Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Fiskmarkaðirnir: Engin verðhækkun á ýsu í nóvember og desember Gefur jafnvel tilefni til að endurskoða útsöluverð, segir Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun VERÐLAGSSTOFNUN heimil- aði 11. janúar sl. 15% hækkun á útsöluverði ýsu, úr 240 krónum í 276 krónur kílóið (304 krónur með 10% söluskatti), því inn- kaupsnótur tveggja stórra fisk- sölufyrirtækja og fiskmarkaðs- dálkar dagblaða höfðu leitt í Ijós að ýsuverð á Fiskmarkaðinum hf. í Hafnarfirði og Fiskmarkaði Suðurnesja í Njarðvík hafði hækkað verulega í nóvember og desember sl., að sögn Guðmund- ar Sigurðssonar deildarstjóra hjá Verðlagsstofnun. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins frá mörkuðunum tveimur var ýsu- verðið þar lægra í nóvember og desember en næstu mánuði á undan. Guðmundur sagði að ver- ið gæti að fisksalarnir hefðu einungis sýnt stofnuninni nótur frá þeim dögum sem verðið á ýsunni var hæst á mörkuðunum; stofnunin hefði ekki beðið mark- aðina sjálfa um upplýsingar. Ef upplýsingar fisksalanna reynd- ust ekki gefa rétta mynd af innkaupsverðinu gæti það ,jafn- vel gefið tilefni til að endurskoða hækkunina á útsöluverðinu 11. janúar sl.“ Að sögn Guðmundar reiknar Verðlagsstofnun með 68 króna meðalinnkaupsverði fyrir kílóið á ýsu en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins frá fískmörkuðun- um var meðalverð ýsu á Fiskmark- aðinum hf. í Hafnarfírði 54,52 krónur í nóvember og desember og 57.64 krónur í ágúst, september og október en útsöluverð ýsu hafði síðast hækkað í júlí og reiknaði Verðlagsstofnun þá með 60 króna meðalinnkaupsverði ýsu. Á Fiskmarkaði Suðumesja í Njarðvík var meðalverð ýsu í nóv- ember og desember 54,65 krónur, í október 55,63 krónur og í septem- ber 65,49 krónur,. sem er eina skiptið sem meðalverð ýsu á mörk- uðunum hefur náð 60 króna markinu, en Fiskmarkaður Suður- nesja tók til starfa 14. september sl. Meðalverðið á markaðnum frá 14. september til áramóta var 55,03 krónur og á því tímabili voru seld þar 525 tonn af ýsu. Meðalverðið á fískmarkaðinum í Hafnarfírði frá því að hann tók til starfa, 15. júní sl., til áramóta var hins vegar 54,69 krónur og á þvf tímabili voru seld þar 770 tonn af ýsu. Þegar Verðlagsstofnun reiknaði út innkaupsverð ýsu tók hún ekki tiilit til ýsuverðs á Faxamarkaði hf. í Reykjavík. Þar var meðalverðið í nóvember og desember 52,18 krón- ur en í ágúst, september og október 51,72 krónur. Meðalverðið frá því að markaðurinn tók til starfa, 23. júní sl., til áramóta var hins vegar 49.65 krónur og á því tímabili voru seld þar 277,5 tonn af ýsu. „45 til 60% verð- hækkun á mörkuðum" Guðmundur Óskarsson, fisksali í Sæbjörgu á Grandagarði, sem á fískbúðimar á Bragagötu 22 og Dunhaga 18 í Reykjavík, sagði að innkaupsverð á ýsu hefði hækkað „hægt og sígandi á fiskmörkuðun- um,“ sagði Guðmundur. „Verðið hækkaði um 45 til 60% á mörkuðun- um frá þvi í kringum 20. september fram að hækkuninni á útsöluverð- inu 11. janúar sl. Hörðust var þó hækkunin í nóvember og desember. Ég sýndi verðlagsstjóra nótur frá fískmörkuðunum og bað hann um 18 til 20% hækkun á útsöluverðinu en hann var fastur á 15% hækkun. Um 85% af þeim físki sem seldur er í fiskbúðunum er keyptur á físk- mörkuðunum. Við gerum fasta viðskiptasamn- inga við báta og semjum við þá um fast verð sem er undir fiskmarkaðs- verðinu. Við það losna þeir við áhættuna sem fylgir verðsveiflum á fískmörkuðunum. Álagningarpró- sentan er mjög hlaupandi á ýsunni en meðaltalið er svona 25 til 30% sem við fáum fyrir okkar snúð. Með tilkomu fískmarkaðanna hefur físk- verðið hækkað en það er þó kostur fyrir okkur að við þurfum ekki leng- ur að fara t.d. alla leið vestur á Rif og Hellissand til að sækja físk- inn. Við seljum físk alla leið til Akureyrar, Stykkishólms og Hvera- gerðis," sagði