Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Útgefandi mtÞljifetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Um slaturhús og matvælaframleiðslu Aundanfömum misserum hefur hvað eftir annað kom- ið upp matareitrun eða sýking í mat, sem vakið hefur upp spum- ingar um það, hvort fyllsta hreinlætis sé gætt í matvæla- framleiðslu og við meðferð matvæla. Matareitrun, sem kom upp tvívegis í Dalasýslu, vakti mikla athygli og þá ekki síður sýking í kjúklingum. Mikill sam- dráttur varð um skeið í sölu kjúklinga eftir að ítrekaðar frétt- ir bámst um, að sýking hefði fundizt í kjúklingum frá einstök- um búum. Óhætt er að fullyrða, að matareitmnin hafði neikvæð áhrif á ferðamannastraum um Dalasýslu sl. sumar. Um allan hinn vestræna heim beinist athygli manna æ meir að þeim efnum, sem notuð em við matvælaframleiðslu. Þetta er ekki að ástæðulausu. Fólk, sem fær matareitmn, getur verið í lífshættu. Við höfum sjálfír séð hveijar afleiðingar hafa orðið í Þyzkalandi vegna umræðna um orma í físki. Nýlega birti stór- blaðið New York Times grein um orma í físki. Þar kom fram, að þorskur er ein helzta físktegund- in, sem ormar fínnast í. Það er svo sannarlega ekki hægt að fjalla um það með léttúð, hvort fyllsta hreinlætis sé gætt við matvælaframleiðslu. Við íslend- ingar byggjum afkomu okkar á framleiðslu og sölu matvæla. Það skiptir sköpum hvort okkur tekst að byggja upp traust á fram- leiðsluvömm okkar að þessu leyti. Þess vegna hljótum við að taka mjög alvarlega alla umræðu um hvers kyns eitrun og sýkingu í matvælum og gera mjög harðar kröfur í þeim efnum, til að koma í veg fyrir slys. Um þessar mundir standa yfír deilur um það, hvort leyfa eigi slátmn á fé í sláturhúsi í Bfldu- dal. Fyrir nokkmm vikum stóðu sams konar deflur um sláturhús í Vík í Mýrdal. í þessum umræð- um hefur oft hallað mjög á dýralækna vegna þess, að yfír- dýralæknir og aðrir dýralæknar geta í mörgum tilfelium ráðið því, hvort leyfí til slátmnar er veitt. Menn skyldu þó varast að J hafa uppi ásakanir á hendur þessum mönnum. Þeirra er ábyrgðin. Dýralæknir, sem veitir leyfí til slátmnar í sláturhúsi, er ekki öfundsverður af eftirleikn- um, ef sýking kemur upp og fólk verður alvarlega veikt af mata- reitmn. Þá er ekki ólíklegt, að einhveijir þeirra, sem í dag gera kröfur á hendur dýralæknum um að þeir veiti sláturleyfí, snúi við blaðinu og saki þá um fljótfæmi og ábyrgðarleysi. Þess vegna ættu menn að fara varlega í ásakanir á hendur dýralæknum. Þeir em að gera skyldu sína. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að þeir, sem krefjast þess nú að sláturhúsið í Bíldudal fái leyfí til slátmnar, telja sig hafa rök fyrir sínu máli. Vafalaust munu þeir flestir, ef ekki allir, taka undir þau sjónarmið, sem hér hefur verið lýst. Röksemd þeirra er hins vegar sú, að fjöl- mörg sláturhús í landinu hafí fengið leyfí til slátmnar, þótt ástandið hjá þeim sé sízt betra en í Bíldudal. Það er mjög sterk tilfínning hjá mörgum bændum og alþingismönnum, að sláturhús á vegum samvinnuhreyfíngar- innar fái undanþágur undan- tekningarlaust. Þessi sannfæring er svo sterk, að það hlýtur að skipta máli fyrir þá embættis- menn, sem