Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 , 33 Mælt fyrir bjórfrumvarpinu í neðri deild: Hart deilt um frestun á fundi ÓLAFUR G. Einarsson (S/Rn) mælti í gær fyrir hinu nýja bjór- frumvarpi allsheijarnefndar neðri deildar. Sagði hann nefnd- ina frekar hafa kosið að flytja nýtt frumvarp en að flytja breyt- ingartillögur við það bjórfrum- varp sem nefndin hafði til með- ferðar. Að lokinni framsögu Ól- afs G. tók Guðrún Helgadóttir til máls og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Næstur talaði Ólafur Þ. Þórðarson. Vildi hann láta fresta fundi þar sem hann þyrfti að bregða sér frá en vildi samt tjá sig um málið. Forseti varð ekki strax við þessari mála- leitan og körpuðu þingmenn um stund um það hvort fresta ætti fundi eður ei. í hita leiksins lýsti Ólafur Þ. þvi meðal annars yfir að hann myndi ekki styðja Jón Kristjánsson til embættis deildar- forseta á ný. Málum lyktaði að lokum þannig að forseti frestaði fundi en málið verður á dagskrá neðri deildar á ný í dag. Ætlunin er að afgreiða málið til nefndar og verður haldinn kvöldfundur ef á þarf að halda. Formaður allsheijamefndar neðri deildar, Ólafur G. Einarsson • (S/Rn), mælti fyrir frumvarpinu. Hann sagði aðdraganda þessa frumvarpsflutnings vera athugun á frumvarpi sama efnis sem hefði verið vísað til nefndarinnar 25. nóv- ember sl. Eftir að hafa athugað það hefði nefndin verið sammáia um að afgreiða ekki frá sér það frumvarp þar sem á því voru annmarkar. Sjálfsagt mætti um það deila hvort réttara hefði verið að flytja breyt- ingartillögur við fyrra frumvarpið í stað þess að flytja nýtt frumvarp. Nefndarmenn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að réttara væri að flytja nýtt fyrst svona miklar breytingar hefðu verið gerðar. Á ekki að tefja framgang málsins Ólafur G. sagðist vona að þetta myndi ekki tefja fyrir framgangi málsins. Málið hefði þegar verið kynnt í nefndinni og væru nefndar- menn sammála um að ekki þyrfti að leita nýrra umsagna. Gildistími væri miðaður við 1. mars 1989 en þessi tímamörk væru til að gefa innlendum framleiðendum og ÁTVR tækifæri til að undirbúa þessar breytingar. Næst rakti Ólafur G. umsagnir þær sem hefðu borist um fyrra .frumvarpið en þær eiga jafn vel við um hið nýja frumvarp þar sem þær fjalla einungis um það atriði hvort eigi að leyfa innflutning og sölu á bjór eða ekki, en ná ekki til tækni- legrar útfærslu. Afstaða Æskulýðsráðs ríkisins var sú að mjög varasamt væri að innleiða bjór án mikillar fræðslu og áróðursherferðar um skaðsemi áfengisneyslu. Umsögn Félags- málaráðs Reykjavíkur var í svipuð- um dúr. Ferðamálaráð mælti með samþykkt frumvarpsins. ASI vísar til ályktunar frá 34. þingi sam- bandsins þar sem lýst er yfir stuðn- ingi við hugmyndir Alþjóða heil- brigðisráðsins í áfengismálum. ISI segist hafa það sem stefnu að vinna gegn áfengisneyslu. Læknafélag Islands bendir á að draga þurfi úr áfengisneyslu en skoðanir séu skiptar meðal lækna hvemig best megi ná því markmiði. Áfengisvam- arráð er á móti samþykkt frum- varpsins. Landssamband lögreglu- manna telur að þegar sé mikið af áfengum bjór í landinu og óréttlæti