Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1988 fitrgi Útgefandi tnfybifeffe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Sjónvarpsskóli ríkisútvarpsins Aliðnu hausti stóð í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins: „Við eigum að géra gangskör að því að fjöl- þætt kennsla verði tekin upp í ríkissjónvarpinu og áhersla lögð á íslenska tungu, sögu og menningu. En þar á einn- ig að miðla annarri mikil- vægri þekkingu svo að við séum enn betur í stakk búin til að tileinka okkur erlend áhrif sem máli skipta. Tungu- málakennsla á að sjálfsögðu að vera sterkur þáttur í starf- semi Sjónvarpsskólans. 0g hann á að vera undir stjóm vel menntaðra manna, ekki síst háskólakennara. Það verður skemmtilegt þegar við höfum eignast enn eitt menntasetrið, Sjónvarpsskóla ríkisútvarpsins." Þessi orð eru rifjuð upp hér og nú í tilefni af því, að Sig- rún Stefánsdóttir, sem er landsmönnum kunn fyrir störf á fréttadeild ríkissjón- varpsins, hefur verið ráðin til að hefja undirbúning að því að koma Sjónvarpsskólanum á fót. Sigrún hefur ritað dokt- orsritgerð í bandarískum háskóla um skólasjónvarp og auk starfa við sjónvarp hefur hún kennt fjölmiðlafræði í Háskóla íslands. Má þannig segja, að Sigrún hafi fræði- lega þekkingu, reynslu og aðstöðu við Háskólann til að sameina það, sem þarf í því skyni að Sjónvarpsskóli ríkisútvarpsins standi undir nafni. Skoðanir Sigrúnar Stef- ánsdóttur á því, hvaða leið skuli farin við að skipuleggja stjóm á skólasjónvarpi fellur saman við það, sem fram kemur í fyrrgreindu Reykjavíkurbréfí. Sjónvarps- skólinn á að starfa í nánum tengslum við skólana og und- ir stjóm manna, sem tengjast þeim. Sigrún segir í Morgun- blaðsviðtali á sunnudag, að rannsóknir sínar hafi leitt í ljós, að í Danmörku sé skóla- sjónvarp einskonar homreka. Og þegar hún er spurð, hveij- ir eigi að stjóma skólasjón- varpinu segir hún: „Ég komst að þeirri niður- stöðu að ríkissjónvarpið sé ekki rétti aðilinn til að þróa skólasjónvarp. Menntakerfið þarf að sjá um þá hlið. Ef ríkissjónvarpið bæri þá ábyrgð óttast ég að sama staða kæmi upp og í Dan- mörku, þ.e. að það myndi bara framleiða eitthvað og senda út einhvem tíma. Skólasjónvarp þarf að vera í svo nánu samhengi við skól- ana að ég held að eðlilegast væri að láta hvert menntastig vera ábyrgt fyrir mótun þeirra þátta sem þau telja sig þurfa.“ Efnistök í skólasjónvarpi verða að taka mið af því, sem nemendum nýtist best í sam- ræmi við kröfur sérhvers menntastigs. Þess vegna er sj.álfsagt að fyrstu drættirnir séu dregnir af skólamönnum eða í náinni samvinnu við þá. Auk þess þurfa þeir er vinna að mótun einstakra kennslu- verkefna að ráða yfir sér- fræðilegri þekkingu er lýtur að mati á kostnaði við tækni- lega úrvinnslu og hvaða kostir em fyrir hendi við slíka úrvinnslu. A gmndvelli ná- kvæmra óska á síðan að leita til fyrirtækja einstaklinga við framleiðslu á verkefnunum. Ástæðulaust er fyrir opinbera aðila að fjárfesta í tækjum og öðmm búnaði, enda hníga hugmyndir Sigrúnar Stefáns- dóttur ekki að því að það verði gert. I Morgunblaðsvið- talinu kemst hún þannig að orði: „Niðurstaða mín er sem sagt þessi: sjónvarpið verði dreifingaraðili á efni og tæknilegur ráðgjafí við fram- leiðslu á skólaefni og hvert námsstig fyrir sig ákveði hvað þurfí að gera, en síðan verði verkefnin boðin út.