hafa með þessi mál að gera, að sýna fram á það með óyggjandi rökum að um mismun- un sé ekki að ræða. Ella ríkir óhjákvæmilega alvarlegur trún- aðarbrestur á milli þeirra annars vegar og sumra hópa bænda og stjómmálamanna hins vegar. Það hlýtur að vera umhugsun- arefni, hvort Alþingi á að grípa inn í mál af þessu tagi með lög- gjöf. Þeir sem fyrir henni standa em þeirrar skoðunar, að um valdníðslu sé að ræða og þess vegna beri Alþingi að taka í taumana. A hinn bóginn er erfítt að sjá, hvemig dýralæknar geta starfað við þær aðstæður, að lög- gjafarvaldið grípi inn í einstök mál, þegar þeir telja sig vera að gera skyldu sína og framfylgja landslögum. Ámm saman hafa menn rætt mikið um nauðsyn þess að auka útflutning á íslenzku lambakjöti. Vemlegum fjármunum hefur verið varið til kynningar á því erlendis. Ekki er heimilt að flytja út lambakjöt nema frá ákveðnum sláturhúsum, sem uppfylla öll skilyrði. Telja menn, að íslenzkir neytendur séu tilbúnir til að leggja sér til munns kjöt, sem ekki er talið boðlegt á erlendum markaði, og greiða meira að segja fyrir það mun hærra verð!? Deilumar um sláturleyfí til einstakra sláturhúsa, sem gjósa upp á hveiju hausti, em ekkert einangrað mál. Þær snerta mat- vælaframleiðslu landsmanna sem slíka. Það hafa nægilega mörg hættumerki sést á þeim vettvangi á undanfömum miss- emm til þess, að menn hljóta að gera þá kröfu til sjálfra sín og annarra að fara að með fyllstu varúð og gera ýtmstu hreinlæt- iskröfur. Og það er ekki sízt íhugunarefni að matareitmn hef- ur ekki alltaf verið rakin til upphafs síns. Samningsvilji Ai bandalagsins er Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, kom hingað til lands í síðustu viku til viðræðna við íslenska ráðamenn. Holst hitti Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, og átti fundi með Þorsteini Pálssyni, forsætisráð- herra, og Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra, og er þetta í fyrsta skipti sem vamarmálaráðherra ríkis, sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu, á tvíhliða viðræður við íslenska embættismenn. Johan Jörgen Holst gegndi stöðu ráðherraritara í utanríkis- og varnarmálaráðuneytinu norska og var um árabil forstöðumaður norsku utanríkis- stofnunarinnar áður en hann tók við embætti varaarmála- ráðherra. Afvopnunarviðræður risaveldanna brenna eðlilega á mönnum þessa dagana og var staðan rædd á fundum Holsts og fulltrúa íslensku ríkisstjórnarinnar, svo og örygg- is- og varaarmál ríkjanna tveggja. Blaðamaður Morgun- blaðsins hitti Holst að máli og fer það samtal hér á eftir. Spurning: Nú er talið fullvíst að leiðtogar risaveldanna undirriti samkomulag um útrýmingu skammdrægra og meðaldrægra kjamorkueldflauga síðar í haust. Menn greinir á um mikilvægi þessa, annars vegar er bent á að þetta verði í fyrsta skipti frá upphafí kjamorkualdar að samið sé um raunverulega fækkun kjamorku- vopna og hins vegar er sagt að samkomulagið taki aðeins til lítils hluta kjamorkuheraflans og það hafi því fyrst og fremst pólitíska eða sálfræðilega þýðingu. Hver er skoðun yðar á mikiivægi samkomu- lagsins? Svar: Ég hygg að bæði þessi sjón- armið séu rétt. Samkomulagið er