Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 •38 Nefndarálit um leiðbeiningar- þjónustu landbúnaðarins: Sent landbúnaðar- ráðherra í vikunni Hefði þurft að liggja fyrir í upphafi Bún- aðarþings segir formaður nefndarinnar Morgunblaðið/PPJ Kúbanskar flugvélar íReykjavík TVÆR flug-vélar frá flugfélagi Kúbumanna, Cubana, höfðu viðkomu á Reykjavikurflugvelli á mánudaginn. Þœr voru báðar í feijuflugi frá Kúbu til Kænugarðs í Sovétríkjunum en þangað fara flugvélamar í gagngera skoðun og eftirlit hjá Antonov flugvélaverksmiðjunum. Onnur þeirra er farþegaflugvél af gerðinni Antonov AN-24, sem tekur um 50 farþega, en hin er far- þegaflugvél af gerðinni Antonov AN-26 og er útbúin stórri hurð að aftan þannig að hægt er að aka vörum að og frá borði. Kúbanskar flugvélar í feijuflugi eru ekki sjaldséðar á Reykjavíkuflugvelli en óvenjulegt er að þær séu tvær saman. Oftast hafa flugvélar Cubana tveggja daga viðdvöl hér á leiðinni yfir Atlantshaf. Löbbum ekkí ínn í Sunda- höfn með kratasamninga - segir Sigurður Rúnar Magnússon, aðaltrúnaðarmaður Dagsbrúnar í Sundahöfn HAFNARVERKAMENN Eim- skipafélags íslands lögðu niður vinnu á hádegi í gær og lá öll vinna niðri á hafnarsvæði fé- lagsins eftir hádegið, að sögn yfirverkstjóra í Sundahöfn. Starfsemi var með eðlilegum hætti hjá skipadeild Sambands islenskra samvinnufélaga í Sundahöfn, þ.e. unnið var til klukkan 17 eins og verið hefur nema þijá fyrstu dagana eftir að Dagsbrún setti vaktavinnu- bann á hafnarvinnu, en þá var unnið til kl. 19. Starfsemin var einnig með eðlilegum hætti hjá Ríkisskip. Sigurður Rúnar Magnússon, aðaltrúnaðarmaður Dagsbrúnar í Sundahöfn, sagði að meginástæða þess að menn hefðu ekki mætt til vinnu eftir hádegið væri sú að Eimskip hefði ráðið verktaka til þess að tæma gáma í gærmorgun. Eftir að rætt hefði verið við við- komandi, sem hefðu verið Dags- brúnarmenn, og málin skýrð fyrir þeim hefðu þeir hætt vinnu. Önnur ástæða væri að slitnað hefði upp úr samningaviðræðum við hafnar- verkamenn á miðnætti á sunnu- dagskvöld þegar átt hefði að ræða launatölur. Hafnarverkamenn hefðu einir allra í landinu verið með einhveijar aðgerðir til þess að knýja á um kröfur sínar og hann vildi taka það fram að þeir væru ekki í þessum aðgerðum fyr- ir neina nema sjálfa sig. „Það er enginn sem þrýstir á okkur, hvorki frá Verkamannasambandinu eða Dagsbrún, þó svo að vinnuveitend- ur vilji halda því fram,“ sagði Sig- urður. Hann sagði að hafnarverka- menn hefðu verið komnir langt með að gera samning við skipafé- lögin, sem fæli í sér veigamiklar breytingar og myndi bæta þjón- ustu skipafélaganna við viðskipta- menn sína. Þannig hefðu til dæm- is verð gert ráð fyrir að stokka upp hádegis- og kaffitíma, og gef- ið hefði verið eftir hvað varðaði ýmsar ævafomar hefðir við höfn- ina. „Þegar menn voru orðnir ásátt- ir um þetta og farið var að ræða hvað þetta ætti að kosta, kemur í ljós að við erum ekki lengur að semja við skipafélögin. Þá erum við að semja um opinbera stefnu ríkisvalds og Vinnuveitendasam- bands og greiðslugetu fískvinnsl- unnar í landinu. Við erum ekki að bijóta upp allt vinnukerfí okkar til þess að láta svo fiskvinnslufyrir- tæki út á landi skammta okkur kaupið í gegnum Eimskipafélag íslands. Það er alveg ljóst,“ sagði Sigurður. Hann sagði að síðan hefði það virkað eins og olía á eld að Eim- skip hefði ráðið til sín verktaka inn á hafnarsvæðið, sem hefðu gengið inn í störf verkamanna og hefðu hafíð losun á gámum á allt öðrum kjörum en hafnarverkamenn ættu að venjast. „Það fór eins og bylgja yfir alla að það væri ekki ástæða til þess að halda þessu