Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 239. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Uppsveifla á verð- bréfamörkuðum Methækkun Dow Jones-vísitölunnar — komin upp fyrir 2.000 stig New York-borg, Reuter. VERÐBRÉF i WaU Street hækk- uðu enn i verði i gær og þegar kauphöllinni var lokað i gærkvöldi var Dow Jones-visitalan komin upp i 2.028,02 stíg. Hún hafði þvi hækk- að um 187,01 stig frá deginum áður, en það er mesta hækkun á einum degi frá þvi að kauphöllin hóf göngu sína. Verðbréf hrundu í verði á mánudag og lækkaði vísitalan um ein 508 stig þá. Á þriðjudag hækkuðu bréfin nokkuð aftur, en það voru aðallega bréf gamalla og gróinna fyrirtækja, sem það gerðu. í gær brá hins vegar svo við að nær öll hlutabréf hækkuðu í verði á ný. Flóttamenn fara um borð i bát i von um að komast frá Jaffna, þar sem allt logar í bardögum. Sri Lanka: SkæruUðar tamíla segjast beijast til síðasta manns Tugþúsundir tamíla jafnt sem sinhalesa flýja Jaffna Jaffna, Reuter. Á MÁNUDA6 komust fréttamenn í fyrsta sinn til Jaffna eftír að friðargæslulið Indveija hóf sókn sína þangað fyrir 12 dögum. Að sögn þeirra er gífurlega hart bar- ist um borgina og engu eirt. Þúsundir manna reyna nú að flýja borgina i örvæntingu, en hún er á köflum rústir einar. Almennir borgarar hafa ekki farið varhluta af bardögunum og eru öll sjúkrahús yfirfull, en lyf og blóð af skomum skammti. Þá er skortur og sjúkdómar famir að gera vart við sig. Fréttamaður Reuters komst til Jaffna á mánudag og sagði hann að tamílar réðu enn lögum og lofum í borginni þrátt fyrir fullyrðingar Ind- veija um að þeir hefðu náð ýmsum hverfum á sitt vald. Srí Lanka: Jaffna enn á valdi skærulíða Jaffna og Colombo, Reuter. SKÆRULIÐAR tamíla lialda sinu enn i borginni Jaffna á norður- hluta Sri Lanka, þrátt fyrir að friðargæslulið Indveija hafi sagst hafa hertekið hverfi í miðborg hennar. Til þess að sýna að svo væri ekki gengu skæruliðar gráir fyrir járnum um miðborgina, en Indveijar hafa nú sótt að borginni í 12 daga. Um 50.000 almennir borgarar hafa leitað hælis ( hofi nokkm og um- hverfis það. Meðal þeirra er fyöldi særðs fólks, bama jafnt sem ann- arra. Þá hafa a.m.k. tveir látist þar af blóðkreppusótt og borið hefur á fleiri sjúkdómum. Að sögn flóttamanna hafa báðir stríðsaðilar framið mikil ódæðisverk, en átök þessi em hin harðvítugustu frá því að skærur hófust á eynni fyr- ir fjórum ámm. „Hver sá sem ber virðingu fyrir mannslffum ætti að grfpa f taumana og stöðva þá gjöreyðingu, sem á sér stað á Sri Lanka," sagði R. Balasu- bramanian, sem er forseti Rauða krossins í Jaffna. Sagði hann að fbú- ar Jaffna hrektust frá einum stað til annars undan stórskota- og vélbyssu- skothrfð strfðsaðilja. Sums staðar hafa hverfi verið jöfn- uð við jörðu og alls staðar má sjá einhver merki bardaganna. í mið- borginni er vart hús að finna, sem ekki hefur látið á sjá. Lítinn bilbug er hins vegar að finna á skæmliðaleiðtogum tamfla. „Heimssagan sýnir okkur að skæm- liðar verða ekki sigraðir og það verðum við ekki heldur," sagði einn af pólftfskum leiðtogum þeirra. „Við munum beijast allt til dauða." Að sögn tamfla hafa um 650 manns fallið í átökunum. Frétta- menn komust til Jaffna með leynd á mánudag og segja þeir að ástand- ið í borginni sé ömurlegt; á henni djmji stórskotahríð, barist sé hús úr húsi í úthverfum hennar og er fólk nú tekið að flýja