Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Patreksfj örður: Viimahafín á ný í hrað- frystihúsinu Patreksfirði. VINNA er nú hafin í hraðfrysti- húsi Patreksfjarðar á ný eftir að hafa legið niðri frá því um miðjan desember sl.. Vonir standa til að þær ráðstaf- anir sem gerðar hafa verið af stjóm- völdum og eigendum fyrirtækisins verði til þess að rekstur hússins ætti að geta gengið eðlilega og vonast forráðamenn fyrritækisins eftir að rekstrargrundvöllur fryst- ingarinnar verði tryggður. Afli línu- báta hefur verið mjög góður það sem af er febrúar og gæftir góðar. Afli í janúar var sæmilegur þegar gaf á sjó en veður var mjög leiðin- legt mestatlan mánuðinn, væri hægt að segja að norð-austan stormur hafí verið alla daga. — Fréttaritari Mál fasteignasalans: Dómur í lok febrúar Málflutningur í máli starfs- manns fasteignasölu, sem er sak- aður um að hafa aflað sér um 11 milljóna króna með skjala- falsi, fjársvikiim og fjárdrætti, var í Sakadómi Reykjavíkur á fimmtudag. Dómur er væntan- legur í lok mánaðarins. Maðurinn var ákærður þann 29. janúar, en rannsókn á_ máli hans hófst sfðastliðið vor. Ákæruatriði eru 19 og flest vegna fasteignavið- skipta. í ákæru er talið, að maður- inn hafí orðið sér úti um rúmlega 6,5 milljónir með skjalafalsi og fjár- svikum og fjárdráttur er talinn nema um 4,2 milljónum króna. í sumum tilvikum endurgreiddi hann fólki kröfur þess með fé sem hann aflaði sér síðar, svo skaðabótakröf- ur á hendur honum nema ekki svo hárri upphæð. Maðurinn er í farbanni til 4. mars, en að sögn Sverris Einarsson- ar, sakadómara, sem fer með mál- ið, er dóms að vænta fyrir næstu mánaðamót. Iðnó: Hamlet umpáska LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýnir um páskana harmleikinn Hamlet eftir William Shakespe- are í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar. Hamlet er sfðasta verkefni leikfélagsins á þessu leikári. Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son. Leikmynd hannaði Grétar Reyn- isson en þeir Kjartan hafa áður starfað saman að sýningum, nú síðast að uppfærslu LR á Djöflaeyj- unni. Segir í frétt frá leikhúsinu að án efa verði forvitnilegt að sjá hvaða tökum Kjartan taki þetta sígilda meistaraverk. Með hlutverk Hamlets fer Þröst- ur Leó Gunnarsson, en meðal ann- ara leikara má nefna Sigurð Karls- son, Guðrúnu Ásmundsdóttur, Egg- ert Þorleifsson, Valdimar Öm Flyg- enring, Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur, Jakob Þór Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Eyvind Erlendsson og Kjartan Bjargmundsson. Lýsingu annast Egill Om Ámason. Zdenek Gola fiðluleikari og Torvald Nilsson gítarleikari. Norræna húsið Háskólatónleikar FIMMTU háskólatónleikar á vor- misseri verða haldnir í Norræna húsinu í dag, miðvikudag, kl. 12.30—13.00. Á tónleikunum mimu Zdenek Gola fiðluleikari og Torvald Nilsson gítarleikari flytja verk eftir Corelli, Giuliani, Al- benez, Paradis og Paganini. Zdenek Gola fæddist í Tékkóslóv- akíu og lauk þar prófi f fiðluleik. Að námi loknu spilaði hann með fílharmoníuhljómsveitum og við óperuna í Bmo. Einnig gegndi hann lektorsstöðu við Palackys-háskólann f Olomoue og prófessorstöðu við Tón- listarskólann í Ostrava. Hann fluttist til Svíþjóðar 1968 og hefur m.a. starfað f Norrköping, Linköping og Helsingjaborg. Þetta er hans fyrsta tónleikaferð til íslands. Torvald Nilsson lauk prófi í gítar- leik frá Tónlistarskólanum í Malmö árið 1971 og hélt síðan til fram- haldsnáms í Stokkhólmi. Að námi loknu hóf hann kennslu í klassískum gítarleik við Sundsgárd-lýðháskól- ann og Tónlistarskólann í Helsingja- borg. Torvald hefur komið víða fram sem einleikri og fyrirlesari. Hann hefur áður leikið hérlendis og- hélt þá einnig fyrirlestra við Tónlistar- skólann f Reykjavík. (Fréttatilkynning) ff/i/SAS Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91 -62-22-77. Akureyri: Skipagótu 14 • 96-2-72 00. Láttu dmuminn um lúxusferðina rætast Hefurþig aldrei langað til að reyna eitthvað nýtt, kynnast öðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? Umpáskana liggurleiðin til Thailands, í sautján daga ógleymanlega lúxusferð. Lúxushótel -allantímann! Flogið verður til Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en í Bangkok. Þar verður gistí fjórarnæturá The Ambassador Bangkok, lúxushóteli í hjarta borgarinnar. Boðið verðuruppá skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgarog nágrennis, t.d. á fljótandi markað, krókódílabúgarð og í konungshöllina. Við fljúgum í skoðunarferð tilChiangMai 1. apríl fljúgum við til hinnar fornu höfuðborgar Thailands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þar er dvalið í þrjá daga og gist á glæsihótelinu Dusit Inn, um leið og færi gefst á að kynnast landi og þjób í geróiikri mynd. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins - þar sem dvalið verður í 8 næturá hinu glæsilega Royal Cliff lúxushóteli. Enn er boðið upp á skoðunarferðir, enda afnógu að taka. Auðvitað geturðu tekið það rólega á gullinni ströndinni og notið hitastigið 23-30 gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kauþmenn, þannig að hægt er að gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú geturmeira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. Iþessari lúxusferð hjálpar allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofar þér örugglega að fara einhverntímann aftur! 79.800,- veðursins eða nýtt hin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunarsemþérbjóðast í Pattaya. Reglan er: Þú hefurþað alveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag: Frábært! Veður er ákjósanlegt á þessum tíma, Verð aðeins kr. Miðað við gistingu í 2ja manna herbergi og staðgreiðslu. Innifalið í verði er flug, íslensk fararstjórn og allurakstur í Thailandi. Aukagjald fyríreinbýli, kr. 12.900,- Brottför:27. mars. Heimkoma: 12. apríl. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Hægt erað framlengja dvöl í Kaupmannahöfn, Bangkok og Pattaya.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.