fyrirtæki opnu öllu lengur, þegar að ævafomar hefð- ir, vinnureglur og almenn kurteisi hefði verið þverbrotin á þennan hátt. En sjálfsagt mæta menn í fyrramálið, eins og ekkert hafi í skorist," sagði Sigurður. Hann sagði að vinnuveitendur hefðu haft tíma frá því í sumar að laga ákveðna þætti í kjörum hafnarverkamanna og hann hefði margítrekað það við starfsmanna- hald Eimskips og fleiri að í óefni stefndi vegna mannaskorts og óþjálfaðra manna, en hafnarvinn- an væri orðin talsvert sérhæft starf. Það hefði komið fyrir ekki. í raun hefði þetta hafist fyrir jól- in, þegar kaup skrifstofumanna Eimskips hefði vérið hækkað um helming, en óbreyttum starfs- ÁGÚSTA Þorkelsdóttir gagn- rýndi á Búnaðarþingi á mánu- dag að ekki lægi fyrir í upp- hafi þings álit nefndar, sem landbúnaðarráðherra skipaði í nóvember síðastliðnum og átti meðál annars að setja fram hugmyndir hvernig æskilegt væri að haga skipan leiðbein- ingaþjónustu í þágu landbúnað- arins. Jón Hólm Stefánsson, mönnum ekki umbunað í einu eða neinu. Hins vegar hefði verka- mönnum í Sundahöfn verið sendur reikningur fyrir kuldagöllum, sem þeir hefðu tekið út til þess að geta unnið störf sín. „Við sem erum í fyrirsvari fyrir þessa menn ætlum ekki að labba inn í Sundahöfn með einhveija kratasamninga eða eitthvað sem hefur verið ákveðið á eldhúsborð- inu hjá fjármálaráðherra. Þeir geta stjómað efnahagsmálum þjóðarinnar á annan hátt en í gegnum verkafólk. Okkur er alltaf kennt um allt sem miður fer, þó þessir menn séu sjálfír með allt niðrum sig. Það er kominn tími til þess að menn átti sig á_ því að það er ekki verkafólk á íslandi, sem er orsökin fyrir því að verð- bólga veður hér upp um allt. Það eru einhveijir aðrir, sem standa þessum mönnum nær heldur en við,“ sagði Sigurður. Aðspurður um þá staðhæfíngu að skipum hefði verið beint til haftiar í Hafnarfírði eftir að vakta- vinnubannið hófst, sagði Sigurður að hann hefði rætt í gær við hafn- arverkamenn í Hafnarfírði og hefði ekki ástæðu til að ætla ann- að en skip myndu fá þar sömu þjónustu og þau fengju nú í Sunda- höfn. formaður nefndarinnar, segir þessa gagnrýni vera eðlilega. Störf nefndarinnar eru mjög viðamikil og ekki tókst að skila áliti hennar fyrr, en það verður sent landbúnaðarráðherra í þessari viku. Jón Hólm Stefánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að líklega myndi ráðherra leggja álit nefndarinnar fyrir Búnaðarþing í lok vikunnar eða um helgina. Hann sagði að engin tímamörk hefðu verið sett á störf nefndarinn- ar, enda væri starfssvið hennar mjög yfírgripsmikið. Hins vegar hefði alltaf verið stefnt að því að ljúka störfum fyrir Búnaðarþing svo hægt væri að ieggja málið fyrir þar. Sagðist hann vona að tími yrði til að fjalla um álit nefndarinnar um leiðbeiningaþjónustuna og að það fengi góða umfjöllun þrátt fyrir að það hafi ekki legið fyrir í upphafí þingsins. Það væri mjög slæmt ef það tækist ekki. „Gagnrýni Ágústu er eðlileg. Þetta er stórt og mikið mál og hefði þurft að liggja fyrir í upp- hafí þingsins. Hins vegar ber að líta á það að við erum ekki skipað- ir í þessa nefnd af bændasamtök- unum til þess að leggja málið fyr- ir þingið, heldur eru það stjóm- völd sem skipa okkur,“ sagði Jón. Nefndarálitinu verður ekki skil- að í endanlegri mynd nú. Einn kafli stendur eftir sem fjallar um mat á þjónustunni hjá heildarsam- tökunum og búnaðarsamböndun- um úti í héruðunum. Þar er meðal annars komið inn á fjármögnun. Auk leiðbeiningarþjónustu land- búnaðarins fjallaði nefndin um fræðslustarfsemina, rannsóknar- starfsemina, fjármögnunarleiðir og að nokkru leiti um hagfræði- mál bændastéttarinnar og sjóða- kerfíð. Jón sagði að verið gæti að álits- gerð nefndarinnar verði ekki lögð í heild fyrir Búnaðarþing, heldur aðeins einstakir hlutar hennar. 