Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Majórinn Hugh heitinn Lindsey ásamt Söru konu sinni. Myndin var tekin við Ascot-veðreiðamar i fyrra. Lík Lindseys majors borið um borð í flugvél, sem flutti það til Englands. Daginn eftir að Karl prins af Wales var hætt kominn þegar snjóskriða féll^yfir svæðið þar sem hann var á skíðum í svissnesku Ölpunum ásamt vinum og vanriamönnuin gerðist það, sem ekki á sér fordæmi þegar brezka konungsfjölskyldan á í hlut, að hann gaf út yfirlýsingu varðandi slysið. Náinn vinur prinsins, Hugh Lindsay majór, fórst í skriðunni og vinkona fjölskyldunnar, frú Patti Pahner-Tomkinson, slasaðist mikið. slysi, og honum var sömuleiðis ljóst að óhjákvæmilega var þetta hættulegur leikur. Það getur einn- ig verið hættulegt að vera á skíðum innan afmarkaðra skíða- svæða. Skriðufoll eru algeng fyr- irbæri í fjöllunum og enginn er óskeikull þegar sneiða þarf hjá þeim. í öðní lagi vil ég leggja þunga áherzlu á að Bruno Sprecher, skíðaleiðbeinandi frá Klosters, sem var leiðsögumaður hertoga- ynjunnar af Jórvík, hafði þegið boð um að slást í för með okkur sem gestur okkar síðari hluta dagsins eftir að hertogaynjan var farin heim í skíðaskála sinn. Það var Philip Mackie blaðafulltrúi Karls prins sem las upp yfirlýsing- una á flugvellinum við Ziirich, og var hún svohljóðandi: „Til leiðréttingar á ósanngjöm- um og órökstuddum sögusögnum sem kunna að hafa spunnizt um það hörmulega slys sem ég og vinafólk mitt lentum í vil ég út- skýra eftirfarandi atriði. í fyrsta lagi vil ég taka skýrt fram að allir í hópnum, þar á meðal ég, vorum á skíðum utan afmarkaðra skíðasvæða á eigin ábyrgð. Okkur var öllum ljóst, og hefur alltaf verið ljóst, að hættum fjallanna verður að taka með fullri tillitsemi. Það hefur sérstakar til- finningar í för með sér að vera á skíðum utan alfaraleiða, tilfinn- ingar sem erfítt er að lýsa fyrir þeim sem ekki hafa reynt, eða vilja ekki reyna. Þessar tilfinning- ar gjörþekkti vinur minn, Hugh Lindsay majór, sem fórst á svo hörmulegan hátt í þessu skelfílega Þakkar forsjóninní lífbjörgina Hugh Lindsay majór og ég vor- um á skíðum með Patti og Char- les Palmer-Tomkinson, en þau hjón eru nánir vinir mínir. Charles Palmer- Tomkinson hefur marg- oft á undanfömum tíu árum tekið mig með sér upp í fyöllin sem hann hafði þekkt ffá bemsku. Þegar snjóflóðið hófst með feikn- arlegum gný var lánið svo sannar- lega með okkur, Bruno Sprecher, Charles Palmer-Tomkinson, sviss- neskum lögreglumanni og mér, því okkur tókst að renna okkur til hliðar frá skriðunni. Mér til mikillar skelfingar tókst Hugh Lindsay majór og frú Patti Palmer-Tomkinson ekki að forða sér, svo þau sópuðust burt með svelgnum, og það var eins og öll flallshlíðin geystist framhjá okkur niður i dalinn. Þetta tók ekki nema örfáar sekúndur. Bmno Sprecher brást ótrúlega skjótt við eins og sannur atvinnumaður. Eftir að hafa beðið svissneska lögreglu- manninn að nota talstöðina til að kalla á björgunarþyrlu renndi hann sér á skíðunum niður fyrir skriðuna eins hratt og hann komst. Með hjálp „autophon"- leitartækis fann hann Patti Pal- mer-Tomkinson neðst í skriðunni og gróf niður að henni. Charles Palmer-Tomkinson og ég rennd- um okkur niður í dalinn og komum á vettvang þegar Sprecher hafði tekizt að moka frá andliti frú Palmer-Tomkinson. Honum hafði tekizt að blása lífi í hana með munn við munn-aðferðinni. Svo rétti hann mér skóflu til að ég gæti grafið frá henni, en ég not- aði einnig hendumar. Ég var svo áfram hjá frú Palmer-Tomkinson meðan hann flýtti sér ásamt Char- les Palmer-Tomkinson að fara að leita að Lindsay majór. Þeir fundu hann um 15 metrum fyrir ofan frú Palmer-Tomkinson, en því miður hafði hann beðið bana í fallinu og lífgunartilraunir Sprechers báru engan árangur. Ég beið áffarn hjá frú Palmer- Tomkinson og talaði við hana all- an tímann, til að komast að því hve alvarlega hún væri slösuð, þar til björgunarþyrlan kom. Var hún þá flutt rakleiðis í sjúkrahús. Ég vil leggja á það áherzlu að öll framkoma Brunos Sprechers var mjög til fyrirmyndar og hann átti stóran þátt í að bjarga lífi Patti Palmer- Tomkinsons. Það er ekki nóg með að hann sé vinur minn, heldur voru allar aðgerðir hans mjög til sóma fyrir þá göfugu starfsstétt sem hann tilheyrir. Við munum ávalt vera honum þakk- lát.