Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Varkárni í svörum um * orkukaup frá Islandi Sjá miðopnu einfaldlega ekki sérhæft á þessu sviði eða með öðrum orðum: North Venture og Alex Copson eru að okkar dómi ekki þeir aðilar sem íslendingar ættu að snúa sér til í þessu efni. Það fer þannig ekki á milli mála að þeir hjá Rafveitu Suður-Skot- lands eru varkárir þegar hugsan- lega orkusölu frá íslandi ber á góma. Donald Miller, stjómarfor- maður fyrirtækisins, leggur þó áherslu á að hér sé um að ræða athyglisverðan kost, sem fyllsta ■ ástæða sé til að kanna til hlítar. Og ekki vill Miller afskrifa þann möguleika að einhvem tíma í framt- íðinni kunni fyrirtæki hans að taka þátt í orkuflutningi yfír Atlants- hafíð og sölu íslenskrar orku í Bret- landi, leggur þó áherslu á að hér virðist ekki um að ræða kost sem hrundið verði í framkvæmd á allra næstu árum. Kjamorkan Aldrei skal segja aldrei, segir orðtækið. Sá dagur kann að koma að á stjómarfundum SSEB verði fjallað um sölu íslenskrar orku jafnt sem þeirrar orku sem fyrirtækið hefur nú þegar á sinni könnu, að íslensku fallvötnin verði sá orku- gjafí sem Rafveita Suður-Skotlands byggi starfsemi sína á auk þeirra orkugjafa sem nú þegar eru fyrir hendi. Þetta leiðir nánar hugann að fyrirtækinu sjálfu og starfsemi þess um þessar mundir. Við spyij- um Donald Miller stjómarformann að því hvar sé starfssvæði SSEB og við hvaða orkugjafa fyrirtækið notist helst. — Meginmarkaður okkar er í Suður-Skotlandi, þéttbýlasta hluta landsins. Reiknast okkur til að fyrir- tækið sjái um fjórum milljónum manns fyrir raforku. Meginorku- gjafí okkar er kjamorkan og hefur Rafveita Suður-Skotlands raunar verið viðriðin ig'amorkuframleiðslu í rúman aldarfjórðung. Fyrirtækið hefur rekið tvö kjamorkuver í Hunt- erston við Clydefjörð og skoðaði Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra þau ver reyndar er hann var hér í heimsókn á dögunum. Á þessu ári gerum við ráð fyrir að taka í notk- un þriðja kjamorkuverið, sem nú er á lokastigi. Það er í Tomess á austurströndinni, ekki fjarri Edin- borg, og mun framleiðla um 1300 megawött er það verður komið í fulla notkun, litlu minna en verin tvö í Hunterston framleiða nú sam- anlagt. — Hversu mikilvæg er kjamorka sem orkugjafí í Skotlandi? — Mjög mikilvæg, í sem fæstum orðum sagt. Skotland er raunar að komast í hóp þeirra landa sem að meirihluta byggja raforkufram- leiðslu sína á kjamorku. Nú þegar er nær helmingur þeirrar raforku, sem notuð er í Skotlandi, framleidd með kjamorku og þegar stöðin nýja í Tomess verður komin í fulla notk- un á næsta áratug kemst þetta hlut- fall í 60%. — Nú þegar kjamorkuverið í t Tomess er á lokastigi er deilt um það í Bretlandi hvort yfirleitt sé verjandi að halda áfram starfsemi kjamorkuvera og hafa menn þá einkum slysið í Tsjemobyl í huga. Óttist þið hjá SSEB ekki að niður- staðan kunni að verða sú að einn daginn verði ákveðið á hinum pólitíska vettvangi að loka öllum kjamorkuverum hér í landi? — Varðandi slysið í Tsjemobyl og samanburð við kjamorkuver hér í landi í því sambandi vil ég bara segja þetta: Hönnun búnaðar og öll tilhögun kjamorkuvera hér í landi, til dæmis í Tomess, er