ríki milli þegna landsins í þessum efnum. Landssambandið lýsir yfír stuðningi við frumvarpið með þeim fyrirvömm að bjór 'verði einungis seldur í verslunum ÁTVR, hann verði ekki ódýrari en annar vínandi og að mikil fræðsla um áfengismál fylgi í kjölfarið. Stjóm SÁÁ segist ekki geta tekið afstöðu með eða á móti frumvarpinu. Kvenfélagssam- band íslands er á móti fmmvarp- inu. VMSÍ vill þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Samband veit- inga- og gistihúsa styður samþykkt frumvarpsins. VSÍ gerir ekki at- hugasemdir við frumvarpið. Geð- læknafélag íslands vill að fram- varpinu verði vísað frá. Stórstúka íslands leggur til að frumvarpið verði fellt. Ólafur G. minntist síðan á aug- lýsingar frá læknum annarsvegar með og hinsvegar á móti samþykkt framvarpsins. Sagði hann að það eina sem þessar auglýsingar segðu sér væri að ekki væri mögulegt að leggja óumdeilanlegt læknisfræði- legt mat á skaðsemi bjórsins, en það hefðu andstæðingar hans Ólafur G. Einarsson stundum reynt að gera. Þingmaður- inn sagðist vona að umræður yrðu með málefnalegri hætti en stundum áður um þetta mál. Alþingi yrði nú að taka málefnalega afstöðu til þessa viðkvæma deilumáls. Til þess gæfíst nú tími þar sem málið kæmi fyrr úr nefnd en oft áður. Lítið vit og fordómar Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk) sagði að það hefði oft verið þannig í umræðum um þetta mál, að þeir töluðu mest sem væra á móti bjórn- um. Þeir töluðu oft af litlu viti og miklum fordómum. Sagði hún að engum væri greiði gerður með slíkum umræðum. Guðrún sagði áfengisneyslu ís- lendinga aðallega byggjast á sterk- um drykkjum og það væri eins og við hefðum fyrir löngu ákveðið að ef við ætluðum að drekka þá drykkj- um við okkur full. Gagmýndi hún síðan hvemig umræðum á Alþingi um þessi mál væri háttað og þá áfengisstefnu sem væri við lýði. Sagði hún það loða við Alþingi að geta ekki talað um þjóðina nema í meðaltölum, t.d. væri ávallt rætt um heildameyslu áfengis og hvort hún myndi aukast með bjómum. Taldi hún vera mikinn mun á því hvort öll þjóðin dreypti á áfengi eða hálf þjóðin drykki sig fulla. Heildar- neyslan skipti engu máli. Ólafur Þ. Þórðarsson (F/Vf) sagðist hafa mikið um þetta mál Ólafur Þ. Þórðarson að segja en þyrfti nú að bregða sér frá. Fór hann fram á að fundi yrði frestað, þar sem venja væri að ljúka þingstörfum klukkan fimm á þriðju- dögum, og sakaði þá sem á undan höfðu talað um málþóf. Þegar for- seti vildi ekki verða við þeirri beiðni sakaði Ólafur Þ. hann um vald- níðslu. Höfum heyrt allar ræður ÓlafsÞ. Þá kvaddi Guðrún Helgadóttir sér hljóðs og sagði það koma úr hörðustu átt að saka sig um mál- þóf, hún hefði ekki áður talað um þetta mál á þessu þingi. Fannst henni það fyrir neðan allar hellur að Ólafur Þ., sem væri eini maður- inn á mælendaskrá, bæði um að fresta umræðunni. Bað hún forseta um að fara þess á leit við þingmann- inn að hann sleppti því að flytja þessa ræðu sína, þingmenn hefðu hvort sem er heyrt þær allar, eða þá að þingmaðurinn flytti þessa ræðu sína núna. Ólafur G. Einarsson sagðist ekki kannast við að nein tímamörk hefðu verið sett klukkan fimm. Þetta