækka og gengi óstöðugt Verðbólguspár kynda undir Sameining miðflokkanna í Bretlandi: Enn er langt í land Lundúnum, Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.