með þeim hætti að útilokað er að nokk- uð í líkingu við Tsjemobylslysið geti hent. Hitt er svo aftur annað mál að kjamorkuandstæðingum hefur að undanfömu vaxið ásmegin og vitanlega er ekki unnt að af- skrifa þann möguleika að Iýðræðis- lega kjörin stjómvöld taki ákvörðun um að hætta starfrækslu kjarn- orkuvera. Við sem stöndum í þess- ari framleiðslu getum í sjálfu sér ekki gert annað en reyna að sann- færa stjómvöld og almenning um gildi þess að starfrækja kjamorku- ver, sem við teljum ekki aðeins hættulaus með öllu heldur hag- kvæmasta kostinn í raforkufram- leiðslu nú um stundir. Yrði hætt við starfrækslu kjamorkuvera á borð við það sem nú er verið að ganga frá í Tomess er ljóst að raf- orkuverð hækkaði óhjákvæmilega svo um munaði. Hækkunin yrði raunar svo mikil að ýmis mikilvæg atvinnufyrirtæki hér í landi gætu ömgglega ekki staðið undir henni, auk þess sem allur almenningur fyndi sárlega fyrir slíkri hækkun. Einkavæðingin Enda þótt Rafveita Suður-Skot- lands (SSEB) byggi starfsemi sína að stómm hluta á kjamorku notast fyrirtækið við ýmsa aðra orkugjafa við raforkuframleiðslu. Til dæmis hefur fyrirtækið náið samstarf við hið ríkisrekna kolafyrirtæki, British Coal, og ýmis skosk einkafyrirtæki í kolaiðnaði. Þá má ekki gleyma því samstarfí sem SSEB hefur um langt skeið átt við Rafveitu Norð- ur-Skotlands. Samstarf rafveitn- anna er mjög náið á ýmsum sviðum raforkuframleiðslu og orkudreifíng- ar, raunar svo náið að forráðamenn SSEB telja vænlegast að við þá einkavæðingu, sem fyrirhuguð er í breska raforkugeiranum, verði þessi tvö fyrirtæki sett undir einn hatt. Þeir hjá Rafveitu Norður-Skot- lands telja hins vegar að farsælast yrði að selja skosku rafveitumar í tvennu lagi, meðal annars til að tryggja til fulls hagsmuni skosku hálandanna í orkumálum. Við inn- um Donald Miller, stjómarformann SSEB, nánar álits á þessu máli. — Skoskur raforkuiðnaður er mjög samkeppnishæfur og stendur fyllilega á sporði sambærilegum iðnaði annars staðar í Bretlandi og erlendis. Þessi samkeppnishæfni er að miklu leyti að þakka þeirri nánu samvinnu. sem nú þegar er á milli skosku rafveitnanna tveggja. Það er því alveg ljóst að yrðu tengslin á milli þessara tveggja fyrirtækja rofín í kjölfar einkavæðingar gæti skoskur raforkuiðnaður beðið ófyr- irsjáanlegan skaða. Fyrirtækin tvö hafa unnið saman í rúma tvo ára- tugi; raforkuframleiðsla í Skotlandi er rekin á grundvelli þessa sam- starfs og miðast við það. Samvinna þessi hefur gert okkur kleift að koma á margvíslegri hagræðingu í rekstri og yrði klippt á hana er hætt við að afleiðingin gæti orðið stórhækkun raforkuverðs .til sko- skra neytenda, auk þess sem skosk- ur raforkuiðnaður í heild mundi bíða tjón af. Ekki er enn ljóst með hveijum hætti bresk stjómvöld ákveða að einkavæða skoska raforkufcam- leiðslu, ákvörðunar er að vænta um páskana. Forráðamenn Rafveitu Suður-Skötlands segjast ekki frem- ur en þeir hjá Rafveitu Norður- Skotlands hafa hugmynd um hvora leiðina stjómvöld kjósi á endanum að fara, setja skosku rafveitumar tvær undir einn hatt og selja sem eitt fyrirtæki eða selja fyrirtækin í tvennu lagi en halda jafnframt opn- um leiðum fyrir