borgina í stór- um stíl. í borginni reyna tugþúsundir nú að flýja hana, enda fara bardagar síharðnandi. Að sögn Indlandshers sækist hersveitum þeirra vel gegn skæruliðum tamfla og hafa Indveij- ar hvatt þá til uppgjafar að undanfömu. Þá hafa borist fregnir af því að almennir borgarar séu ekki þeir einu, sem yfírgefíð hafa Jaffna, því nokkur Qöldi skæruliða mun einnig hafa tekið til fótanna. Indveijar segjast vera f þann mund að leggja borgina undir sig, og hafa þeir fyrirskipað fréttabann frá svæðinu svo erfítt hefur verið að fá fregnir um hvað raunverulega er að gerast í boiginni. Frásögn fréttamanna, sem komust til borg- arinnar bendir þó til þess að yfirlýs- ingar Indveija séu málum blandnar. Reuter íranir hafa í hótunum Á Persaflóa sat við sama í gær, en íranir hótuðu enn grimmileg- um hefndum fyrir árásir Bandaríkjamanna á olíuborpalla írana á mánudag. íranir segja að hefndaraðgerðir þeirra muni ekki koma niður á öðrum ríkjum, en getí þó vel átt sér stað utan flóans. Á myndinni hér að ofan má sjá skipveija um borð í olíuskipi á ömanflóa hlaða sandpokavigi af ótta við árásir írana. Áður en kauphöllin í New York var opnuð höfðu verðbréf annars staðar í heiminum hækkað hressilega f verði, sérstaklega í Tókíó og Lund- únum. Vísitalan komst fyrst f 2.000 stig á hádegi í gær og mátti þá vfða heyra fagnaðarlæti í kauphöllinni, Vfsitalan hefur nú hækkað um meira en helm- ing þess sem hún féll á mánudag, eða um 270 stig. Enn vantar þó um 600 stig til þess að hún sé í líkingu við það sem hún var í októberbyijun. I gærmorgun voru það aðallega stórfyrirtæki sem keyptu hlutabréf, en um leið og áræði manna jókst fóru smærri kaupendur að láta til sín taka. Aðeins um hundrað hlutabréf hækkuðu ekki í verði. Sérfræðingar telja nú að markað- urinn sé á góðum batavegi, enda hafi söluæðið sfðasta mánudag verið langt umfram það, sem ástseða var til. Þeir vara þó við að enn kunni að koma afturkippur, en telja hann ekki verða alvarlegan ef til kemur. Frá Hvfta húsinu bárust þær fregn- ir að Ronald Reagan, Bandarfkjafor- seti, væri tilbúinn að ræða við pólitfska andstæðinga sfna jafnt sem samheija um leiðir til þess að draga úr ijárlagahalla stjómarinnar. Mátti jafnvel skilja af orðum hans að skattahækkanir væru til umræðu f því viðfangi. Þessar fregnir urðu til þess að örva menn til frekari dáða á verðbréfamarkaðnum. Sjá einnig grein á bls. 31. Grænland: Japanír bjóða 500 milljón króna lán Kaupmannahöfn, frá N. J. Bruun, Grœn- landsfréttaritara Morgunblaðsins. ÞRIÐJI stærsti banki í Japan, Yamaichi, hefur boðist til að lána grænlensku landsstjórninni 500 milljónir dkr. Grænlendingar eru nú að stiga sin fyrstu skref á hinum alþjóðlega lánamarkaði en lánin þurfa þeir tíl að geta gengið frá fjárlögunum fyrir næsta ár án þess að gripa til skatta- og tollahækkana. Landstjómin áætlar lánsþörfina 3-400 milljónir dkr. nú í ár og 200 millj. á næsta ári og um þessar mundir er staddur í Grænlandi Jane Thomsen, fulltrúi Yamaichi í Lon- don. Sagði hún f viðtali við Gmn- landsposten, að engin vandkvæði væru á láninu af hálfu bankans, hér væri um að ræða smápeninga í starfsemi hans. Thomsen leggur þó áherslu á, að betra sé, að danska ríkið ábyrg- ist enduigreiðslumar en til þessa hefur það ekki viljað ljá máls á ábyrgð á erlendu láni Grænlending- um til handa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.