mikilvægt og eins og þú sagðir verður þetta fyrsta samkomulagið um útrýmingu ákveðinnar vopna- tegundar. Ég hygg að að líta verði til sögunnar til að leggja mat á mikilvægi þess, einkum þær deilur sem blossuðu upp er ríki Atl&ncs- hafsbandalagsins ákváðu árið 1979 að setja upp meðaldrægar kjam- orkuflaugar til mótvægis við SS-20-flaugar sem Sovétmenn höfðu þegar hafíð uppsetningu á. Nú þegar liggur fyrir að SS-20- flaugamar verði teknar niður og hinar skammdrægari flaugar Sov- étmanna að auki. Ef á hinn bóginn er tekið mið af heildarfjölda kjam- orkuvopna í heiminum er þetta vitaskuld ekki þýðingarmikil fækk- un en þrátt fyrir þetta tel ég samkomuiagið mikilvægt bæði í pólitfsku og herfræðilegu tilliti. Spurning: Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, hefur lýst áhyggjum sfnum sökum þess að samkomulag þetta kunni að leiða til stórfelldrar vígvæðingar í höfun- um, t.a.m. í kringum ísland og Noreg. Teljið þér þennan ótta á rökum reistan og ef svo er hvemig ber íslendingum og Norðmönnum að bregðast við þessu? Svar: í fyrsta lagi er mikilvægt að gera sér ljóst að með samkomu- lagi um upprætingu meðaldrægra flauga er verið að leysa eitt tiltekið vandamál en ekki mörg. Sú hætta er ævinlega til staðar í vígbúnaðar- máium að fækkun tiltekinna vopna leiði á einhvem hátt til aukinna umsvifa utan þess svæðis sem við- ræðumar taka til. Við teljum ákaflega mikilvægt að samkomulag risaveldanna leiði ekki til aukinnar vigvæðingar í norðurhöfum. í ljósi þess tel ég þýðingarmikið að ná tökum á fjölda langdrægra stýri- flauga um borð í skipum og kafbátum. Vandi þessi er engan veginn bundinn við Bandaríkjaflota hann á ekki síður við þróun innan Sovétflotans. Sovétmenn hafa kom- ið langdrægum stýriflaugum fyrir í kafbátum og þeir hafa nýlokið til- raunum með nýja gerð flaugar, sem nefnist SS N-21, og við búumst við að flaugum þeirrar gerðar verði komið fyrir í sovéskum skipum víða um heim á næstu ámm. Með hlið- sjón af þessu tel ég brýnt að stórveldin hefji viðræður um leiðir til að koma í veg fyrir stórfellda fjölgun þessara vopna. Raunar minnir mig að Mikhail Gorbachev, Sovétleiðtogi, hafí lýst sérstaklega áhyggjum sínum vegna stýriflaug- anna í ræðunni í Múrmansk. Við eigum að freista þess að snúa þess- ari þróun við og lýsa einnig áhyggjum okkar en jafnframt verð- um við að leggja áherslu á að vandi þessi sé tilkominn vegna vígbúnað- ar stórveldanna beggja og sé því tvíhliða. Spuming: Nú hefur mikið verið fíallað um framvamarstefnu Bandarflq'aflota bæði hér á landi og í Noregi. Fullyrt hefur verið að umsvif Bandaríkjaflota á norður- slóðum ógni öryggi beggja ríkjanna. Svar: Já, mér sýnist að verið sé að snúa hlutunum við. Þetta fer eftir því hvað átt er við með fram- vamarstefnu. Vamarstefna Atl- antshafsbandalagsins í gegnum árin hefur verið grundvölluð á tveimur lykilatriðum; framvömum og hugmyndinni um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum. Framvamir eiga bæði við á láði og legi. Noreg- ur er á mörkum vamarsvæðisins og legu landsins vegna skipta vam- ir á hafí miklu. Við eigum mikið undir framvamarstefnunni og það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að