áframhaldandi samvinnu þeirra. Donald Miller, stjómarformaður SSEB, segist bíða spenntur eftir niðurstöðunni. Þótt þau m&l verði bersýnilega enn um sinn alls ótengd íslenskri orkufram- leiðslu hefur mátt ráða af viðtölum við forráðamenn skosku rafveitn- anna tveggja að hugmyndum um orkukaup frá íslandi hafí alls ekki verið varpað endanlega fyrir róða. Enda þótt viðbrögð beggja skoskú fyrirtækjanna við slíkum hugmynd- um hafí öðru fremur einkennst af varkámi er ljóst að forráðamenn beggja fyrirtækja telja þetta kost sem fyllsta ástæða sé til að kanna til hlítar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir NIGEL HAWKES Bretar beita FAO þrýstingi Bretar ætla að „fresta“ um sinn greiðslu á árlegu framlagi sínu til Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, FAO, sem nemur tíu milljónum punda (rúmlega 650 millj. kr.). Stafar þessi frestun af óánægju þeirra með rekst- ur og stjórn stofnunarinnar. Oánægjan ríkir víðar, og í fyrrahaust reyndu Bretar og nokkur önnur vestræn ríki undir forustu Kanada að koma í veg fýrir endurkjör Edou- ard Saouma frá Líbanon í embætti aðalforstjóra Fao. Sao- uma hafði þá gegnt embættinu í tvö sex ára kjörtímabil, og hafði enginn af fyrirrennurum hans gegnt því lengur. Þrátt fyrir andstöðuna og ásakanir um „ógnarstjórn" hjá FAO var Saouma endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða. Framlag Breta til FAO átti að greiða 1. janúar s.l., en þótt þeir hafí nú tilkynnt Saouma að „sem stendur" hafí þeir ekki fé aflögu, hafa þeir einnig gert lýðum ljóst að þeir hafi ekki í hyggju að hætta aðild að FAO á svipaðan hátt og þeir hættu aðild að Menningar- og vísinda- stofnun Sþ, UNESCO, í árslok 1985. Bretar vilja aðeins að meira af fjármunum FAO verði varið til að draga úr hungurs- neyðinni í Afríku. Hyggjast þeir því fara aðrar leiðir til að stuðla að aukinni landbúnaðarfram- leiðslu og draga úr hungri í • Afríku og öðrum svæðum í þró- unarlöndunum, aðallega með beinni aðstoð til viðkomandi ríkja. Ekki er reiknað með að Bretar dragi fram yfir lok þessa árs að greiða framlag sitt til FAO. En með þessum drætti vilja þeir sýna fram á að þeir ætlast til að Saouma komi á tilskildum umbótum í rekstri FAO þótt hon- um hafí tekizt að gjörsigra fram- bjóðandann sem Bretar studdu við kjör forstjórans, Moise Mensah frá Benin. Fáist ekki þessar umbætur, sem bæði Bret- land og önriur iðnríki hafa óskað eftir, má gera ráð fyrir frekari aðgerðum frá Bretum. Fleiri skuldugir Bretar hafa ekki áður, svo vitað sé, gripið til þess ráðs að draga greiðslur til stofnana Sam- einuðu þjóðanna, þótt það sé al- gengt hjá sumum öðrum þjóðum. Þannig hafa rúmlega 40 aðild- arríki Sþ ekki staðið í skilum með framlög sín til FAO fyrir 1986-87, en samtals áttu þessi ríki að greiða sem svarar 25 milljónum dollara (rúmlega 925 millj. kr.). Þá skulda Bandaríkin FAO 67 milljón dollara (nærri 2,5 milljarða króna) vegna sam- þykktar Bandaríkjaþings um að stöðvagreiðslurtil stofnana Sþ. Bretar vilja að númtímalegir stjómunarhættir séu teknir upp hjá FAO, og að skipaður verði sérstakur samstarfshópur áhrifamanna til að ákveða framt- íðarstefnu og tilgang stofnunar- innar. Tilgangurinn