Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 27 Noregur: Málverki eft- ir Munch rænt Ósló, Reuter. ÞJÓFAR brutust inn í Munch- safnið í Ósló á mánudag og rændu Vampírunni, sem er eitt þekktasta olíumálverk norska listamannsins Eduards Munchs. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að þjófamir hefðu líklega brotist inn í safnið, sem er tileink- að Munch, stuttu eftir miðnætti á mánudag. Hann sagði að málverk- ið væri ómetanlegt, en hefði verið tryggt fyrir 10 til 20 milljónir norskra króna (58 til 116 milljónir íslenskra). Á myndinni beygir kóna sig niður til að kyssa mann á hálsinn, og andlit hennar er hulið löngu dökku hári. Vampíran var máluð árin 1893-94, og er eitt af þremur málverkum Munchs sem höfðu þennan titil. Björgunarmenn í Rio de Janeiro í Brasilíu sjást hér bjarga ungri konu undan rústum byggingar sem hrundi í flóðunum um helg- ina. Hún hafði þá verið þrjátíu klukkustundir I prísundinni. Reuter Fórnarlambi flóðanna bjargað Sovéska geimferðastofnunin: Vinnur fyrir bandarísk fyrirtæki BANDARÍSKT einkafyrirtæki hefur gert samning við Sovét- stjórnina um, að sovéskir geim- farar annist rannsóknarverkefni fyrir fyrirtæki í Bandarfkjunum, þ. á m. lyfjafyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn, sem bandarísk iðnfyrirtæki gera sam- starfssamning við Sovésku geim- ferðastofnunina. Hlaut samningurinn samþykki ráðuneyta vamar- og við- skiptamála f Bandaríkjunum, eftir að gengið hafði verið úr skugga um, að Sovétmenn fengju ekki aðgang að bandarískri hátækni í tengslum við þessi verkefni. Bandarísk fyrirtæki sækjast mjög eftir að láta gera fyrir sig tilraunir I geimnum, en hafa verið nauðbeygð til að fara ótroðnar slóðir, eftir að geimrannsóknaáætlun Banda- ríkjanna seinkaði vegna Challenger- slyssins. Með MIR-geimstöðinni hafa Sovét- menri náð umtalsverðu forskoti á Vesturlönd að því er varðar langtíma- rannsóknir í geimnum. Geimfaramir, sem starfa í stöðinni, eiga m.a. að rannsaka möguleika á að þróa eggja- hvftukrístalla til lækninga. Munu þessar tilraunir koma ýmsum fyrir- tækjum, m.a. á sviði lyfjafræði, líftæknifræði og efiiafræði, að haldi,. Það var ráðgjafarfyrirtækið Pay- load Systems, sem annaðist samn- ingagerðina við Sovétmenn. Bretland: Tvö vikublöð í eina sæng? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari •Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁFORM eru uppi um að sameina bresku vikublöðin New Statesman og New Society. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða þeirra og lftil sala. New Statesman, sem verður 75 ára í apríl, hefur lengi verið eitt- hvert glæsilegasta vikublað í Bret- landi, sem boðað hefur sósfalisma af einhverju tagi. Það hefur áratug- um saman verið vettvangur þeirra, sem hafa viljað rökræða ýmsan vanda þeirrar þjóðmálastefnu, og ævinlega lagt metnað sinn í að fá efni frá bestu höfundum. Lengi vel var það talið best skrifaða vikublað Bretlands og seldist á sjöunda ára- tugnum f um hundrað þúsund eintök- um. En virðing þess hefur farið þverrandi og gengi þess hnignað. Nú selst það í um 26 þúsund eintök- um, og þótt sumir af höfundum þess séu ágætir, hefur blaðið fyrir löngu misst yfirburðastöðu sína. Ýmislegt sést þar nú, sem aldrei hefði fengið þar inni áður. New Society flytur yfirleitt vand- aðar fréttaskýringar, og hefur verið miðað við vinstrisinnaðan lesenda- hóp. Ástæðan fyrir sameiningunni nú er slæm fjárhagsstaða New Society. Það skilaði hagnaði fyrir ríflega tíu árum, en hefur verið rekið með halla undanfarin ár. Vonir stóðu til, að reksturinn yrði hallalaus á síðasta ári, en þá missti blaðið opinberar auglýsingar hjá bæjar- og sveitar- stjómum, og þá seig aftur á ógæfu- hliðina. Starfsfólk beggja blaðanna styður sameininguna, sem verður að líkind- um ákveðin í þessari viku. Og líklega verður nýja blaðið nefrit NS. Vonást er til, að það erfí kosti beggja gömlu blaðanna. Takist að selja það í 35 - 40 þúsund eintökum, yrði blaðið lífvænlegt. Gany Taylor, framkvæmdastjóri New Statesman, segir, að það ætti að geta keppt betur á vikublaða- markaðnum, þar sem eru t.d. Listen- er, Punch og Spectator. Bretland: Vændishús frátímum Rómverja London. Reuter. Fomleifafræðingar sögð- ust f gær hafa fundið vændis- hús frá þeim tfma er Róm- veijar lögðu Bretland undir sig. Við fomleifagröft nærri borginni Gloucester í vestur- hluta Englands fundust rústir 17 bygginga, sem em frá því á áranum 45-60 eftir Krist. Virðist þar hafa verið um að ræða þyrpingu ölstofa og vændishúsa. Rústimar em skammt fyrir utan þar sem var 3.000 hermanna rómverskt virki. Póstsendum um allt land. GÓÐVERD! Mikið úrval af vösum, skálum, og öskubökkum.. Stórar „Hrím“skálar Ávaxtaskálar desertskálar, blómaskálar. i Hvltvfn Shsrry Liquar Smákrístalshlutir í úivali. Sí/ortur® ^TLielóen^, h/} KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 - SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu. Rósita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.