Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Apablóm - Mimulus Upp úr miðju sumri fjölgar þeim plöntum í húsagörðum, sem gleðja augu vegfarenda eða „garðskoðenda" og m.a. er þar ein sem nokkuð skrautleg getur talist, sérstaklega við nánari skoð- un. Planta þessi er Mimulus, sem hér gengur undir því undarlega nafni Apablóm. Af þessari ættkvísl munu vera til um 100 teg. í heiminum, en þær sem mest ber á f ræktun hér á landi virðast vera komnar frá Ameríku eða Aiaska alla leið suður til Chile. Blóm apablómsins eru trektlaga og liturinn er nær ætíð guiur með brúnum eða rauðum doppum, en einnig finnast rauð meðal tegundanna. Þegar á heiid- ina er litið eru plöntur þessar fjölærar, enda þótt þær séu oft ræktaðar hér og seldar sem sum- arblóm. Auk þeirra tegunda sem hér verða tíundaðar, eru að sjálf- sögðu ótal afbrigði í ræktun, og ber gjaman meira á þeim í görð- um en upprunalegu tegundinni. Flestar þeirra virðast dafna best í rakri mold, dálítið fijósamari, en sennilega er skynsamlegt að stilla áburðargjöf í hóf, einkum köfnunarefninu, til að forðast óæskilegan ofvöxt, enda er þeim þá hættara við að leggjast út af. Stilkar apablómanna eru nefni- lega vægast sagt naumast byggðir fyrir okkar vindasama land. Tegundin Mimulus luteus, sem vex frá Alaska til Mexíkó er nokk- uð hávaxin (30—35 sm) og ber ljósgul blóm með rauðum doppum í kverk sinni. Þá er frænka henn- ar M. guttatus, sem fyrirfínnst í Alaska og eitthvað suðureftir N- Ameríku, þeim kostum búin að vera lágvaxin (10—15 sm) og hafa stór, gul blóm með rauðum eða brúnum doppum í blómgininu. Blöð þessarar tegundar eru mjög safarík og talin hin ágætustu til átu sem salat. M. tigrinus (Tígur- blóm) er svipað að hæð með brúnum blettum í gulum blómum. M. Cupreus frá Chile er með stór, kopargul blóm, lágvaxin (15—25 sm). Ut af þeirri tegund eru kom- in mörg athyglisverð afbrigði, t.d. Bees Dazzler, með skærrauð blóm. Ekki verður komist hjá að minnast á tegund eina frá Kali- fomíu, þó hún sé kannske ekki mjög mikið í ræktun núna, en það er Mimulus moschatus. Planta þessi, sem er lágvaxin og skriðul með hreingul blóm, var dregin fram í dagsljósið af David nokkr- um Douglas árið 1826. Hún varð mjög fljótt vinsæl þekjuplanta í Englandi ekki síst vegna sér- kennilegs ilms sem stafaði af henni (musk). Reyndar varð planta þessi einnig ein eftirsótt- asta pottaplanta þar í landi vegna fyrmefnds ilms sem barst þægi- lega um stofur þar sem hún óx. En svo skeður það um árið 1914, sem erfitt hefur reynst að út- skýra, að ilmur plöntunnar hverfur, mörgum vísindamannin- um til mikillar furðu. Sennileg skýring er talin vera sú, að upp- runalegu plöntumar eða plantan hafí fyrir hreina tilviljum verið einstakt „ilmandi" afbrigði, því þegar farið var að svipast um eftir nýjum plöntum frá Kali- fomíu, fundust þar engar sem báru þennan ilm. Fjölgun plönt- unnar í Englandi átti sér nær eingöngu stað með sáningu, en ekki teknir græðlingar, sem e.t.v. skýrir hvemig ilmurinn gat horfíð úr blómi plöntunnar. Apablóm má nota í görðum á ýmsa vegu, en oftast reynist best að planta þeim fyrir framan eða á milli annarra heppilegra plantna t.d. einhverra sem lokið hafa biómgun áður en apablómið fer að blómstra, þannig getur það notið stuðnings frá plöntunum í kring. Þórhallur Jónsson BLÓM VIKUNNAR 62 Umajóit: Ágústa BJÖrnsdóttHr [ raöauglýsingar — raðauglýsingar — Umsóknir um framlög úr f ramkvæmdasjóði aldraðra 1988 Sjóðsstjóm Framkvæmdasjóðs aldraðra aug- lýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum 1988. í umsókn skal vera nákvæm lýsing á hús- næði, fjölda vistrýma, sameiginlegu rými, byggingakostnaði, fjármögnun og verkstöðu. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni, Laugavegi 116, 105 Reykjavík, fyrir 20. sept. nk- 6. ágúst 1987. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. SÍNE-félagar athugið Sumarráðstefna SÍNE Sumarráðstefna SÍNE verður haldin í félags- stofnun stúdenta við Hringbraut laugardag- inn 8. ágúst kl. 14.00. Félagar, mætum öll. Stjórnin. Lokað vegna sumarleyfa Endurskoðunarskrifstofa Eyjólfs K. Sigur- jónssonar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 10. ágúst til 1. september 1987. EyjólfurK. Sigurjónsson, löggiltur endurskoðandi, Húsi verslunarinnar, sími 687900. íþróttakennarar Aðalfundur íþróttakennarafélags íslands verður haldinn miðvikudaginn 19. ágúst kl. 20.00 í íþróttamiðstöðinni, Laugardal. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. húsnæöi öskast Kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð óskar eftir lítilli íbúð eða herbergi sem næst skólanum. Reglusemi og öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 28944 á kvöldin. raöauglýsingar Sjálfstæðiskonur Þær sem áhuga hafa á að sækja landsþing Landssambands sjálf- stæðiskvenna, sem haldiö verður á Akureyri dagana 28.-30. ágúst, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Hvatar sem alira fyrst í símum 82779 og 82900. Þar verða veittar upplýsingar um dagskrá og ferðakostnað. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna. Borgarnes Fundur hjá ungum sjálfstæðismönnum í Borgarnesi verður haldinn mánudaginn 10. ágúst kl. 21.00 i Sjálfstæöishúsinu, Brákarbraut 1 Dagskrá: 1. Húsnæðismálin. 2. Önnur mál. Kemur Baldrún af fjöllum? Stiórnin Aðalfundur Fylkis, FUS Aöalfundur Fylkis, FUS, verður haldinn í Hafnarstræti 12, 2. hæð, sunnudaginn 9. ágúst kl. Í6.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á SUS-þing. 3. Önnur mál. Mætið stundvislega. F ... Með einu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu- kortareikning mánaðarlega. JHtogtmlftfifrfr SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.