Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 43 Stjórnandinn Anthony Hose hnykkir á nokkrum atriðum við kórinn áður Catherine William fylgir dyggilega eftir á píanóinu. en sýningin rennur upp. Hljómsveitarmennirnir gera klárt. Hér er það Hafsteinn Guðmunds- son fagottleikan.sem pústar hljóðfœri sínu saman. Við sjáum ekki á myndinni hvað er svona skoplegt undir kápu Krist- ins, en þeim Viðari Gunnarssyni, Gunnari Guðbjörssyni og Sigríði Gröndal er greinilega skemmt. viðeigandi takta á ljósaborðið. Hann er í sambandi við Kristínu og eins ljósamann, sem situr á palli undir rjáfri og stjómar eltiljósinu. Segir honum nú að finna Gunnar og vera tilbúinn með ljósið á hontim, passa hausinn, stækka geislann rólega, ef á þurfí að halda. Niðri, þar sem söngvarar og kór hefur sig til milli atriða, smitar tón- listin úr hátölurum. Ólöf Kolbrún, Elín Ósk Óskarsdóttir og Gunnar tenór Guðbjömsson sveipa sig svörtum skikkjum, taka svörtu barðastóru hattana sína og draga fram hvítar grímur, búa sig undir að hræða líftóruna úr flagaranum. „Eins gott að hneppa alla leið nið- ur, svo þetta breytist ekki í can-can sýningu," segir eitt þeirra. Gunnar frestar því í lengstu lög að setja á sig grímuna, svo hún haldist á sínum stað allan tímann, en sígi ekki niður á nefið og láti hann syngja allt í nef. Hringurinn farinn að þrengjast um Don Giovanni. Enn einu sinni tekst honum þó að komast undan, vílar ekki fyrir sér að etja hinum trúa og dygga Leporelló fram, til að koma sér undan refsingu. Nokkr- um töktum áður en Don Giovanni kastar þjóninum fram er Bergþór farinn að tvístíga við sviðsbrúnina í klónum á Kristni. Nokkra seinna er Don Giovanni sestur við dúkað borð. Skiljanlegt að Kristinn taki ánægjulega til matar síns, því ljúfur ilmur veislukrása af nærliggjandi matstað leggur um bakgangana. Eilíf tortíming og þó ekki Lokasenan í bígerð. Styttan stendur baksviðs og liðkar sig til, eftir að hafa staðið um stund hreyf- ingarlaus á stalli. Kristín kastar sér á gólfið með textann ómissandi, snýr að sviðinu. Lætur prófa ljósin, sem eiga að lýsa styttuna upp, líka ljósin úr helvíti og allt virkar. Cath- erine Williams er mætt á hinn sviðs- vænginn með textann og nótumar og auk þess heljar mikinn tréd- ramb, sem kemur skelfilegu fóta- taki styttunnar til skila. Styttan treður fram til að sækja skúrkinn, sem loksins sýnir óttamerki, reykur fyllir aila ganga baksviðs um leið og Don Giovanni er dreginn í neðra til að tortímast að eilífu ... og þó ekki. Meðan til eru konur,' sem láta lokkast af fagurgala, verður þá ekki alltaf einhver til þess? Kristinn stígur léttilega niður af pallinum, sem flutti hann niður í þröngan ganginn baksviðs. Mátu- lega sloppinn, því að ofan heyrist samsöngur þeirra, sem misstu af því að refsa Don Giovanni. Persón- umar draga mismunandi lærdóm af kynnum sínum við Don Gio- Myndin segir meira en mörg orð um húsakynnin baksviðs,en Kristinn Sigmundsson er kominn í góða æfingu að skáskjótast um. vanni. Elvíra ákveður að ganga í klaustur, Anna treystir sér ekki í hjónaband við tryggðatröllið Óttavíó fyrr en að ári, Leporelló ætlar að finna sér annan herra á næstu krá hið snarasta. Myrkur ... Eitt augnablik, áður en ljósin kvikna til að baða flytjendur. Hose kemur léttur í spori upp úr hljóm- sveitargryfjunni til að taka á móti sínum skerf af þakklæti áhorfenda. Svo deyr allt út, flytjendur tínast inn, þar sem Kristín fær frá þeim „Takk fyrir í kvöld, Stína mín“ og klapp á öxlina ... Hún tekur dótið sitt saman, slekkur. Niðri er skrúfað frá sturtunum, hreinsikrem á lofti og hvunndags- fötin tekin ofan af snaga. Nokkrir áhorfendur koma baksviðs til að heilsa upp á vini og kunningja. Sumir tínast heim í faðm fjölskyld- unnar. Aðrir kallast á og skipu- leggja áframhaldandi skemmtun á nærliggjandi vertshúsi. Kristín kveður, menn tínast út... Mælið ykkur mót við Don Giovanni! Þeir lesendur sem hafa þrætt sig í gegnum textann hafa nú fengið smjörþefinn af því hvemig einni óperasýningu vindur fram. Vita að andrúmsloftið er fjörlegt þar í takt við líðandi tónlistina hans Mozarts, þess snillings. En það vantar mikið, þegar sjálfa tónlistina vantar, því það er nefnilega um hana, sem allt snýst. En hana fáið þið beint í æð, þegar þið leggið leið ykkar sjálf í Islensku óperana einhvem tímann á næstunni á stefnumót við Don Giovanni. Konumar þarf vart að hvetja til fundar við þennan al- ræmdasta flagara bókmenntanna og karlmennimir ættu að fylgja þeim eftir, til halds og trausts. Það er bara einn veginn f hverri sýn- ingu ... Texti: Sigrún Davíðsdóttir Ljósmyndir: BAR Þýskar, finnskar og danskar terylene lcápixr. , Stærðir 32-54. Verðfrákr. 6.800,- V/Laugalæk-Sími 33755 HIOKI HÁGÆÐA MÆLIR hefur allt sem þarf, léttur og nákvæmur og auðveldur í notkun. Eigum flestar aðrar gerðir mæla s.s.: Einangrunarmæla A-V-Ohm-mæla A-Tangir Hitastigsmæla Snúningsáttamæla Snúningshraðamæla Kynntuþér verðoggæðiá HIOKI HIQKI 3231 piwitai- t EESOÖifl HOLD" -S.8.8.8 m)to MkQHzjjmAi/ ©i©^© © i—A STSt,' If | HF. Vatnagörðum 10 s: 685854, 685855 VIFTUREIMAR optibelt (onlinenial Þrælsterkar reimar, tenntar og sléttar . Stærsta sérverslun landsins með reimar FALKINN m Suðurlandsbraut 8, sími: 91-84670 105 Reykjavík t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.