Morgunblaðið - 06.03.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.03.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 í austurenda Dómkirkjuloftsins er fundarsalurinn. Tákn íslands, flattur þorskur. „Besti vinur ræstitæknanna,“ spýtubakki í eigu Dómkirkjunnar. Dómkirkjan í Reykjavík: Söfn í Drottins ranni Islensk söfn voru lengi varðveitt á loftinu íslendingar vilja gera vel við sín söfn. En til hvaða ráða á að grípa ef ekki eru til þess efni að byggja veglegt safnahús? Svarið þvældist ekki fyrir mönnum nítjándu aldar- innar. Enginn staður er verðugri fyrir bækur og menningararfleið þjóðar- innar heldur en hús Drottins. Lofthæð Dóm- kirkjunnar í Reykjavík er eitt elsta safnahús- næði á landinu. Hentugur karmur ** Dómkirkjan í Reykjavík var vígð 6. nóvember 1796. I sinni fyrstu gerð var kirkjan minna hús og lát- lausara heldur en nú er. 1847-48 voru gagngerðar endurbætur gerð- ar á Dómkirkjunni, kirkjan var stækkuð og hækkuð og fékk það svipmót sem hún enn heldur. Hið íslenska bókmenntafélag er eitt hið fyrsta veraldlega menning- arfyrirtæki sem um getur undir vemdarvæng og þaki Dómkirkjunn- ar. Félagið er stofnað 1816 og frá upphafí fram til 1962 hafði Reykjavíkurdeild þess geymslu und- ir forlagsbækur sínar og önnur gögn á Dómkirkjuloftinu. Líklega er þó nær lagi að telja formlega safnasögu Dómkirkju- loftsins he§ast með stofnum Stifts- bókasafnsins sem síðar varð Lands- bókasafn íslands. Safnið var stofn- að 28. ágúst 1818. 11. september það sama ár veltir Geir biskup Vídalín hinn góði fyrir sér mögu- leikum á hentugu - húsnæði fyrir Dómkirkjan. Mælingarteikning Rögnvalds Ólafssonar frá því um 1904. Langskurður. bókasafnið. Lausn guðsmannsins var að „hentugur karmur yrði tilbú- inn á Reykjavíkur dómkirkjulofti, þessu bókasafni til varðveislu". Var brugðið á þetta ráð og í árslok 1825 hafði bókum verið raðað í hillur á Dómkirkjuloftinu og safnið opnað til afnota. Var safnið þama á loftinu þangað til Dómkirkjan var stækkuð og endurbætt á árunum 1847-48, eins og fyrr var getið. Á meðan á þeim framkvæmdum stóð var bókakostur landsmanna geymd- ur i lærða skólanum. 1848 var safninu komið fyrir á nýja Dómkirkjuloftinu. Jón Árnason þjóðsagnasafnari var ráðinn starfs- maður til skráningar og röðunar. Slæmur Qárhagur háði safninu næstu áratugina og einnig var nokkur misbrestur á viðhaldi Dóm- kirkjunnar. Árið 1863 eykst hlutverk, vegur og virðing Dómkirkjuloftsins enn frekar. Það ár var Fomgripasafn Islands sem síðar varð Þjóðminja- _safri_ í sl andsstofn að._ Jón[ Ámasyni var falin umsjá safnsins. Jón fékk Séra Andrés Ólafsson kirkjuvörður við kirkjuklukkurnar í Dóm- kirkjuturninum. Sigurð Guðmundsson málara ráðinn launin væru rýr. Herbergi var byggt til umsjónar safninu með sér. Var fyrir Fomgripasafnið frammi á Sigurður aðalstarfsmaður safnsins kirkjuloftinu, 9 álnir (5,64 m) að til dauðadags_1874. Sinnti_hann_því_lengd, 8 álnir (5,02 m) að brejid "afstakríTrumehnsku 'og éljú þótt 'ögnæðírTvaröV2~alin73,45 m). Þessu húsnæði var skipt niður í þijá klefa. Það er því óhætt að segja með sanni að landsmenn hafi haft margvísleg erindin í Dómkirkjuna á þessu árabili, sér til andlegrar uppbyggingar, hvort heldur var af kristilegu eður veraldlegu tagi. 1878 voru þrengslin á Dóm- kirkjuloftinu orðin umtalsverð, kirkjan var orðin hrörleg og þarfn- aðist lagfæringa. Því var ráðist í viðgerðir á kirkjunni 1879. Söfnunum var komið annars staðar fyrir. Fyrst var í ráði að geyma bækur Stiftsbókasafnsins til bráðabirgða í spítalahúsi bæjarins en af því varð þó ekki heldur virð- ist öllum bókunum hafa verið hrúg- að á gólfíð í bókhlöðu Lærða skól- ans. Forngripasafnið var vistað í hegningarhúsinu. — En úrbætur í húsnæðismálum safnanna voru á næsta leiti; 1881 var byggt hús fyrir Alþingi og söfn landsins. Flutt- ust bæði söfnin í Alþingishúsið. Hlutverki Dómkirkjuloftsins í þágu opinberra íslenskra safna var þó á engan hátt lokið. Landshöfð- ingja íslands, Hilmari Finsen, þótti ástæða til að hafa einhverja reiðu á skjölum æðstu embættismanna þjóðarinnar. Því var svo mælt fyrir, í auglýsingu um landsskjalasafn 3. apríl 1882, að komið yrði upp sam- eiginlegri skjalageymslu fyrir helstu embætti landsmanna á Dóm- kirkjuloftinu. Þetta_ var upphafið að Þjóðskjalasafni íslands. Safnið hafði engan safnvörð og ekki virð- ist hafa verið gert ráð fyrir því að almenningur notaði safnið mikið. Árið 1900 fluttist skjalasafnið af Dómkirkjuloftinu en loftið var áfram notað í þágu íslenskrar menningar og fræða. Hið íslenska bókmenntafélag var enn sem fyrr með aðstöðu á kirkjuloftinu. Um 1950 var gert við kirkjuna m.a. var þakið klætt koparþynnum í stað skíftiþaks sem verið hafði síðan 1847, við þá viðgerð hurfu þakgluggar sem verið höfðu á kirkjuþakinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.