“ Sjónvarpsskóli ríkisút- varpsins er ekki eips fjarlæg- ur draumur og margir hafa talið. Hann er í raun á næsta leiti. Náið verður fylgst með hvemig að undirbúningi verð- ur staðið á lokastiginu. Mestu skiptir að í þessu nýja menntasetri takist að sam- eina bestu krafta á öllum sviðum þjóðmenningunni til vegs og virðingar. I annað skipti í sögunni: Kaþólskur bískup vígður á Islandí eftir Torfa Ólafsson Laugardaginn 6. febrúar nk. fer fram í Kristskirkju í Landakoti sá fátíði atburður hérlendis að róm- versk-kaþólskur prestur verður vígður til að vera biskup kaþólskra hér á landi. Þetta mun vera í annað skipti í allri íslandssögunni sem þessi helga vígsla er veitt hér. Bisk- upar hinnar fomu kaþólsku kirkju Islendinga voru vígðir af erkibisk- upi, fyrst í Hamborg/Brimum en síðar í Lundi og enn síðar í Niðar- ósi og það var ekki fyrr en 1929 lað biskupsvígsla fór fram hér, þeg- ar van Rossum kardínáli veitti Marteini Meulenberg biskupsvígslu í hinni nývígðu dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Jóhannes Gunnarsson, sem varð næstur bisk- up kaþólskra hér, var vígður í Bandaríkjunum, Theunissen sem gegndi biskupsembætti hér skamma hríð eftir að Jóhannes lét af embætti og fluttist til Banda- ríkjanna, var vígður erlendis og dr. Hinrik FVehen var vígður í heima- landi sínu, Hollandi. En dr. Alfreð Jolson, sem nú tekur við biskups- dómi hér, kaus að þiggja vígslu hérlendis.og er það vel því svo mjög er hann tengdur íslendingum að okkur hefði þótt miður ef hann hefði heldur kosið að vígjast erlend- is. Dr. Alfreð Jolson er nefnilega af íslensku bergi brotinn. Afí hans, Guðmundur Hjaltason, var ísfirð- ingur, fæddur 6. maí 1872. Hann fluttist til Noregs og kvæntist þar norskri konu, Karólínu Amundsen, en áður hafði hann verið kvæntur íslenskri konu, Þorvaldínu Einars- dóttur. Guðmundur og Karólína fluttust til Bandaríkjanna eftir nokkurra ára dvöl í Noregi og þar fæddist þeim sonur, Alfreð Jolson, sem kvæntist þegar tímar liðu fram konu af írskum ættum, Justine að nafni, og sonur þeirra er Alfreð sá sem nú tekur við biskupsembætti hér á landi. Hann er fæddur 18. júní 1928. Justine móðir hans verð- ur viðstödd vígslu sonar síns en faðir hans er látinn. í reglu Jesúíta En það eru fleiri bönd en ættar- tengslin sem tengja hinn nýja biskup við ísland. Hann gekk í reglu Jesúíta 1946 en það er einmitt sú regla kaþólsku kirkjunnar sem hinn ástsæli rithöfundur og bamavinur Nonni (Jón Sveinsson) tilheyrði. Það var heilagur Ignatíus Loyola, spænskur aðals- og hermaður, sem stofnaði reglu Jesúíta 1534. Hann tók sinnaskiptum 1522 og ákvað að helga Guði líf sitt. Regla Jesúíta var byggð upp með hliðsjón af aga og þjálfun hermanna. Bræðumir vom, og em enn, þjálfaðir með ströngum andlegum æfíngum og áttu síðan að vera úrvalslið páfa, honum hlýðið og ávallt til reiðu þar sem á liðsemd þeirra var þörf. Kjör- orð þeirra er „ad majorem Dei gloriam" — Guði til aukinnar dýrð- ar. Margir Jesúítar hafa verið frá- bærir lærdóms- og vísindamenn og aikunnur er dugnaður þeirra, ein- beitni og skipulag. Mun það ekki síst hafa valdið því hversu óvinum kirkjunnar var sérstaklega í nöp við þá og þeir vom oft afflúttir og á þá. logið. Til dæmis er það ekki fátítt að þekkingarlítið fólk kenni þeim um Rannsóknarréttinn og ávirðingar hans, sem er fjarri öllum staðreyndum enda lenti Ignatíus oft í andstöðu við hann þegar hann var að koma reglu sinni á laggimar. Jesúítar hafa ævinlega þótt kunna manna best að beita heil- brigðri skynsemi og er til dæmis um það sú saga að eitt sinn vom á einum stað Benediktíni, Dominik- ani, Fransiskani og Jesúíti og vom allir önnum kafnir að lesa tíðabæn- ir sínar. Þá slokknaði ljósið