væra leiðinleg vinnubrögð af hálfu Ólafs Þ. Þetta mál hefði verið rætt í tengslum við fyrra frumvarpið og þá hefði ekki einn einasti þingmað- ur talað um orðalag framvarpsins heldur einungis um bjór eða ekki bjór. Það mætti segja að fyrstu umræðu væri löngu lokið og hann Guðrún Helgadóttir Jón Kristjánsson sagðist ekki eiga von á því að Ólaf- ur Þ. eða aðrir þingmenn ætluðu að ræða orðalag framvarpsins eða einstaka greinar. Ólafur Þ. Þórðarson gagnrýndi Jón Kristjánsson og sagðist ekki myndu treysta sér til að kjósa hann til forsetaembættis á ný. Jón Krist- jánsson sagðist hafa fengið um það tilmæli frá fleiri en einum þing- manni að fresta umræðunni þar sem þeir hefðu ráðstafað sér annað. Hann taldi þetta vera ámælisvert og sagðist vænta þess að þingmenn myndu ekki skipuleggja fundi sína á tíma þingsins sem stæði til klukk- an sjö. Hann myndi þó fresta um- ræðu að þessu sinni þó að ekki væri ástæða til þess. Sambandshúsið leysir ekki vanda utanríkisráðuneytisins UTANRÍKISRÁÐHERRA víkur í skýrslu sinni til Alþingis að húsnæðismálum utanríkisráðu- neytisins. Ráðuneytið er nú í Kaupleiguíbúðafrumvarp félagsmálaráðherra lagt fram: Ibúar velji hvort þeir vilji kaupa eða leigja FRUMVARP Jóhönnu Sigurðar- dóttur, félagsmálaráðherra, um kaupleiguíbúðir var lagt fram á Alþingi í gær. Samkvæmt frum- varpinu er gert ráð fyrir að kaup- leiguíbúðimar verði með tvenn- um hætti, almennar og félagsleg- ar. Fyrirkomulag kaupleiguibúða er með þeim hætti að íbúar geta valið um leigu eða kaup á íbúð- inni með jöfnum mánaðarlegum greiðslum. í greinargerð með framvarpinu segir að markmið þess sé að ryðja braut nýjum valkostum í húsnæðis- málum landsmanna, kaupleiguíbúð- um. Fyrirkomulag kaupleiguíbúða verði með þeim hætti að íbúar geti valið um leigu eða kaup á íbúðinni með jöfnum mánaðarlegum greiðsl- um. Tilgangurinn sé að auka á sveigjanleika húsnæðiskerfisins með hliðsjón af mismunandi þörfum fólks eftir aldri, búsetu og félagslegri stöðu. Lagt er til að kaupleiguíbúðimar verði með tvennum hætti. Almennar og félagslegar. Félagslegar kaup- leiguíbúðir eru samkvæmt frum- varpinu eingöngu á vegum sveitarfé- laga og/eða félagasamtaka. Fram- kvæmda- og ábyrgðaaðilar að al- mennum kaupleiguibúðum geta ver- ið sveitarfélög, félagasamtök og fyr- irtæki eða þessir aðilar í samein- ingu. Um félagslegar og almennar kaupleiguíbúðir gildir að fram- kvæmdaaðili skal standa undir 15% byggingakostnaðar og er gert ráð fyrir að unnt sé að afla fjármagnsins með sölu skuldabréfa, t.d. til iífeyris- sjóða. Þegar um leigu er að ræða mið- ast leigugjald við afborganir og vexti af lánum frá Húsnæðisstofnun rikis- ins, auk vaxtakostnaðar af framlagi framkvæmdaaðila og hæfílegs rekstrarkostnaðar. Óski leigjandi að kaupa íbúðina er gerður samningur við hlutaðeig- andi sveitarfélag eða félagasamtök um endurgreiðslu á 15% framlaginu og að þeim hluta greiddum yfirtekur kaupandi eftirstöðvar af áhvílandi lánum frá öðram hvoram byggingar-' sjóðnum. Reiknað er með að endur- greiðsla 15% framlags fram- kvæmdaaðila fari fram á allt að 30 áram. Gert er ráð fyrir að leigjefldur hafí a.m.k. fímm