Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 19

Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Patreksfj örður: Viimahafín á ný í hrað- frystihúsinu Patreksfirði. VINNA er nú hafin í hraðfrysti- húsi Patreksfjarðar á ný eftir að hafa legið niðri frá því um miðjan desember sl.. Vonir standa til að þær ráðstaf- anir sem gerðar hafa verið af stjóm- völdum og eigendum fyrirtækisins verði til þess að rekstur hússins ætti að geta gengið eðlilega og vonast forráðamenn fyrritækisins eftir að rekstrargrundvöllur fryst- ingarinnar verði tryggður. Afli línu- báta hefur verið mjög góður það sem af er febrúar og gæftir góðar. Afli í janúar var sæmilegur þegar gaf á sjó en veður var mjög leiðin- legt mestatlan mánuðinn, væri hægt að segja að norð-austan stormur hafí verið alla daga. — Fréttaritari Mál fasteignasalans: Dómur í lok febrúar Málflutningur í máli starfs- manns fasteignasölu, sem er sak- aður um að hafa aflað sér um 11 milljóna króna með skjala- falsi, fjársvikiim og fjárdrætti, var í Sakadómi Reykjavíkur á fimmtudag. Dómur er væntan- legur í lok mánaðarins. Maðurinn var ákærður þann 29. janúar, en rannsókn á_ máli hans hófst sfðastliðið vor. Ákæruatriði eru 19 og flest vegna fasteignavið- skipta. í ákæru er talið, að maður- inn hafí orðið sér úti um rúmlega 6,5 milljónir með skjalafalsi og fjár- svikum og fjárdráttur er talinn nema um 4,2 milljónum króna. í sumum tilvikum endurgreiddi hann fólki kröfur þess með fé sem hann aflaði sér síðar, svo skaðabótakröf- ur á hendur honum nema ekki svo hárri upphæð. Maðurinn er í farbanni til 4. mars, en að sögn Sverris Einarsson- ar, sakadómara, sem fer með mál- ið, er dóms að vænta fyrir næstu mánaðamót. Iðnó: Hamlet umpáska LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýnir um páskana harmleikinn Hamlet eftir William Shakespe- are í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar. Hamlet er sfðasta verkefni leikfélagsins á þessu leikári. Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son. Leikmynd hannaði Grétar Reyn- isson en þeir Kjartan hafa áður starfað saman að sýningum, nú síðast að uppfærslu LR á Djöflaeyj- unni. Segir í frétt frá leikhúsinu að án efa verði forvitnilegt að sjá hvaða tökum Kjartan taki þetta sígilda meistaraverk. Með hlutverk Hamlets fer Þröst- ur Leó Gunnarsson, en meðal ann- ara leikara má nefna Sigurð Karls- son, Guðrúnu Ásmundsdóttur, Egg- ert Þorleifsson, Valdimar Öm Flyg- enring, Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur, Jakob Þór Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Eyvind Erlendsson og Kjartan Bjargmundsson. Lýsingu annast Egill Om Ámason. Zdenek Gola fiðluleikari og Torvald Nilsson gítarleikari. Norræna húsið Háskólatónleikar FIMMTU háskólatónleikar á vor- misseri verða haldnir í Norræna húsinu í dag, miðvikudag, kl. 12.30—13.00. Á tónleikunum mimu Zdenek Gola fiðluleikari og Torvald Nilsson gítarleikari flytja verk eftir Corelli, Giuliani, Al- benez, Paradis og Paganini. Zdenek Gola fæddist í Tékkóslóv- akíu og lauk þar prófi f fiðluleik. Að námi loknu spilaði hann með fílharmoníuhljómsveitum og við óperuna í Bmo. Einnig gegndi hann lektorsstöðu við Palackys-háskólann f Olomoue og prófessorstöðu við Tón- listarskólann í Ostrava. Hann fluttist til Svíþjóðar 1968 og hefur m.a. starfað f Norrköping, Linköping og Helsingjaborg. Þetta er hans fyrsta tónleikaferð til íslands. Torvald Nilsson lauk prófi í gítar- leik frá Tónlistarskólanum í Malmö árið 1971 og hélt síðan til fram- haldsnáms í Stokkhólmi. Að námi loknu hóf hann kennslu í klassískum gítarleik við Sundsgárd-lýðháskól- ann og Tónlistarskólann í Helsingja- borg. Torvald hefur komið víða fram sem einleikri og fyrirlesari. Hann hefur áður leikið hérlendis og- hélt þá einnig fyrirlestra við Tónlistar- skólann f Reykjavík. (Fréttatilkynning) ff/i/SAS Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91 -62-22-77. Akureyri: Skipagótu 14 • 96-2-72 00. Láttu dmuminn um lúxusferðina rætast Hefurþig aldrei langað til að reyna eitthvað nýtt, kynnast öðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? Umpáskana liggurleiðin til Thailands, í sautján daga ógleymanlega lúxusferð. Lúxushótel -allantímann! Flogið verður til Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en í Bangkok. Þar verður gistí fjórarnæturá The Ambassador Bangkok, lúxushóteli í hjarta borgarinnar. Boðið verðuruppá skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgarog nágrennis, t.d. á fljótandi markað, krókódílabúgarð og í konungshöllina. Við fljúgum í skoðunarferð tilChiangMai 1. apríl fljúgum við til hinnar fornu höfuðborgar Thailands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þar er dvalið í þrjá daga og gist á glæsihótelinu Dusit Inn, um leið og færi gefst á að kynnast landi og þjób í geróiikri mynd. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins - þar sem dvalið verður í 8 næturá hinu glæsilega Royal Cliff lúxushóteli. Enn er boðið upp á skoðunarferðir, enda afnógu að taka. Auðvitað geturðu tekið það rólega á gullinni ströndinni og notið hitastigið 23-30 gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kauþmenn, þannig að hægt er að gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú geturmeira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. Iþessari lúxusferð hjálpar allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofar þér örugglega að fara einhverntímann aftur! 79.800,- veðursins eða nýtt hin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunarsemþérbjóðast í Pattaya. Reglan er: Þú hefurþað alveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag: Frábært! Veður er ákjósanlegt á þessum tíma, Verð aðeins kr. Miðað við gistingu í 2ja manna herbergi og staðgreiðslu. Innifalið í verði er flug, íslensk fararstjórn og allurakstur í Thailandi. Aukagjald fyríreinbýli, kr. 12.900,- Brottför:27. mars. Heimkoma: 12. apríl. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Hægt erað framlengja dvöl í Kaupmannahöfn, Bangkok og Pattaya.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.