Guðmundur. Óskar Guðmundsson, fisksali í Sæbjörgu og sonur Guðmundar Óskarssonar, sagði í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu 12. septem- ber sl., að fískmarkaðimir í Reykjavík og Hafnarfírði hefðu „ÞETTA er algjör misskilningur hjá utanríkisráðherra. Lands- virkjun er ekki að byggja nýtt skrifstofuhús og slíkt er ekki á dagskrá,“ sagði Halldór Jónat- ansson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Morgunblaðið i til- efni af ummælum Steingríms Hermannssonar, utanríkisráð- herra, á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur á dögunum. Steingrímur Hermannsson sagði á þessum fundi að spuming væri hvort Landsvirkjun þyrfti að byggja undir sig skrifstofuhúsnæði nú þeg- ar nauðsynlegt væri að draga úr fjárfestingum til að minnka þenslu í efnahagslífínu. „Á hinn bógin er- um við að reisa nýja stjórnbyggingu við Bústaðarveg fyrir kerfíráð Landsvirkjunar," sagði Halldór. Þessari nýju byggingu væri ætl- að að hýsa nýjan tölvuvæddan ijarstýri- og fjargæslubúnað fyrir raforkukerfí Landsvirkjunar og kæmi sá búnaður í staðinn fyrir eldii og úreltan búnað af svipuðu tagi sem staðsettur væri við spenni- stytt vinnutíma hins almenna físk- sala í Reykjavík um 20 til 30%. „Áður en þessir markaðir tóku til starfa þurftu fisksalar á höfuð- borgarsvæðinu jafnvel að bíða eftir físki upp úr bátum í Grindavík, Sandgerði og Keflavík til klukkan átta á kvöldin. Fiskurinn var þá stundum ekki kominn í hús hjá físk- sölunum fyrr en klukkan ellefu á kvöldin. Hins vegar kaupa þeir nú fiskinn almennt á fískmörkuðunum. Það er einnig þægilegra að skipta við fískmarkaðina heldur en að vera með fost viðskiptasambönd við báta, því að á fískmörkuðunum er hægt að kaupa hvort heldur sem er eitt eða fímm tonn af físki hveiju sinni," sagði Óskar í Morgunblaðinu 12. september. Kostnaðurinn innifal- inn í markaðsverðinu Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar hf. í Hafnar- stöð Landsvirkjunar á Geithálsi. Kvað Halldór upphaflega hafa kom- ið til álita að byggja hina nýju stjómstöð á Geithálsi en að vel at- huguðu máli hefði það verið talið of áhættusamt með tilliti til jarð- skjálfta sem gætu reynst henni skeinuhættari þar en innanbæjar vegna þess hve jarðlög eru óvenju mikið sprungin á Geithálsi. Undirbúningsvinna við stjóm- stöðina hófst í mars á síðastliðnu ári og er nú verið að ljúka við að grafa fyrir húsinu. Húsið verður steypt upp á þessu ári og byijað að koma tölvubúnaði fyrir í því snemma á næsta ári. Ætlunin er að Ijúka byggingunni á næstá ári og koma stjómstöðinni í rekstur síðla árs 1989. Hin nýja stjómbygging verður tvær hæðir og kjallari, alls 200 fer- metrar og verður 30 metra hátt fjarskiptamastur á lóðinni. Frá hinni nýju stjómbyggingu verður ekki aðeinst unnt að ijarstýra afl- og spennistöðvum Landsvirkjunar sunnanlands eins og hægt er við fírði, sagði að mest allur sá kostnaður sem físksalamir hefðu lagt í við að sækja fískinn, t.d. alla leið vestur á Snæfellsnes, áður en fiskmarkaðimir komu til sögunnar, væri innifalinn í fískverðinu á mörk- uðunum. „Við höfum fengið t.d. fengið físk frá Snæfellsnesi og Akureyri," sagði Einar. Guðmundur Sigurðsson, deildar- stjóri hjá Verðlagsstofnun, sagði að stofnunin vissi af því hagræði sem fisksalamir hefðu af fiskmörk- uðunum en ekki hefði verið tekið tillit til þess þegar útsöluverð ýsu var hækkað 11. janúar sl. „Síðasta hækkun á útsöluverði ýsu fyrir hækkunina 11. janúar var í júlí sl. Þá byggðust útreikningar Verð- lagsstofnunar á 60 króna innkaups- verði ýsu en þegar hækkunin 11. janúar var reiknuð út byggðust þeir á 68 króna innkaupsverði. Upplýsingar Verðlagsstofnunar um innkaupsverð ýsu eru byggðar á gögnum frá tveimur stórum físk- sölufyrirtækjum. Fisksalamir létu okkur hafa nótur yfír innkaupsverð á ýsu í nóvember og desember á