“ Undir þetta ritar Karl prins af Wales. Óþarfa hugdirfska krónprinsa ekki ný af nálinni Slysið í snjóflóðinu við Klosters hefur eðlilega valdið mikilli um- fjöllun fjölmiðla og þykir sumum sem prinsinn hafí tekið allt of mikla áhættu. En Karl prins er ekki fyrsti prinsinn af Wales sem af hjartans lyst...“ Prinsinn varð ekki við þessari beiðni föður síns fyrr en fimm árum síðar. Hefiir honum trúlega þótt það sitt einkamál en ekki þjóðarinnar hvort hann tæki óþarfa áhættu. Þegar svo Játvarð- ur prins af Wales var sendur til Frakklands í upphafi fyrri heims- styrjaldar árið 1914 varð hann mjög reiður föður sínum fyrir að banna að hann yrði sendur áfram til vígstöðvanna. í því sambandi má geta þess að Andrés Jórvíkur- hertogi og bróðir Karls ávann sér ómælda virðingu þjóðar sinnar þegar hann barðist sem þyrluflug- maður í stríðinu um Falklandseyj- ar, enda þótti hann sýna af sér sérstaka hugdirfsku. Menn voru þó nýlega áminntir um áhættuna, sem slfkri iðju er samfara, því tveir félagar Andrésar í þyrlu- sveitinni létust fyrir skömmu í slysi, sem varð á æfingu. í yfirlýsingu Karls prins kemur fram að hann gerir sér fulla grein fyrir því hve hættulegt getur ver- ið að vera á skíðum utan af- markaðra skíðasvæða, en einnig að hann vill sjálfur vera ábyrgur gjörða sinna. Prinsinn er hugsandi maður og eftir harmleikinn við Klosters á hann vafalaust eftir að ígrunda þessi atriði nánar. Grein þeasi var unnin úr The Daiiy Telegraph og The Sunday Teiegraph. er gagnrýndur fyrir ógætni. Þannig var það til dæmis árið 1924 þegar þáverandi prins af Wales, síðar Játvarður konungur VIII., rotaðist þegar hann féll af hestbaki í hindrunarhlaupi, að þáverandi forsætisráðherra, Ramsay MacDonald, fann sig knúinn til að skrifa honum og biðja hann að „hætta að taka áhættu þótt það geti verið skemmtilega freistandi". Síðar í bréfinu segir svo forsætisráð- herrann: „Enginn er í dag fær um að koma meiru góðu til leiðar en þér, herra, fyrir þjóð yðar, og með hennar hjálp fyrir umheim- inn, og ef þér yrðuð fyrir alvar- legu óhappi, hver gæti þá komið í yðar stað?“ Vikublaðið Sunday Telegraph vitnar í þetta bréf og bætir því við að ýmsir álíti að réttast væri að Margaret Thatcher forsætis- ráðherra ritaði Karli prins bréf á sömu nótum. Nógu sorglegt væri fyrir prinsinn að missa mikilsmet- inn vin í svona slysi. En ef þjóðin hefði misst ríkisarfann við þessar aðstæður hefði það verið þjóðar- ógæfa. Ellefu dögum eftir að Ramsay MacDonald sendi þáverandi prinsi af Wales bréfið, sem vitnað er í hér að ofan, barst prinsinum ann- að bréf svipaðs eðlis. Þar bað fað- ir hans, Georg konungur V, hann að hætta að stunda kappreiðar og hindrunarhlaup. í lok bréfsins sagði konungur síðan: „Ég er viss um að þú getur fengið nóga ánægju og hreyfingu við veiðar og í pólóleik, sem þú mátt stunda Frú Patti Palmer-Tomkinson, Mynd þessi var tekin í Klosters skömmu fyrir snjóflóðið og má sjá krónprinshjónin Díönu og Karl, en hún slapp lifandi úr snjóflóð- en lengst til hægri er Sara, hertogaynja af Jórvík. inu þó nokkuð slösuð væri. „Fjallið virtist geys- ast framhjá okkur“ sagði Karl Bretaprins eftir snjóflóðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.