Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 fclk í fréttum Ljósmynd/Ame Forsell Stíg Blixt ásamt félögum sínum i upptökuveri. Fremst situr Stíg með gítarinn sinn og fyrir aftan hann sitja f.v.: Roland Gottlow, Anders Leve’n, Lave Lindholm og Per „Peps“ Persson. KÍNA Fjórðungur Kínverja á hjól Kínverjar slógu eigið met í framleiðslu reiðhjóla á síðasta ári. Mun framleiðslan hafa numið um 40 milljónum hjóla, sem þýðir að alls eru nú um 270 millj- ónir reiðhjóla í notkun í Kína. Kínverskir embættismenn binda þó enn miklar vonir við hjólreiða- markaðinn, segja að ekki sé nema fjórði hver kínvetji orðinn eigandi að hjóli og að fólk vilji skipta út gamaldags hjólum fyrir ný og betri hjól. Því vonast þeir til að framleiðslan eigi enn eftir að auk- ast. Reiðhjólið er langsamlega vinsæl- asti fararkosturinn í Kína og hjólreiðamönnum þar í landi er ekki sérlega vel við vélknúin far- artæki, sem þeir segja að skapi hin erfiðustu skilyrði í umferðinni. Rætt hefur verið um það í kínverskum dagblöðum að mjög aðkallandi sé orðið að setja ein- hvers konar reglur um hjólreið- aumferð. Ef fram fer sem horfír verða yfír 300 milljónir hjóla í notkun í Kína á næsta ári. STIG BLIXT TV 1 producenten (ur ”Hjartats Hjáltar”) Umslag plötunnar sem Stíg sendi Fólki í fréttum. Hún mun hafa verið spiluð á einhverjum útvarpsstöðvum hérlendis. ÍSLANDSVINURINN STIG BLIXT Syngur íslensk drykkjukvæði fyrir Skánunga Maður er nefndur Stig Blixt og er tónlistarmaður suður í Svíþjóð, nánar tiltekið á Skáni. Nýlega sendi hann Fólki í fréttum smáskífu sem hann gaf út fyrir skömmu, ásamt bréfi til útskýr- ingar og var það skrifað á íslensku. Þar segir að hann hafí tvisvar sinnum komið hingað til lands, árin 1973 og 1975. Þá hafi hann eignast marga íslenska kunningja sem hafi kennt honum heilmikið í málinu. Hafí það orðið til þess að hann söng hið alkunna lag Lónlí blú bojs „Það landa allir blanda upp til stranda" á smáskí- fu. Hinum megin á plötunni er níðvísan „TV 1 producenten" sem er um framleiðanda sjónvarps- þáttar sem gerður var um Stig. Þar þótti honum hann fá heldur háðulega útreið en hann var kynntur fyrir áhorfendum sem sem þorpsfífl hvers eina takmark væri að kenna hænsnum að fljúga. Stig var eins og áður segir lítið hrifínn af uppátækinu en þegar til stóð að endursýna þáttinn varð honum nóg boðið og hefndi hann sín með laginu um sjónvarps- framleiðandann þar sem hann lýsir því sem raunverulega gerð- ist. Allur þessi fyrirgangur varð til þess að hætt var við endursýn- inguna og fékk Stig ágætis auglýsingu út á tiltækið. Til að ráða fram úr textanum var til kallaður sænskusérfræð- ingur Fólks í fréttum en gekk hvorki né rak að ráða fram úr skánskunni svo nánari skýringar á texta lagsins verða að bíða betri tíma. Drykkjuljóðið íslenska, eins og Stig kallar það, er aftur á móti sungið a'glymjandi íslensku með örlitlum skánskum hreim. í fyrrnefndu bréfi biður Stig fyrir sínar alirabestu kveðjur til kunningjanna frá árum áður og nefnir til: Kristínu Gunnarsdóttur, Akureyri, Smára L. Einarsson á Raufarhöfn, Dagmar Gunnars- dóttur í Garðabæ, krakkana hennar Grétu, Huldu og Huldu, Ingu á Vallá, stelpurnar í Garðabæ sem kenndu honum íslenska lagið og loks hann Búa, sem er ennþá með vekjaraklukku Stigs. Hans Áke-Ahlqvist og sonur hans, Lars, kaupa plötu af Stíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.