með skipan þessa samstarfshóps væri, þótt það sé að sjálfsögðu ekki tekið Edouard Saouma forstjóri FAO. fram, að skerða völd Saouma, sem rekið hefur stofnunina und- anfarin 13 ár eins og hún væri einkafyrirtæki hans. Bretar vilja einnig að gerð verði ítarleg könnun á stjórn og starfsliði FAO í aðalstöðvunum í Róm. Rúmlega 7.000 manns starfa í aðalstöðvunum, en að- eins 2.000 manns á vegum stofn- unarinnar út um heim. Þykir fulltrúum bæði Breta og annarra þeirra þjóða sem hæstu framlög- in greiða til FAO, að þetta mis- ræmi beri að kanna nánar. Á tveggja ára fresti koma fulltrúar allra aðildarríkja FAO saman til ráðstefnu í Róm, og var þessi ráðstefna síðast haldin í nóvember í fyrra. Þar benti Chris Patten, fulltrúi Breta, á að „róttæk endurskoðun “ færi nú fram á allri starfsemi Sþ, endurskoðun sem ekki væri unnt að Stöðva „við Baðhús Kara- kalla", en hverfíð þar sem aðal- stöðvar FAO eru í Róm er kennt við böð þessa foma keisara. Sagði Patten að óháð könnun rekstrarfræðinga gæti gefið mun betri mynd af verkefnunum í hveiju landi fyrir sig, og því hvaða fjárveitingar og verkefni eigi að hafa forgang. Patten notaði einnig tækifærið til að gagnrýna áætlun Saouma um rekstrarkostnað FAO næsta reikningsárið. Sagði hann rökin fyrir aukningu heildarframlaga úr 427 milljónum dollara í 510 milljónir (úr tæplega 16 milljörð- um í tæplega 19 milljarða króna) væru „engan veginn sannfær- andi“. Yf irburðasigur Þá hafa Bretar gagnrýnt að FAO leggi of mikla áherzlu á matargjafir, sem hætt sé við að auki enn á hungrið í fátæktarl- öndum, þ.ar sem þær leiði til lækkaðs verðlags og dragi úr framtakssemi bænda. Allar þess- ar aðfinnslur komu fram áður en gengið var til kjörs forstjóra FAO á þinginu í fyrra, en engu að síður tókst Saouma að bera sigurorð af Mensah með miklum atkvæðamun, 94 atkvæðum gegn 59. Fulltrúar vestrænna ríkja kenndu um breyttri afstöðu Afríkuríkja sem gert hafði verið ráð fyrir að styddu frambjóðand- ann frá Benin, en þar getur einn- ig hafa komið til gremja hjá full- trúum margra ríkja Þriðja heimsins sem höfðu það á tilfinn- ingunni að ríku þjóðimar væru að trana fram sínum frambjóð- anda. í ávarpi sem Saouma flutti þegar hann tók við embætti for- stjóra FAO í þriðja sinn gagn- rýndi hann þau lönd sem ekki hafa greitt framlög sín á réttum tíma, og sagði að þessi dráttur hefði leitt til þess að fjárhagur stofnunarinnar væri „skelfílega ótryggur“. Eftir á að hyggja má vera að þessi ummæli hafi verið skyssa hjá Saouma, því með þeim hafí hann vakið þá hugmynd hjá Bretum að þeir gætu slegið greiðslu eigin framlaga á frest. Þótt ekki séu taldar miklar líkur á því að kröfum um umbæt- ur á rekstri FAO verði sinnt hafa Bretar ekki í hyggju að hætta aðild að stofnuninni. Að vísu var það af svipuðum ástæð- um sem Bretar hættu aðild að UNESCO fyrir rúmum tveimur árum, en þeir álíta þrátt fyrir allt að FAO eigi rétt á sér. Telja Bretar að úrsögn þeirra hefði slæmar afleiðingar í þróunarríkj- unum, sem eru yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem þau fá frá FAO - og hjá Saouma. Höfundur er blaðamaður hjá The Observer í London .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.