fiskmörkuðunum í Hafnarfírði og núverandi aðstæður heldur einnig stöðvum Landsvirkjunar á Norður- landi að meðtalinni Blönduvirkjun þegar hún kemur í rekstur árið 1991. Varðandi kostnaðarhliðina upp- lýsti Halldór að á þessu ári væri ætlunin að veija 70 m.kr. til fram- kvæmda við bygginguna en alls er Rannsóknadeild ríkisskattstjóra auglýsti um helgina eftir viðskipta- fræðingi og lögfræðingi til starfa við rannsóknir og eftirlit með bók- haldi og skattskilum fyrirtækja. Guðmundur Guðbjamason skatt- rannsóknastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri ekki um nýjar stöður að ræða heldur stæði til að auka áherslu á söluskattseftirlit og þess vegna vantaði fleira fólk. Njarðvík og við höfum einnig hald- ið fískmarkaðsdálkum úr blöðunum til haga. Við reiknuðum það út frá þessum upplýsingum að vegið með- altal á innkaupsverði ýsu á mörkuð- unum hefði verið 70 krónur í nóvember, desember og fyrstu dag- ana í janúar. Við lækkuðum það hins vegar niður í 68 krónur þegar við reiknuðum út hækkunina á út- söluverðinu 11. janúar. Það má vera að það sé ekki rétt að taka fyrstu dagana í janúar inn í meðal- talið, þar sem lítið framboð er á físki þá vegna jólanna. „Nóturnar e.t.v. frá því að ýsuverðið var hæst“ Við höfum ekki beðið fískmark- aðina um upplýsingar um ýsuverðið á mörkuðunum. Við höfum fengið þær upplýsingar frá aðilum sem við eigum ákveðið trúnaðarsamband við en hins vegar má það vera að þeir hafí eingöngu sýnt okkur nótur frá dögum þegar ýsuverðið var hæst á mörkuðunum. Ef þessar upplýsingar þeirra eru ekki réttar gefur það jafnvel tilefni til þess að endurskoða þessa hækkun á útsölu- verðinu 11. janúar sl.,“ sagði Guðmundur. Ólafur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja, sagðist ekki trúa því að fisksalar keyptu 85% af þeim físki sem þeir seldu í fiskbúðunum á físk- mörkuðunum. „Fisksalarnir koma á markaðina þegar þá vantar fisk og bjóða þá í hann upp úr öllu valdi, því þeir geta velt innkaupsverðinu út í verðlagið. Þeir greiða fískverð- ið niður með þessum föstu samning- um sem þeir gera við bátana. Ýsuverðið á mörkuðunum hefur farið niður í 42 krónur kílóið og það væri fróðlegt að sjá hvort físk- salamir lækka útsöluverðið á henni þegar' innkaupsverðið lækkar," sagði Ólafur. Bjami Thors, framkvæmdastjóri Faxamarkaðar í Reykjavík, sagði að það væri „skrýtin yfírlýsing hjá fisksölunum að þeir þyrftu að fá hækkun á útsöluverði ýsu vegna hækkunar á innkaupsverði hennar á fískmörkuðunum. Þetta er algjör- lega út í hött og ég kom af fjöllum þegar ég sá þessa hækkun 11. jan- úar sl. Fisksalamir ráða sjálfír ýsuverðinu á mörkuðunum, því þeir bjóða sjálfír í hana þar. Það er ekk- ert vit í því að taka verðið á ýsunni fyrst eftir áramótin inn í útreikn- inga Verðlagsstofnunar, því það er svo lítið framboð á fiski þá,“ sagði Bjami. áætlað að hún muni kosta um 111 m.kr. Hann sagði fjárfestingu þessa vera nauðsynlega til að tryggja sem best rekstraröryggi raforkukerfís landsins og stuðla að sem hag- kvæmastri nýtingu þess. Það væri því misskilningur að hér væri um að ræða fjárfestingu vegna skrif- stofuhúsnæðis, sagði Halldór Jónatansson að lokum. Sagði hann að alltaf hefði verið erfítt að fá háskólamenntað fólk til starfa við skattkerfíð. „Margir líta á þessi störf sem fram- haldsnám. Það fær hér góða reynslu og hverfur svo í betur launuð störf hjá einkafyrirtækjum," sagði hann. „Hér vinnur fjöldi fólks með góða bókhaldsþekkingu en á þessu stigi erum við að leita eftir fólki með há- skólamenntun." Frá uppboði á fiskmarkaði. Halldór Jónatansson forstjórí Landsvirkjunar: Stjórnbygging til að tryggja rekstraröryggi raforkukerfisins Misskilningnr hjá Steingrími Hermannssyni að um skrifstofuhúsnæði sé að ræða Skattrannsóknastj óri: Aukið söluskattseftirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.