ára umþóttun- artíma varðandi kaup en sveitarfé- lögum verði heimilt að hafa hann lengri ef þurfa þykir. Lögð er rík áhersla á að íbúar inni af hendi jafn- ar mánaðarlegar greiðslur hvort sem þeir leigja íbúð eða kaupa hana. Gert er ráð fyrir að eingöngu sveitarfélög eða félagasamtök sem þurfa að kaupa eða byggja kaup- leiguíbúðir fyrir láglaunafólk eða aðra þá sem af félagslegum ástæð- um þurfa aðstoð við húsnæðisöflun njóti lánafyrirgreiðslu úr Byggingar- sjóði verkamanna. Lánað verði allt að 85% kostnaðar til 43 ára og vext- ir verða þeir sömu og gilda almennt hjá sjóðnum. lcignhúsnæði á þremur stöðum og segir ráðherrann að það sé óviðunandi ástand. Ljóst sé líka að kaup ríkisins á Sambands- húsinu muni ekki leysa hús- næðisvanda ráðuneytisins. "Með breytingu á reglugerð um Stjómarráð Islands, sem gerð var 8. júlí sl., var yfírstjóm utanríki- sviðskipta flutt frá viðskiptaráðu- neytinu til utanríkisráðuneytisins: í upphafí er ráðgert að fjórir emb- ættismenn og tveir ritarar starfí við viðskiptaskrifstofuna. Utanrík- isráðherra telur að með hliðsjón af vaxandi samskiptum við EVr- ópubandalagið á ýmsum sviðum, miklum störfum innan EFTA og GATT og aukinni áherslu á stuðn- ing við útflutning á sem fjölbreytt- ustum varningi og þjónustu sé ljóst að ekki verður lengur beðið með að fjölga starfsliði þessarar skrif- stofy. Á síðastliðnu ári kom einnig til framkvæmdar ákvörðun ríkis- stjómarinnar frá desember 1986 um að vista innan utanríkisráðu- neytisins skrifstofu Norðurlanda- mála, þ.e. norrænt samstarf innan • ramma Ráðherraráðs Norðurlanda og embætti staðgengils samstarfs- ráðherra Norðurlanda. MMHGI Eftir þessar breytingar eru fímm skrifstofur innan utanríkisráðu-. neytisins. Ennfremur starfa í ráðu- neytinu prótókollstjóri og þjóðrétt- arfræðingar og hafa þar aðstöðu sendiherrar gagnvart ríkjum í Austur-Asíu og Eyjaálfu og Suð- vestur-Asíu og ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs. Utanríkisráðuneytið' er nú í leiguhúsnæði á þremur stöðum. í byggingu lögreglustjóraembættis- ins i Reykjavík, vamarmálaskrif- stofan og Norðurlandaskrifstofan eru til húsa á Skúlagötu 63 og viðskiptaskrifstofan á Laugavegi 118d. Utanríkisráðherra segir að þetta hljóti að teljast óviðunandi ástand og hljóti að kalla á úrbætur hið allra fyrsta. Síðan segir í skýrslunni: „í skýrslu sinni til Alþingis árið 1986 vék þáverandi utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson, að húsnæðis- vanda utanríkisráðuneytisins og lagði þá til að sá vandi yrði leystur með nýbyggingu á lóð ríkisins austan húss rannsóknarstofnana sjávarútvegsins við Skúlagötu. Til- laga um byggingu þess húss fyrir utanríkisráðuneytið og fleiri ráðu- neyti var hluti af heildartillögum um húsnæðismál Stjómarráðsins,. sem ég lét vinna í forsætisráð- herratíð minni 1983-87, og miðuðu þær að því að starfsemin yrði sem mest á svæðinu í grennd við Amar- hól. Kaup ríkisins á Sambands- húsinu hafa leyst nokkurn hluta húsnæðisvanda Stjómarráðsins, en ljóst er að utanríkisráðuneytið get- ur ekki fengið þar það húsnæði sem það þarf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.