11 mál á mánudag Alls voru 11 mál lögð fyrir Búnaðarþing á mánudag. Þar á meðal erindi Búnaðarsambands Kjalamesþings um upplýsinga- og leiðbeiningastöðvar í landbúnaði, frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/1985 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvömm, frá landbúnaðamefnd efri deildar Alþingis og tillaga til þingsályktunar um innflutning íoðdýra. til kynbóta. Á fundi Búnaðarþings, sem hófst kl. 15.30 í gær vom lögð fyrir 10 mál. Þar á meðal vom erindi Búnaðarsambands Austur- Húnavatnssýlu um heildarúttekt á nýbúgreinum, einnig varðandi lög- boðnar greiðslur til bænda sam- kvæmt jarðræktar- og búfjárrækt- arlögum og um endurkoðun fé- lagslegrar uppbyggingar bænda- samtakanna og félagskerfí land- búnaðarins. Einnig var lagt fram erindi formannafundar búnaðar- sambanda um rekstrarforsendur loðdýraræktar og um eflingu leið- beiningaþjónustu og rannsókna í landbúnaði, erindi Búnaðarsam- bands Austurlands um stuðning við loðdýrarækt og fleiri. Fmmvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/1985 um fram- leiðslu verðlagningu og sölu á búvömm var lagt fram til fyrri umræðu. Eimskip hefur ekki ráðið neina verktaka - segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands HÖRÐUR Sigurg-estsson, for- stjóri Eimskipafélags íslands, segir að það sé rangt að félagið hafi ráðið verktaka tíl að ganga inn í störf verkamanna við höfn- ina. „Hins vegar teljum við okk- ur hafa fullan rétt til þess, hvort sem um er að ræða yfirvinnu- bann eða ekki, að ráða verktaka til þess að sinna einstökum störf- um,“ sagði Hörður í samtali við Morgunblaðið. „Dagsbrúnarmenn í Sundahöfn hafa gripið til ólöglegra verkfalls- aðgerða, sem hafa verið skipulagð- ar með þáttöku Dagsbrúnar og með aðild stjómarmanna í Dags- brún. Við lítum svo á að þessi ólög- lega verkfallsaðgerð sé á ábyrgð Dagsbrúnar og félagið muni verða að taka afleiðingum af henni, ef til kastanna kemur. Meðan á ólög- legum verkfallsaðgerðum stendur munum við ekki taka þátt í að ljúka þeirri samningagerð sem nú stend- ur yfír," sagði hann ennfremur. „Eimskip hefur ekki ráðið neina verktaka til að annast störf sem þessir Dagsbrúnarmenn hafa al- mennt verið að fást við. Hins veg- ar réðum við fjóra Dagsbrúnar- menn til að vinna við hleðslu og losun á gámum. Þeir eru á launa- skrá hjá Eimskip á sömu kjörum og aðrir og vinna eftir Dagsbrúnar- samningi," sagði Hörður. Hann sagði að þessir menn hefðu verið ráðnir í gærmorgun og ekki komið til starfa fyrr en undir hádegi og því teldi félagið að stjóm Dagsbrúnar hefði verið búin að undirbúa þessa aðgerð áður. Um þá spumingu hvort skip- um hefði verið beint til Hafnar- fjarðar í auknum mæli eftir boðun vaktavinnubannsins, sagði hann að Eimskip hefði alltaf beint skip- um öðru hvom til Hafnarfjarðar og færi það eftir hvaða álag og afköst væru í Sundahöfn. Þetta hefði til dæmis iðulega verið gert á sumrin þegar bann við helgar- vinnu væri í gildi hjá Dagsbrún. Eimskip hegðaði þessu eftir þörf- um á hveijum tíma. „Við teljum að þetta sé van- hugsuð aðgerð af háifu Dags- brúnar og ef eitthvað er mun hún aðeins hleypa illu blóði í þá samn- ingagerð sem nú stendur yfír og torvelda að það fínnist lausn. Það tjón sem af þessu hlýst verður ekki notað til þess að bæta kjör þeirra sem eiga hlut að máli. Áð- gerð af þessu tagi eykur ekki kaup- rnátt," sagði Hörður Sigurgestsson. að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.