Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 17

Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 17 Sonur Sigurðar Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Guðlaug Richter. Myndir: Þorvaldur Þorsteinsson. Hönnun kápu: Teikn. Setning: G.R. Prentverk: Oddi hf. Útgef- andi: Mál og menning. Bókin er tilraun ungs höfundar til þess að lýsa lífí æskumanna á þjóðveldisöld, og óhætt er að óska honum til hamingju, svo frábærlega hefur til tekizt. Það er eins og Is- lendingasögumar gömlu faðmi mann að sér á ný, og illa er ég svikinn ef þessi bók kveikir ekki fróðleiksfúsum unglingum þrá eftir að kynnast sagnaheimi, sem, því miður, er að glatast þjóðinni. Ég er þakklátur fyrir það, að það er kona sem gerir þessa tilraun, kona sem skilur, að það er ekki sama, hvað að bömum er rétt. Hér takast á ljós og myrkur, og það er lesanda engin gáta með hvom höfundur heldur. Sögusviðið hefst að Gmnd, höfð- ingjasetri Sigurðar mjögsiglanda. Hann var þá nýfallinn í vopnaskaki á írlandi. Inn á sviðið em leiddir drengir tveir: Þorsteinn sonur As- dísar húsfreyju og Gijótgarður sonur Heiðar ambáttar. Þorsteinn var alinn í lokrekkju frúar og er hann hafði aldur til var honum kom- ið í fóstur til Onundar frænda síns, drengurinn skyldi læra þar vopna- burð, leiki og háttu heldri manna. Gijótgarður „skauzt inní ættir landsins" undir grjótvegg, hlaut menntun við hlið vinnuhjúa, bar viðkvæmt, hrifnæmt hjarta, en hafði auk þess hlotið í vöggugjöf meiri fráleik á fæti en aðrir menn. Höfundur gleymir ekki stflbragði gömlu meistaranna að gera grein fyrir sögunni með táknum eða draumum í upphafi. Guðlaug lætur seiðkonu lesa auðnu drengjanna úr fossúða, og er á söguna líður magn- ast martraðardraumar. Þeir em ólíkir drengimir. Annar veit, að þeir em bræður, það hafði hann lært af hljóðskrafi við móður sína, niður við læk, og orðum Ás- dísar frúar: „Þú hefur augun hans Sigurðar bónda míns.“ Hann sér aðeins sjálfan sig, metur ambáttar- soninn ekki meir en tryggan hund. Þar kemur sögu, að höfðingjasyn- imir taka að reyna með sér hver sé mestur, og til hestaats er stofn- að. Ekki gat ég varizt því að minnast alls fjaðrafoksins í sumar, er Hrafn Gunnlaugsson kvikmjmd- aði slíkt atriði við Gullfoss. Höfund- ur nótar hér merar tvær bundnar á streng' við á. Kannski var þetta gert svona, ég hestaunnandinn hefi hvergi rekizt á slfka lýsingu í göml- um ritum. Hitt minna meramar mig á, öskrandi stelpur við veggi danssala, er það var í tízku, að ölóð- ir strákgemlingar héldu það hetju- legt að pota með hnefum í andlit annarra gemlinga_á „skemmtun- um“. En sleppum því. Þorsteinn verður höfðingjasyni að bana, og í helli við Úlfúðames máttu þeir hírast bræðumir. Þar lærði Gijót- garður: „Ég er hræddur við vopn og menn og Þorsteinn er hræddur við myrkrið." Hér finnst mér höf- undur segja í raun allt um áhrif mótunar, slípunar þeirra hæfíleika, er böm bera með sér til jarðar. Af sama sæði urðu þeir til, en hversu ólík var ekki mótunin. Annar skyldi drottna og ríkja með afli og styrk Guðlaug Richter vopna, hinn lærði auðmýkt og hlý- leik af náttúmnni og streðandi fólki. Og er að tafls lokum kemur, þá er hrokinn í valnum, en drenglyndið heldur móti sólríkum dögum að Brúsastöðum. Sagan er frábærlega sögð, hröð — skemmtileg og göfgandi. Hér er auðsjáanlega kominn fram höfund- ur sem kann þau tök, er skipa honum í fremstu röð, er nú skrifa fyrir íslenzka æsku. Til hamingju Guðlaug. Prófarkalestur höfundar er mjög vel unninn og allt prentverk til sóma. Myndir Þorvaldar fullar dulúð og spennu eins og þessari bók hæfir. Hafi útgáfan kæra þökk fyrir að rétta svo góða bók móti æskufólki. í HINUM RAUÐA, MJÚKA POKA LEYNIST HÖFUGUR KAFFI — ILMUR Jíem£d selur brag á '• sérlivern dagr l hvcrt skipti, sem þú opriur rauðu pokanrt frú Merrildjinnur þú strux, hvernig kaffiannunin breiðist út urn eldhúsið. Annanin vekur eftirvœntingu um bruRðnott or ilmandi kaffi. sem kitlar bruRð— laukanna or keirnurinn varir lengur / munninum en þú att uð venjust. Merrild—r æðak affi, sem bruRð er af, enda frarnleitt úr bestu fúunleRum kaffibaunurn frú Brasiliu, Kólutnblu or Mið—Arneriku <1 pók ]góð bók Jón SteinarGunnJa Bókin sem fjallað hefur verið um í fréttatimum og á forsiðum dag- blaða. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta^éttarlögmaður gagnrýnir meðferð Hæstaréttar á sex málum þar sem reynir á nokkur mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar. Þagnarmúrinn um Hæstarétt rofinn. HeiðAjv LAppÐ a jfolt1 Nú kynnimi við Ijúffenga lambakjöts- rétti í hádeginu á sunnudögum SUNNUDAGUR 29. NÓV. Kryddlcgiö lambainnlceri meó rósarkáli. fylltum tómötum ogbasilikumsósu. Marsipanrjómais. SUNNUDAGUR 6. DES. Heilstciktur lambavöóvi meö sveppum. grœnu blómkáli og hunangssósu. Gráfikjurjómaís. SUNNUDAGUR 13. DES. Innbakaöur lambavöövi meö blómkáli, gulrótum og mintsósu. Holtsrjómais. Verð kr. 695,- fyrir fullorðna og kr. 350,- fyrir börn. Njótið hádegis á Holti með allrifjölskyldunni. ÉSSlli I BERGSTAÐASTRÆTI37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.