Morgunblaðið - 18.08.1987, Side 13

Morgunblaðið - 18.08.1987, Side 13
M.ORGUNBLAÐIP, JÞRIÐJUDAGUB 18. ÁGÚST 1987 í< ! 13 Sé hann beðinn um að bóka þessi ummæli sín til varðveislu í skjölum embættisins verður hann reiður og ávítir sakboming, vítir lögmann sakbornings opinberlega vilji sá halda þessu til streitu, enda fátítt, ef barasta ekki hreint einsdæmi, að lögmenn séu að krefjast aðskiln- aðar ákæruvalds, ransóknarvalds og dómsvalds í sölunum við Borg- artún. Þetta hefur þó gerst. Nú fæ ég ekki séð að nokkur bót sé í því að taka framkvæmdavaldið af dómurum en fá þeim ákæruvald- ið í staðinn. Víðasthvar í nágrenni okkar hefur krafa nútímans verið sú að dómari fari með dómsvald, saksóknari með ákæruvald, lög- regla með • framkvæmdavald. Og þetta er í þágu allra þegnanna því öðruvísi verður aldrei nein trygging fyrir óhlutdrægri meðferð opinberra mála. Nú sér það hver maður sem hef- ur grunnskólamentun í félagsfræði og lágmarksgetu tilað horfa hlut- laust á þessi mál, að sakadómari með ákæruvaldið í annari hendinni og dómsvaldið í hinni er hreinasta vitfirring. Vinsamlegasta orð sem mér kemur í hug um þvílíkan mann er: atvinnukleifhugi. Réttarkerfi með atvinnukleif- huga að máttarstólpum mætti vel líkja við geðveikrahæli þarsem læknar eru Qarska illa þokkaðir og sjúklingarnir á ráðherralaunum. Vegna 108. greinar hegningarlaga verð ég hér að taka skýrt fram að þetta er líking en ekki bein fullyrð- ing. Og sú líking á við draumalandið sem sýslumenskan vill nú hafa til fýrirmyndar að nýskipan dómsmála í landinu, úrþví hitna fer undir sætum yfirvaldanna síðan Jón Kristinson hjólaði inní kastljós fjöl- miðlanna með Strassborgarkæruna á bakinu. Og gerði öllum sýslu- mönnum skrekk. Góðu heilli. Og vitaskuld er það kænn mála- rekstur hjá yfirvaldinu og sýslu- menskunni yfirleitt að benda suðurtil Reykjavíkur (jafnvel þeir í Keflavík fara „suðurtil" Reykjavík- ur) og halda því fram að þar sé fyrirmynd allra góðra hluta. Alt er best í Reykjavík. Þar er mesta vöruúrvalið, flestir bankamir, Þjóðleikhúsið, Kleppur, bestu veitingastaðimir og rakara- stofur á hveiju homi. Menn em svo fljótir að gleyma því að réttlætið þurfti fyrir skemstu að koma hjólandi frá Akureyri inní þessa umræðu. Þannig hefur það verið mjög fróðlegt að sjá málflutning þeirra kerfismanna yfirhöfuð, hvernig þeir nú undirbúa flutninga sýslumensk- unnar úr hmndum virkjum sýslu- mannaembættanna í höfuðstöðvar sýslumenskunnar — réttarfarskerfi Reykjavíkur. Og fróðlegast af öllu er þó að sjá dómsmálaráðherrann tjúkandi nýbakaðan úr ofninum, bæði sem krataforingja og leiðtoga þjóðarinn- ar í dómsmálum, sitja með sælubros í sjónvarpinu og rekja lið fyrir lið „skoðanir" sínar á þessum málum — og tala yfirleitt einsog hann hefði legið áratugum saman í sterkasta framsóknarlút sem völ hefði verið á. Það bláttáfram lak af honum sýslumenskan. Utúr honum mnnu allar þær „hugmyndir" sem Kerfis- menn framast gátu óskað sér. Þannig innbyrðir arfurinn hina mætustu drengi um leið og þeir fá minstu völd í hendur. Og þannig fer hið dulda einsflokkskerfi lands- ins að því að gera alla valdamenn að flokksbræðrum undir merkjum hinnar eilífu sýslumensku. Svona eiga sýslumenn að vera. Höfundur er rithöfundur. Ný spariskír- teini ríkissjóðs Á MÁNUDAG hófst sala í nýjum spariskírteinum ríkissjóðs. Eru þetta þrír nýir flokkar spariskír- teina og þeir fyrstu sem gefnir eru út eftir vaxtahækkun. Hin nýju spariskírteini bera vexti á bilinu 7,2% til 8,5% umfram verð- tryggingu, eftir lengd lánstíma. Um er að ræða annars vegar svonefnd söfnunarskírteini til tveggja og fjögurra ára og hins vegar hefð- bundin spariskírteini með 6 ára binditíma. Útgáfa nýrra spariskírteina er í samræmi við þá stefnu ríkisstjóm- arinnar að auka spamað innanlands og draga úr erlendum lántökum. Sölustaðir spariskírteina ríkis- sjóðs em hjá löggiltum verðbréfa- sölum, svo sem bönkum, sparisjóð- um og pósthúsum um land allt. Fundað um loðnuverð BOÐAÐ hefur verið til fundar um loðnuverð hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins i dag klukkan 15.00. Loðnuskip hafa að undanf- örnu verið að búast til veiða og er vitað um eitt skip sem heldur á miðin í dag, Huginn VE. Gullberg VE hyggst halda á mið- in á morgun og Skarðsvík SH og Öm KE seinna í vikunni. Sam- kvæmt tilskipun sjávarútvegsráðu- neytisins eru loðnuveiðar heimilar norðan við 68. breiddargráðu til 30. september næstkomandi, en eftir það verður heimilt að veiða sunnar. Morgunblaðið/Sverrir Skúli Alexandersson á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.