siglingaleiðum yfír Atlantshafið verði haldið opnum á óvissu- og átakatfmum til þess að unnt reynist að halda uppi birgða- og liðsflutn- ingum. Þessar siglingaleiðir verður að veija og það er gert með fram- vömum. Þá er ekki síður mikilvægt að Sovétmönnum eða öðmm hugs- anlegum fjendum sé gert ljóst að þeim muni ekki takast að hrinda í framkvæmd áætlunum um innrás frá hafí. Því teljum við þýðingar- mikið að geta kallað til flotadeildir sem geri þess háttar árás algjörlega óhugsandi. Þess vegna lítum við svo á að framvamarstefnan samkvæmt þessari skilgreiningu sé í fullu sam- ræmi við öryggishagsmuni okkar og gegni þýðingarmiklu hlutverki í því að viðhalda stöðugleika á þess- um slóðum. Nú, það hefur mikið verið rætt um hversu framarlega eða norðar- lega eigi að draga vamarlínuna og hvemig eigi að standa að þeim við- búnaði. í stuttu máli tel ég mestu skipta að floti Atlantshafsbanda- lagsins sé til staðar á Norður- Atlantshafí og hann sé nógu öflugur til að sannfæra Sovétmenn um að þeim gefíst ekki kostur á neyta aflsmunar. Ég tel ekki síður mikil- vægt að floti þessi sýni að hann geti unnið sitt starf við þessar að- stæður, sem eru mjög erfíðar. í síðasta lagi gegnir flotinn því hlut- verki að hvetja Sovétmenn til að gæta hófs í æfíngum herafla síns á þessum slóðum. Afstaða NATO-ríkja Spuming: Víkjum að Atlants- hafsbandalaginu. Þær raddir hafa heyrst að með því að samþykkja upprætingu meðal- og skamm- drægra flauga kunni Bandaríkja- menn að vera að stíga fyrsta skrefíð í þá átt að ganga á bak skuld- bindinga sinna um að koma Evrópu til vamar á átakatímum. Teljið þér eitthvað hæft í þessu? Svar: Nei, ég legg engan trúnað á þetta. Samkomulagið er í sam- ræmi við hagsmuni aðildarríkjanna í Evrópu sem lágu til gmndvallar þeirri ákvörðun að setja banda- rískar kjamorkuflaugar upp í Evrópu. Það treystir stórlega ör- yggi Vestur-Evrópu að hinar meðaldrægu eldflaugar Sovét- manna verði upprættar. Skuldbind- ingar Bandaríkjamanna í Evrópu fara algjörlega saman við hagsmuni þeirra sjálfra. Að auki tel ég mikil- vægt að menn hafí í huga að rúmlega 330.000 bandarískir her- menn em í Evrópu. Að mínu mati sýnir þetta glögglega hversu alvar- lega Bandaríkjamenn taka skuld- bindingar sínar og ég tel einnig að Sovétmenn þurfí ekki að velkjast í vafa um þetta. Spurning: En nú hafa ýmsir virt- ir sérfræðingar, tii að mynda Henry Kissinger, lýst þeirri skoðun að með samkomulagi þessu sé vegið að sjálfum rótum Atlantshafsbanda- lagsins, fælingarstefnunni og kenningunni um sveigjanleg við- brögð á átakatímum. Þeir hinir sömu hafa verið vændir um svart- sýnisraus. Hver er skoðun yðar á þiessu? Svar: Ég er ósammála Henry um þetta. Eins og ég sagði áðan er væntanlegt samkomulag risaveld- anna stórsigur fyrir Atlantshafs- bandalagið. Við höfum náð þeim árangri sem við vonuðumst til að ná þegar við ákváðum að setja meðaldrægu flaugamar upp árið 1979. Ég held að fáir hafí verið þeirrar skoðunar að okkur myndi takast þetta. Þannig séð er sam- komulagið stórkostlegur árangur. Ég tel einnig að það sé unnt að viðhalda kenningunni um sveigjan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.