fyrir- varalaust. Benediktíninn hélt áfram að lesa því hann kunni allar tíða- bænimar utan að, Dominikaninn flutti langa ræðu af miklum lær- dómi um eðli ljóssins, Fransiskaninn bað Guð heitt og innilega að senda þeim ljósið aftur en Jesúítinn fór fram og skipti um öryggi. Dr. Alfreð Jolson er hámenntaður maður. Hann lauk guðfræðiprófi 1958 og þáði prestvígslu sama ár. Þá lauk hann prófi í viðskiptafræð- um frá Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum 1962 og doktorsprófí í heimspeki og félagsfræði við Greg- oriana-háskólann í Róm 1970. Eftir það var hann háskólakennari í Zimbabwe (Ródesiu), Bagdað og síðar í Bandaríkjunum en síðan 1986 hefur hann verið aðstoðar- rektor og yfirmaður viðskiptafræði- deildarinnar í Wheeling Jesuit College í Vestur-Virginíu í Banda- ríkjunum. Valinn í Vatíkaninu Biskupsstóll kaþólskra hér á landi hefur staðið auður í rúmt ár eða síðan dr. Hinrik Frehen biskup andaðist, 31. október 1986. Þann tíma hefur séra Ágúst George, skólastjóri Landakotsskólans og staðgengill biskups, verið postulleg- ur stjómandi kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Ekki er að efa að ættemi dr. Alfreðs hefur ráðið nokkm um það að hann hefur nú verið kjörinn biskup hér því stjómardeild biskupa í Vatíkaninu, sem ræður biskups- valinu, hyllist jafnan til að velja biskupseftii af viðkomandi þjóðemi, sé það unnt. Jóhannes Gunnarsson var t.d. mjög mótfallinn því á sínum tíma að taka við biskupsdómi en hlýddi að sjálfsögðu yfírboðurum sínum. Hann hefði heldur viljað gegna áfram almennri prestþjón- ustu sem honum lét svo vel enda mun verða leit að öðmm eins öðl- ingi og hann var — kærleikurinn holdi klæddur, eins og einn af prest- um hans sagði um hann. Nú orðið em biskupar ekki leng- ur valdir af heimamönnum eða löggjafarsamkundum þeirra eins og tíðkaðist hér fyrir siðaskipti. Bisk- uparáð (t.d. Norðurlandanna) Alfreð Jolson, nýskipaður biskup kalþólskra manna á íslandi. leggja nú fyrir stjómardeild biskupa í Vatíkaninu lista yfír þá presta sem til greina gætu komið við biskups- val, erkibiskup (Norðurlanda í Kaupmannahöfn) fylgist jafnan með málum í biskupsdæmunum og þegar skipa þarf nýjan biskup, legg- ur hann fram álit sitt en stjómar- deild biskupa tekur svo ákvörðun, eftir vandlega könnun, og leggur tillögu sína fyrir páfa til samþykkt- ar. Það vekur athygli við þetta bisk- upsval að dr. Alfreð er fyrsti biskupinn hér eftir siðaskipti sem ekki er af reglu hl. Monforts sem tók við trúboðinu 1903. Þegar Mar- teinn Meulenberg var skipaður „postullegur prefekt" hér 1923, merkti það að ísland var ekki leng- ur undir valdi kaþólska biskupsins í Danmörku heldur átti þaðan af allt sitt að sækja til trúboðsdeildar kirkjunnar, „Propaganda fide“. Sú staða breyttist síðan 1968, þegar dr. Hinrik Frehen tók við biskups- dómi. Þá varð ísland sjálfstætt biskupsdæmi og heyrði ekki lengur undir „Propaganda fíde“ heldur stjómardéild biskupa í Vatíkaninu. ísland var áfram „trúboðsland" frá 1929 til 1968 og því ekki „fullkom- ið“ biskupsdæmi og þótt Marteini Meulenberg væri veitt biskups- vígsla 1929, hafði hann ekki að fullu völd biskups og varð að bera hin stærri mál undir „Propaganda fíde“. En allir tilheyrðu þessir bisk- upar reglu hl. Montforts, svo og prestar þeir sem hér vom frá 1903 Jóhannes Gunnarsson veitir söfnuði blessun sína er hann gengur nýv Patreks í Washington 7. júlí 1943. Sitt hvonun megin við hann standa (t.v.) og Peter L. Ireton (t.h.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.